Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNl 1984 47 Morgunblaðiö/Símamynd AP. • Frank Arnesen skorar fyrsta mark Dana í gærkvöldi úr vítaspyrnu. Hann minnkaði þar með muninn í 1:2 á 40. mtn. Undirbúningur fyrir ÓL: Landsliðið tii Tékkóslóvakíu á sunnudaginn? „ÞAÐ átti að fara skeyti frá okkur í dag til Tékkanna, þar sem við óskum eftir þv( að fá að heim- sækja þá i næstu viku,“ sagöi Jón H. Karlsson, blaðafulltrúi Handknattleikssambandisns, í samtali við blm. Mbl. í gær, er hann var spurður hvort ekki væri rétt að liðið væri é leið til Tékkó- slóvakíu, eins og Mbl. hafði heyrt. Aö sögn Jóns er meiningin aö fara út á sunnudaginn, 24. júní, og vera í viku — koma heim aftur á sunnudegi. Leika þrjá leiki vió Tékka og æfa einnig af kappi. Allt veltur auövitaö á því aö Tékkar séu tilbúnir aö taka á móti liðinu, sem taliö er fullvíst. Landsliöið kæmi heim 1. júlí og æföi fram til 11. þess mánaöar, en 11., 12. og 13. júlí veröur leikiö viö Vestur-Þjóöverja hér heima. Strax aó þeim leikjum loknum verður fariö til Spánar til keppni, og kom- ið heim úr þeirri ferö 19. júli. Frestur til aó tilkynna þátttak- endur í leikjum rennur út 14. júlí og bjóst Jón vió aó endanlegur landsliöshópur islands yröi valinn strax eftir leikina viö Þjóöverja. Ekki fyrr. Þegar komió veröur heim frá Spáni, 19. júlí, er vika í Ólympíu- feröina sjálfa. — SH. Danir í undanúrslit DANIR tryggöu sér í gærkvöldi sæti í undanúrslitum Evrópu- keppninnar í knattspyrnu í fyrsta skipti síðan 1964. Danir unnu Belga 3:2 eftir að hafa veriö undir 2:0. í 1. riöli sigruöu Frakkar Júgóslava, einnig 3:2. Frakkar voru 2:1 yfir ( hálfleík. Michel Platini skoraði öll mörk þeirra. 15.000 danskir áhorfendur sem voru á leiknum í Strasbourg fögn- uöu geysilega er sigur Dana var í höfn og dönsku leikmennirnir köst- uöu peysum sínum til áhorfend- anna. Alfreð meiddur ALFREÐ Gíslason, handknatt- leiksmaöur með Essen í Vest- ur-Þýskalandi, er kominn til landsíns til að taka þátt í undir- búningi landsliðsins fyrir Ólympíuleikana. Alfreö á við meiðsli að stríða — vöðvi aftan í öðru lærinu rifnaöi í einum af síðustu leikjum hans með Ess- en í vor. Alfreö hefur veriö í læknis- meöferö í Þýskalandi upp á síö- kastiö en meiöslin hafa aö hans sögn lítiö lagast. Kvaöst hann þó vonast til aó veröa oröinn góöur fyrir Ólympíuleikana — og tii aö leika meö í þeim undirbúnings- leikjum sem framundan eru. „Ef maóur kemst þá i liöiö," eins og hann sagöi í samtali viö blm. Morgunblaðsins. — SH J>1 o vi)unMnMt» nrranllfa Belgar náöu forystu á 27. mín. Jan Ceulemans skoraöi utan úr teig. Frank Vercauteren skoraöi annaö mark Belga 12 mín. síöar meö stórglæsiiegu skoti eftir góöa sókn, og allt benti til þess aö Belg- ar kæmust í undanúrslit. En Danir voru ekki á sama máli — Frank Arnesen geröi fyrsta mark þeirra úr víti á 40. mín., Kenneth Brylle annaö markiö meö skalla á 60. mín., einni mín. eftir aö hann kom inn á sem varamaöur, og Preben Elkjær Larsen geröi sigurmarkiö sex mín. fyrir leikslok. Dönum heföi nægt jafntefli til aö komast áfram. Platini með þrennu Michei Piatini skoraöi öli þrjú mörk Frakka í 3:2 sigrinum á Júgó- slövum í St. Etienne. Hann hefur því gert sjö mörk í keppninni, og 33 í allt fyrir Frakka í 51 landsleik. Júgóslavar höföu ekki gert mark í keppninni fram aö þessu — en þeir skoruöu fyrsta mark leiksins á 32. mín. Milos Sestic var þar aö verki. Platini skoraöi síöan tvivegis á