Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR 20. JÚNt 1984 35 75 ára: Páll Jónsson fv. bókavörður Kigendurnir Sigurður Sigurðsson og Halldór Júlíusson í Ölveri. Ný ölstofa í Glæsibæ Aðeins örfá orð í tilefni merkra tímamóta á ævigöngu góðvinar. Leiðir okkar Páls lágu saman fyrir um það bil aldarfjórðungi. Sameiginlegt hugðarefni tengdi okkur, en það voru bækur. Hann var þá orðinn reyndur bókasafn- ari, en undirritaður að taka fyrstu skrefin á þeirri braut. Fáir voru jafn fúsir til að miðla fákænum byrjanda af sinni staðgóðu og yf- irgripsmiklu þekkingu í bókfræði og Páll. Og það var jafnan gert á þann látlausa og ljúfmannlega hátt, sem honum er svo laginn. Páll Jónsson er Borgfirðingur að uppruna. Hann er fæddur að Lundum í Stafholtstungum. For- eldrar hans voru hjónin Jón Gunnarsson og Ingigerður Krist- jánsdóttir. Hann fluttist til Reykjavíkur á unglingsárum sín- um og stundaði þar verslunar- störf. Árið 1936 var hann við nám í Þýskalandi og Sviss. Hann var auglýsingastjóri við dagblaðið Vísi 1941—1953. Þá var hann ráð- inn bókavörður við Borgarbóka- safnið og því starfi gegndi hann til 1980. Hann hefir fengist mikið við ljósmyndatöku og hafa myndir eftir hann birst í mörgum íslensk- um bókum, árbókum Ferðafélags- ins og víðar í blöðum og tímarit- um. Páll er mikill náttúruunnandi og útilífsmaður og setur sig ekki úr færi þegar fjallganga, öræfa- ferð eða veiðiferð er annars vegar. Landið okkar á fáa heilli og ein- lægari aðdáendur en hann i hópi barna sinna. Páll var meðal stofnenda Bandalags íslenskra farfugla árið 1938 og átti sæti í stjórn þess um alllangt skeið. í stjórn Ferðafélags íslands hefir hann verið frá 1947 og ritstjóri árbókar þess frá 1968. Heiðursfélagi Ferðafélagsins var hann kiörinn árið 1980. Páll er gæddur miklum lista- mannshæfileikum. Það sýna bæk- urnar hans, ekki sist bandið á þeim, svo að ekki verður um villst. Bókasafn hans er áreiðanlega með þeim stærstu og verðmætustu, sem til eru í einkaeign á íslandi í dag. Og eitt er alveg víst, að það stendur öllum íslenskum bóka- söfnum framar hvað fegurð snert- ir. Ekkert finnst mér í raun og veru lýsa Páli vini mínum betur en bókasafnið hans. Um hina fornu Grikki er sagt, að manngildishugsjón þeirra hafi verið fólgin í fegurð og góðleika. Páll á góðar bækur og fagrar bæk- ur. En hvað hann sjálfan snertir, þá eru fegurð andans og góðleiki hjartans þeir eiginleikar, sem skýrast skarta í fari hans. Ég óska vini mínum, Páli Jóns- syni, heilla, giftu og blessunar á þeim tímamótum, sem afmælið markar á ævi hans, um leið og ég bið þess, að hann eigi framundan marga bjarta, fagra og góða daga, þar sem fjölmörg tækifæri bjóðast til þess að glíma bæði við fjöll og bækur. Heill sé þér, hollvinur! Björn Jónsson Svo segja víst kirkjubækur, að Páll Jónsson, fyrrv. bókavörður, Bollagötu 5, hér í borg, sé 75 ára í dag. Ekki verður það véfengt, en svo ungur er hann í anda og fasi, að ekki er þetta trúleg saga. Kynni okkar Páls eru ekki löng, en samt er vinátta okkar traust og góð. Ég hafði haft þennan öðl- ingsmann rétt við bæjardyrnar hjá mér á annan áratug, án þess að kynnast honum að ráði. Svona gloppótt eru kynni sóknarprests af sóknarbörnum sínum í stórborg, eins og Reykjavík er orðin. En svo uppgötvuðum við hvor annan, sem betur fór, því að ég hefði verið sýnu fátækari án kynna við hann. Það atvikaðist svo, að ég fór að dunda við það að safna Passíu- sálmaútgáfum fyrir kirkju mína og komst það safn vel á veg, en síðan kom safnaraeðlið upp í mér og ég fór sjálfur að safna. Og þá kom það af sjálfu sér: leiðin hlaut að liggja til Páls því að hann er, eins og allir bókamenn vita, hinn mesti sérfræðingur í flestu því, sem lýtur að söfnun bóka. Brátt varð mér tíðförult til hans, því