Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNl 1984 Hermann Þóris- son — Minning Fæddur 21. janúar 1963 Dáinn 10. júní 1984 Hví var þessi beður búinn, barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hóipin sál með ljóssins öndum. (SB. 1886 - B.Halld.) Það er komið sumar, náttúran skartar sínu fegursta, og nóttin er björt. Þrjú systkin ásamt nokkr- um vinum sínum höfðu farið upp í Borgarfjörð til að eyða þar saman helginni. En skyndilega dregur ský fyrir sólu og okkur finnst sem helkuldi fari um okkur. Við stöndum máttvana og skiljum ekki í augna- blikinu ákvarðanir almættisins. Hvers vegna ungur maður í blóma lífsins er kallaður burt með svo sviplegum hætti. En sumum okkar er ætlað stærra hlutverk en öðr- um. Hermann var fæddur í Siglu- firði 21. janúar 1963 og var þriðji í röðinni af sex börnum þeirra hjóna Jónínu Víglundsdóttur og Þóris Björnssonar, rafvirkja- meistara. Hann ólst upp í stórum og glaðværum systkinahóp undir handleiðslu ástríkra foreldra. Hemmi, eins og hann var ætíð kallaður af fjölskyldu og vinum, var vinmargur og vinsæll í kunn- ingjahópi. Bóngóður og jafnan reiðubúinn að rétta hjálparhönd, bæði fjölskyldu og vinum. Hann hafði nýlega hafið störf við fram- reiðslu, fullur tilhlökkunar og eft- irvæntingar, og hugðist gera það að framtíðarstarfi. Það var venju fremur gaman að koma í heimsókn í Lækjarfit 3, þegar Hemmi var heima. Hann hreif okkur með sér í gáska sínum, glaðværð og lífsgleði. Ekkert heimili þekkjum við hjónin þar sem vinir og kunningj- ar barnanna eru eins velkomnir og hjá þeim Þóri og Nínu, því jafnan er stór hópur ungmenna í kringum þau. Það er vissulega stórt skarð höggvið í þennan hóp við fráfall Hemma. Það er sagt að þeir sem guðirnir elska deyi ungir og Hann sem öllu ræður í lífi voru hér á jörðu skap- ar sérhverjum þau örlög sem ekki verða umflúin, en allt hefur það sinn tilgang. Og trúin á líf eftir þessa jarðvist gefur fyrirheit um endurfundi. Kæru vinir, Nína og Þórir, sorg ykkar er mikil og missirinn stór, en við vitum, að trúin sem þið eig- ið, á eftir að verða ykkur styrkur í harmi. Trúin á Hann sem öllum er æðri og allt græðir að lokum. Hjá ykkur og systkinunum eru eftir dýrmætar og ljúfar minn- ingar um elskulegan son og bróð- ur. Minningar sem aldrei fölna eða verða frá ykkur teknar. Elsku Hemmi, fari í friði. Frið- ur Guðs blessi hann og þökk fyrir allt og allt. Gullý og Héðinn í dag er kvaddur hinstu kveðju Hermann Þórisson sem lést af slysförum 10. júní sl. Það er erfitt að kveðja eins ná- inn vin og hann var mér. Aðeins tuttugu og eins árs var hann tekinn í burtu, maður í blóma lífsins með allt lífið fram- undan. Samband okkar var ekki mjög langt en samt yndislegt. Við átt- um mörg sameiginleg áhugamál, töluðum mikið saman og kynnt- umst hvort öðru mjög fljótt. Það var mjög auðvelt að tala við Hemma, hann var svo opinn. Ég gat sagt honum allt og alltaf var hann reiðubúinn að hlusta ef eitthvað var að. Alltaf leið mér vel er ég kom á heimili hans að Lækjarfit 3. Þar ríkti svo sérstaklega léttur andi yfir öllu. Fjölskylda hans og systkini voru mjög hlýleg og elskuleg strax við