næstu þremur mínútum. Þriöja mark sitt geröi Platini beint úr aukaspyrnu rétt utan vítateigs á 75. mín. Glæsimark. Dragan Stojkovic geröi annað mark Júgó- slava úr víti á 81. mín. Frakkar voru öruggir meö sæti í undanúr- slitunum fyrir leikinn. Þess má geta aö læknir júgó- slavneska liösins fékk hjartaáfall meöan á leiknum stóö — og þurfti aö beita „munn við munn“-aðferö- inni til aö bjarga lífi hans. Platini skoraöi fyrri tvö mörk sín er veriö var aö gera lífgunartilraunir á lækninum á varamannabekk Júgó- slava. Lokastaöan í A-riöli Evrópu- keppninnar varö þannig: Frakkland 3 3 0 0 9: 2 6 Danmörk 3 2 0 1 8: 3 4 Belgía 3 1 0 2 4: 8 2 Júgósl. 3 0 0 3 2:10 0 FH tapaði í Olafsvík FJÓRIR leikir voru í bikarkeppni KSÍ í gærkvöldi. Úrslit þeirra urðu sem hér segir: Víkingur, Ólafsvík, sigraöi FH, 2—1. Ingi Björn Albertsson skor- aöi fyrir FH en Pétur Finnsson jafn- aöi fyrir hlé. Magnús Teitsson skoraði sigurmark Ólafsvíkinga í síöari hálfleik. isfiröingar unnu Fylki, 1—0, og var þaö Kristinn Kristjánsson sem skoraöi eina mark leiksins. Vestmanneyingar sigruðu Stjörnuna stórt. Sex mörk skoruð og ÍBV sá um aö gera þau öll. Kári Þorleifsson geröi tvö, Sigurjón Kristinsson einnig tvö, Jóhann Georgsson og Hlynur Stefánsson skoruðu eitt hvor. Víðir vann Selfoss, 1—0, eftir framlengingu og var þaö Svanur Þorsteinsson sem skoraöi eina mark leiksins í fyrri hluta framleng- ingarinnar. Sigurvegarar fara í 16 liöa úrslit — sus. róttir eru á fjórum síðum í dag: 44, 45, 46 og 47 • Erlingur Kristjánsson i eins leiks bann TVEIR leikmenn úr 1. deild voru í gær dæmdir i eins leiks keppnisbann á fundi aganefnd- ar KSÍ: Erlingur Kristjánsson, KA, og Jakob Pétursson, KR, báðir vegna 10 refsistiga. Erlingur leikur meö KA á föstudagskvöldiö gegn UBK fyrir noröan, en missir af þarnæsta leik liösins — gegn Fram í Reykjavík 1. júlf — þar sem banniö tekur ekki gildi fyrr en um hádegi á laugardag. Jakob missir af leik KR og ÍBK á sunnudag. Höröur Júlíusson, KS, Karl Gunnlaugsson, Bolungarvík, og Arnljótur Daviösson, Fram, voru einnig dæmdir í eins leiks bann í gær. Höröur og Karl vegna 10 refsistiga — Arnljótur vegna brottrekstrar í 1. flokks-leik. — SH Fjórar skiptingar Búið er aö semja viö Norðmenn um aö liöin megi skipta fjórum leikmönnum inná í leiknum í kvöld, þremur útileikmönnum og markveröi. Ef markvörður, sem komið hefur inná sem varamaöur, meiðist er hinum heimilt að taka stöðu hans að nýju. Þetta ætti aö gefa Guðna Kjartanssyni tæki- færi til að reyna fimmtán leik- menn í leiknum í kvöld. 4'% Kristján í byr junar- Morgunblaöíð/Júlíus Kristján Jónsson SAMKVÆMT því hvernig lands- liðið æföi á Flúðum í gær er l(k- legt aö Kristján Jónsson, eini nýliöinn ( landslíðínu, veröi i byrjunarliöinu í kvöld. Spá Mbl. um þá leikmenn sem byrja er: Þorsteinn Bjarnason veröur í markinu, bakverðir veröa Krist- ján og Þorgrímur en miðverðir þeir Erlingur og Sigurður Hall- dórsson. A miöjunni leika Karl Þóröarson, Pétur Ormslev, Guö- mundur Þorbjörnsson og Jan- us. Framlínumenn veröa líklega Siguröur Grétarsson og Ragnar Margeirsson. — SUS. Firmakeppni Hin vinsæla firma og félagahópakeppni Vals í knattspyrnu veröur á Valsvellinum aö Hlíöarenda 29. júní — 1. júlí og 6. júlí — 8. júlí. 7 manna lið — Vegleg verölaun. Þátttökugjald aöeins kr. 2.500. Tilkynnið þátttöku í síma 24711 kl. 10—12 og 11134 eftir kl. 17.00. Valur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.