Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1984 Friðarfrumkvæði þjóðarleið- toga og Staksteinalágkúra — Yfirlýsing frá Ólafi Ragnari Grímssyni l'egar Morgunblaðinu barst utan úr heimi fréttin um friðarfrumkvæði sex þjóðarleiðtoga var hún sett sem önnur aðalfrétt á forsíðu blaðsins. Um leið og DV greindi frá því að undirritaður hefði átt þátt í mótun þess frumkvæðis sló Morgunblaðið algerri þögn um málið nema hvað agnúast var útí mig í leiðara daginn eftir að utanríkisráðherrar Banda- ríkjanna og Belgíu voru spurðir um þetta friðarfrumkvæði í sérstökum hátíðarþætti um NATO. I gær var svo þessi þögn rofin með lágkúrulegri grein í hinum nafnlausa Staksteinadálki. Þar var því annars vegar haldið að les- endum, að atburðurinn sem Morg- unblaðið setti á forsíðu — meðan það vissi ekkert um hlutdeild und- irritaðs í friðarfrumkvæðinu — hefði bara verið smámál og hins vegar reynt að læða þeirri grun- semd að lesendum í spurnarformi að ég hefði misnotað fjármuni Al- þingis þegar ég vann að undirbún- ingi þessa frumkvæðis Indiru Gandhi, Olof Palme, Andreas Pap- andreou, Julius Nyerere, Miguel de la Madrid og Raul Alfonsin. Morgunblaðið má gjarnan reyna að telja lesendum sínum trú um að forsíðufréttin 23. maí hafi verið um smámál. Slíkt snertir mig ekki. Blöð, sjónvarp og útvarp í Bandaríkjunum, Evrópu, Suður- Ameríku, Asíu og Afríku sýna hins vegar að mat blaðamannanna í erlendu fréttadeild Morgun- blaðsins var réttara en pirringur- inn í Staksteinahöfundi. Hins veg- ar er mér ekki sama um að vera sakaður um misnotkun á al- mannafé jafnvel þótt sú ásökun sé sett fram í skjóli þeirrar nafn- leyndar sem Staksteinar veita. Þótt ásökunin sé sett í spurnar- form er níðstilgangurinn engu að síður augljós. Ég læt því þess vegna ekki ósvarað þegar slík skrif birtast. Alþingi Islendinga greiddi engan kostnað vegna ferða minna og vinnu við undirbúning friðar- frumkvæðis þjóðarleiðtoganna sex. Allur sá kostnaður var greiddur af samtökunum sem önn- uðust undirbúninginn. Ég vona svo að Morgunblaðið beri einhvern tíma gæfu til þess að læknast af þeirri lágkúru sem of oft sést í skrifum blaðsins um andstæðinga i stjórnmálum. Slíkt sæmir ekki stærsta blaði íslensku þjóðarinnar. Olafur Ragnar Grímsson Aths. ritstj. Hér er birt mynd af forsíðu Morgunblaðsins frá 23. maí sl. sem Ólafur R. Grímsson nefnir í grein sinni. Lesendum skal bent á að fréttin sem hann gerir að um- talsefni ber fyrirsögnina „Vilja banna kjarnorkuvopn" og fær hún það rými sem Morgunblaðinu þyk- ir við hæfi þegar sex þjóðarleið- togar vilja banna kjarnorkuvopn, þótt ekki sé fyrr en nú upplýst að þeir hafi jafnframt bannað Morg- unblaðinu að segja frekari fréttir af málinu vegna þess að ólafur R. Grímsson kom og kemur við sögu þess. Hið rétta er að ekkert hefur verið meira af málinu af frétta. í viðtali Helgarpóstsins við ólaf R. Grímsson sem rætt var um í Staksteinum i gær var ekki minnst einu orði á frásagnir is- lenskra blaða af yfirlýsingu þjóð- arleiðtoganna heldur sagt að „er- lend stórblöð" hefðu kallað þetta „frétt þessa árs“. f Staksteinum var dregið i efa að þessi yfirlýsing gæti staðist og því til sönnunar birt mynd af tveggja dálka inn- síðufrétt franska stórblaðsins Le Monde um málið, en það blað legg- ur sig fram um að birta allt er gerist á alþjóðlegum stjórnmála- vettvangi og mat fréttina af frum- kvæði sexmenninganna minna en flest annað 24. maí. (Vissi Le Monde um aðild Ólafs R. Gríms- sonar að málinu?) í grein sinni nú segir ólafur R. Grímsson að málið sé stórfrétt af því frá því hafi ver- ið sagt á forsíðu Morgunblaðsins ogDV. Það var síður en svo að ástæðu- lausu sem spurt var að því í Stak- Duarte öðlast traust á Bandaríkjaþingi Vilja banna kjarnavopn SfSsg Auknar tilraunir til að " Sfe#- hemja 1’ersaflóa.striA «■_ plB! W^t Sovétnijórnin nendir 200 manng £ (')|ymp(U|ei|tana steinum hvort Alþingi hefði greitt kostnað vegna þátttöku Ólafs R. Grímssonar í Samtökum þing- manna er vilja koma á reglu í heiminum (Parliamentarians for World Order). I fræðslubréfi sem samtökin hafa sent Morgunblað- inu kemur fram að þau eru fjár- mögnuð með „framlögum úr sjóð- um, frá fyrirtækjum, einstakling- um og þjóðþingum". Að saka rit- stjóra Morgunblaðsins um níð og lágkúru fyrir að spyrjast nánar fyrir um þetta atriði lýsir furðu- legri viðkvæmni. Svar Ólafs R. Grímssonar sker að vísu ekki úr um það hvort Alþingi greiði til þessara samtaka en samkvæmt upplýsingum frá Friðjóni Sigurðs- syni, skrifstofustjóra Alþingis, er svo ekki. Iðnþróunarfélag Suðurnesja Félagið veiti upplýsingar um alla þætti iðnþróunar og atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum Guðmundur Gestsson, formaður Iðnþróunarfélags Suðurnesja, og Jón E. Unndórsson, iðnráðgjafi. Vopjm. 16. júni. NÝLEGA var stofnað Iðnþróunarfé- lag Suðurnesja, eða þann 12. apríl sl. Á stofnfund mættu 75 félagar, sem eru einstaklingar, fyrirtæki, sveitar- félög, sparisjóður og stéttarfélög. Síðan hafa fimm bæst í hópinn. í stjórn Iðnþróunarfélagsins voru eftirtaldir kjörnir: Guðmund- ur Gestsson formaður, Einar Guð- berg varaformaður, Kristinn Bene- diktsson og Elsa Kristjánsdóttir ritarar, Þórarinn St. Sigurðsson gjaldkeri. Meðstjórnendur eru Vil- berg Þ. Jónsson og Eyjólfur Þórar- insson. Fréttaritari Morgunblaðsins ræddi við Guðmund Gestsson for- mann félagsins og Jón E. Unndórs- son iðnráðgjafa um undirbúning að stofnun félagsins, hlutverk þess og áform á næstunni. Þeir sögðu atvinnumálanefnd Suðurnesja hafa unnið um nokkurt skeið að undirbúningi, atvinnu- málanefndir sveitarfélaganna hefðu fjallað um málið og síðan hefði verið boðað til almennra kynningarfunda í öllum sveitarfé- lögunum. Á aðalfundi hefðu síðan 75 aðilar gengið i félagið og sex bæst í hópinn síðan. Þeir sögðu þó nafn félagsins væru iðnþróunarfé- lag, þá væri alls ekki um það að ræða að í féiaginu væri aðeins þeir er tengdust iðnaði, heldur þvert á móti, enda væri félaginu ætlað að vinna á sviði alhliða atvinnuupp- byggingar. Þeir sögðu félagið vett- vang sveitarfélaga og félagsmanna til að styðja framtak einstaklinga og fyrirtækja á einstökum stöðum. Félagið hefur þegar komið nokk- um verkefnum af stað. Við spurn- ingu frettaritara hvort félagið hygðist halda áfram af þeim krafti sem verið hefði f starfinu frá stofn- un, sögðu þeir Guðmundur og Jón alls ekki starfað af krafti, heidur biðu nokkur brýn verkefni, sem þyldu enga bið. Þeim hefði verið komið af stað. Þau eru helst, að sveitarfélögunum öllum hefur ver- ið sent bréf, þar sem greint er frá stefnu félagsins, að gert verði heildarskipulag á landsvæði fyrir atvinnustarfsemi á Suðurnesjum. Bent er á eftirfarandi atriði sem höfð séu í huga: tegund atvinnu- starfsemi, orkumál, þ.m.t. virkjun- armál, vatnsveitu og frárennsli. Æskilegt er að upplýsingar um áð- urgreind atriði séu til staðar hjá félaginu. En til félagsins leita gjarnan menn með hugmyndir um atvinnustarfsemi, til að fá vitn- eskju um hvar æskilegast sé að finna fyrirtæki þeirra stað. Þá upp- lýsti iðnráðgjafi að til sín bærust fyrirspurnir með um það bil hálfs mánaðar millibili um hagkvæma staðsetningu fyrir stóriðjufyrir- tæki. Allir aðilar, orkusölu- fyrirtæki, sveitarfélög og iðnráð- gjafi, vísuðu hver á annan. Þessu vill félagið breyta. Þá hefur félagið látið útbúa spurningalista, sem sendur verður fyrirtækjum á Suðurnesjum. Er það gert til konnunar á stöðu fyrir- tækjanna og könnunar á vinnu- markaði á svæðinu. Þeir sögðu t.d. árstíðabundinn vanda í fiskvinnslu, eins skapaðist árstíðabundinn vandi á