Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNl 1984 27 Bandaríska skipafélagið annar nær öllum flutningunum: Siglingar Rainbow Hope hafa slæm áhrif á afkomuna Óbilandi trú á að íslensk stjórnvöld leysi málið, segir forstjóri Hafskips, sem siglir með fullfermi milli USA og Evrópu Nýju sumarhúsin I Vík. Sumarhús í burstabæjarstfl. Morgunblaftift/Reynir Ragnarsson Vík í Mýrdal: Ný sumarhús „ÞAÐ ÞARF ekki að fara í neinar grafgötur með að siglingar bandaríska skipafélagsins hingað til lands hafa veruleg áhrif á af- komu íslensku skipafélaganna. Yfír 90% af öllum varningi til varnarliðsins hér hefur komið með bandaríska skipinu í fyrstu tveimur ferðunum. íslensku skipafélögin hafa flutt sáralítið af þessum vörum. Á síðasta ári voru tekjur okkar af þessum flutning- um um 60% af öllum tekjum af flutningum á leiðinni milli ís- lands og Bandaríkjanna,“ sagði Ragnar Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Hafskips hf., í sam- tali við blaðamann Mbl. um áhrif yfírtöku bandaríska skipafélags- ins Rainbow Navigation Inc. á vöruflutningum á vegum banda- rískra hernaðaryfírvalda til varn- arliðsins á Keflavíkurfíugvelli. Ragnar sagði að þessi tekju- missir gæti þýtt að draga þyrfti saman þá starfsemi félagsins, sem byggðist á tekjum af varnar- liðsflutningunum, ef ekki tækist að afla teknanna með öðrum hætti. Hann lagði hins vegar áherslu á, að það væri „óbilandi trú forráðamanna Hafskips að ís- lensk stjórnvöld, undir forystu utanríkisráðherra, sem hafa tekið mjög einarða afstöðu í málinu, muni ráða við þetta áður en sumarið er úti. Sú lausn hlýtur að felast í því að jafnræði ráði í þess- um flutningum milli landanna. Tíðni siglinga og verð hlýtur að ráða með hverjum varan fer,“ sagði hann. „Það er engum blöðum um það að fletta, að íslensku fé- lögin hafa veitt mun betri þjón- ustu á þessu sviði en Rainbow Navigation veitir nú og farmgjöld- in eru hin sömu. Missir þessara flutninga gerir aðra flutninga þeim mun dýrari," sagði Ragnar Kjartansson. „íslensku félögin verða tvímælalaust fyrir verulegu tekjutapi." Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélags Tslands, sagði ekki ljóst enn haða áhrif siglingar bandaríska félagsins hefðu á af- komu Eimskips. „Við munum halda okkar siglingum á þessari Sýning á Kjarvalsstöð- um framlengd VEGNA mikillar aðsóknar á sýningu á verkum tíu gesta Listahátíðar, sem stendur yfír á Kjarvalsstöðum, hefur verið ákveðið að framlengja sýn- ingartímann til júlfloka. Gestirnir tíu eru, sem kunnugt er, íslenskir listamenn sem búsett- ir hafa verið erlendis undanfarna áratugi, þeir Erró, Hreinn Frið- finnsson, Jóhann Eyfells, Kristín Eyfells, Kristján Guðmundsson, Louisa Matthíasdóttir, Tryggvi Ólafsson og Þórður Ben Sveinsson. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 14 til kl. 22 fram til 29. júlí. VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! gHmrjpttiMsifotfo leið að mestu óbreyttum á næst- unni á meðan við sjáum hver verð- ur framvinda tilrauna íslenskra stjórnvalda til að fá breytingu á •því fyrirkomulagi, sem nú er orðið á flutningunum. Það er hins vegar ljóst,“ sagði Hörður Sigurgests- son, „að siglingar Rainbow Hope hafa áhrif á afkomu félagsins. Eg tel þó að það sé grundvöllur fyrir hendi til að leysa málið en það gæti tekið nokkrar vikur." Hvorugt íslensku skipafélag- anna er þó með tóm skip í sigling- um milli fslands og Bandaríkj- anna. Þau tvö skip EÍ, sem mest hafa verið notuð til þessara flutn- inga, Bakkafoss og leiguskipið City of Perth, sigla nú héðan til Rotterdam í Hollandi og flytja gáma þaðan vestur um haf. Haf- skip hóf fyrir nokkrum mánuðum Bíóhöllin hefur hafíð sýningar á myndinni EINU SINNI VAR I AM- ERÍKU 2, gerð af leikstjóranum Sergio Leone. Fyrri myndin spannaði aðallega yngri ár fjórmenninganna þeirra Noodles, Max, Patsy og Cockeys, en i seinni myndinni uppgötva þeir hvernig hægt er að láta hinn ameríska draum um auð og völd vöruflutninga milli Evrópu og Bandaríkjanna með viðkomu í Reykjavtk og bætir það nokkuð úr skák. Ms. Hvítá kom sl. laugardag í þriðja sinn með fullfermi til landsins úr slíkri ferð, var með rúmlega 200 gámaeiningar af ým- iskonar vörum frá Bandaríkjun- um. Skipið hélt áleiðis til Evrópu á þriðjudagskvöld. „Við erum mjög ánægðir með nýtingu skipanna á þessari leið enda hafa þessir flutn- ingar vaxið stöðugt frá því að þeir hófust nú í vor,“ sagði Páll Bragi Kristjónsson, framkvæmdastjóri Hafskips, í samtali við blm. Mbl. „Milliflutningarnir, sem við köll- um svo, eru ekki eins arðsamir og varnarliðsflutningarnir en þeir eru umfangsmeiri og hafa í för með sér betri nýtingu á skipum félagsins." rætast. En þrátt fyrir það er sá draumur að verða að mikilli martröð. Eins og í fyrri myndinni eru aðalhlutverkin leikin af þeim Robert De Niro og James Woods, en fyrir utan þá leika í seinni myndinni þau Elizabeth McGov- ern, Burt Young, Treat Williams, Joe Pesci og Tuesday Weld. (Fréttatilkynning) Vfk f Mýrdal, lS.Júnf. NÚNA um helgina verða tekin I notkun 5 sumarhús í Vík og er verið að ljúka við frágang þeirra úti og inni. Eigendur húsanna eru Hvammshreppur, SÍS, Samvinnu- tryggingar, Olíufélagið og Kaupfélag Skaftfellinga. Húsin verða leigð ferðamannahópum og mun Kaupfé- lag Skaftfellinga sjá um rekstur þeirra. Ennfremur hafa nokkrir Vík- urbúar byggt í sjálfboðavinnu tvö sumarhús í gamla burstabæjar- stílnum, en fyrirtæki í Vík hafa greitt kostnað við efniskaup. Aðstaða til ferðamannamóttöku hefur því gjörbreyst í Vík með til- komu þessara sjö húsa, sem standa rétt við tjaldstæði Vík- urbúa og skammt frá Víkurskóla. Fréttaritari. ULTRA ALOSS Eina raunhæfa nýjungin í bílabóni Pað sem gerir ULTRA GLOSS svo frábrugöið er, að það inniheldur engin þau efni, sem annars er að finna i hefðbundnum bóntegundum, svo sem harpeis, vax, plast eða polymer efni Grunnefnið i ULTRA GLOSS eru glerkristallar, auk bindiefna og herða ÞÚ BÓNAR TIL REYNSLU ULTRA GLOSS er svo frábaert bon. að þú verður að hafa reynt það til þess að trúa þvi Kauptu þér. brúsa og gerðu tilraun, smáa eða stóra VIÐ ENDURGREIÐUM ónotaðar eftirstöðvar ef þú ert ekki fyllilega ánægður með árangurinn. SIGTÚNI 3m- Bíóhöllin: Einu sinni var í Ameríku 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.