að það var svo gaman að koma til hans og eiga stund með honum, skoða hið frábæra bókasafn hans, njóta tilsagnar hans, í einu orði að eiga sálufélag við hann um þessi hugðarefni okkar beggja. Brátt mynduðust vináttubönd á milli okkar, því að stöðugt er hann reiðubúinn að hjálpa mér á ein- hvern veg: útvega mér fágæta bók eða lagfæra og gera við aðrar, sem eru lasburða eins og gengur eftir margra alda notkun, en Páll er bráðsnjall bókbindari, eins ogallir vita, sem til þekkja. Og innan tlðar fór það svo, að ég fargaði því safni, sem ég ennþá átti og var af öðrum toga og ein- beitti mér að bókasöfnuninni. Þannig standa málin í dag, og að nokkru leyti er þetta Páli að kenna eða þakka, þó að hann hafi hvorki hvatt mig né latt til slikra hluta. Einhvern veginn urðu kynnin af honum og safni hans til þess að ég fór út á þessar brautir. Ég vil á þessum degi þakka af- mælisbarninu, Páli Jónssyni, fyrir margar ágætar stundir við bæk- urnar, en bókin er, svo sem kunn- ugt er, aflgjafi íslenskrar menn- ingar frá ómunatíð. Páll er áhugamaður um fleira en bókasöfnun og bókfræði, en ekki mun ég rekja þau áhugasvið hans hér, það kunna aðrir að gera, en hann er einstaklega fjölhæfur og heilbrigður maður, þar hallast ekki á innivera yfir ágætum bók- um og útivera í faðmi íslenskrar náttúru, heilbrigt líf í sinni ágæt- ustu mynd. En fyrst og fremst er hann drengur góður, eins og til forna var sagt, maður traustur og áreið- anlegur og vill ekki vamm sitt vita í nokkru máli, enda á hann tiltrú allra, sem þekkja hann. Ég bið honum blessunar í bráð og lengd og vona, þó að það sé eigingjörn ósk, að honum endist aldur til að lagfæra margar bækur fyrir mig ennþá, og að hans ungi andi haldi áfram að vera ungur enn um hríð, þó að árunum fjöigi. Ragnar Fjalar Lárusson OPNUÐ hefur verið ný ölstofa í Glæsibæ sem ber heitið „ölver“. Ölstofan er hönnuð af Davíð Har- aldssyni og er til húsa þar sem diskótekið var áður. Þarna verður hægt að fá bjórlíki ásamt mat og öðrum veitingum. Tónlistarmenn munu heimsækja staðinn, en einn- ig verður boðið upp á tónlist af Voj^im, 16. júní. í SUMAR eru mikil verkefni fyrir múrara við störf fyrir Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Nokkur fjölbýl- ishús verða einangruð að utan, og er áætlað að verkið taki fjóra mánuði og að því Ijúki í september næst- komandi. Alls 17 múrarar, allir af Suðurnesjum starfa við verkið, en það er meira en helmingur allra múrara á Suðurnesjum. Þá eru sex múrarar til viðbótar starfandi á Keflavíkurflugvelli, eða alls 23 af 31 múrara á Suðurnesjum. í samtali við Mbl. sagði Árni Stefánsson formaður Múrarafé- lags Suðurnesja það vera vanda- mál þegar miklar sveiflur verða í vinnu fyrir Varnarliðið, því þeir múrarar sem eftir væru í byggð- arlögunum gætu alls ekki sinnt þeim verkefnum. Þá sagði Árni segulbandi. Staðurinn verður opinn frá kl. 11.30—14.30 og 18.30—24.30 á virkum dögum, en til kl. 02.30 á föstudögum og laug- ardögum. Lúdent hf. rekur stað- inn, en fyrirtækið sér einnig um annan veitingarekstur í Glæsibæ. Eigendur eru þeir Halldór Júlíus- son og Sigurður Sigurðsson. ekki hægt að fá múrara af höfuð- borgarsvæðinu, því nóg væri að gera þar. Bendir því allt til þess að Suður- nesjamenn þurfi að bíða í ein- hvern tíma með múrverk við mannvirkjagerð þar. E.G. Reykskemmdir á Siglufirði Siglufiríli, 18. júní. TALSVERT tjón varð í eldsvoða hér í Siglufirði í kvöld. Eldur kviknaði í búslóð í litlu fjölbýlis- húsi við Hvanneyrarbraut. Skemmdir urðu mestar af reyk. Bhdid sem þú vaknar við! Múrarar á Suðurnesjum: Flestir vinna á Kefla- víkurflugvelli í sumar SKUTBILL IFULLRISTÆRÐ Á AÐEINS KR. 379.000 □ Farþegabíll □ Farangursbíll □ Svefnbíll STRTION WRGON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.