Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNl 1984 37 i Hvað ættum við að lesa 1 í sumarleyfinu? texti JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIK Colleen McCullough: An Indecent Obsession. Útg. Futura. Colleen er ástralskur höfund- ur, þekkt hér á landi sennilega einkum fyrir Þyrnifuglana. Á síðasta ári kom út önnur bók eft- ir hana hér, Tim, framúrskar- andi falleg og vel gerð bók, ákaf- lega ólík Þyrnifuglunum að efni og uppbyggingu, svo að það er augljóst að höfundurinn á til ýmsa strengi í hljóðfæri sínu og slær þá alla fagurlega. Sama gildir um bókina sem hér um ræðir. Hún gerist til að byrja með á hersjúkrahúsi á Kyrrahafseyjum í síðari heims- styrjöldinni. Þar er systir Lang- try aðalsögupersónan og hún annast hermenn sem hafa bilað á geði í bardögunum eða eru bardagaþreyttir og geta ekki meira. Stríðið við Japani hefur ekki staðið nema fáeina daga, þegar nýr maður birtist í þessari sérstæðu veröld sjúkrahússins, Michael Wilson. Og þær hrær- ingar sem koma hans hefur í för með sér bæði á sjúklinga og starfslið hefur svo aftur ófyr- irsjáanlegar afleiðingar. Systir Langtry verður hrifin af honum og upp hefst togstreita milli skyldunnar og ástarinnar... Þetta gæti orðið svo væmið og hvimleitt í meðförum annarra höfunda en þeirra sem ekki geta farið bil beggja. Colleen McCull- ough er snillingur í að forðast að detta í billegar gildrur. Það gef- ur bókum hennar gildi umfram að vera afþreyingarsögur. Rolf Ggil Moe: Ragnarok. Útg. Aschehoug. Rolf Egil Moe er rúmlega hálf- fimmtugur norskur höfundur og sendi frá sér sína fyrstu bók Og djevelen plantet baobak treet fyrir um fimmtán árum. Þá hafði hann unnið alllengi í þróunarlöndum Afríku og sótti efnivið sinn þangað. Seinna skrifaði hann smásagnasafn, og leitaði þá fanga i bandarísku nútímalífi. í Ragnarok eru þrettán smá- sögur, ætli mætti ekki kalla þær Rolf Egil Moe Jette Drewsen framtíðarfantasíur. Ekki held ég þær gætu flokkast undir vísinda- smásögur, þó að ýmis einkenni hafi þær í sér. Það er út af fyrir sig óhætt að segja að við þekkj- um hér ýmislegt úr samtíma okkar sem höfundur dregur upp og margt er ansi haganlega gert. óttinn við framtíðina — þá framtíð sem er varla meira en farið að grilla í nú. Á stundum fannst mér sögurnar einum of daufgerðar, þrátt fyrir að efnið sé oft og einatt krassandi. En Moe skrifar vel og smásagna- formið hentar honum prýðilega. Svo að það er ágætlega auðvelt að hafa nokkra ánægju af að iesa þessar sögur hans. Jette Drewsen: Hvad tænkte egentlig Arendse? Útg. Gyldendal. Jette Drewsen er hugleikið að skrifa um hjónabandið, þá full- nægju sem það á að veita konum. að vera heima og sinna börnum sínum og geta síðan fagnað eig- inmanninum opnum örmum þeg- ar hann kemur heim. Hjónin í þessari bók eru að visu ekki þessi tegund af hjónum. Maðurinn á til að lemja konuna sína og kon- an er ósköp kyrrlát og óspenn- andi, og þó svo að það gangi á ýmsu í hjónabandinu breytir það engu, að því er virðist. Það getur verið að þessi hjón skilji eftir tíu ár í viðbót, en það skiptir svo sem ekki öllu máli. Og þá má öllum vera dálítið sama. Verst er þó hvað höfundurinn sjálfur er ópersónulegur í bókinni og nær aldrei almennilegu taki á fólkinu sem er að skrifa um. En þetta er fljótlesin bók og vinnur á við kynningu. Og það er náttúrulega alltaf gaman að lesa um konu skrifa um konur. Þó svo að það fari að verða einhæft. Á bókarkápu segir að á þessum síð- ustu tímum hafi það einkum ver- ið karlmenn, sem hafi skrifað um hjónabandið og konuna. Ég inætti kannski leyfa mér að mót- mæla þessu. A.m.k. hafa skand- inaviskir og enskuskrifandi höf- undar úr röðum kvenna ekki lát- ið sitt eftir liggja, nema síður væri. Len Deighton: Berlin Game. Útg. Panther