fyrstu kynni. Sjaldan hef ég séð eins samrýndan systkinahóp og þau voru. Eg hef aldrei komið inn á heimili þar sem hefur verið tekið eins vel á móti mér og þar, og svo sjálfsagt að ég yrði ein af þeim. Hann skilur eftir sár í hjarta mínu sem seint gróir. Aldrei mun mér líða úr minni þessi hörmulegi atburður er ég var vitni að. Minningu hans sem ástvinar mun ég ætíð varðveita. Guð geymi hann og varðveiti. Foreldrum hans og systkinum votta ég mína dýpstu samúð. Megi Guð vera með þeim og varðveita þau alla tíð. „Það sem við ber, hefir fyrir löngu hlotið nafn sitt, og það er ákveðið, hvað menn eiga að verða og maðurinn getur ekki deilt við þann sem er máttkari. (Bibl. Pred. 6,10.) Edda Sigurbergsdóttir í dag er til moldar borinn vinur okkar Hermann Þórisson. Hann var fæddur á Siglufirði, sonur hjónanna Jónínu Víglundsdóttur og Þóris Björnssonar. Kynni okkar við Hemma eins og hann var kallaður meðal vina hóf- ust á fyrstu árum grunnskóla, eft- ir að hann flutti til Garðabæjar. Það er erfitt að kveðja jafngóð- an og lífsglaðan vin og Hemmi var. Hann var vinamargur og átti gott með að kynnast fólki. Það fyrsta sem við tókum eftir í fari Hemma var hve opinn og hress hann var. Eftir að við kynntumst honum var hann ætíð miðdepill- inn í öllum okkar skemmtunum. Alltaf þegar eitthvað átti að gera var haft samband við Hemma. Þá söfnuðumst við oftast saman á heimili hans og ræddum málin. Á heimili hans er alltaf einstaklega gott að koma vegna þess hve opin, hlýleg og hress foreldrar og systk- ini eru. Foreldrar hans voru ætíð reiðubúin að ræða og hjálpa okkur við að leysa vandamál sem ætíð fylgja unglingsárunum. Við mun- um ætíð vera þeim þakklátir fyrir leiðsögn þeirra. Það er sárt að horfa á eftir Hemma í blóma lífsins, þegar hann var búinn að finna starf sem honum líkaði og var farinn að gera áætlun um framtíðina. Við munum ætíð minnast Hemma sem góðs vinar og félaga. Með vinarhug og virðingu vott- um við foreldrum hans og að- standendum okkar dýpstu samúð. Margur einn í aldurs blóma undi sæll við glaðan hag, brátt þá fregnin heyrðist hljóma: Heill í gær, en nár í dag. — Ó hve undraskjótt yfir skyggt hin dimma nótt. Fyrir dyrum dauðans voða daglega þér ber að skoða. (B.Halld.) Marinó, Gummi, Gilli, Raggi og Þór. Lítið skilur milli lífs og dauða. Á einni örskotsstund ráðast örlög ungs manns, björt framtíð brest- ur. Skammt er milli gleði og sorg- ar. Gáskafull ungmenni bregða á leik í vorbjartri júnínóttinni. Ungur maður mætir örlögum sínum, það dimir í hugum hinna sem lifa, það rifjast upp þjóðsagan um álög á Barnafoss í Hvítá. Lífshlaupið er allt, árin aðeins tuttugu og eitt. Hermann fæddist á Siglufirði 21. janúar 1963, sonur hjónanna Jónínu Víglundsdóttur og Þóris Björnssonar, rafvirkjameistara Lækjarfit 3, Garðabæ, þriðji elst- ur í hópi sex systkina. