Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1984 EIÍ8«bet Svavarsdóttir, félagsríö- gjafi, vann könnunina fyrir jafnrétt- isnefnd. Fri fundi jafnréttisnefndar þar sem könnunin var kynnt. Egilsstaðir: Vaxandi atvinnuþátttaka kvenna KgilsstöAum í maí. ATVINNUÞATTTAKA kvenna fer ört vaxandi skv. niðurstöðum könn- unar um jafnréttismál er jafnréttis- nefnd Egilsstaðahrepps gekkst fyrir á síðastliðnu ári og kynnt var frétta- mönnum og sveitarstjórnarmönnum í fyrradag. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er atvinnuþátttaka giftra kvenna á Egilsstöðum nú 89,3%, en var 1976 68,8% skv. sér- stakri könnun kvennaársnefndar. Könnun jafnréttisnefndar Eg- ilsstaðahrepps var unnin af Elísa- betu Svavarsdóttur, félagsráð- gjafa, og var ætlað að ná til 246 kvenna á aldrinum 25—60 ára. Svör bárust hins vegar frá 168 konum eða 68,3% þeirra. Meðal- aldur svaraenda var 37,5 ár. Spurningalistar voru færðir við- takendum síðast í nóvember 1983 og þeirra vitjað að viku liðinni. Eins og fyrr segir svöruðu 68,3%, en 19,1% neitaði þátttöku eða lét hjá líða að svara og 12,6% voru ekki heima þegar svara var vitjað. { könnuninni kemur m.a. fram greinilegur munur á skólagöngu kynjanna, t.d. hafa 67,9% kvenn- anna stutta skólagöngu að baki, en einungis 29,4% maka þeirra. 25% kvenna hafa stundað framhalds- nám en hins vegar 57,3% karlanna og 6,5% kvenna hafa stundað há- skólanám en 9,3% karla. Langflestar hinna útivinnandi kvenna eru launþegar í hlutastarfi skv. niðurstöðum könnunarinnar, en hlutastarf er nær óþekkt hjá körlum. Meðallaun kvenna á könn- unartímanum eru kr. 17.250,- en karla hins vegar 22.500,- eða 30,4% munur. Verkaskipting kynjanna innan veggja heimilisins virðist enn „hefðbundin" skv. niðurstöðum könnunarinnar. Konur sinna frem- ur börnum, matargerð, matarinn- kaupum, þvotti á fatnaði og hreingerningu húsnæðis, en karlar fyrst og fremst viðgerðum hvers konar og umhirðu bifreiðar auk þess að sinna fjármálum heimilis- ins. Eingöngu uppvaskið virðist skipast nokkuð jafnt milli kynj- anna. Samkvæmt könnuninni vinna konur í fullu starfi utan heimilis- ins samtals 75,2 klst. á viku að heimilisstörfunum viðbættum, en karlar hins vegar 64,6 klst. á viku. Margt fleira athyglisvert kemur fram í könnun þessari enda er hún mjög yfirgripsmikil og ítarleg. Hún er fáanleg á sveitarstjórn- arskrifstofu Egilsstaðahrepps. I jafnréttisnefnd Egilsstaða- hrepps eiga sæti: Elna Jónsdóttir, formaður, Berta Tulinius, varafor- maður, Guðrún Tryggvadóttir, rit- ari, Ólafur Guðmundsson og Stef- án Guðmundsson. — ólafur 18. Landsmót Ungmennafélags íslands: Vonandi öll aðildarsam- bönd með í fyrsta skipti Vogum, 16. júní. Jón Halldórsson og Sigurbjörn Gunnarsson, starfsmenn Landsmótsnefndar. Klaus Rifbjerg Rifbjerg verður fram- kvæmdastjóri Gyldendal HINN kunni danski rithöfund- ur Klaus Rifbjerg hefur verið ráðinn til eins umsvifamesta bókaforlags Danmerkur, Gyld- endal í Kaupmannahöfn, og tek- ur hann til starfa þar 1. nóvem- ber nk. Rifbjerg, sem er 52 ára að aldri, mun fyrst í stað sitja í bókmenntaráði forlagsins, en eftir tvö ár, þegar Mogens Knudsen, sem nú gegnir starfi bókmenntalegs framkvæmda- stjóra forlagsins, lætur af störfum fyrir aldurs sakir, tekur Rifbjerg við starfi hans. { samtali við danska blaðið Aktuelt um helgina segir Rif- bjerg, að starfið fyrir Gyld- endal muni gefa honum svip- aðar tekjur eða meiri en rit- störfin. Hann segir að auðvit- að hljóti starfið að bitna á skáldskapariðkunum sínum, en það sé af og frá að hann hyggist leggja þær til hliðar. DAGANA 13.