Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1984 Gerlagróður í kjötfarsi — eftir Franklín Georgsson Nokkrar umræður hafa átt sér stað nýlega um gerlafræðilegt ástand á kjötfarsi. Tilefnið er rannsókn sem Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis lét gera í maí á gerlagróðri í kjötfarsi úr nokkrum verslunum á Stór- Rey kj avíkurs væði nu. Niðurstöður Neytenda- félags Reykjavíkur og nágrennis Niðurstöður úr þessari rann- sókn hafa verið birtar í dagblöð- um. Þar kemur fram að 7 kjöt- farssýni (58%) af 12 voru ófull- nægjandi með tilliti til gerlagróð- urs. Helstu ástæðurnar fyrir þessu voru of mikill heildargerla- fjöldi og of mikill fjöldi kólí- og saurkóligerla í sýnunum. Mjög hár heildargerlafjöldi í kjötfarsi getur takmarkað mjög geymsluþol vör- unnar og haft áhrif á gæði hennar. Mikill fjöldi kólf- og saurkólfgerla bendir hins vegar til lélegs hrein- lætis við framleiðslu og meðhöndl- un vörunnar. Gerlafræðilegt ástand á kjötfarsi Nú fýsir e.t.v. marga að vita, hvort hér sé um eitthvað stað- bundið og tímabundið vandamál að ræða. Svo er ekki. Heilbrigðis- yfirvöldum hér á landi hefur lengi verið kunnugt um hið almennt lé- lega gerlafræðilega ástand á kjöt- farsi á markaðinum. í skýrslu, sem undirritaður tók saman um gerlarannsóknir á mat- vælum hjá Matvælarannsóknum ríkisins 1976—1980 (Rit heiibrigð- is- og tryggingamálaráðuneytisins 3/1981), kemur fram, að stór hluti kjötfarssýna er ófullnægjandi með tilliti til gerlagróðurs, sjá töflu. Hlutfall ófullnægjandi kjötfarssýna er á hverju ári 50% eða hærra og af 605 kjötfarssýn- um sem rannsökuð voru á tímabil- inu 1976—1981, reyndust 58% ófullnægjandi. Við mat á þessum sýnum voru notaðar sömu viðmið- unarreglur fyrir gerlagróður og gert var við mat þeirra sýna sem Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis lét rannsaka. Helstu ástæður fyrir ófullnægjandi kjöt- farssýnum voru einnig þær sömu og áður eru nefndar, þ.e. of mikill heildargerlafjöldi og of mikill fjöldi kólí- og saurkólígerla. Þó samantekt á niðurstöðum allra gerlarannsókna á kjötfarsi geti varla talist algjörlega mark- tæk um gerlafræðilegt ástand vör- unnar á hverjum tíma, þá hljóta þær samt sem áður að gefa ákveðna vísbendingu. Stærsti hluti sýnanna (96%) er tekinn af heilbrigðisfulltrúum og þá oftast í hefðbundnum eftirlits- ferðum þeirra í verslanir og kjöt- vinnslufyrirtæki. Þó eitthvað sé einnig um endurtekningu sýna af lélegri framleiðslu, eru langflest sýnin tekin af handahófi, eitt og eitt í mörgum verslunum og kjöt- vinnslum. Þessar niðurstöður sýna því a.m.k. að gerlafræðilegt ástand á kjötfarsi hefur lengi ver- ið ófullnægjandi og að það hefur síður en svo lagast þrátt fyrir auknar rannsóknir hin síðari ár. Úrbætur Hefur ekkert verið gert til að bæta þetta ástand? Að vísu hafa gerlarannsóknir á kjötfarsi verið auknar, (sjá töflu) með því að taka oftar sýni og þá sérstaklega hjá þeim, sem bjóða upp á lélegasta farsið. Aukin sýnataka ein sér bætir hins vegar ástandið lítið, þegar svona stór hluti framleiðslunnar er eins slæmur og raun ber vitni. Auk þess eru mjög margir aðilar sem framleiða kjötfars og því erf- itt fyrir heilbrigðisyfirvöld að fylgjast náið með öllu því farsi, sem er á markaðinum. Þó sýnatakan væri enn aukin, efast ég um að það bæri mikinn árangur. Aðeins með bættri fræðslu starfsfólks, vandaðra vali og betri meðhöndlun hráefnis, ásamt meiri skipulagningu við framleiðslu þessarar viðkvæmu vöru má vænta betri árangurs. Það er mín skoðun að of lengi hafi liðist, að litið sé á ýmsar hrá- ar kjötafurðir, eins og hakk og fars, sem einhvers konar rusla- kistu fyrir alla hráefnisafganga, sem til falla í kjötvinnslunni og fyrir ýmsar gamlar kjötafurðir, sem hafa ekki selst og því safnast upp í kjötvinnslum eða verslunum. Þó að notað sé ódýrasta hráefnið af kjötinu í