Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 20. JÚNl 1984 33 Hvers vegna segi ég mig úr Sjálfstæðisflokknum? — eftir Sigrúnu Þorsteinsdóttur Ég sagði mig úr Sjálfstæðis- flokknum á stjórnarfundi Lands- sambands sjálfstæðiskvenna 24. maí sl. Ég er sannfærð um að það verð- ur að eiga sér stað afgerandi stefnubreyting hér á landi og í öll- um heiminum, ef ekki á að fara illa. Framtíðarinnar vegna ætla ég að leggja fram krafta mína til þess að þessi breyting geti átt sér stað. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki sú breiðfylking, það lifandi afl, sem hann var á dögum Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar. Hann er orðinn stöðnuð stofnun sem stjórnað er í reynd af fámennri klíku (ekki endilega forystunni). Þess vegna skora ég á það fólk innan Sjálfstæðisflokksins, sem er ekki ánægt með hvernig stefnir hér á landi og i heiminum, að segja sig úr flokknum. Vera síðan með í að mynda nýja hreyfingu, nýjan flokk, sem héldi á lofti gömlum og sígildum baráttumál- um flokksins, a) frelsi einstakl- ingsins, b) sjálfstæði þjóðarinnar. Aðeins nánari skýringar Ég hef verið með í flokksstarf- inu meira og minna frá því á ungl- ingsárum. Kannski má segja að ég hafi fæðst inn í Sjálfstæðisflokk- inn eða að mér fannst hann bara skástur af því sem í boði var, þó að ég væri aldrei fyllilega sátt við það hvernig á málum var haldið. Hrottaleg kúgun raun- veruleiki milljóna nútímans Fyrir um það bil 15 árum las ég bók eftir suður-amerískan Nóbels- verðlaunahafa, Asturías, sem heitir „Forseti lýðveldisins". Lest- ur bókarinnar gerbreytti þeirri ímynd sem ég hafði af heiminum. Á einu vettvangi gerði ég mér grein fyrir þeirri hrottalegu kúg- un, sem stór hluti mannkynsins býr við núna. Hinar „svörtu mið- aldir“ og ofbeldisfengnir „leikir Rómverjar" heyrðu ekki sögunni til. Heldur eru lifandi raunveru- leiki nútímans fyrir milljónum venjulegs fólks á þessum svoköll- uðu „friðartímum". Ástæðuna fyrir því að augu mín opnuðust einmitt þarna má ef til vill rekja til þess að þetta var ekki löngu eftir fæðingu fyrsta barnsins okkar. Ýmislegt dreif síðan á dag- ana. Ég tók mismikið þátt í starfi Sjálfstæðiskvennafélagsins, bak- aði fyrir kosningar o.fl. þess hátt- ar, þar til fyrir 4—5 árum að ég fór að vakna meira og meira til meðvitundar um vandamál flokks- ins, þjóðarinnar og heimsins. Smám saman gerði ég mér grein fyrir ábyrgðarleysi og eigingimi stjórnmálamanna og sofanda- hætti almennings (kjósenda) og hvernig sofandahátturinn og sjálfsflóttinn eykst samhliða vax- andi græðgi ráðamanna í völd. Sofandháttur fjöldans veldur vanmáttarkennd og uppgjöf Ég gerði mér grein fyrir því að ástæðan fyrir sofandahætti fjöld- ans er óvirkni hans og þátttöku- leysi. Það veldur svo vanmáttar- kennd og fólk fer að trúa því að það sé ekkert hægt að gera til að breyta ástandinu. Ég ákvað því að fara að taka meiri þátt til að reyna að hafa einhver áhrif. Um þetta leyti hafði ég kynnst aðferð- um Samhygðar og hugðist freista þess að nýta þær í þágu fólksins innan Sjálfstæðisflokksins. Ég var kosin í stjórn Landssambands sjálfstæðiskvennafélaganna og þegar friðarmál voru þar á dagskrá, lagði ég fram ályktun um frið. Ályktunin var byggð á aðferð Sigrún Þorsteinsdóttir „Það er greinilegt að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki flokkurinn „stétt með stétt“ eins og oft er í veðri látið vaka. Launamismunur eykst stöðugt, þrátt fyrir að hið gagnstæða hefur verið á stefnuskrá flokksins í áratugi fyrir kosningar.