Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1984
Tryggvi Gunnars-
son marka-
kóngur 4. deildar:
TRYGGVI Gunnarsson, fram-
herji úr ÍR, hefur veriö iöinn viö
aö skora mörk í sumar fyrir liö
sitt. Hann hefur skoraö 15 mörk
í þeim fimm leikjum sem liöiö
hefur leikið í 4. deild. Jó, þrjú
mörk aö meöaltali í leik. ÍR-
ingar hafa leikiö fimm leiki I
fjóröu deild ó þessu keppnis-
tímabilí og hafa þeir unnið þó
alla. Markatala þeirra er 28—5
Morgunblaöió/Július.
Alltaf verið
markheppinn
og hefur Tryggvi skorað 15
mörk eins og óöur segir.
„Ég hef alltaf veriö markhepp-
inn frá því aö ég byrjaöi aö leika
úti á vellinum. Þegar ég var i 5.
flokki lék ég sem markvöröur og
þar var ég oft leikinn grátt. Ætli
ég hafi ekki lært þaö þar hvernig
á aö skora mörk! Ég gæti best
trúaö því,“ sagöi Tryggvi Gunn-
arsson, markahæsti maöur 4.
deildar, í stuttu samtali viö Morg-
unblaöið.
Tryggvi, sem aöeins er 19 ára
gamall, sagöist oft vera kallaöur
potari því magniö af þeim mörk-
um sem hann skorar gerir hann
eftir aö hafa fengiö stungubolta
inn fyrir vörn andstæöinganna. í
leik gegn Reyni fyrr í þessurn
mánuöi skoraöi hann fallegasta
mark sem hann hefur gert. Bolt-
inn hafnaöi alveg efst í vinklinum
og var algjörlega óverjandi. f
fyrra skoraöi hann 24 mörk í 12
leikjum og var markahæsti leik-
maöur 4. deildarinnar og nú virö-
ist allt stefna í aö hann veröi þaö
einnig í ár.
— Hefur þú ekki hugleitt að
reyna þig í efri deildunum?
„Jú það er ekki hægt að neita
því að maður hefur hugleitt það
en þó ekki í neinni alvöru því ég
er búinn að lofa því að fara ekki
úr fR fyrr en við erum að
minnsta kosti komnir í 3. deild,“
sagði Tryggvi að lokum og vildi
ekki gera mikið úr markaskorun
sinni, sagði að þeir væru í svo
léttum riðli að þetta væri eigin-
lega ekki alveg að marka.
— SUS
Þriðja deildin í knattspyrnu:
Leiftur op Víkingur
leiða — hörð keppni
VÍKINGUR, Ólafsvík, kom sér ó
topp SV-riöilsins í 3. deild fs-
landsmótsins í knattspyrnu þog-
ar liöiö sigraöi Grindvíkinga 3—2
í jöfnum leik. Hjólmar Hallgríms-
son nóði forystunni fyrir gestina
þegar hann skoraöi úr víta-
spyrnu. Magnús Teitsson jafnaöi
og nafni hans Gylfason kom síð-
an Víkingum yfir, 2—1, fyrir
leikhlé. Hjálmar skoraöi síöan
annaö mark Grindvíkinga, einnig
úr vitaspyrnu en Gunnar örn
Gunnarsson tryggöi Víkingum
sigur meö góöu marki undir lok
leiksins.
Garöbæingar sigruöu Selfyss-
inga, 2—1, og eru þeir nú í öðru
Kynningarfundur
ffyrír frjáls-
íþróttadómara
Kynningarfundur fyrir frjóls-
íþróttadómara í Reykjavík og
nógrenni verður haldinn fimmtu-
daginn 21. júní 1984 kl. 20.00 í
Ármannsheimilinu viö Sigtún.
Kynnt veröa störf dómara og
fyrirhuguö dómaranómskeiö. All-
ir þeir sem hafa óhuga ó aö kynna
sér þessi mól eru veikomnir.
Kaffiveitingar í boöi róösins.
sæti riöilsins. Þetta er fyrsta áriö
þeirra í 3. deild og viröast þeir ætla
aö standa sig vel. Þórhallur Guö-
jónsson skoraöi fyrra mark Stjörn-
unnar en Þórarinn Ingólfsson jafn-
aöi fyrir Selfoss. Óskar Jóhann-
esson skoraöi sigurmark Stjörn-
unnar seint í fyrri hálfleik. Engin
mörk voru skoruö í síöari hálfleikn-
um.
