Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JUNÍ 1984 43 Þorvaldur Thorodd- sen — Kveðjuorð % m gm iR i. | Aron Halldórs- son — Minning Fæddur 31. ágúst 1909. Dáinn 7. júní 1984. Um tíu ára tímabil sem ég var erindreki áfengisvarnaráðs kom ég í fundaferðum á hverju ári í öll lögsagnarumdæmi landsins. Pat- reksfjörður var einn af fast ákveðnum fundarstöðum. í fyrstu ferð minni til Patreksfjarðar þekkti ég þar mjög lítið til, en vissi þó að þar bjó frændkona mín, Elín Björnsdóttir með manni sín- um, Þorvaldi Thoroddsen, hrepp- stjóra. Hlakkaði ég til að hitta Elínu, því auk náinnar frændsemi okkar var með okkur góð vinátta frá unglingsárum. f fyrstu ferð minni til Patreks- fjarðar fékk ég í flugrútunni upp lýsingar um heimili Elínar og Þor- valdar og stormaði heim að fal- legu hvítmáluðu húsi í Aðalstræti 67. Elín frænka mín var heima og tók mér að vonum ágæta vel. Og stuttu síðar kom Þorvaldur maður hennar heim frá vinnu sinni. Strax við fyrstu kynni geðjaðist mér sérstaklega vel að Þorvaldi. Hann var hár og gjörvilegur með drengilegum svip, virðulegur en laus við allan yfirlætisbrag. Kynni mín af Þorvaldi urðu all mikil, því að í heilan áratug kom ég á hverju ári til Patreksfjarðar, og gisti allt- af á heimili Elínar og Þorvaldar, og allar stundir hjá þeim voru mér góöar og minnisstæðar. Elín mikil og góð húsmóðir og bæði voru þau hjónin samhent í sinni gestrisni. Þorvaldur hafði mjög góða frá- sagnargáfu, var bráðskemmti- legur með fágað skopskyn sem skemmdi engan. Ferðalög eru auðvitað misjafn- lega skemmtileg, en frá fyrstu komu minnar til Patreksfjarðar hlakkaði ég alltaf til fundaferða þangað. Og alltaf bjó ég þar, borð- aði og gisti hjá Elínu og Þorvaldi. Auðvitað gjörði ég ónæði og skapaði erfiði með veru minni sem stundum var dögum saman. En sjálfselska mín og fáguð gestrisni húsbændanna eyddu þeirri um- hugsun. Elín og Þorvaldur áttu langa samleið í stríðu og blíðu. Fyrst á sjúkrahúsi í baráttu við berklana. Síðar með eitthvað skerta heilsu en sterkan vilja tókst þeim að byggja sér fallegt heimili á Pat- reksfirði sem ekki veitti aðeins þeim sjálfum skjól heldur og mörgum öðrum sem að garði þeirra báru. Eitt er mér minnisstæðast við Patreksfjörð auk þeirrar elsku- semi sem ég naut á Aðalstræti 67, sem áður er getið, og það var sól- arsýnin þar alia daga. Á strönd- inni á móti kaupstaðnum sá ég alltaf sólskinsbletti þó ský byrgðu sólu. Og það tók mig þó nokkurn tíma að átta mig á því, að hvíti skeljasandurinn í nágrenni æsku- stöðva Þorvaldar átti til þessa aukasól. Og eitt er víst að Þorvaldur Thoroddsen átti alltaf mikla sól- arsýn í stríðu og blíðu. Guð blessi minningu Þorvaldar Thoroddsen. Björn Stefánsson Fæddur 23. nóvember 1962 Dáinn 13. júní 1984 í dag er til moldar borinn ást- kær vinur okkar, Aron Halldórs- son. Hann var sonur hjónanna Halldórs S. Björnssonar og Þór- eyjar Kristjánsdóttur, og var hann eldri sonur þeirra. Það er sannarlega margs að minnast frá æsku- og unglingsár- um okkar Arons. Ofarlega í huga okkar eru allar þær ferðir, sem við fórum saman út í náttúruna, úti- legur og fjallgöngur, og hafði Ar- on ávallt mestu ánægju af slíkum ferðum. Það sem einkenndi Aron mest var það hversu góður drengur hann var og góður vinur vina sinna. Hann var alltaf kátur og hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann kom. Hann stundaði vinnu sína og nám af kappi, og átti hann stuttan tíma eftir til þess að ljúka námi í vélvirkjun. Síðustu árin hafði hann verið í sambýli með Rakel Ólafsdóttur og áttu þau saman eina dóttur, önnu Báru, sem var honum mjög kær og átti áreiðanlega hug hans allan. Það er sárt að kveðja vin sinn svona ungan, þegar manni finnst að lífsstarfið sé rétt að byrja, og því er erfitt að tjá hugsanir sínar. Við vottum ástvinum hans okkar innilegustu samúð og biðj- um þeim blessunar Guðs. Við ljúkum þessum fáu kveðju- orðum