Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1984 39 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ROBERT H. REID Frá bardögum írana og íraka. Ljósm. AP. Arabaríkin forðast árekstra við íran ÞRÁTT fyrir árásir á skip og ótta um að átökin við Persaflóa breiðist út, reyna Arabaríkin við flóann í lengstu lög að forðast árekstra við íran. Utanríkisráðherrar aðildarríkja Arababandalagsins, Saudi-Arabíu, Kuwait, Bahrain, Oman, Qatar og Sameinuðu arabísku furstadæm- anna, tilkynntu að loknum tveggja daga fundi sínum í Taif í síðastl. viku að þeir hefðu komist að samkomulagi um að fara þess á leit við Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að það reyni að binda enda á átökin. Ráðherrarnir fordæmdu á fundi sínum árásir á olíu- skipið Kazima frá Kuwait, en forðuðust að ásaka írani. I yfir- lýsingunni var heldur ekki að finna nein merki þess að arabar hefðu tekið upp hernaðarsam- starf vegna ögrana írana og endurtekin var ósk þeirra um frið við Persaflóa. Arabaríkin hafa reynt að eyða sögusögnum um að þau eigi aðild að átökunum milli fr- ana og fraka. Stjórnvöld í Bahr- ain, Kuwait og Sameinuðu ara- bísku furstadæmunum leyfa nú færri erlendum fréttamönnum en áður að afla frétta í löndum sínum um átökin. Upplýsinga- málaráðherra Bahrain, Tarix A1 Moayyed, gagnrýndi t.a.m. erlenda fréttamenn fyrir að breiða út sögusagnir þess efnis að Bahrain sé aðili að átökun- um. Þrátt fyrir að Saudi-Arabar hafi skotið niður íranska F-4 Phanton-orustuþotu, sem flaug inn í lofthelgi þeirra, hafa þeir forðast að gagnrýna írani harð- lega og hafa frekar gert lítið úr atvikinu en hitt. Yfirvöld í Saudi-Arabíu hafa einnig sam- þykkt að leyfa 150.000 Irönum að koma í pílagrímsför til Mekka í ágúst. Á síðastliðnu ári var um 130.000 írönum leyft að heimsækja Mekka, og er litið á þessa aukningu pílagríma sem vinsamlega ráðstöfun í garð fr- ana. Vestrænir stjórnarerindrekar telja margir hverjir að varkárni araba endurspegli ágreining innan Arababandalagsins gagn- vart íran og fran og sýni einnig það sjónarmið, sem flest ríkj- anna aðhyllast, að víðtækari átök þjóni engum tilgangi. „Arababandalagið er fremur hugsað sem efnahagsbandalag en hernaðarbandalag," sagði einn embættismanna á fundi utanríkisráðherra bandalags- ins, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Hann sagði að fram að þessu hefðu aðildarríki Arababandalagsins haft ákaf- lega litla hernaðarsamvinnu. Þar að auki hafa nokkur ríkj- anna við Persaflóa, sérstaklega Sameinuðu arabísku fursta- dæmin, nána efnahagssam- vinnu við fran. Saudi-Arabía er stærsta ríki Arababandalagsins og hernað- arlega mikilvægast. Saudi- Arabar líta á sig sem vörð helgidóms múhameðstrúar- manna og leiðtoga í heimi þeirra. Þrátt fyrir að Saudi- Arabar hafi sýnt í verki að þeir hyggist verja land sitt, eru þeir tregir til að láta líta þannig á málin að þeir séu að egna aðra múhameðstrúarþjóð til átaka, að því er haft er eftir embættis- mönnum. Saudi-Arabar hafa harðlega mótmælt staðhæfingum írana um að þeir séu í samráði við Bandaríkjamenn að ráðgera að sprengja í loft upp íranskar olíuhreinsunarstöðvar. Yfirvöld í Kuwit óttast út- breiðslu átakanna meira en önnur ríki vegna legu landsins. Yfirvöld í Kuwait hafa harðlega fordæmt írönsk yfirvöld fyrir að draga stríðið á langinn og hafa hafið loftvarnaæfingar til að auka árvekni óbreyttra borg- ara ef til átaka skyldi koma. Einnig hafa yfirvöld í Kuwait farið fram á að fá bandarískar loftvarnaflaugar og íhugað að láta herskyldu í landinu einnig ganga yfir konur. Vestrænn stjórnarerindreki, sem ekki vildi láta nafns síns getið, benti á þessi mismunandi sjónarmið sem ríkja innan Árababandalagsins, og sagði að þessi skortur á samræmdri stefnu gæti orðið Arababanda- laginu dýrkeyptur. Svo virðist sem aðildarríki Arababandalagsins vonist til þess að gagnkvæmt samkomu- lag írana og íraka um að gera ekki loftárásir á íbúðarhverfi sé fyrsta skrefið í átt til víðtæks vopnahlés og hafi þau í þeirri trú farið þess á leit við Örygg- isráðið að það reyndi að miðla málum. Þegar samkomulag þetta gekk í gildi á þriðjudag í síðastliðinni viku litu margir vestrænir fréttaskýrendur og embættismenn Araba á það sem stórt skref í friðarátt. Hins vegar eru ekki allir sem líta þannig á málin. Vestrænn stjórnarerindreki og fréttamað- ur nokkur, sem hefur góð sam- bönd í Teheran, telja óraunsætt að fyllast bjartsýni vegna sam- komulagsins, sem báðir aðilar hafa þó haldið í heiðri. „íranir hafa alltaf gert greinarmun á árásum á óbreytta borgara, sem þeir telja ekki í anda múham- eðstrúarinnar, og stjórn stríðs- rekstrarins," sagði stjórnarer- indrekinn. Báðir lögðu þeir áherslu á að í febrúarmánuði síðastliðnum hefðu íranir smám saman hætt árásum á óbreytta borgara, og skömmu síðar hafið stórsókn gegn írök- um í nánd við Basra. Annr stjórnarerindreki segist telja að ríki Arababandalagsins myndu bregðast skjótt við ef f r- anir réðust á eitt þeirra, en hann bætti því við að ólíkir hagsmunir ríkjanna myndu sennilega valda því að erfitt yrði að samræma aðgerðir. Hann sagði að þetta væru allt saman smáríki og hernaðar- hæfni þeirra takmörkuð. Robert H. Reid er fréttamaður AP-fréttastofunaar. Þessi glæsilegi bátur er til sölu Uppl. í símum 98-2000 og 98-1591. :shannon: : DATASTORI SKJALASKAPAR NÚ EINNIG HIRSLA FYRIR TÖLVUGÖGN Nú eru fáanlegir rekkar fyrir segulspólur/ diska. Segulspóluupphengjur og síöast en ekki síst upphengjur fyrir tölvumöppur. Aö stafla tölvumöppum í hillur er nú ekki lengur nauösyn. Möppunum er einfaldlega rennt í þar til geröar brautir. ■ehh Sem áður er hægt að fá skápana útbúna með fðstum hillum, hillustoöum, útdregnum hillum, upphengjum bæði föstum og útdregnum fyrir skjalapoka, útdregnum spjaldskrárhillum og útdregnu vinnuborði til að leggja á þá hluti sem er unnið við hverju sinni. ALLT Á SÍNUM STAÐ ÖIAÍUR 0I-S1A50W 9. CO. Hf. SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800 ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM EROSTU! MYNDASÖGURNAR Vikuskammtur cifskellihlátri AUGLÝSWGASTOfA KRlSTINAR HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.