Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNl 1984 Náttsöngur í Hallgrímskirkjv Mótettukór Hallgríms- kirkju syngur nokkur lög í náttsöng í kvöld undir stjórn Harðar Áskelssonar, en náttsöngur er sunginn í Hall- grímskirkju hvert miðviku- dagskvöld klukkan 22.00. Kórinn er nú að undirhúa söngför til Þýskalands í ágúst. Sýning á þáttum úr bygg- ingarsögu Hallgrímskirkju stendur nú yfir í forkirkjunni. Þar eru frumdrættir Guðjóns Samúelssonar að Hallgríms- kirkju. Mynd hans af „háborg ís- lenskrar menningar", ljósmyndir og skýringartextar, en sýningin er tekin saman af Pétri Ár- mannssyni, sem stundar nám í arkitektúr í Kanada. Leiðrétting Þau leiðu mistök urðu í frétt Mbl. í gær um verðlaunaafhend- ingu fyrir bestu skipulagshug- myndir um miðbæ í Mosfellssveit, að nöfn þeirra er unnu að verð- launaverkefninu ásamt Guðrúnu Jónsdóttur og Knúti Jeppesen féllu niður. Það voru þau Mark MacFarlane, landslagsarkitekt, og Björk Gísladóttir, stud. arch., sem einnig áttu heiður af umræddri skipulagshugmynd og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Aðalvinningar í ^ happaregni SVFÍ Dregið hefur verið um að- alvinninga í „Happaregni“, happdrætti Slysavarnafélags íslands, þ.e. um 10 bifreiðir af gerðinni FIAT Uno 45/S og 22 myndbandstæki af Nordmende-gerð. Féllu vinn- ingar á eftirtalin númer: FIAT Uno 45/S: 42284 - 48468 - 48530 - 65232 - 72685 - 99739 - 112209 - 133207 - 134227 - 146946. Nordmende-myndbandstæki: 1588 - 7610 - 8174 - 10219 - 17734 - 20599 - 26773 - 43449 - 43630 - 43694 - 50796 - 52612 - 72913 - 84616 - 94407 - 103904 - 104888 - 117692 - 140680 - 117150 - 148157 - 151966. Áður hafa verið birt vinnings- númer fyrir 1000 vinninga, sem dregnir voru út 1. og 8. júní. (Birt án ábyrgðar.) Dregið í happdrætti Hamrahlíðarkórsins DREGIÐ hefur verið í happdrætti ætti Borgarfógeta, mánudaginn 18. Hamrahlíðarkórsins 1984. Vinn- júní sl. og komu vinningar á eftirtal- ingsnúmer voru útdregin hjá emb- in númer: Nr. 8359 Fargjald f. tvo til Japan 16. júlí ’84 og til baka 30. júlí ’84, að verðmæti. kr. 174.000 Nr. 3017 Fargjald f. einn til Japan 16/ júlí ’84 og til baka 30 júlí ’84 kr. 87.000 Nr. 8620 Fargjald f. einn til Húsavíkur kr. 3.400 Nr. 5439 Vöruúttekt að eigin vali kr. 2.000 Nr. 250 Vöruúttekt að eigin vali kr. 1.800 Nr. 5525 Vöruúttekt að eigin vali kr. 1.500 Nr. 4136 Vöruúttekt að eigin vali kr. 1.300 Nr. 3728 Vöruúttekt að eigin vali kr. 1.200 Nr. 8595 Vöruúttekt að eigin vali kr. 1.100 Nr. 5485 Vöruúttekt að eigin vali kr. 1.000 (Birt án ábyrgðar). Ríkisstjórnin: Morgunblaðið Bernard. Unnið hefur verið við að keyra möl í flugbrautina að Stóra-Kroppi. HeObrigðisnefnd Borgarfjarðarsvæðis: Húsnæði mötuneytis og eldhús Reykholtsskóla er ónothæft Kleppjárnsreykjum, 27. maí. UM ÞESSAR mundir er verið að vinna við að keyra möl í flugbraut- ina á Stóra-Kroppi og verða þessar endurbætur á flugvellinum til þess að hann verði nokkurn veginn not- hæfur allt árið. Kemur það sér ákaf- lega vel því