books. Ekki man ég hvað ég hef lesið margar njósnasögur, sem tengj- ast Berlín á einhvern hátt. Al- tént býsna margar. Og dálítið keimlíkar. En Len Deighton mun vera mjög þekktur afþreyinga- höfundur og því fannst mér ekki úr vegi að glugga í bók hans Berlin Game, sem hefur eins og aðrar „Berlínarbækur„ góðra af- þreyingahöfunda fengið góðar móttökur. Hér er skyggnst inn í heim njósnaranna og lif þeirra og svo S — £W A oovel by Æ the oufhor of Jk THE /j Vthorn % h .Aðirds IndkenT 05SÖ5IOH Colleen McCullough k ír hinna sem miðla njósnurunum upplýsingum, þær eru stundum ekki áreiðanlegar, oft beinlínis plat. Þá er snilldin í því fólgin að greina þar kjarna frá hisminu. Stundum eru „plottin“ í svona bókum svo flókin og sett upp með þvílíkum sveiflum að maður er töluverða stund að komast til botns í hvað er eiginlega um að vera. Hér er það Bernie Samson sem er sendur til Berlínar, auðvitað aðallega Austur-Berlínar, þar er „þeirra rnaður" eitthvað að guggna og Bernie er þrátt fyrir ýmsa annmarka — sem ég áttaði mig nú ekki á hverjir voru lengi vel — sendur á svæðið. Bernie á hina gséfulegustu konu, Fionu, hún heffcr mikinn áhuga á starfi manns síns, eins og góðum eig- inkonum ber, en hins vegar tókst Deighton ekki að gera Fionu svo úr garði að „umbreyting" hennar undir lokin væri nógu sannfær- andi. En fyrir þá sem hafa gaman af njósnasögum er þetta kjörin bók í farangurinn. Pennavinir Sautján ára hollenzk stúlka með mikinn íslandsáhuga: Gerrie Hoogendam, Aalsmeerderdyk 645, 1435 bx Rysenhout, llolland. Þritugur einhleypur íri með áhuga á tónlist, ljósmyndun, ferðalögum, bréfaskriftum og frí- merkjum. Vill skrifast á við karlmenn: Padraig M. Delaney, 45 Bracklone Street, Portarlington, Co. Laoise, Ireland. Nítján ára sænskur piltur með áhuga á tónlist, bilum auk þess sem hann safnar frímerkjum: Jan Josefsson, Salti Arbetsskola, S-153 00 Járna, Sweden. Fimmtán ára japönsk stúlka með tónlistaráhuga: Kaoru Mori, 1-12-8 Nishicori, Otsu city Shiga, 520 Japan. Frá Ástralíu skrifar 22 ára piltur sem vill eignast hér pennavini: Glen K. Richards, 53 Wilson Road, Mount Hutton, N.S.W. 2290, Australia. Fimmtán ára japönsk stúlka með áhuga á blaki: Keiko Nishimura, 233-17 Shimomabuse, Kadoma-shi, Osaka, 571 Japan. NORÐDEKK hetlsóluð radial dekk, íslensk framíetðsía Framleiðandi Gúmmívinnustofan hf, Réttarhálsi 2, R. Við tökum fulla ábyrgð á okkar framleiðslu Umboðsmenn um allt land Reykjavík Gúmmívinnustofan hf, SKIPHOLTI 35. s.31055 & 30360 Gúmmívinnustofan hf, RÉTTARHÁLSI 2. s.84008 & 84009 Höfðadekk hf, TANGARHÖFÐA 15. s.85810 Hjólbarðastöðin sf, SKEIFAN 5. s.33804 Hjólbarðahöllin, FELLSMULA 24. s.81093 Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns, HÁTÚNI 2a. s. 15508 Hjólbarðaverkstæði Jóns Olafssonar, ÆGISSÍÐU. s.23470 Holtadekk sf, BJARKARHOLTL s.66401 Landið Hjólbarðaverkstæði Björns, LYNGÁS 5, RANG. s.99-5960 Kaupfélag Arnesinga, SELFOSSI, s.99-2000 Vélaverkstæði Björns og Kristjáns, REYÐARFIRÐL s.97-4271 Ásbjörn Guðjónsson,STRANDGÖTU 15a, ESKIFIRÐL s.97-6337 Hjólbarðaverkstæði Jónasar, ÍSAFIRÐL s.94-3501 Hjólbarðaþjónustan, HVANNAVÖLLUM 14b, AKUREYRL s.96-22840 Smurstöð Shell - 01is,FJÖLNISGÖTU 4a, AKUREYRL s.96-21325 Bifreiðaverkstæði Ragnars Guðmundssonar, SIGLUFIRÐL s.96-71860 Dagsverk, VALLAVEGL EGILSSTÖÐUM. s 97-1118 Hjólbarðaviðgerðin hf, SUÐURGÖTU 41, AKRANESL s.93-1379 Hjólbarðaþjónustan, DALBRAUT 13, AKRANESL s.93-1777 Bifreiðaþjónustan hf, ÞORLÁKSHÖFN. s.99-3911 Aage V Michelsen, HRAUNBÆ, HVERAGERÐL s.99^1180 Bifreiðaverkstæði Bjarna, AUSTURMÖRK 11, HVERAGERÐL s.99-4535 Aðalstöðin hf, HAFNARGÖTU 86, KEFLAVÍK. s.92-1516 Jteynir sf, HNJÚKABYGGÐ 31, BLÖNDUÓSI, s.95-4400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.