með orðum skáldsins, sem segir: Krjúptu að fótum friðarboðans, fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. (J.H.) Skapti og Gulli. + Maðurinn minn, faöir okkar, sonur og tengdasonur, MAGNÚS SÆVAR GUNNLAUGSSON, húsasmíöameistari, Kvíholti 4, Hafnarfiröi, sem lóst 14. þ.m., veröur jarösunginn fró Hafnarfjaröarkirkju fimmtudaginn 21. júní kl. 15.00. Sigríöur Jónsdóttir, Anna Elisabet Sævarsdóttir, Gunnhildur Harpa Sævarsdóttir, Anna D. Magnúsdóttir, Valgeir Vilhjálmsson, Jón Ólafsson, Elisabet Einarsdóttir. t Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma, AOALHEIÐUR SIGURRÓS FRIÐRIKSDÓTTIR, Breiöageröi 10, sem lést 13. júní, veröur jarösungin frá Bústaöakirkju fimmtudag- inn 21. júní kl. 15.00. Kristján Arngrímsson, Margrát Kristjánsdóttir, Hannes Thorarensen, Óskar Kristjánsson, Birna Árnadóttir, Anna Kriatjánsdóttir, Hjálmar D. Arnórsson, Kristleifur Kristjánsson, Bjarnveig Bjarnadóttir og barnabörn. + Sonur minn og bróðir okkar, JÓN HEIÐAR MAGNÚSSON, bifreiöastjóri frá Lækjarskógi, Flúöaseli 95. veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju 22. júní kl. 13.30. Lilja Kristinsdóttir, Georg Magnússon, GunnarMagnússon. + Hugheilar þakkir til allra þeirra er auösýndu okkur samúö og vinarhug viö fráfall móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, GUÐRÚNAR ÁSTU ANDRÉSDÓTTUR, Borgarnesi. Stefanía Sigurgeirsdóttir, Signý Rafnsdóttir, Völundur Sigurbjörnsson, Ævar Rafnsson, Laufey Björnsdóttir og barnabörn. Egilsstaðir: Atvinnumálanefnd gengst fyrir útimarkaði ^ilNKtöóum, 7. júní. í GÆR var opnaður útimarkaður hér i Egilsstöðum þar sem 15 aðil- ar, fyrirtæki og einstaklingar, buðu gestum og gangandi vörur sínar til kaups. Ætlunin er að markaðurinn verði opinn þrjá daga vikunnar í sumar á grasbala vest- an við Valaskjálf, miðvikudaga kl. 15—20, fimmtudaga kl. 11—17 og sunnudaga kl. 16—21. „Tilgangurinn með þessu er fyrst og fremst að lífga upp á mannlifið hér og fá túristana til að stansa örlítið lengur en verið hefur,“ — sagði Laufey Eiríks- dóttir, hreppsnefndarmaður á Egilsstöðum — en hún ásamt Helgu Aðalsteinsdóttur frá atvinnumálanefnd Egilsstaða- hrepps og Sigurlaugu Jónasdótt- ur, starfsmanni útimarkaöarins, kynnti væntanlega starfsemi útimarkaðarins fréttamönnum í gær. „Hingað getur hver sem er komið með framleiðslu sína eða aðra söluvöru og selt,“ sögðu þær stöllur. „Seljendur þurfa ð vísu að greiða lítilsháttar leigu fyrir aðstöðuna, einstaklingar 200,- kr. fyrir daginn en fyrirtæki 100,- kr. fyrir hverja klukku- stund. Einnig tekur starfsmaður útimarkaðarins að sér sölu fyrir aðila — en þá verða þeir að greiða 15% sölunnar til úti- markaðarins.” í gær voru á boðstólum afurð- ir, hvers konar heimilisiðnaður, ullarflíkur frá Prjónastofunni Dyngju og póstkort frá Hér- aðsprenti sf. „Við tökum við hvers konar framleiðslu," sögðu forsvars- menn útimarkaðarins — „Eggj- um, rabarbara, blómum, skinnskóm svo að eitthvað sé nefnt. Þeir sem vilja koma með vörur sínar hafi einungis sam- band við Sigurlaugu í síma 97- 1326 daginn áður.“ Það var atvinnumálanefnd Egilsstaðahrepps, sem hratt þessari hugmynd um útimarkað í framkvæmd með stuðningi hreppsnefndar. Aðstaðan er e.t.v. nokkuð frumstæð enn sem komið er — enda ekki vitað hvert framboð verður af söluvör- um — en eftir miðjan mánuð verður komið upp myndarlegum palli og aðstaðan að öðru leyti löguð að framboði og eftirspurn. Á miðvikudögum og fimmtu- dögum er mikil umferð útlend- inga hér un\ og væntanlega finna þeir eitthvað við sitt hæfi á útimarkaðnum — en á sunnu- dögum vænta forsvarsmenn fyrirtækisins þess að fá nábúa sína úr fjörðum niðri í heimsókn — og þá verða e.t.v. einhver skemmtiatriði ef vel gengur. Fé- lagasamtökum verður þá einnig gefinn kostur á að efna til kaffi- sölu á markaðssvæðinu til hress- ingar gestum. — Ólafur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.