Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1984 Látrabjarg — Rauðisandur — eftir Daníel Hansen Þegar farið ér um Vestfirði verður vestasti hluti þeirra oft út- undan, þ.e. Rauðasandshreppur. í þessum hrepp eru mörg náttúru- undur og ber þar hæst Látrabjarg, stærsta bjarg landsins. Bjargið sjálft er um 14 km að lengd, en segja má að hamrabeltið ofan við Rauðasand sé framhald Látra- bjargs. Leiðin frá Flókalundi í Vatns- firði, en þar skiptast leiðir um Vestfirði, liggur vestur eftir Barðaströnd, yfir í Patreksfjörð, út með honum sunnanverðum og þaðan upp úr Örlygshöfn suður yf- ir fjallveginn til Hvallátra. Þegar komið er niður af Látra- hálsi blasir Látravík við með ljósgulan sand fyrir botni víkur- innar, en hamranúpa á báða enda. Brunnanúpur er að sunnan, en Bjarnarnúpur að norðan. Á Hval- látrum sem er nyrst í Látravíkinni var margbýlt og fjölmenni, nú er aðeins búið á tveim bæjum, sinn maðurinn á hvorum bæ. Góður ak- vegur liggur eftir sandinum suður víkina fram hjá Brunnum, þar sem áður var fjölmenn verstöð, fyrir Brunnanúp og út á Bjarg- tanga, þar endar bílvegurinn. Um leið og komið er að vitanum á Bjargtöngum blasir ógnin og fegurðin við. Iðandi fuglalíf um allt Bjarg, lundi efst í brúninni, rita, fýll, mávur, álka, langvía og fleiri tegundir í miðju Bjargi og teista neðst í urðinni. Neðan við er svo Látraröst úfin og hvítfyssandi, með selum veltandi í og liggjandi uppi á klettaskerjum. Frá vitanum smáhækkar Bjarg- ið í austur og er best að byrja göngu á það þar. Hver getur valið sér lengd ferðar eftir Bjargbrún- inni að vild, en allir ættu að fara a.m.k. upp á svonefnt Stefni, þar er Bjargið orðið um 80 m hátt. Stefnið er hátt berg sem skagar fram úr og upp á brún. Af Stefn- inu er mjög gott útsýni yfir Bjarg- ið. Milli Stefnis og Bjargtanga er stór gjá er nefnist Ritugjá. Þar er góð aðstaða til að skoða hið mikla fuglalíf Bjargsins. Þegar komið er talsvert inn fyrir Stefnið, eða u.þ.b. 2‘A km frá Bjargtöngum, sér í bergrana sem skagar út úr Bjarginu neðan við miðju þess. Nafnist þessi rani Barð og ber Barðastrandarsýsla nafn sitt af þessum bergrana. Barðsbrekkur heitir brúnin ofan við Barðið. Talsvert innar er Stórhæð og eru þar nokkrar stórar gjár í Bjargið, m.a. Geitaskor og Saxagjá, sem gengt er um úr fjöru á brún. Aust- an við Saxagjá er Heiðnabjarg, inn að Djúpadal, er það hæsti hluti Bjargsins, hæst 441 metri. Við Djúpadal er búið að fara með þriðjungi Bjargbrúnarinnar, þeim hluta sem er heillegastur. Austan Djúpadals er Bjargið stórskorn- ara, stallar á víð og dreif og stórar urðir neðar. Kristnakinn er aust- an Djúpadals, talsvert austar er djúp gjá í Bjargið, Vælaskor. Næsti dalur austan við Vælaskor er Geldingsskorardalur. Vestan til Bjargtangar. Ritugjá. — Elva Thoroddsen. Bæjarvaðall & Rauöasandi. Sjöundá og leiðin I Skor f fjarska. undir honum er Flaugarnef, þar sem skipsbrotsmennirnir af togar- anum Doon voru teknir á brún 1947 f frægustu björgun í sögu landsins. Þegar enn austar er komið, austur fyrir Lambahlíð- ardal, sem er næstur Geldings- skorardals, tekur við Keflavíkur- bjarg, allt inn í Keflavík, sem er eyðidalur. Þar endar Látrabjarg. Bílvegur er af Látrahálsi í austur, inn í Keflavík og er víða gott að stoppa á þeirri leið og ganga fram á Bjargbrún. Inn af Keflavík er háls, Kerl- ingarháls, milli Keflavíkur og Naustabrekku, ysta bæjar á Rauðasandi. Hægt er að komast Rauðisandur. Látrabjarg í fjarska. fjöruna að Naustabrekku frá Keflavík, en verður þá að sæta sjávarföllum til að komast gegn- um Gatklett. Af Kerlingarhálsi er geysifagurt útsýni, bæði