Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1984 Sumarferðir aldraðra í Reykjavík: „Fólk á ekki að loka sig inni meðan það getur annað“ Sumarferðir aldraðra, sem farnar eru á vegum Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar, eru nú að hefjast eftir veturinn og verður farið í þá fyrstu fimmtudaginn 21. júní. Þá er ætlunin að líta á söfn og sýn- ingar í Reykjavík og verður væntanlega litið á eitthvað af því, sem verið hefur á boðstólum Listahátíðar í sýningarsölum borgarinnar. Um hundrað manns voru staddir á „opnu húsi“ að Norður- brún 1. í víkunni sem leið og var spilað á spil af miklum móð þeg- ar blm. leit þar inn og spjallaði um sumarstarfið við starfsfóik og gesti. „Þetta er fimmtánda sumarið sem farið er í þessar ferðir, en þær hófust í apríl 1969 og allir ellilífeyrisþegar í Reykjavík eiga rétt á þátttöku í þeim,“ sagði Þórir S. Guðbergsson, yfirmaður málefna aldraðra hjá Reykjavík- urborg. „Viðbrögðin við þeim voru strax með eindæmum góð og þörfin fyrir þessa starfsemi sést best á því, að árið 1973 voru ellilífeyrisþegar í Reykjavík rúmlega 7.000 talsins, en 1. des- ember 1983 voru þeir orðnir 9.800.“ Anna Þrúður Þorkelsdóttir, forstöðumaður félagsstarfsemi aldraðra að Furugerði 1, sagði að þátttakan í ferðunum væri yfir- leitt mjög góð, þó að hún færi að sjálfsögðu nokkuð eftir veðrátt- unni. En starfsfólk Félagsmála- stofnunar tekur þátt í öllum ferðum og einnig er leiðsögu- maður með í för. „Þetta voru upphaflega bara dagsferðir en síðan hefur þeim fjölgað og teygst úr þeim,“ sagði hún. „Undanfarin ár hafa verið farn- ar allt að þrettán ferðir yfir sumarið; dagsferðir og tveggja til þriggja daga ferðir. Árið 1974 var svo byrjað á sólarlandaferð- um og nú eru oftast farnar tvær á ári, ein að vori og önnur að hausti. Þær eru afar vinsælar og það hefur verið komist að mjög góðum kjörum við ferðaskrif- stofurnar. f utanlandsferðum eru alltaf aukafararstjóri og hjúkrunarfræðingur með í ferð- inni og er mikið öryggi fólgið í því. Fjöldi fólks.sem hefur farið, er það lasburða að það hefði ekki getað nýtt sér þessar ferðir ef ekki væri boðið upp á þá þjón- ustu.“ Þórir sagðist vona, að sem flestir ellilífeyrisþegar gerðu sér grein fyrir því að þessi þjónusta væri fyrir hendi og nýttu sér hana, en auk ferðanna stendur Félagsmálastofnun fyrir marg- víslegri starfsemi fyrir aldraða, m.a. „opnu húsi“ þar sem er spil- að, lesið og teflt og boðið upp á ýmis konar þjónustu, s.s. bóka- útlán, hársnyrtingu og fótaað- Sabina Jóhannsdóttir, nýkomin úr Portúgalsferð. (Ljósm. Mbl. Kristján Einarsson.) ur heilsan verið svo góð að ég hef treyst mér hvert á land sem er,“ sagði Guðmundur, en hann hefur m.a. farið oftar en einu sinni til Ameríku að heimsækja dætur sínar þar og sleppir helst ekki úr ferð með Félagsmálastofnun- inni. „Ég er búinn að fara á Snæ- fellsnesið og Garðsskagann og margt fleira. En ánægjulegasta ferðin fannst mér vera austur á Egilsstaði. Veðrið var svo gott og þetta var í fyrsta skipti sem ég kom austur," sagði Guðmundur. En hann er Dalamaður, fæddur og uppalinn í Sauðhúsum í Lax- árdal. „Mér finnst að sem flestir ættu að drífa sig út úr íbúðun- um. Það versta, sem aldrað fólk getur gert sjálfu sér, er að loka sig inni meðan það getur annað,“ sagði Sabina Jóhannsdóttir, sem sjálf er nýkomin heim úr Port- úgalsferð á vegum Félagsmála- stofnunar. Áður hefur Sabina farið til Spánar og lauk hún miklu lofsorði á þjónustuna við aldraða í þessum ferðum. „Svo hef ég tekið þátt í orlofsferð til Löngumýrar og líkaði vel,“ sagði Sabina. En orlofsferðirnar hafa um árabil verið skipulagðar i samvinnu við þjóðkirkjuna. Sabina var þó ekki í neinum ferðahugleiðingum þennan dag, heldur var hún komin til þess að grípa í spil eins og flestir á staðnum. „Ef við getum