Snæfell tapaöi sínum fjóröa leik
í deildinni þegar jieir heimsóttu HV
á Skagann. HV sigraði 3—1. Sig-
uröur Kristinsson skoraöi fyrsta
markiö í leiknum og kom Snæfelli i
0—1, en Elís Víglundsson jafnaöi
úr vítaspyrnu. Pétur Björnsson
skoraði tvö mörk meö stuttu milli-
bili í síöari hálfleik og tryggöi HV
þar meö sinn fyrsta sigur.
Reynismenn héldu upp á vígslu
nýs grasvallar meö stórsigri á ÍK.
Staöan í hálfleik var 3—0 og síöan
bættu þeir ööru eins viö í síöari
hálfleik. Ari Haukur Arason og Jón
Sveinsson skoruöu tvö mörk hvor
og þeir Ómar Björnsson og Jón
Pétursson sitt markiö hvor.
Staöan í SV-riölinum er nú
þessi: Víkingur 5 4 1 0 12—4 13
Stjarnan 5 4 0 1 17—3 12
Fylkir 4 3 1 0 12—3 10
Reynir 4 3 1 0 9—1 10
HV 4 1 1 2 6—9 4
Selfoss 4 1 0 3 4—7 3
Grindavík 4 0 2 2 5—7 2
ÍK 5 0 1 4 3—17 1
Snæfell 5 0 1 4 3—20 1
í NA-riölinum voru þrír leikir.
Noröfiröingar sigruöu Val frá
Reyöarfiröi, 2—4, og voru þaö þeir
Kristján Kristjánsson (2), Ólafur
Viggósson og Páll Freysteinsson
sem skoruöu fyrir Þrótt. Óli Sig-
marsson og Gauti Magnússon
skoruöu fyrir heimamenn.
Heimir Ásgeirsson skoraöi
fyrsta mark Magna strax í upphafi
leiks þeirra viö Huginn. Jón Ing-
ólfsson skoraöi annaö markið úr
vítaspyrnu og Jón lllugason þaö
þriöja. Birgir Guömundsson skor-
aöi eina mark Hugins.
Leiftur skaust á topp riöilsins
meö góðum sigri á Austra. Guö-
mundur Garöarsson, Hafsteinn
Jakobsson og Halldór Guömunds-
son skoruöu mörk Ólafsfiröinga,
sem viröast ætla aö spjara sig vel
á sínu fyrsta ári í 3. deild.
Staöan í NA-riðlinum er nú
þessi: Leiftur 4 3 1 0 7—2 10
Þróttur 4 2 2 0 10—5 8
Magni 5 2 2 1 8—6 8
Austri 5 1 3 1 8—6 6
HSÞ.b. 4 1 2 1 5—5 5
Huginn 4 0 2 2 5—8 2
Valur 4 0 0 4 2—10 0
- sus.
Meistaramót
í frjálsum
MEISTARAMÓT íslands í frjólsum
íþróttum, aöalhluti, veröur haldiö
dagana 30. júní til 2. júlí í Laug-
ardalnum í Reykjavík. Ekki er enn
Ijóst ó hvorum vellinum veröur
keppt þar sem viðgerö stendur
enn yfir ó gerviefnisbrautunum.
Keppt veröur í öllum meistara-
mótsgreinum nema þeim sem fram
fóru 4. og 5. júní sl.
Landsliösnefnd FRÍ hefur
ákveöiö aö láta úrslit á mótínu
vega þungt viö val á landsliöi þvi
sem tekur þátt í Kalott-keppninní
(17.—18. júlí).
Skráningar þurfa aö hafa borist
til Hafsteins Óskarssonar, Mos-
geröi 23, 108 R., föstudaginn 22.
júní.
Heimsmet í sundi
ALEX Baumann fró Kanada setti
um helgina nýtt heimsmet í 400
metra fjórsundi ó móti í Kanada
þegar hann synti vegalengdina ó
2 mínútum 17,53 sekúndum.
Skrifstofa Þórs
SKRIFSTOFA knattspyrnudeildar
Þórs ó Akureyri hefur nú veriö
flutt í íþróttahús Glerórskóla.
Skrifstofan er opin alla virka
daga milli kl. 16 og 18. Síminn þar
er 22381. Framkvæmdastjóri
deildarinnar er Jónas Hallgríms-
son.