vestur eftir Látrabjargi og austur eftir Rauðasandi. Bílvegurinn á Rauðasandi ligg- ur úr Patreksfirði rétt innan við bæinn Hvalsker, suður yfir Skers- fjall, niður þröngan dal, Bjarng- ötudal. Af fjallsbrúninni vestan við Bjarngötudal er ekki síðra út- sýni yfir Rauðasand en af Kerl- ingarhálsi. Blasir við rennisléttur, ljósgulur skeljasandur þar sem út- hafsaldan brotnar á, þar ínnan við er sjávarós og síðan gróið land upp að fjallsrótum. Bæirnir standa í röð meðfram fjallinu. I austri er Skor útvörður og Bjargið í vestri. Þegar komið er niður úr Bjarngötudal skiptast leiðir, önn- ur leiðin er í austur, inn eftir Sandinum og endar vegurinn við Melanes. Örstutt ganga er frá Melanesi að Sjöundá, talsvert lengra er í Skor. Hinn vegurinn liggur út eftir Sandinum meðfram bæjarröðinni og endar á hlaðinu á Lambavatni. Þaðan blasir Bjargið við í vestri. Þess má geta að í ferð á vegum FÍ um Vestfirði í júlí í sumar verður komið á Látrabjarg og á Rauðasand. Fundarmenn á aðalfundi fulltrúaráðs BÍ á ísafirði. Aðalfundur fulltrúaráðs Brunabótafélags Islands: Samþykkt að gefa slökkviliði ísafjarðar 100 þúsund krónur AÐALFUNDUR fulltrúaráðs Bruna- bótafélags íslands, hinn 8. f röðinni, var haldinn á ísafirði 27. ágúst 1983. Fulltrúar voru 40 taísins frá kaupstöðum og sýslufélögum landsins. Á fundinum flutti Stefán Reykjalín frá Akureyri skýrslu fráfarandi stjórnar, en Ingi R. Helgason, forstjóri, skýrði reikn- inga félagsins, afkomu þess og efnahag. Einnig ræddi forstjórinn um tölvuvæðingu félagsins og markaðsstöðu þess. Lagði for- stjórinn fram á fundinum marg- vísleg gögn og upplýsingar um rekstur félagsins. Lýður Björnsson, sagnfræðing- ur, flutti á fundinum erindi um upphaf brunatrygginga og bruna- varna á íslandi. Tvær ályktanir voru einróma gerðar á fundinum. Önnur um að afhenda Slökkviliði ísafjarðar að gjöf kr. 100.000 í tilefni af 100 ára afmæli slökkviliðsins í þakklætis- og virðingarskyni. Hin var þess efnis að vara alvarlega við þeirri lagastefnu, sem boðuð var i frum- vörpum á síðasta Alþingi, um að fella úr gildi lögin um brunatrygg- ingar fasteigna í Reykjavík og utan Reykjavíkur og leggja niður fulltrúaráð Brunabótafélagsins. Á fundinum kom fram eindreg- inn vilji til að breyta gildandi ákvæðum um ágóðahlut Bruna- bótafélagsins og öflugur stuðning- ur við útgáfu fréttabréfs BÍ. Að lokum fór fram stjórnarkjör, og voru tillögur kjörnefndar ein- róma samþykktar, en stjórn BÍ skipa næstu fjögur árin þeir Stef- án Reykjalín, Friðjón Þórðarson og Guðmundur Oddsson, en til vara Björgvin Bjarnason, Jónas Hallgrimsson og Andrés Valdi- marsson. Borgames: Eigendaskipti á Bíla- sölu Vesturlands Borgarnusi, 16. júní. EIGENDASKIPTI hafa orðið á Bila sölu Vesturlands í Borgarnesi. Ágúst Skarphéðinsson hefur keypt fyrir- tækið og tók hann við rekstrinum um síðustu mánaðamót. Bílasalan er við aðalgötu bæjar- ins, á móti Esso-stöðinni, og keypti Ágúst einnig húsið sem bílasalan hefur verið í. Ágúst sagðist vera bjartsýnn á rekstur- inn, og hefði gengið vel til þessa. Sagði hann að þeir sem leið ættu um Borgarnes, ferðamenn og þeir sem ækju í gegn, svo sem Snæfell- ingar og Dalamenn, kæmu mikið við og keyptu bíla. Þeir ættu leið um, sæju álitlega bíla og hringdu svo ef til vill daginn eftir og könn- uðu málin. Bílasalan er opin alla daga og fram eftir kvöldi og fyrst um sinn vinnur fyrri eigandi bíl- asölunnar, Guðbrandur Geirsson, með Ágústi á Bílasölu Vestur- lands. — HBj. Ágúst Skarphéðinsson fyrir framan Bflasölu Vesturlands í Borgarnesi. Morgunblaðið/HBj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.