komið spilamennskunni við, þá gerum við það,“ sagði hún. „Ég spila flesta daga vikunnar, a.m.k. á veturna. En það er reyndar margt annað sem hægt er að taka sér fyrir hendur hérna. Að- alatriðið er, að loka sig ekki inni og nota sína heilsu meðan maður getur,“ sagði Sabina að lokum og var þar með horfin á vit spilafé- laganna. Brídge spilað af miklum móó í „opnu húsi“ að Norðurbrún 1. Anna Þrúður Þorkelsdóttir, Þórír Guðbergsson og Kristín Jónasdóttir. gerðir. Félagsstarfsemi aldraðra fer fram á fjórum stöðum í Reykjavík, en höfuðstöðvarnar eru við Norðurbrúnina og þar er Helena Halldórsdóttir forstöðu- maður. Helena var í fríi þegar blm. bar að garði, en þær Ánna Þrúð- ur og Kristín Jónasdóttir, að- stoðarforstöðumaður, voru á því, að þegar fólk væri byrjað að taka þátt í félagsstarfseminni héldi það því áfram. Sumir væru hins vegar seinir að koma sér að því. „Verð vafalaust með næst“ „Ég er búin að fara í fleiri ferðir en ég hef tölu á og verð vafalaust með í þeirri næstu,“ sagði Guðmundur Benediktsson, annar tveggja gesta, sem teknir voru tali í „opna húsinu“ við Norðurbrúnina. Guðmundur verður 86 ára í haust og segir heilsuna sjaldan hafa verið betri. „Ég er búin að ferðast ákaf- lega mikið undanfarin ár. Síðan þeir lengdu á mér annan fótinn til jafns við hinn, árið 1974, hef- Guðmundur Benediktsson, sem verður 86 ira í haust, segir heils- una sjaldan hafa verið betrí og sleppir helst ekki úr ferð með Fé- lagsmálastofnun. Húsavík: Batnandi ferðaþjónusta Húsavík. 17. júní. í VIKUNNI verður rútuferðum á leiðinni Húsavík-Akureyri-Húsavík fjölgað allmikið. Um er að ræða, að sérleyfishaf- inn á leiðinni hefur ákveðið að hafa ferðir alla daga vikunnar og tvær ferðir á föstudögum sem hlýtur að teljast mikil framför í þjónustu á þessari leið, en ferðir alla daga vikunnar hafa ekki verið síðan innanlandsflug hófst hér, en þá dró mjög úr akstri fólksflutn- ingabíla. Björn Sigurðsson á Húsavík tók við þessu sérleyfi fyrir þremur ár- um og hefur stöðugt unnið að endurbótum á þjónustu sem var vægast sagt mjög lítil. Keyptur var nýr bíll á leiðina, einn full- komnasti bíllinn í dag, með drif á ölium hjólum og getur hann kom- ist leiðar sinnar jafnt sumar sem vetur og er það mikið öryggi fyrir farþega að vera í bíl sem hægt er að treysta á. í sambandi við samgöngumál yfirleitt er óhætt að fullyrða að í Þingeyjarsýslu hafa aldrei verið til jafnmargar rútur og nú um þessar mundir en þeim hefur fjölgað ört á síðustu 2—3 árum. Sem dæmi þá hefur rútum fjölgað á Húsavík einni úr 2 í 6 á sl. 3 árum. Þá er það næsta víst að það sé einsdæmi að utan Reykjavíkur hafi tveimur aðilum verið veitt sérleyfí út frá sama stað, en það hefur einmitt gerst hér, og mun það óhjákvæmilega orsaka mikla samkeppni og þenslu á þessum markaði sem er ekki stór. Aðspurður sagði Björn Sigurðs- son að rekstur á þessari leið stæði og félli meö fargjöldum og sem stendur eru þau of lág, m.a. vegna þess að samgönguráðuneytið mið- ar við að leiðin milli Húsavíkur og Akureyrar sé 91 km en leiðin eða vegalengdin sem rútan fer er 105 km um Víkurskarð en ráðuneytið hefur ekki viljað fallast á það og miðar gjaldskrá sina við 91 km. Þá sagðist Björn vera að fara hópferð til Norðurlandanna i vik- unni og yrði farið með Norröna á milli landa og ekið á rútu vítt og breitt um Norðurlönd en vaxandi áhugi væri fyrir svona ferðum. Hann hefði farið með hóp til Fær- eyja í fyrra og hefði sú ferð tekist ljómandi vel og vonandi yrði eins með þessa ferð, þannig að fram- hald yrði á svona ferðum. í sambandi við ferðirnar Húsa- vík-Akureyri-Húsavík sagði Björn að áætlunin tengdist flesta daga áætlun Norðurleiðar til og frá Ak- ureyri og er vonandi að sem flestir geti haft not af því. — ÞE.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.