Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1984 23 Stjórnvöld í Póllandi: Thatcher harðorð í garð námamanna London, 19. júní. AP. HÖRÐ orðaskipti urðu milli Marg- aret Thatcher og stjórnarandstöð- unnar í neðri málstofu breska þings- ins í dag vegna átaka námamanna og lögreglu í gær við koksverk- smiðju í Yorkshire. Þar börðust u.þ.b. 6.500 námamenn við um 4.000 lögreglumenn daglangt með þeim af- leiðingum að 79 manns slösuðust. Margaret Thatcher ásakaði í dag námamenn um að vera að reyna að koma á „skrílræði", en stjórnarandstaðan sakar Thatcher og stjórn hennar um að hafa með aðgerðum sínum leitt til mestu vinnudeilu í landinu á undanförn- um árum. Leiðtogi námamanna, Arthur Scargill, ásakaði í dag lögregluna um að hafa ráðist með „næstum blindu hatri“ gegn námamönnum í átökunum. Scargill var einn þeirra sem fluttur var á sjúkrahús vegna meiðsla, en hann fékk að fara heim í dag. Hann segist hafa verið laminn í höfuðið með kylfum, en lögreglan segir hins vegar að hann hafi hlotið meiðsl sín er hann féll í götuna. Verkfall málmidnaöarmanna í Vestur-Þýskalandi: Sáttaumleitanir hefjast að nýju Ekki of ánægð með kosningaþátttökuna Vmrajá, 19. júní. AP. PÓLSK stjórnvöld viðurkenna í dag, að þátttakan í bæjar- og sveitastjórn- arkosningunum sl. sunnudag, sú minnsta í landinu frá því kommún- istar tóku völdin í sínar hendur, bentu til áframhaldandi trúnaðar- brests milli fólksins og yfirvaldanna. Jerzy Urban, talsmaður stjórn- arinnar, sagði, að ástæðurnar fyrir því, að nærri fjórðungur kjósenda sat heima væru „póli- tískar, félagslegar og sálfræði- legar" og bætti því við, að stjórn- völdin hreyktu sér ekki af þátttök- unni. Hann hélt því þó fram, að í kosningunum hefði stjórnin fengið „umboð" til að framfylgja stefnu sinni. í fyrradag, daginn eftir kosn- ingarnar, létu pólskir biskupar frá sér fara yfirlýsingu þar sem þeir fóru hörðum orðum um kúgunina í landinu, stórauknar handtökur á stjórnarandstæðingum. Sögðu þeir, að í Póllandi ríkti „and- rúmsloft kúgunar og spennu" og að stefna stjórnvalda stuðlaði ekki að þjóðfélagslegu réttlæti né sátt- um. Urban sagði, að stjórnvöld bæru engan kala til þeirra, sem hefðu ekki kosið, en það ætti þó ekki við um þá, sem tilheyrðu „neðanjarð- arhreyfingu Samstöðu“. Lech Walesa sagði í dag, að seinna í vikunni myndi Samstaða gefa upp sínar eigin tölur um kosninga- þátttökuna og er búist við, að þær verði öllu lægri en þær opinberu. Frankfurt, 19. júní. AP. VINNUVEITENDUR settu í dag 10.000 málmiðnaðarmenn í verk- bann í umfangsmestu vinnudeil- um í Vestur-Þýskalandi á undan- förnum sex árum. Hins vegar hef- ur verið tilkynnt að sáttaumleitan- ir hefjist á ný milli dciluaðila á morgun. Um það bil 400.000 verkamenn hafa setið auðum höndum und- anfarnar sex vikur vegna verk- falla, verkbanna, uppsagna og sumarleyfa, sem verkamenn hafa verið neyddir til að taka. Vinnudeilan hefur lamað bif- reiðaiðnað landsins undanfarnar vikur, en verkamennirnir krefj- ast styttingar vinnuvikunnar um fimm klukkustundir, úr 40 í 35 án þess að til launaskerðingar komi, til að auka atvinnutæki- færi tæplega tveggja milljóna atvinnulausra í landinu. Vinnuveitendur hafa sagt kröfur málmiðnaðarmanna óað- gengilegar þar sem ef að þeim yrði gengið, myndi það leiða til þess að verðbólga ykist og fram- leiðsluvörur landsmanna yrðu ekki samkeppnishæfar á