þessa framleiðslu, verður að gera sömu kröfur um meðhöndlun og geymslu og gert er við aðrar dýrari kjötafurðir. í kjötfarsi og hakki er búið að saxa og mala kjötið mjög mikið. Gerlar, sem eru oftast bundnir yfirborði hráefnisins, hafa því fengið tæki- færi til að dreifast enn frekar í kjötinu og geta nú fjölgað sér örar og valdið skemmdum miklu hrað- ar en áður. Það er því mjög mik- ilvægt að notað sé sem ferskast Franklín Georgsson „Þaö er mín skoðun að of lengi hafi liðist, að lit- ið sé á ýmsar hráar kjöt- afurðir, eins og hakk og fars, sem einhvers kon- ar ruslakistu fyrir alla hráefnisafganga, sem til falla í kjötvinnslunni og fyrir ýmsar gamlar kjöt- afurðir, sem hafa ekki selst og því safnast upp í kjötvinnslum eða versl- unum.“ hráefni við framleiðslu á kjöt- farsi. Best væri að velja strax hrá- efni í farsið þegar kjötskrokkarnir eru teknir til vinnslu og geyma það fryst þar til kjötafarsið er framleitt. Forðast ber að nota hráefni sem geymt hefur verið lengi, ýmist ferskt eða saltað, og hafa ber í huga að lítið magn af gömlu hráefni getur mengað mik- ið magn af góðu hráefni. Hreinlæti Mikill fjöldi kólf- og saurkólí- gerla í kjötfarsi bendir til þess að hreinlæti sé mjög víða ábótavant á hinum ýmsu framleiðslu- og meðhöndlunarstigum vörunnar, allt frá sláturhúsum til útsölu- staða. Hér hjálpar vafalaust til það kæruleysi og virðingarleysi, sem oft virðist rfkjandi í um- gengni við þessa vöru. Persónulegt hreinlæti starfsfólks, búnaður á framleiðslustöðum og þrif skipta einnig miklu máli. Mikilvægasti þátturinn held ég að sé þó sú stað- reynd, að gamalt hráefni, sem not- að er í kjötfars, er oft búið að velkjast mikið um og það þvf feng- ið tækifæri til að safna í sig mikl- um fjölda þessara gerla. Enda hef- ur sýnt sig, að oftast fer saman hár fjöldi kólígerla og hár heildargerlafjöldi í kjötfarsi. Því held ég að stór hluti af hreinlæt- isvandamálinu við framleiðslu á kjötfarsi myndi hverfa, ef tryggt væri, að aðeins tiltölulega nýtt og ferskt hráefni væri notað. Sjúkdómshætta Þrátt fyrir alla gerlasúpuna getur kjötfars varla talist hættu- leg neysluvara. Matareitrunar- gerlar, eins og staphylococcus aure- us og clostridium perfringens, finn- ast að vísu talsvert í kjötfarsi, en oftast f of litlu magni til að geta talist hættulegir. Reyndar eru að- stæður í kjötfarsinu þannig, að matareitrunargerlar ná sjaldan að verða ríkjandi hluti af gerlaflór- unni og fjöldi þeirra því ekki nægilegur til að orsaka matareitr- anir. Flestir matareitrunargerlar og kóligerlar drepast einnig við matreiðslu á kjötfarsi. Þó getur mikill fjöldi staphylococcus aureus myndað hitaþolið eitur, sem þolir venjulega matreiðslu á kjötfarsi. Ekki má heldur gleyma því að matareitrunargerlar f kjötfarsi gætu mengað önnur matvæli og ör fjölgun þeirra þar gæti hugsan- lega orðið orsök matareitrana. Miðað við hvað kjötfars er al- geng fæða hér á landi, verður að segjast eins og er, að matareitran- ir eða matarsýkingar vegna neyslu þessarar fæðu virðast alls ekki al- gengari en vegna neyslu margra annarra fæðutegunda. Vandamál- ið, eins og áður segir, snýst fyrst og fremst um ferskleika og geymsluþol vörunnar og hreinlæti við framleiðslu og meðhöndlun hennar. Ráðleggingar Með aukinni fræðslu starfsfólks um framleiðslu og meðhöndlun vörunnar, betri skipulagningu vinnslunnar, bættu hreinlæti og ákveðnum kröfum og reglum heil- brigðisyfirvalda, mætti stórbæta gerlafræðilegt ástand á kjötfarsi. Það er mikilvægt bæði fyrir neytendur (ódýr fæða) og fram- leiðendur (full nýting á hráefni), að kjötfars og skyldar afurðir séu áfram mikilvægur þáttur í matar- æði okkar. Til þess að tryggja það þarf fyrst og fremst skilning á því, að hráefni { þessi matvæli séu meðhöndluð sambærilega og hrá- efni í önnur dýrari matvæli. Með þetta í huga vil ég enda með því að benda á nokkur heilræði í sam- bandi við framleiðslu og sölu á kjötfarsi: 1. Hráefni þarf að halda vel kældu, en það má ekki geymast mjög lengi í kæli. Best er að af- skurður á hráefni í kjötfars fari fram strax eftir slátrun og hann síðan frystur eða notaður strax í kjötfarsframleiðslu. Hérlendis þarf oft að safna saman hráefni í kjötfarslögun í einhvern tíma. Þá er best að frysta afskurðinn strax og geyma frystan þar til kjötfars- ið er framleitt. 