flugumferð um völlinn er alltaf að aukast. Þá hefur ný flugvél bæst í flug- flota Reykdælinga og er hún af gerðinni Ralley Tampico, keypt frá Noregi en smíðuð í Frakklandi. Tekur hún þrjá farþega. Eru nú alls þrjár flugvélar staðsettar á Stóra-Kroppi. Af öðrum helstu framkvæmdum innan sveitarinnar er það að segja að nýju ábúendurnir á Kvisti, þau Valborg Jónsdóttir og Bergþór Úlvarsson, eru um þessar mundir að hefja byggingu á l.OOOm2 gróðurhúsi og má segja að það séu helstu byggingarframkvæmdir hér um slóðir. Sauðburður er langt kominn og hefur hann gengið vel það sem af er. Refabændur hér í sveit eru að komast yfir helstu byrjunarerfið- leikana og lítur vel út með þá búgrein. Fyrstu refirnir fæddust um miðjan maí hjá Guðmundi á Grímsstöðum. Ekki höfum við hér í sveitinni farið varhluta af umræðunni um kartöflur frekar en aðrir og þykir mönnum sitthvað um þá umræðu. Garðyrkjubændur sem eru i Sölu- félagi garðyrkjumanna eru leiðir vegna þess að þeir eru dregnir inn í umræðuna um einokun SFG. í vor hefur sólin ekki haft mik- inn áhuga á því að skína á fram- leiðslu garðyrkjubændanna hér í sveitinni og vona þeir að hún fari að láta meira á sér bera en verið hefur, neytendum til heilla, því þegar framleiðslan eykst lækkar verðið. Verslunin Breiðvangur hefir verið lokuð um nokkurt skeið og hefur þetta komið sér ílla fyrir fólkið í sveitinni, sem var ánægt með þjónustuna og er vonast til að verslunin verði opnuð hið fyrsta. Á meðan verða Reykdælir og ferðamann að gera sér að góðu grænmeti úr Shell-stöðinni á Kleppjárnsreykjum. 1 sumar verður byrjað á lagn- ingu hitaveitu frá Reykholti að Grímsstöðum, Skáney, Birkihlíð og Nesi og er það ágætt í alla staði að notuð sé innlend orka til að hita húsin í stað erlendrar olíu sem kostar þjóðina dýrmætan gjaldeyri. Vegir eru heldur að lagast eftir að frost fór úr þeim. í sveitinni er almenn óánægja með dreifingu pósts í dalnum og er ekki óalgengt að föstudagsblaðið komi á þriðjudögum en svo gömul blöð nennir enginn að lesa. lútandi. Niðurstaða nefndarinnar varð eftirfarandi: Núverandi húsnæði mötuneytis- og eldhúsaðstöðu Reykholtsskóla er á allan hátt ónothæft, sé til fram- tíöar litið. Ekki er verjandi að eyða miklum fjármunum til lagfæringar á því. Við sjáum þá einu leið færa að byggt verði nýtt mötuneyti hið allra fyrsta, og verði það forgangsverkefni á staðnum. Verði þetta ekki gert er ekki annað framundan en að loka mötuneytinu. Viðhaldi gamla skólans er mjög ábótavant, málning á veggjum lé- leg og gólfdúkar ónýtir. Brýnt er að laga rakaskemmdir í böðum á Útgörðum. Einnig nokkrar rakaskemmdir á Mið- görðum. Við fögnum því að íþrótta- og búningsaðstaða hefur verið lag- færð. Öll umgengni þar er til fyrir- myndar." Eins og fram kemur í bréfinu er brýnt að hefja framkvæmdir strax en fjárveiting er af skornum skammti. Bernhard Fékk stórridd- arakrossinn Samþykkt að heimila 150 millj. kr. erlenda lántöku til nýsköpunar atvinnulífsins Reykholtsskóli Snemma í vetur skoðaði