Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1984 Olía hækkar - en álagning lækkar — bensínverð óbreytt VERÐLAGSRÁÐ heimilaði í gær 4,7% hækkun á gasolíu og 11,7% hækkun á svartolíu. Með því fá olíu- félögin liðlega helming þeirrar hækkunar, sem farið var fram á en álagning þeirra lækkaði jafnframt nokkuð. Hlutfallslega lækkaði álagning á bensíni mest, eða um 11 aura, en bensínverð helst óbreytt. Óskað hafði verið eftir 10 aura hækkun pr. lítra, eða úr 22,30 kr. í 22,40 kr. Álagning á gasolíu lækkaði um 6 aura á lítrann og áiagning á svartolíu um 64 krónur á tonnið. Eftir hækkunina kostar lítrinn af gasolíu 8,90 kr. en kostaði áður 8,50 kr. Farið hafði verið fram á 8,2% hækkun eða í 9,20 kr. Tonnið af svartolíu kostar eftir hækkun- ina 8.100 krónur en farið hafði verið fram á 20% hækkun, eða í 8.700 krónur. Georg Ólafsson, verðlagsstjóri, sagði í samtali við blaðamann Mbl., að ástæða hækkunarinnar væri stöðug hækkun Bandaríkja- dals, sem leiddi af sér hærra inn- kaupsverð og versnandi staða á innkaupajöfnunarreikningi olíufé- laganna, sem nú er 50 milljón króna halli á. „Síðan mánaðamót- in ágúst/september í fyrra hefur dollarinn hækkað um 5,5% en á sama tíma hefur gasolía hækkað um 1,1% og svartolían um 8%,“ sagði Georg. „Hækkuninni nú valda því aðstæður, sem við fáum ekki ráðið við.“ Næsti fundur Verðlagsráðs verður haldinn á mánudaginn. Þá verður tekin til afgreiðslu tillaga um að aflétta verðlagsákvæðum af tækjum og vélum, þar með töldum bifreiðum. 6,5 % fiskverðs- hækkun þarf til að jafna muninn — sé miðað við svartolíutogara, segir Kristján Ragnarsson um olíuverðshækkunina „ÞESSI olíuverðshækkun þýðir rúm- lega 100 milljóna króna aukningu ár- legra útgjalda útgerðarinnar. Sé miðað við skip, sem brennir svartolíu, þarf fiskverð að hækka um 6,5% til að brúa bilið, sem þarna hefur nú myndazt," sagði Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, er blm. Morgun- blaðsins innti hann eftir áhrifum olíuverðhækkunarinnar á stöðu út- gerðar. „Ég undrast að ríkisstjórnin skuli treysta sér til þess að ákveða þetta, án þess hún sé, svo mér sé kunnugt, búin að taka neina afstöðu til þess, hvernig þeir, sem eiga að þola þetta, eigi að mæta því. Það er eins og menn geri sér ekki nokkra grein fyrir því hve staða útgerðarinnar er erfið, ef þeir halda að þetta geti gengið yfir. Þetta er bara viðbótar- vandi við þann, sem menn hafa ver- ið að tala um og viðurkennt," sagði Kristján. Þórður Ásgeirsson, forstjóri Olíu- verzlunar ísíands, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins, að hann gæti ekki tjáð sig að öðru leyti um þessa hækkun, en sagt, að óljóst væri hvort hún dygði til þess að stöðva útstreymið af innkaupajöfn- unarreikningi olíufélaganna. Það hefði enn ekki verið reiknað út, en ef það dygði, væri auðveldara að sætta sig við hve lítil hækkunin hefði orð- ið. Það væri Ijóst, að hallann á inn- kaupajöfnunarreikningnum, um 50 milljónir króna, yrði að rétta af. Sr. Kristján Róbertsson ásamt fermingarbörnum sínum fyrir framan kirkjuna 17. júní sl., en þá var síða.st messað í henni. / Afhelgun