—15. júní nk. verður haldið í Keflavík og Njarðvík 18. Landsmót Ungmennafélags íslands. Búist er við að 1500 keppendur taki þátt í mótinu, sem er fjölmennasta íþróttamót sem haldið er í landinu. Gert er ráð fyrir að 10 þúsund manns sæki mótið. { samtali við starfsmenn Lands- mótsnefndar, þá Jón Halldórsson og Sigurbjörn Gunnarsson, sögðu þeir m.a. að vonast væri til að í fyrsta sinn sendu öll aðildarsam- bön'd Ungmennafélags íslands þátttakendur á mótið. Sem dæmi um umfang mótsins nefndu þeir að alls 460 verðlaun yrðu veitt og 24 bikarar. Þá sögðu þeir að bæjarfélögin í Keflavík og Njarðvík hefðu lagt kapp á að gera allar aðstæður sem bestar, og sögðu t.d. að í Keflavik væri búið að koma upp frjáls- íþróttaaðstöðu sem væri með þvf besta í landinu. I Njarðvík hefur ný búningsaðstaða verið byggð við íþróttavöllinn, o.s.frv. Þá eru hafn- ar framkvæmdir við útisundlaug, sem er til bráðabirgða, en á að vera tilbúin um mánaðamót. Alls ellefu keppnisgreinar verða á mótinu. Þær eru: Knattspyrna, keppnisstjóri Hafsteinn Guð- mundsson, handknattleikur, keppn- isstjóri Árni Júlíusson, körfuknatt- leikur keppnisstjóri Hilmar Haf- steinsson, sund keppnisstjóri Torfi Tómasson, borðtennis keppnisstjóri Gunnar Jóhannsson, júdó keppnis- stjóri Eysteinn Þorvaldsson, glíma keppnisstjóri Arngrímur Geirsson, blak keppnisstjóri Gunnar Árna- son, starfsíþróttir keppnisstjóri Stefán ó. Jónsson, frjálsar íþróttir Magnús Jakobsson og skák keppnis- stjóri Gísli ísleifsson. Þá verða kynningaríþróttir, sem eru íþróttir fatlaðra og siglingar. Á mótinu verður gefið út dagblað, fjóra daga. Þá verður gefin út leikskrá og minjagíipir seldir. Af sérstökum dagskrárliðum er helst að nefna mótssetningu, sem verður að kvöldi föstudagsins 13. júlí. Þar verða m.a. flutt ávörp, fimleikasýningar, íþróttakeppni og skemmtiatriði. Forseta Islands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, hefur verið boðið að vera viðstödd. Á laugar- dagskvöld verður kvöldvaka, með kórsöng, fimleikasýningum, skemmtiatriðum, dansi o.fl. Á sunnudag verður hátíðardagskrá á íþróttavellinum í Keflavík, með helgistund, ræðum heiðursgesta, fimleikasýningu og íþróttakeppni. Alla mótsdagana verður dansleikur í Félagsheimilinu Stapa í Njarðvík. Mótsdagana verða fjölmargar verslanir í Keflavík og Njarðvík opnar, einnig bílaverkstæði, hjól- barðaþjónusta, matsölustaðir og fleira. Landsmótsnefnd hefur opnað skrifstofu að Hjallavegi 2 i Njarð- vík (Félagsheimilið Stapi), sími 92- 1596. Formaður landsmótsnefndar er Þórhallur Guðjónsson, en aðrir nefndarmenn eru: Jón Halldórsson, Oddgeir Karlsson, og ólafur í. Hannesson frá Ungmennafélagi Njarðvíkur, Hafsteinn Guðmunds- son, Sigurbjörn Gunnarsson auk Þórhalls frá Ungmennafélagi Keflavíkur, og frá Ungmennafélagi tslands Sigurður Geirdal og Pálmi Gíslason. E.G. Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Dísarfell ....... 25/6 Dísarfell ........ 9/7 Dísarfell ....... 23/7 Dísarfell ........ 6/8 ROTTERDAM: Dísarfell ....... 26/6 Dísarfell ........ 10/7 Dísarfell ....... 24/7 Dísarfell ........ 7/8 ANTWERPEN: Dísarfell ....... 27/6 Dísarfell ....... 11/7 Dísarfell ....... 25/7 Dísarfell ........ 8/8 HAMBORG: Dísarfell ........29/6 Dísarfell ........ 13/7 Dísarfell ....... 27/7 Dísarfell ........ 10/8 HELSINKI/TURKU: Arnarfell ........ 18/6 Hvassafell ....... 21/7 LARVIK: Jan .............. 16/7 Jan .............. 30/7 Jan .............. 13/8 GAUTABORG: Jan .............. 3/7 Jan .............. 17/7 Jan ............. 31/7 Jan .............. 14/8 KAUPMANNAHÖFN: Jan .. 4/7 Jan ... 18/7 Jan ... 1/8 Jan ... 15/8 SVENDBORG: Jan ... 5/7 Jan ... 19/7 Jan ... 2/8 Jan ... 16/8 ÁRHUS: Jan ... 6/7 Jan ... 20/7 Jan ... 3/8 Jan ... 17/8 FALKENBERG: Helgafell ... 25/6 Arnarfell ... 18/7 OSLO: Hvassafell ... 25/6 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell ... 28/6 Jökulfell ... 4/7 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ...... 30/6 íx SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavik Sími 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.