alþjóða- markaði. Sáttaumleitanirnar munu hefjast fyrir hádegi á morgun í Ludwigsburg í nánd við Stutt- gart, samkvæmt upplýsingum Jaruzelski, hershöfðingi, var ekki einn af þeim, sem sátu heima, heldur mættu þau hjónin snemma til að leggja sitt litla lóð á vogarskálarnar í kosningunum. Myndir birtar af Sakharov-hjónum liamborf, 19. júní. AP. í DAG birtir vestur-þýzka dagblaðið Bild Zeitung tvær myndir af sovézka andófsmanninum Andrei Sakharov og eiginkonu hans. Kveður blaöið mynd- irnar fengnar hjá sovézka blaðamanninum Victor Louis og eigi að sanna, að Sakharov-hjónin séu lífs. Á annarri myndinni, sem á að vera tekin í garði í borgini Gorki 15. júní, sést nóbelsverðlaunahaf- inn á sólríkum degi með vfirhöfn sína á handleggnum. A hinni myndinni stendur eiginkona hans, Yelena Bonner, við bíl, en í bak- grunni er almenningsvagn. Hefur Bild Zeitung eftir Louis, að sú mynd sé tekin í Gorki 12. júní. Sagt var frá því í fréttum nú í vor er Sakharov hóf hungurverk- fall í Gorki, en þangað var hann dæmdur útlegðardómi snemma á árinu 1980 eftir að hann hafði gagnrýnt sovézk stjórnvöld. Bild Zeitung birtir myndirnar á bls. 2 undir fyrirsögninni „Sönn- unargagnið sem Moskva kom áleiðis til Vesturlanda. Sakharov líf.“ Segir blaðið í meðfylgjandi grein, að sjá megi á þessum mynd- um, að hinn 63 ára gamli andófs- maður sé „horaðri en áður, gangi lotinn, en hjálparlaust". Ennfrem- ur segir í greininni, að Louis ábyrgist áreiðanleika myndanna. Victor Louis hefur þótt eiga óvenju greiðan aðgang að sovézk- um stjórnvöldum og leyniþjónust- unni KGB. Hefur hann nokkrum sinnum leikið hlutverk milli- göngumanns í umdeildum málum og kom m.a. við sögu, þegar deilt var um endurminningabók fyrr- verandi forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, Nikita Krushchevs. ■ ■■ ' ERLENT Werner Riek, talsmanns vinnu- veitenda. Sáttanefndin er skipuð fulltrúum vinnuveitenda, málm- iðnaðarmanna, og óháðra aðila. Veður víða um heim Akureyri 12 skýjað Amslerdam 24 heiðskírt Aþena 30 heiðskírt Barcelona 23 skýjað Berlin 22 heiðskírt Brussel 24 heiðskírt Chicago 29 skýjað Dublin 20 heiðskirt Frankfurt 23 heiöskírt Genf 26 heiöskirt Helainki 21 heiöskírt Hong Kong 30 skýjað Jerúsalem 23 heiðskirt Kaupmannahöfn 20 heiðskírt Lat Palmas 24 skýjað Líssabon 26 skýjað London 27 skýjað Los Angeles 26 skýjað Luxemborg 23 léttskýjaö Malaga 24 léttskýjað Mallorca 26 skýjað Miami 28 skýjað Montreal 23 skýjað Moskva 18 skýjað New York 23 heiðskírt Osló 25 skýjað París 28 heiðskírt Peking 31 heiðskírt Reykjavik 8 rigning Rió de Janeiró 28 skýjað Róm 31 heiðskirt Stokkhólmur 19 skýjað Sydney 15 rigning Tókýó 32 heiðskírt Vinarborg 22 heiðskírt Þórshöfn 11 skýjaö lceland Review Viö eigum okkur trygga lesendur í Japan, Venezúela, Kenýa og 50 öörum þjóölöndum víöa um heim. Eru vinir þínir meðal þeirra? Sendu þeim gjafaáskrift að lceland Review. Hún kostar aðeins 695 krónur og gildir einu hver áfangastaöurinn er. Sendingarkostnaöur er innifalinn. Ef þú kaupir nýja gjafaáskrift á árinu 1984 færöu allan árganginn 1983 á vildarkjörum, aöeins 200 krónum ásamt buröargjaldi til útlanda. Hvert nýtt hefti af lceland Review er vinargreiði sem treystir tengslin. Næsta blað er á leiöinni, hringdu eöa skrifaðu okkur strax í dag. ICELAND REVIEW, SÍMI 84966, HÖFÐABAKKA 9,110 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.