Þórodds- staðakirkju frestað „ÞAÐ er nú þannig með gömul kirkjuhús að ef að þau eru nýtileg þá er ákaflega æskilegt að þau geti þjónað sínum tilgangi áfram, þar sem það er hægt,“ sagði Pétur Sig- urgeirsson, biskup, í samtaii við Mbl. Afhelgun Þóroddstaðakirkju í Köldukinn í S-Þingeyjasýslu sem átti að fara fram 17. júní sl. var frestað að beiðni hans, sem og öðr- um framkvæmdum við þetta 99 ára gamla kirkjuhús. Æskulýðs- samband Þjóðkirkjunnar hefur sýnt því áhuga að fá kirkjuhúsið í sumarbúðir kirkjunnar við Vest- mannsvatn. Endanleg ákvörðun um sölu hússins til Æskulýðssambands- ins hefur ekki verið tekin. Að sögn Baldvins Baldurssonar á eftir að kanna hvort ásigkomu- lag hússins leyfi slíka flutninga, það væri væri nokkuð illa farið og yrði viðgerð á því væntanlega mjög kostnaðarsöm. Baldvin sagði að endanleg ákvörðun um afdrif kirkjunnar yrði í höndum safnaðarins, en framkvæmdir við byggingu nýrrar kirkju hóf- ust á sl. ári. Hjörleifur Stefánsson, arki- tekt fer norður síðar í þessari viku til að dæma um ástand hús- sins. Hann kvaðst ekki geta sagt til um það hversu mikið þyrfti að styrkja kirkjuna fyrir slíka flutninga. Hjörleifur sagði kirkj- una vera merkilegt hús, nægði að líta á það eitt að hún hefði gegnt hlutverki sínu í hartnær hundrað ár. „Það kostar auðvitað geysi- mikið að gera við kirkjuna, þakið er ónýtt, undirstöður lélegar og hún er farin að skekkjast. En ef við fáum hana, eins og við erum að vonast til, þá verður gert við húsið hér við Vestmannsvatn," sagði sr. Sigurður Guðmunds- son, vígslubiskup og prófastur á Grenjaðarstað. Sr. Sigurður kvað það hafa verið lengi á stefnuskrá Æskulýðssambands- ins að fá kirkju á Vestmanns- vatn, því hefði verið gefin Sval- barðskirkja á sínum tíma, en vegna erfiðleika á flutningi hennar til Vestmannsvatns hefði orðið samkomulag um að flytja hana til Akureyrar. Til þessa Altaristafla hinnar 99 ára gömlu kirkju. Töfluna málaði Sveinungi málari Sveinungason og er hún nokkru yngri en kirkjan. hefur kirkjan á Grenjaðarstað verið notuð á vegum Æskulýðs- sambandsins. Sagði sr. Sigurður að ef Æskulýðssambandið fengi Þóroddstaðakirkju mætti nota hana daglega í starfi sumarbúð- anna. Utanríkisþjónustan: Sendiherrar færðir til TALSVERÐAR breytingar verða f ís- lensku utanríkisþjónustunni í haust og fyrrihluta vetrar, skv. upplýsing- um, sem Mbl. hefur aflað sér. Meg- inástæðan er sú, að Henrik Sv. Björnsson, sendiherra íslands hjá Atlantshafsbandalaginu í Brussel, lætur af störfum fyrir aldurs sakir í haust en hann verður 70 ára 2. sept- ember nk. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins verður nýr sendiherra og fastafulltrúi hjá NATO Tómas Á. Tómasson, sem nú er sendi- herra í París. í hans stað kemur Haraldur Kröyer, sendiherra í Moskvu. Páll Asgeir Tryggvason, sendiherra í Osló, fer til Moskvu og við sendiherrastöðunni í Osló tekur Níels P. Sigurðsson, sendi- herra, sem undanfarin misseri hefur starfað hér heima í utanrík- isráðuneytinu. rcT .INNLENT, Asbjorn Haugstvedt, viðskiptaráðherra Noregs, og eiginkona hans, Aida, fóru á fund forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, og var þeim meðal annars sýnt þar Ijósritað eintak af Jónsbók. Heimsókn norska viðskiptaráðherrans: Fór til Vestmanna- eyja í skoðunarferð NORSKI viðskiptaráðherrann, Asbjorn Haugstvedt, sem nú er staddur hér á landi í boði viðskiptaráðherra ræddi í gærmorgun við Matthías Á. Mathie- sen, viðskiptaráðherra, Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra, og Steingrím Hermannsson, forsætisráð- herra. Að loknum fundi þeirra var farin skoðunarferð til Vestmannaeyja þar sem ráðherranum voru sýndar eld- stöðvarnar og hraunið og skoðaði hann síðan hitaveitu Vestmanney- inga. Því næst borðaði hann hádeg- isverð í boði bæjarstjórnarinnar í Vestmannaeyjum og var síðan farið í nánari skoðunarferð um bæinn. Um klukkan 17 var gengið á fund forseta Islands, frú Vigdísar Finn- bogadóttur, á Bessastöðum þar sem ráðherranum var sýnt forsetasetrið og Bessastaðakirkja. í gærkveldi sat ráðherrann kvöld- verðarboð f Ráðherrabústaðnum sem haldið var honum og konu hans til heiðurs. Heimsókn ráðherrans lýkur á morgun en í dag mun hann fara í skoðunarferð austur að Gullfossi og Geysi og skoða Skálholtskirkju. Það höfðu ekki allir umboð stjórna sinna til stöðvunar nú — segir Ólafur Gunnarsson, framkvæmdastjóri „ÞAÐ er biðstaða á öllum sviðum þessa máls nú og er það meðal annars skýringin á því, að við höf- um ákveðið að fresta því um einn mánuð að sigla skipum okkar í land. Fiskverð er ókomið, LÍÚ hefur ákveðið að bíða, sjávarút- vegsráðherra er á leið utan og auk þess höfðu ekki allir okkar um- boð stjórna sinna til þess að taka ákvörðun um stöðvun nú,“ sagði Ólafur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri SVN í Neskaup- stað, er Morgunblaðið innti hann skýringa á frestun aðgerða Aust- firðinga. Ólafur sagði ennfremur, að á fundi, sem þeir Austfirðingar hefðu átt með sjávarútvegsráð- herra á mánudag, hefði ekkert komið fram af hans hálfu, sem benti til þess, að sjávarútvegi yrðu sköpuð starfsskilyrði af núverandi ríkisstjórn. Ráðherrann hefði ekki komið með neitt, sem máli skipti í þessu sambandi og engin vissa væri fyrir aðgerðum í átt til lausnar vandanum. Það væri því fyrst og fremst biðstaðan nú, sem valdið hefði frestuninni. Ólafur sagði ennfremur, að þeir Austfirðingar hefðu ekki getað gert neina kröfu til annarra út- vegsmannafélaga um samstöðu, þar sem ekki hefði verið haft sam- ráð við þau, en hann hefði þó von- ast til þess, að samþykktir þeirra vegna rekstrarvandans hefðu orð- ið harðari en raun hefði borið vitni. Mönnum hrysi hugur við því, að skera á lífæð byggðarlag- anna með því að stöðva skipin. Út- gerðin væri undirstaða búsetu í sjávarplássunum á Austfjörðum og sú tregða útgerðarmanna að stöðva skip sín af þeim sökum hefði verið misnotuð af stjórn- völdum um alllangan tíma. Útvegsmannafélag Akraness hafði boðað stöðvun skipa sinna 8. júlí næstkomandi, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um það, hvort þeirri dagsetningu verði breytt í kjölfar ákvörðunar Aust- firðinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.