vorin þegar skólum lyki. Þeir sögðu könnunina gerða m.a. til að mæta þessum vanda. Þá sögðu þeir alltaf talað um atvinnuleysi, en kannað yrði hvernig það lýsti sér, með tilliti til starfsgreina o.s.frv. Fram kom að gerð hefur verið áætlun um að á Suðumesjum þurfi 150—200 ný störf árlega með tiliiti til fólksfjölgunar sl. ár. Iðnþróunarfélagið býður upp á ný námskeið, sem eru fyrir stjórn- endur fyrirtækja. Verður það í framhaldi af könnuninni á stöðu fyrirtækjanna. Stjórnendur fyrir- tækjanna geri úttekt á eigin fyrir- tæki á námskeiðinu. Þá býður fé- lagið upp á námskeið um stofnun fyrirtækja. En félagið hefur nýlega efnt til námskeiðs um tölvuvæð- ingu lítilla og meðalstórra fyrir- tækja. Ákveðið er að félagsmönnum verði reglulega send fréttabréf. I lögum félagsins segir að til- ganginum verði náð með eftirfar- andi: að hjálpa iðnfyrirtækjum, og aðilum, sem hyggja á iðnrekstur, að greina þörf sína fyrir sérfræði- aðstoð, og veita upplýsingar um hvar slíka aðstoð sé að fá. Að vera tengiliður milli tækni- og þjónustu- stofnana iðnaðarins og þeirra aðila sem starfa í iðnaði og að iðnaðar- málum í landshlutanum. Að að- stoða sveitarstjórnir, félagasam- tök, fyrirtæki og einstaklinga við athuganir á nýjum viðfangsefnum í iðnaði, að miðla upplýsingum um tækni og rekstrarmálefni og hafa milligöngu um námskeiðahald og aðra fræðslustarfsemi sem völ er á fyrir starfsfólk í iðnaði. Að stuðla að aukinni samvinnu iðnfyrirtækja bæði innan starfsgreina og þeirra í milli svo og tengslum við fyrirtæki í öðrum greinum. Að vera til ráðu- neytis þeim aðilum sem eiga þátt í að móta atvinnumálastefnu i landshlutanum. Hafa frumkvæði að verkefnum, sem styrkt geta iðn- að og eru til undirbúnings nýiðn- aðar á Suðurnesjum, svo sem: Upp- lýsingaöflun um nýiðnaðartæki- færi. Tækni- og hagkvæmnikönnun ákveðinna iðnaðartækifæra, er til álita þykja koma á Suðurnesjum. Markaðskönnun innanlands og er- lendis eftir því sem starfsemi félagsins gefur tilefni til. Hafa samstarf við opinberar rannsókn- ar- og þróunarstofnanir um athug- anir á mögulegum iðnaðartækifær- NÝSKIPAÐUR sendiherra Sviss, hr. Arnold Hugentobler, nýskipaður sendiherra Thailands, hr. Sathit Sathirathaya, og nýskipaður sendi- herra Lýðveldisins Kóreu, Hyoo Hyun Lee, afhentu forseta íslands trúnaðarbréf sín 13. júní sl. að við- stöddum Geir Hallgrímssyni utan- ríkisráðherra. Síðdegis þágu sendi- um á Suðurnesjum. Fylgjast með þróun tækni og markaðar m.t.t. iðnþróunar á Suðurnesjum. Standa fyrir námskeiðum í fyrirtækja- stofnun. Standa fyrir þróun með námstefnum og ráðstefnum um hinar ýmsu atvinnugreinar t.d. fiskiðnað, fiskeldi, og frekari úr- vinnslu sjávarafurða. Standa fyrir fræðslu um tölvumál, aðferðafræði við greiningu vandamála fyrir- tækja, nýtingu jarðvarma og hita- orku á Suðurnesjum o.s.frv. Kanna gaumgæfilega hvort æskilegt megi teljast að stofna iðnþróunarsjóð fyrir Suðurnes. Þeir Guðmundur Gestsson for- maður iðnþróunarfélagsins og Jón E. Unndórsson iðnráðgjafi sögðu markmiðið að til félagsins gæti fólk komið og fengið upplýsingar um alla þætti iðnþróunar og at- vinnuuppbyggingar á Suðurnesj- um. E.G. herrarnir boð forseta Íslands á Bessastöðum ásamt fleiri gestum, að því er segir í fréttatilkynningu skrif- stofu forseta íslands. Sendiherra Sviss hefur aðsetur í Osló, sendiherra Thailands í Kaupmannahöfn og sendiherra Lýðveldisins Kóreu í Osló. Á myndinni eru talið frá vinstri: Sathit Sathirathaya, sendiherra Thailands, Hyoo Hyun Lee, sendiherra Lýðveldisins Kóreu, frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, Arnold Hugentobler, sendiherra Sviss, og Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra. Forseta íslands af- hent trúnaðarbréf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.