Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1984 7 Jónsmessuferð Hópferð á hestum verður farin að Skógarhólum. Lagt verður af stað frá Hrafnhólum kl. 20.00 föstudaginn 22. júní. Bíll með farangur og veitingar verður með í ferðinni. Tekið á móti farangri í fé- lagsheimilinu milli kl. 13—16 föstudaginn 22. júní. Nánari uppl. á skrifstofunni. Ferdanefndin. SNOTRA_________________ ISLENSKA METSOLUVELIN Snotur - sterk - ódýr_ • Fáanleg m/ Aspera eða B&S mótor. Stjómtæki fyrir mótor á skaftinu. I Sterkur, ryðfrír stálskjöldur. • Stillanlegur hjólabúnaður. • Klippir jafntog vel. • Með og án grassafnara. • Hægt að leggja saman. • Fyrirferðalítil í geymslu og flutningum. • Olia fylgir, ásett. • Ábyrgðarskírteini fylgir hverri vél, , ásamt leiðbeiningum um geymslu og i meðferð. Aspera mótoraðeins kr. 10.980.- B&S mótor aðeins kr. 11.659- Heildsala - Smasala Smiðjuvegur 30 E-gata. Kópavogur Sími 77066 SUMARIÐ ER K0MIÐ Við bjóðum ,,Thermo-Clear“ tvöfaltog þrefalt plastgler fyrir gróðurhús, garðstofur, verandir, sólskýli, sundlaugar, iðnaðarhúsnæði og margt fleira. Thermo-Clear er auðvelt I uppsetningu. Plötustærðir allt að 2,1 m x 6,0 m Plötuþykktir: 4,5 mm, 6 mm, 8 mm, 10 mm, 16mm. Athugið að 16 mm platan er þreföld á við þrefalt gler. Við veitum tæknilega ráðgjöf, ef óskað er. Ármúla 36 (gengið inn frá Seimúla). Sími 82420. ftttfgmiÞIafcft - MetsöluHcu) á hverjum degi! pjóðviljabreyling Snuningurinn vakti undrun Með breytingum á helgarblaðinu vinnast þrjár forsíður: Fréttaforsíða, Sunnudagsforsíða og Menningarforsíða Nú skal allt vera á haus! Síöasta helgarblað Þjóðviljans var á haus eins og lesendur blaðsins tóku eftir. Ekki vilja ritstjórar blaðsins viðurkenna aö mistök hafi átt sér stað, en kalla hinn nýja búning „Snúning". Um þetta er fjallað í Staksteinum í dag. Þá er einnig vitnaö til skrifa íslendings á Akur- eyri, annars vegar um samræmdu prófin og hins vegar um hugsan- lega byggingu álvers við Eyjafjörð. „Snúningur“ Þjóðviljans Um síðustu helgi kom l’jóðviljinn út í nýjum bún- ingi og hér eftir þurfa les- endur ekki aðeins að leggja öfuga merkingu í ýmis skrif blaðsins heldur einnig lesa það á haus. Rit- stjórar Þjóöviljans kjósa að nefna hinn nýja búning „Snúning" og er í ,„stíl framtíðarinnar sem sett hefur svip á nokkur erlend blöð sem verið hafa í sókn á undanfornum árum“. Auðvitað kom „Snúning- urinn" flatt upp á marga enda íslendingar því ekki vanir að þurfa ýmist að snúa lesefni rétt eða á hvolfi. En ritstjórum Þjóð- viljans fínnst tími til kom- inn að bókaþjóðinni verði loks kennt að lesa á haus. Og kannski verður þess ekki langt að bíða að áskrifendur Þjóðviljans þurfi að lesa blaðið frá hægri til vinstri, fara upp í stað niður. Forráðamenn Þjóðvilj- ans munu aldrei viður- kenna að mistök hafi átt sér stað í prentsmiðju enda yfir sig hrifnir af „Snún- ingnum" líkt og keisarinn forðum af nýju fötunum. Og forvitnilegt verður að fylgjast með afdrifum „Snúningsins" en sú hætta verður ávallt fyrir hendi þegar of geyst er farið að menn ruglist, tapi áttum og leggist örmagna og ringlað- ir niður. Samræmd próf Miklar deilur hafa átt sér stað á undanförnum