“ Samhygðar til að byggja upp frið innra með manninum og breyt- ingar á þjóðfélaginu (því að innan verður friðurinn að koma, ófriður- inn liggur nefnilega ekki í vopnun- um eins og sumir virðast álíta). Eftir „nefndarsöltun" var álykt- unin felld á fundi, sem ég var ekki á. Síðan ákvað ég að bjóða mig fram til varaformanns flokksins. Þó svo að ég hafi nú tæplega reiknað með að ráðandi öfl innan Viðbrögð ráðherrans móðgun við neytendur AÐALFUNDUR Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis var hald- inn mánudaginn 28. maí. Á fundin- um var kjörin ný stjórn. Jóhannes Gunnarsson, sem verið hefur for-" maður frá stofnun félagsins, gaf ekki kost á sér áfram og var nýr formaður kjörinn, Sigurður Sigurð- arson. Að loknum aðalfundarstörfum var umræða um sölu og dreifingu kartaflna, grænmetis og garð- ávaxta. Framsöguerindi fluttu Eiður Guðnason, alþingismaður, Ólafur Björnsson, formaður félags matvörukaupmanna, og Sigurður Sigurðarson. í framhaldi var sam- þykkt ályktun um sölu kartaflna, grænmetis og garðávaxta. Aðal- fundur Neytendafélags Reykjavík- ur og nágrennis, haldinn 28. maí 1984, lýsir furðu sinni á meðhöndl- un landbúnaðarráðherra á kröfum 20.000 landsmanna um frjálsan innflutning á kartöflum á þeim tíma, sem innlend gæðafram- leiðsla annar ekki eftirspurn. Viðbrögð ráðherrans eru móðgun við neytendur og síður en svo fall- in til að efla hag neytenda, hvað þá framleiðenda. Því er tímabært að spyrja, hvort hann ætli sér að leyfa frelsi á þessu sviði innflutn- ings. Kartöflusala og dreifing hefur verið árviss vandi hér á landi und- anfarna áratugi. Meðhöndlun kartaflna hefur verið stórlega áfátt á leið frá framleiðendum til neytenda og einnig hefur uppsker- an oft ekki nægt markaðnum nema rétt fram í byrjun sumars. Yfir engum matvörutegundum er kvartað eins mikið og kartöfl- um, grænmeti og garðávöxtum. Óánægja neytenda beinist einkum að gæðum vörunnar, en einnig að verðlagningu, dreifingu og með- ferð. Aðalfundur Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis mót- mælir því einnig, að ríkisstjórnin skuli ekki hafa sinnt kröfum Neyt- endasamtakanna um opinbera rannsókn á innflutningi finnsku kartaflnanna. Kartöflumálið hef- ur sýnt og sannað nauðsyn öflugra neytendafélaga hér á landi. Tilvist þeirra og áhugi og athygli al- mennings á hagsmunamálum neytenda getur lyft Grettistaki. Ljóst er að Grettistökin eru mörg og þung, sum rótföst, og því langt í frá að brautin sé rudd fyrir neyt- endur. Aðalfundur NRON hvetur íbúa á höfuðborgarsvæðinu að ganga til liðs við félagið í þessu máli.“ Samþykkt var ályktun um af- greiðslu sölubúða. í henni skorar Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis á kaupmenn og starfs- fólk verslana að leitast við að halda óbreyttri þjónustu við neyt- endur, jafnt sumar sem vetur. Á undanförnu ári hafi náðst veru- legur árangur um rýmkun af- greiðslutíma sölubúða og nú sé hann að mestu í samræmi við óskir Neytendafélagsins. „Nú hef- ur verið boðað að afgreiðslutíminn verði skertur og er slikt í andstöðu við vilja neytenda. Þótt ekki verði um frekari skerðingu að ræða en laugardagslokun, er það samt óviðunandi, sérstaklega ef tekið er tillit til þeirrar góðu reynslu, sem fengist hefur af verslun á laugar- dögum.“ , Ályktun um merkingar heimil- isvarnings var samþykkt á fund- inu. í henni er skorað á yfirvöld að setja þegar í stað reglur um var- úðarmerkingar á vörum, sem hætta getur stafað af. Allar sölu- vörur, sem ætlaðar eru til heimil- isnota, verði merktar á íslensku og með viðurkenndum aðvörunar- táknum séu vörurnar hættulegar heilsu manna eða húsdýra. Grein- argóðar upplýsingar verði einnig um geymslu og fyrstu viðbrögð, ef slys ber að höndum. Aðalfundur Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis beindi þeim tilmælum til mjólkursam- laga, að þess sé gætt að upplýs- ingar um síðasta söludag séu jafn- an það skýrar á umbúðum mjólk- urvara, að vel læsilegt sé fyrir neytendur. Á umbúðum verði jafnframt getið um framleiðslu- dag. (FrétUtilkynning) flokksins væru það framsýn og kjörkuð að þekkja sinn tíma, kynna sér rækilega hvað væri þarna á ferðinni og koma til móts við þarfir nútímans til að leita nýrra leiða til að virkja flokks- meðlimi, þá óraði mig ekki fyrir því að ólýðræðisleg vinnubrögð væru eins mikil og raun ber vitni. Það var til dæmis haft á orði, að ef einhver alvara hefði verið á fram- boði Friðriks Sophussonar í for- mannssætið, hefði verið staðið allt öðruvísi að kosningaráróðrinum af hans mönnum. Þetta og fleira sýnir að flokkurinn er það staðn- aður, nú þegar, að illmögulegt yrði að breyta verulega stefnu hans og starfsháttum. Þess vegna ákvað ég að segja mig úr flokknum. Svipað og ef maður hefur átt bíl um eitthvert skeið, þá lætur maður gera við hann upp að vissu marki, en þegar það er orðið óhagkvæmt að eiga bílinn lengur vegna þess að ekki er treystandi á að hann gegni því hlutverki, sem honum er ætl- að, þá fær maður sér nýjan far- kost til að komast á þangað sem ferðinni er heitið. Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur flokkurinn „stétt með stétt“ Það er greinilegt að Sjálfstæðis- flokkurinn er ekki flokkurinn „stétt með stétt“ eins og oft er í veðri látið vaka. Launamismunur eykst stöðugt, þrátt fyrir að hið gagnstæða hefur verið á stefnu- skrá flokksins í áratugi fyrir kosn- ingmr. Nú er svo komið að það er virkilega að myndast grundvöllur fyrir varanlega stéttaskiptingu hér á landi. Fyrir síðustu alþingiskosningar var augljóst að næsta ríkisstjórn þyrfti að hafa kjark til að gera ráðstafanir til að lækka verðbólg- una, en það getur nú varla talist stórmannlegur kjarkur að ráðast á garðinn þar sem hann er lægst- ur, og koma verðbólgunni niður, með stórfelldri kjaraskerðingu al- menns launþega, á sama tíma og bankar blómstra og stórverslanir spretta upp. Og ekki virðist sífellt aukin veðsetning í framtíð barn- anna okkar vera hetjulegri. Flokkar kerflsins eins og gamlar „bfldruslur“ Ég hef oft orðið vör við mikinn kraft og góðan vilja til uppbygg- ingar hjá fólki innan flokksins. Þessi góði efniviður nýtist þjóð- inni ekki nægjanlega vel, þess vegna er ég viss um að framtaks- samt og rmunverulega sjálfstætt fólk finnur sig ekki vel í flokknum í dag, vegna þess að hann er orðinn lítið annað en málsvari fámennrar klíku. Ég hef heyrt óánægjuraddir víða og ég segi við þetta fólk: „Haldið ekki í þessa gömlu bíl- druslu.“ Hinir flokkarnir sem eru við ,lýði, eru að mínu viti síst betri. Þess vegna skora ég á fólk hvar í flokki sem það stendur að íhuga í fullri alvöru hvort ekki er þörf á nýju pólitísku afli. Hreyfingu eða flokki sem stefndi að raunveru- legu lýðræði og sjálfstæði. Flokki sem setti manngildið ofar öllu. Flokki sem væri „fyrir fólkið“, en ekki fólkið fyrir flokkinn. Lesandi góður, ef þú ert einn þeirra sem æ meira uggandi spyrð sjálfan þig: „Hvert stefnir þetta allt?“ Taktu þá á þig rögg og vertu með í að stofna svona flokk mannsins, framtíðarinnar vegna. Vestmannaeyjum, 8. júní 1984. Sigrún Þorsteinsdóltir átti sæti í stjórn Landssambands sjálfstæd- iskrenna. Hún rar í framboói til embættis raraformanns Sjálfstæð- isflokksins á sídasta landsfundi. Vönikyiming: Fyrir heimilið Út er komið 11. rit Vörukynn- ingar — Fyrir heimilið. t ritinu er m.a. að finna uppskriftir að sjáv- arréttum, prjónauppskriftir, sumarföt, upplýsingar um nýjung- ar á markaði o.fl. Utgefandi er út- gáfufélag Vörukynningar, ritstjóri og ábyrgðarmaður er Páll Krist- jánsson. Ritið er prentað hjá Gdda hf., en Korpus sá um litgreiningu og filmuvinnu. Blettabókin ný handbók um blettahreinsun ÚT ER komin hjá Iðunni ný hand- bók um hreinsun bletta og nefnist hún Blettabókin. Bókinni er ætlað að veita haldgóðar leiðbeiningar t.d. um hvað gera skuli þegar rauðvín fer í ný föt, þegar hellist úr kaffibolla í gólfteppið eða þegar bleksletta lendir í hægindastóln- um, svo eitthvað sé nefnt. í bókinni er einnig að finna yfir- lit um flestöll þau hreinsiefni, sem ráðlagt hefur verið að nota — gerð er grein fyrir notkun þeirra og hvar þau eru seld. Blettabókin er 32 bls., prýdd fjölda mynda. Leifur Franzson og Margrét Ormslev þýddu. (Úr fréculilkynnineu ) Hernaðarfram- kvæmdum mótmælt FRIÐARSAMTÖK kvenna á Þórshöfn og nágrenni, og aðrir friðarsinnar þar um slóðir, hafa ákveðið að efna til aðgerða þann 7. júlí nk., til að mótmæla fyrirhug- uðum hernaðarframkvæmdum á Norðausturlandi. Er ráðgert að aðgerðirnar hefjist á hádegi og standi fram eftir degi. Úr fréttatilkynningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.