heil- brigðisnefnd Borgarfjarðarsýslu Reykholsskóla og fer hér á eftir úrdráttur úr fundargerð nefndar- innar: „Skoðað var ástand Reykholts- skóla að beiðni Hollustuverndar ríkisins samkvæmt bréfi þar að MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi leiðrétting frá orðu- ritara: „Þau mistök urðu í fréttatil- kynningu um orðuveitingar 17. júní sl. að sagt var að Sigurbjörn Þorbjörnsson ríkisskattstjóri hefði verið sæmdur riddarakrossi. Hið rétta er að hann var sæmdur stórriddarakrossi." Norrænt hafna- þing á Akureyri Á fundi ríkisstjórnarinnar í fyrra- dag var samþykkt að ráðstafa 150 milljónum króna til nýsköpunar í at- vinnulífinu samkvæmt lögum ríkis- stjórnarinnar eða „bandorminum“ þar sem heimild er veitt til að taka fé að láni erlendis. Þar með hefur endanlega verið samþykkt að taka þær 680 milljónir króna að láni er- lendis til eflingar atvinnuveganna, sem lög ríkisstjórnarinnar heimila. Samþykkt ríkisstjórnarinnar í fyrradag fer hér á eftir: „Ríkisstjórnin samþykkir að ráðstafa með eftirfarandi hætti þeim 150 milljónum króna, sem heimilt er að taka að láni eríendis til nýsköpunar í atvinnulífinu samkvæmt lögum um ráðstafanir í ríkisfjármálum, peninga- og lánsfjármálum 1984: I fyrsta lagi 95 milljónum króna til iðnlána- sjóðs. Lánsfénu verði varið til nýrrar atvinnustarfsemi á verk- sviði iðnlánasjóðs. Nýjungar sem tengjast arðvænlegum tækifærum til útflutnings hafi forgang. í öðru lagi 25 milljónum króna til loðdýraræktar. Lánsfénu verði varið til að auka og treysta stöðu og skipulag ioðdýraræktar, m.a. með uppbyggingu fóðurstöðva, enda er gert ráð fyrir að samfara eflingu loðdýraræktar verði dreg- ið úr kjöt- og mjólkurframleiðslu. Stofnlánadeild landbúnaðarins ráðstafi fénu. í þriðja lagi 20 milljónum króna til fiskeldis. Framkvæmdasjóður endurláni féð beint til fiskræktar eða til þess sjóðs sem fær það hlutverk að endurlána féð til fiskræktar. I fjórða lagi 10 milljónum króna til nýjunga í sjávarútvegi. Fiskimála- sjóður fái það hlutverk að ráð- stafa fénu.“ Samkvæmt þessari samþykkt og öðrum, sem ríkisstjórnin hefur gert á fundum sínum undanfarið, hefur verið veitt heimild til 680 milljóna króna erlendrar lántöku samkvæmt lögum. Þannig renna 300 miíljónir til skuldbreytinga í sjávarútvegi; 80 milljónir til veð- deildar Búnaðarbankans vegna skuldbreytinga í landbúnaði; og 150 milljónir til skipasmíðaiðnað- arins auk þeirra 150 milljóna sem varið verður til nýsköpunar í at- vinnulífinu. NORRÆNT hafnaþing hófst á Akureyri í gær og stendur það yfír í fjóra daga. I»ing þetta er haldið annað hvert ár og eru þátttakendur frá samböndum hafna á Norður- löndum. Helstu mál þingsins eru: þróun hafnamála á Norðurlönd- um, tækninýjungar í flutn- ingsmálum og skipastærð og ákvörðun hafnagjalda af þeim. Þinginu lýkur 22. júní en þá verður farið í skoðunarferð til Mývatns, Kröflu og Húsavíkur, að því er segir í fréttatilkynn- ingu Hafnasambands sveitarfé- laga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.