Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 138. tbl. 71. árg. MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sovézkir kafbátsmenn reyna að losa bátinn úr vörpu norsks fiski- báts við Noregsstrendur í gær- morgun. Á innfelldu myndinni er kafbátur af whiskey-gerö, sem á sínum tíma strandaði við fiota- stöð sænska hersins í Karls- krona í Svíþjóð. Kafbáturinn sem festist í trolli norska fiski- bátsins var einnig af whiskey- gerð. AP/ Símamynd írakar viðbúnir stór- sókn af hálfu írana llarinder Singh. Sendiherra Indlands á íslandi leitar hælis Osló, 19. júní. AP. HARINDER Singh, sem gegnt hefur störfum sendiherra Ind- lands ■ Osló frá því snemma árs, sagðist búinn að fá sig fullsadd- an af því aö þurfa að Ijúga til um atburði heimafyrir, og því ákveðið að segja skilið við stjórn Indiru Gandhi og biðja um pólitískt hæli í Noregi. Hann hefur einnig gegnt störfum sendihcrra Indlands á íslandi með aðsetri í Osló. Sendiherrann var ómyrkur í máli í garð stjórnar Gandhi, sem hann sakaði um kyn- þáttafordóma og tilraunir til að útrýma sikhum. Kvaðst hann vilja mótmæla árásinni á æðsta helgistað síkha, kald- rifjaðri slátrun rúmlega 2.000 saklausra manna, kvenna og barna í Punjab og víðar og morðum þúsunda ungra síkha sem lögreglan hefði lýst hryðjuverkamenn að ósekju. Harinder Singh er sjálfur síkhi. Atvikið átti sér stað klukkan átta í morgun 50 sjómílur vestur af Haugasundi. Norska strand- gæsluskipið „Lafjord" var sent á vettvang og 15—20 mínútum eftir að það hafði varpað fimm sprengj- um í sjóinn, sem er alþjóðlegt merkjatákn, kom kafbáturinn upp á yfirborðið. Áhöfn sovéska kafbátsins af- þakkaði aðstoð frá strandgæslu- skipinu. Tóku bátsverjar í staðinn að logsjóða togvírana í sundur af miklum ákafa og var kafbáturinn loks laus úr vörpunni eftir þriggja stunda hamagang. Virtist hann óskemmdur og sigldi samstundis á haf út. Atburður þessi átti sér stað inn- an norskrar efnahagslögsögu en á alþjóðlegri siglingaleið. Kafbátur- inn sigldi á brott um 12 leytið og virtist ólaskaður. í fyrstu töldu skipverjar á „Bentin", sem er 82 smálestir, að trollið hefði festst í botni. En er skipið tók að sigla afturábak varð þeim ljóst hvað gerst hafði og sendu út hjálparkall. Manama, 19. júní. AP. ÍRAKAR segja hersveitir sínar við- búnar yfirvofandi stórsókn írana og hét Saddam Hussein forseti því að brjóta hana á bak aftur og berjast þar til sigur ynnist. Yfirmaður herafla íraks, Ab- dul-Rasheed hershöfðingi, sagði sveitir sínar hafa endurheimt Útí í Herat fyrra. Þá lögðu þrjár sovézkar MIG- sprengjuþotur og tvær árásarþyrl- ur í rúst sjúkrahús, sem reist hafði verið með aðstoð vestur- þýzkrar hjálparstofnunar. Húsið var i þorpinu Daob norðan við Kabul, og þar hafa særðir liðs- menn frelsissveitanna einkum hlotið aðhlynningu. Fjórir menn slösuðust í árásinni en þýzkur læknir slapp, þar sem hann var fjarri er Rússar létu til skarar skríða gegn sjúkrahúsinu. hluta Majnoon eyjanna, sem Iran- ir náðu í febrúar. Hann sagði Ir- ani hafa misst 12 þúsund menn í bardögum um eyjarnar, sem eru á víglínunni austur af Basra. Þær eru hernaðarlega mikilvægar og miklar olíulindir eru þar í jörðu. Hernaðarfræðingar spá því að frakar muni verjast af hörku við Majnoon og í því skyni beita ný- fengnum sovézkum flugskeytum. Abdul-Rasheed sagði fraka hafa yfir að ráða vopnabúnaði tii að „gereyða" þeim liðsafla, sem fran- ir hafa safnað saman syðst á víg\ línunni, sem að hans sögn er þrír fjórðu hermanna úr fastahernum auk varðliða Khomeinis. Leiðtogar í fran hafa að undan- förnu reynt að afla fyrirhugaðri stórsókn fylgis meðal þjóðarinnar. Ágreiningur er meðal þeirra um fyrirætlamirnar. Hussein Jórd- aníukonungur kom til Bagdad til viðræðna við Hussein forseta og er sagður bjóða aukna hernaðar- aðstoð vegna yfirvofandi sóknar frana. Bandaríska utanríkisráðuneytið staðfesti í kvöld að beiðni Kuwait um kaup á Stinger-loftvamar- flaugum hefði verið hafnað. Hermt er að í staðinn hafi þeim verið boðin annars konar flug- skeyti og ratsjárbúnaður til að verjast írönskum árásarflugvél- um. Stuðningsmenn neðanjarðar- hreyfingar í íran, sem vinnur gegn Khomeini, efna til mótmælaað- gerða í 21 borg víða um heim á morgun, miðvikudag, í tilefni þess að þá eru þrjú ár liðin frá því her- menn skutu á stuðningsmenn Mujahedeen-hreyfingarinnar í Te- heran. Dollar hækkar London, 19. júní. AP. Bandaríkjadollari hækkaði gagnvart öllum helstu gjaldmiðl- um í dag nema sterlingspundinu, og er ástæðan vísbendingar um stöðugleika í vaxtamálum í Bandaríkjunum og fréttir um meiri hækkun tekna einstaklinga en búist var við, eða um 0,6% í maí miðað við 0,5% í apríl. Óbreyttir verst sókn Rússa í Bonn, Delhí, 19. júni. AP. MEIRA en 10 þúsund sovézkir hermenn tóku þátt í stórsókn gegn frelsissveitum í héraðinu Herat í vesturhluta landsins í síðustu viku, og féll fjöldi óbreyttra borgara í loftárásum, að sögn vestrænna sendi- manna. Sömu heimildir segja tvo óbreytta Sovétmenn og a.m.k. sex afganska leynilögreglumenn hafa verið líflátna í höfuðborginni í júní, og að morð af þessu tagi hafi aukizt stórum í borginni. Fyrr í mánuðinum umkringdu 300 sovézkir skriðdrekar og bryn- vagnar borgina Herat í sam- nefndu héraði og leitað var í hverju einasta húsi borgarinnar í tvær vikur að liðsmönnum frels- issveitanna. Þeir höfðu komið sér á brott í tæka tíð. Samtímis leitinni í Herat gerðu þyrlur og þotur miklar loftárásir á þorp til suðurs og vesturs af Herat-borg, og féllu rúmlega eitt- þúsund óbreyttir þorpsbúar. Óljóst er hvort borgin sjálf varð fyrir loftárásum, en þar féllu þús- undir óbreyttra í loftárás í apríl í Fékk sovéskan kafbát í vörpuna Osló 19. júní. Frá Per A. Borglund fréttaritara Mbl. NORSKl togarinn „Bentin" fékk óvæntan r ag í vörpuna í morgun, en þaö reyndist vera díselknúinn sov- éskur kafhátur af whiskey-gerð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.