Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1984
21
Lifandi list
Leiklist
Jóhann Hjálmarsson
Listahátíð:
Jack Helen Brut:
LICHTCOPY.
Jack Helen Brut er hópur
finnskra listamanna sem á ný-
stárlegan hátt sameinar hinar
ýmsu listgreinar: dans, mynd-
list, tónlist og bókmenntir. Þetta
er fyrst og fremst leikræn tján-
ing í anda hreyfilistar. Með
tæknibrögðum er brugðið upp
ýmsum myndum sem líkjast
helst sjónhverfingum og eru
einnig nátengdar súrrealisma og
jafnvel afstraktlist.
Lichtcopy er með texta úr
verki Williams Blakes, Marriage
of Heaven and Hell. Hjá Helen
Brut var þetta magnaður flutn-
ingur, sýningin lifandi, speglaði í
senn yndisleik og afskræmingu
mannslíkamans, einsemd hans
og samkennd.
Áhorfandanum verður ljóst
hve margt og merkilegt er unnt
að gera á leiksviði þegar ekki
skortir áræði. Hópur eins og
Jack Helen Brut er einmitt það
sem stundum vantar í íslenska
list; af honum má læra. Þar með
er ekki sagt að við höfum aiger-
lega farið á mis við list af þessu
tagi. Sem betur fer hefur við-
leitni í þessa átt komið fram.
Leiklistin þarf eins og aðrar
listgreinar að vera í sífelldri
endurskoðun og helst leggja
eitthvað til mála sem kemur
okkur á óvart. Jack Helen Brut
var ferskur andblær á Listahátíð
1984.
Frá sýningu Jack Helen Bnit.
VÖRUKYNNING
A
Véltak hf.
vélaverslun
sýnir í dag og næsti
daga frystiskáp af gerð
inni Plate Junior. Frysti
skáparnir eru tilbúnir ti
notkunar, aðeins þarf aí
tengja vatn og rafmagn.
Komið — leitið
upplýsinga.
Véltak hf. vélaverslun,
Hvaleyrarbraut 3 — Hafnarfiröi — sími 50236.
Einingar úr hinni nýju léttsteypu. Morgunblaðið/ Júlíus.
Unnið að gerð nýrrar léttsteypu
STEYPUSTÖÐ B.M. Vallá hf. vinnur
um þessar mundir í samvinnu viö
Rannsóknastofnun byggingariðnaðar-
ins, að gerð nýrrar léttsteypu.
Hjá Víglundi Þorsteipssyni,
framkvstj. B.M. Vallá, fengust þær
upplýsingar að unnið væri að fram-
leiðslu útveggja- og lofteininga úr
léttsteypu, en sú framleiðsla væri þó
öll á tilraunastigi. Víglundur kvað
helsta kost léttsteypunnar vera þann
að rúmþyngd hennar er rétt liðlega
40% af rúmþyngd venjulegrar
steypu. Af því leiðir að eiginþyngd
bygginga mun minnka verulega svo
og mun flutningsþyngd verksmiðju-
framleiddu eininganna minnka til
muna.
Ennfremur sagði Víglundur, að
hugmyndin væri að tilraunahúsið úr
ofangreindum einingum, yrði nýr
rannsóknaskáli Rannsóknastofnun-
ar byggingariðnaðarins á Keldna-
holti og er ætlunin að það hús rísi á
hausti komanda.
fluglýsing um styrki
úr Minningarsjóði Helgu
Jónsdóttur og Sigurlioa
Kristjánssonar
Stjórn Minningarsjóös Helgu Jónsdóttur og Sigur-
liöa Kristjánssonar, kaupmanns, auglýsir hér meö
eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Styrkirnir
eru ætlaöir nemendum í verkfræði- og raun-
vísindanámi.
Umsóknareyðublöö fást á aðalskrifstofu Háskóla
íslands og ber jafnframt aö skila umsóknum þang-
aö. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk. og er fyrir-
hugað aö tilkynna úthlutun fyrir 20. sama mánaö-
ar. Lágmarksupphæð hvers styrks mun væntan-
lega nema kr. 50 þúsund.
VERKFRÆÐINGAR-ARKITEKTAR-AUGLÝSINGASTOFUR-HÚSBYGGJENDUR
LOKSINS á íslandi: I
XEROX 2080 teikningaljósrítun
Smækkun og stækkun á teikningum á venjuiegan pappfr, tracing pappír eöa plast hvaöa
m m
FJOLRITUN HF HVERFISGÖTU 105 S. 26235 (NÆG BÍLASTÆÐI BAK VIÐ HÚSIÐ OG INNGANGUR ÞAR)