2. Kjöt sem hefur hangið lengi (meyrnað) eða verið geymt lengi I lofttæmdum umbúðum, er ekki æskilegt hráefni í kjötfars. Sama er að segja um gerjaðar kjötafurð- ir og gamlar saltaðar kjötafurðir. Kjöt sem lítur illa út og kjöt sem er óhreint á yfirborði má ekki nota í kjötfarsframleiðslu. 3. Framleiðsla á kjötfarsi þarf helst að fara fram á köldum stað. Það er mjög mikilvægt að farsið sé strax kælt niður fyrir 4°C til að hindra að gerlum fjölgi mjög ört. 4. Kjöthakkavélar þarf að þrífa daglega í lok hvers vinnudags. Eftir að einstaka hlutar hakkavél- anna hafa þornað eru þeir best geymdir á köldum stað. Ekki skal setja hakkavélarnar saman fyrr en kjötfars er framleitt næst. Gerlafræðilegt ástand rannsakaðra kjötfarssýna Ár Fjöldi sýna Ófullnægjandi m.t.t. gerlagr. 1976 58 29(50%) 1977 54 31(57%) 1978 74 41(56%) 1979 102 56(55%) 1980 160 99(62%) 1981* 157 96(61%) Samtals 605 352(58%) * óbirtar niðursL 5. Kjötfars þarf að geyma í góðum kæli, helst við hitastig milli 0°C og 2°C. Ekki er æskilegt að geyma kjötfars lengur en 4 tíma í opnum kæliborðum. 6. Hvað viðkemur geymsluþoli kjötfarsins er langbesta og örugg- asta reglan að selja aðeins nýlag- að fars frá sama degi. Það er mik- ilvægt að neytendur geri sér grein fyrir því að kjötfars er ávallt mjög viðkvæm matvara, sem helst þarf að matbúa samdægurs eða í síð- asta lagi daginn eftir að hú.n er keypt. Franklín Georgsson er gerlaíræó- ingur og deildarstjóri í gerlarann- sóknastofu Hollusturerndar ríkis- ins. Góð afkoma Spari- sjóðs Mýrasýslu ’83 Borg*rn<-si, 15. júní. GOD afkoma var hjá Sparisjóði Mýrasýslu á síðastliðnu ári. Hagn- aður nam 5,5 milljónum kr. og var þá búið að gjaldfæra áætlaða skatta að upphæð 6,2 milljónir kr„ fyrningar 1,6 milljónir kr. og reikn- aða gjaldfærslu vegna verðlags- breytinga að upphæð 5,3 milljónir kr. Heildarvelta Sparisjóðsins á árinu var um 3 milljarðar og hafði hún aukist um 65% frá ár- inu á undan. Eigið fé í árslok að meðtöldum endurmatsreikningi og skattalegum varasjóði var 39,9 milljónir kr. Heildarinnlán voru um áramótin 185,4 milljón- ir, höfðu aukist um 66%, en útlán voru alls 150,8 milljónir kr. Bundnar innistæður í Seðla- banka íslands voru 51,9 milljónir kr. um áramót. Sparisjóðurinn greiddi innistæðueigendum 56 milljónir kr. í vexti og verðbætur á árinu. Sparisjóður Mýrasýslu gerðist aðili að VISA ísland á árinu og í byrjun þessa árs var opnuð gjaldeyrisafgreiðsla í samræmi við heimild í þá nýsamþykktum lögum. Á árinu var fulllokið við viðbyggingu við sparisjóðshúsið. Er aðstaða fyrir starfsfólk og viðskiptavini öll betri í hinum nýju húsakynnum, sem skapað hefur svigrúm til betri þjónustu. Framreiknað kostnaðarverð fasteigna, húsbúnaðar og áhalda er samkvæmt reikningunum um 33 milljónir kr., en það er að mestu vegna nýbyggingar spari- sjóðsins. Fyrsta október sl. átti SM 70 ára afmæli. Daginn sem þess var minnst þáðu á annað þúsund manns veitingar í af- greiðslusal sparisjóðsins. I árs- lok voru starfsmenn 20, þar af fimm í hálfu starfi. Sparisjóðs- stjóri er Friðjón Sveinbjörnsson. Magnús Sigurðsson bóndi á Gilsbakka er formaður stjórnar en aðrir í stjórn eru: Gísli Kjart- ansson, oddviti í Borgarnesi, Þór- arinn Jónsson, hreppstjóri á Hamri, Rúnar Guðjónsson, sýslumaður í Borgarnesi og Gísli V. Halldórsson, verksmiðjustjóri í Borgarnesi. — HBj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.