ár- um vegna samræmdu próf- anna svonefndu. Kagnhild- ur Helgadóttir, mennta- málaráðherra, hefur ákveð- ið að breyta tilhögun þeirra og sýnist sitt hverjum. í leiðara íslendings þann 7. júní sl. gerir Guðmundur Heiðar Frímannsson, menntaskólakennari og rit- stjóri blaðsins, þessa ný- skipan að umtalsefni. Þar segin „Nú mun ákveðin ný skipan samræmdra prófa. Prófanefnd menntamála- ráðuneytisins mun hér eftir semja samræmd próf og samræma fyrirgjöf en ekki fara sjálf yfir allar úrlausn- ir alls staðar af landinu. Ekki verður tekið mið af normalkúrfu við mat á frammistöðu nemenda. Það er mikið framfara- spor að normalkúrfan al- ræmda skuli nú aflögð. Hún hefur verið einhver mesta óþurftarskepna í is- lenskum skólamálum á seinni árum. Svo ótrúlegt sem það er þá byggir hún á þeim misskilningi að nem- endur skuli ekki vera metnir að verðleikum hver og einn við mat á frammi- stöðu á prófum, hcldur eft- ir frammistöðu annarra. Normalkúrfan er eitt dæmi ura ógöngur sem íslenska skólakerfið hefur verið { á seinni árum. Auðvitað væri æskilegt að hver skóli sæi sjálfur um einkunnagjöf. Því fylg- ir mikil ábyrgð, en skólar ættu að geta axlað hana. Sú skipan, sem nú er upp tekin, er veruleg framfor frá því sem var.“ * Alver viö Eyjafjörð í síðustu viku gerir ís- lendingur að umtalsefni í leiðara hugsanlega bygg- ingu álvers við Eyjafjörð og beinir orðum sínum sér- staklega til þeirra heima- manna sem vilja allt til þess vinna að úr þeim framkvæmdum verði ekki. íslendingur segir meðal annars: „Það er engin synd að eiga samvinnu við út- lendinga um atvinnurekst- ur. Þeir geta lagt til kunn- áttu og fjármagn, við orku. Iðnaðaruppbygging, sem fylgir samvinnu af þessu tagi, styrkir atvinnulífið { landinu, eykur fjölbreytni þess og bætir lífskjörin. Ef leggjast á gegn allri sam- vinnu við útlendinga í at- vinnumálum, hlýtur öllum að vera Ijóst, að lífskjör munu versna í landinu. En það þorir enginn að halda þeirri skoðun hreinskilnis- lega fram. Enginn hefur fundið neitt aö nýgerðum samningum við norska fyrirtækið Skretting. Einu rökin, sem mæla gegn álveri við Eyjafjörð, er mengunarhætta. En það verða allir aö gera sér grein fyrir því, að engum hefur komið til hugar, að hér verði byggt álver, hvað sem það kostaöi. Það er rétt að leggja á það áherslu, aö á þessari stundu getur enginn fullyrt neitt um hvort hætta á mengun á við rök að styðj- ast eða ekki. Nú fara fram rannsóknir á veðurfari, sem síðan verða notaðar við gerð dreifingarspár efna frá hugsanlegri verk- smiöju. Mikil andstaða gegn ál- veri á þessari stundu þjón- ar því ekki ncinum til- gangi, því að „spurningin um álver við Eyjafjörð er ekki spurning um það hvort álver rísi hér á land- inu eða ekki, heldur hvort það rís hér eða annars staðar," eins og Halldór Blöndal orðar það í síöasta tbl. fslendings. Það eru engin marktæk rök, sem hníga til þess, að hafna stóriðjunni, álveri, áður en niðurstöður eru komnar úr þeim rann- sóknum, sem nú fara fram.“ GLORIA VANDERBILT stretch gallabuxurnar henta öllum allsstaðar ASSA FANNY GULLF0SS Laugavegi 118 Laugavegi 87 Aðalstræti 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.