Knattspyrnuskóli
í Mosfellssveit
Knattspyrnuskóli Aftureldingar
í Mosfellssveit hófst mónudaginn
18. júní. Hvert nómskeið stendur í
hálfan mónuö og kennari er
Margeir Sigurðsson. Baaöi kynin
eru boöin velkomin ó Tungu-
bakka, þar sem kennslan fer
fram, gegn 500 króna greiöslu.
Innritun fer fram í símum 666398
og 666957.
Morgunblaöib/Simamynd AP.
• Fuzzy Zöiler kyssir US-Open-bikarinn eftir aö hafa sigrað Greg
Norman í aukakeppni ó mónudaginn. Zöller sló mótherja sinn alveg
út af laginu þegar ó 2. holu í 18 holu viöureign þeirra.
Zöller sigraði á US Open:
Lék aukahring
á 3 undir pari
FUZZY Zöller sigraöi f opna
bandaríska meistaramótinu í
golfi sem lauk í fyrradag. Aöal-
keppninni lauk reyndar ó
sunnudag en hann og Greg
Norman uröu þó efstir og jafnir
ó 276 höggum. Zöller sigraöi
síöan í aukahring — þeir léku
18 holur ó Winged Foot-vellin-
um í New York og hann vann
öruggan sigur.
Aukakeppnin tók þrjár klukku-
stundir og fimmtán mínútur en
„lauk“ nánast á aöeins 23 mínút-
um. Eftir þann tíma haföi Zöller
náö öruggri forystu sem hann
hélt allt til loka. Norman lenti í
erfiöleikum á 2. holu — upp-
hafsskot hans lenti úti í röffi og
hann komst ekki inn á flöt fyrr en
í þriöja höggi. Zöller, aftur á móti,
fór holuna á aöeins þremur
höggum — hann púttaöi ofan í af
nærri 22 metra færi.
„Ég reyndi þetta ekki — ætl-
aöi aöeins aö koma kúlunni 2—3
metra frá holu. Ég heföi oröiö
mjög ánægöur meö þaö ..."
sagöi hann. Þaö fékk mjög á
Norman hve vel Zöller lék og
hann þrípúttaöi af aöeins sex og
hálfs metra færi. Fór því á sex
höggum. Forysta Zöller því þrjú
högg eftir tvær holur. Hann náöi
fjögurra högga forystu eftir
fjóröu holu og enn jók hann for-
ystuna á 8. holu — er Norman
lenti í erfiöleikum í sandgryfju.
Haföi þá fimm högga forskot.
Eftir 14 holur var Zöller kominn
meö sjö högga forskot, og sigr-
aöi síðan meö átta högga mun.
Zöller fékk 94.000 dollara i
sigurlaun — um 2,8 milljónir ísl.
króna. Hann hefur unniö samtals
154.442 dollara á árinu. Þaö eru
um 4,6 milljónir. Norman, sem
verió hefur sigursæll á undan-
förnum árum — og sigraöi í yfir
30 keppnum víös vegar um heim-
inn áöur en hann settist aö í
Bandaríkjunum í fyrra — hlaut
47.000 dollara í verölaun fyrir 2.
sætiö. Þaö eru um 1,4 milljónir
ísl. kr.
Zöller fór 18 holurnar á 67
höggum — þremur undir pari, en
Norman lék á 75 höggum. Auka-
keppni, eöa bráöabani, opna
bandaríska meistaramótsins hef-
ur aldrei unnist meö jafnmiklum
mun áöur og aldrei hefur heldur
náöst jafn góöur árangur i auka-
hring þessa móts og Zöller náöi
nú.
Á sunnudaginn tryggöi Greg
Norman sér rétt til aukakeppni
viö Zöller á síöustu stundu —
hann púttaöi ofan í af sextán og
hálfs metra færi á 72. holunni.
Þeir léku báöir á 276 höggum í
keppninni.
„Þaö er sorglegt aö komast
svo nálægt sigri — en vera samt
sem áöur svo langt frá honum
þegar upp er staóiö. Ég er mjög
vonsvikinn," sagöi Norman eftir
aukakeppnina. „Ég reyndi mitt
besta en þaö var ekki nógu gott í
dag. Nú mun ég leggja mig allan
fram viö aö reyna aö sigra í opna
breska meistaramótinu. Ég kem
frá þessu móti meö jákvæöu
hugarfari. Ég læröi mikiö á þessu
móti, t.d. aö þaö borgar sig ekki
aö leggja of hart aö sór. Ég veit
aö ég get unniö eina af „stóru“
keppnunum — og held aö mér
takist þaö áöur en mjög langt um
líöur."