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum, en þau fluttu frá Siglufirði til Vestmannaeyja haustið 1970, snjóflóð féll á hús þeirra í Siglu- firði og ýtti það undir búferla- flutning fjölskyldunnar. Á Siglufirði átti Hermann sín bernskuár, naut hann þá nálægðar og ástríkis afa síns og ömmu ásamt öðrum barnabörnum þeirra sem nú eru orðin 22. Nærri má geta að oft hefur ver- ið glatt á hjalla og mikið fjör þeg- ar hópurinn hittist á hátíðum og tyllidögum að Hafnargötu 6, þar sem Júlla amma og Björn afi búa. Nú sjá þau á bak sínu fyrsta barnabarni, þeirra söknuður er sár. Við eldgosið í Heimaey yfirgaf fjölskyldan Vestmannaeyjar og settist að í Njarðvík til bráða- birgða. Eg minnist þess að Hermann kom þá norður meðan fjölskyldan kom sér fyrir á nýjum slóðum, dvaldi hann þá hjá okkur og gekk í skóla með sínum fyrri félögum. Lífið hafði þá lagt á hann aðeins tíu ára gamlan að missa tvö heim- ili, annað af völdum snjóflóðs í Siglufirði og hitt af völdum eld- goss í Vestmannaeyjum. Lífið er mælt í árum, oft reynir ungur maður meir á stuttri ævi en maður sem nær hárri elli, fer þetta eftir því hve hratt er lifað. Tíminn er afstætt hugtak. Skammt er milli gleði og sorgar, þeirra systra sem samdægurs heimsóttu þessa stóru fjölskyldu. Það var bjart yfir Siglufirði á hvítasunnudagsmorgni. Júlía Linda dóttir okkar gifti sig og færði til skírnar sitt fyrsta barn. Það ríkti gleði um morgun í Siglu- fjarðarkirkju. I stórri fjölskyldu verðum við að vera viðbúin bæði gleði og sorg- artíðindum sem lífið leggur okkur stöðugt til með sinum fjölbreyti- leik. Um eftirmiðdag fengum við fréttir af þessu hörmulega slysi, lífið tók aðra stefnu, á braut hins óræða, sorgin tók við. Hermann og Júlía voru jafn- gömul, öll eigum við þá von i brjósti að börnum okkar megi farnast sem best í lífinu. Með voninni og með því að treysta trú okkar á Guð komumst við yfir sorgina. Gleðinnar njótum við svo gáska- full þegar hún birtist. Þórir og Nína voru í Svíþjóð þegar þetta hörmulega slys bar að. Þórir varð fimmtugur 18. júní sl. og ætlaði hann að dvelja hjá Ægi bróðir sínum stuttan tíma. Helga systir Nínu fór strax til barnanna sem heima voru og veitti þeim þann styrk sem hún mátti. Sýndi hún í verki mikilvægi samstöðu fjölskyldunnar sem er kjölfestan 1 þjóðfélagi okkar, + Móðir okkar, STEINUNN KRISTJÁNSDÓTTIR, Skólavöröustíg 28, lést í Landakotsspítala 18. júní. Halldór Magnússon, Sigríður Magnúsdóttir, Magnús Magnússon. t Móðir okkar, SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Hólmgaröi 17, Reykjavfk, lést í Borgarspítalanum 18. júni. Guórún Jóna, Hrönn og Díana Árnadætur. + Bróöir okkar, SIGURBERG H. GÍSLASON, Reykholti viö Laulósveg, lóst hvítasunnudag 10. júní. Útförin hefur fariö fram. Helgi Gíslason, Hannes Gíslason, Svava Gisladóttir, Ástdís Gfsladóttir. + Útför JÓNS SNORRA HALLDÓRSSONAR fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. júní kl. 10.30. Þeir sem vildu minnast hans eru beönir aö láta líknarstofnanir njóta þess. Ása Þorsteinsdóttir Kristensen, Halldór J. Jónason, Gyöa Thorsteinsson. studd bjargfastri trú okkar á al- mætti Guðs. Undanfarin ár vann Hermann hjá Osta- og smjörsölunni, fyrir rúmum mánuði undirritaði hann námssamning í framleiðsluiðn hjá Veitingahöllinni í Reykjavík. Hafði hann þá valið sér framtíð- arstarf sem vonir voru bundnar við. Nú, þegar hann er allur, situr eftir sár söknuður ættingja og vina, sárastur foreldrum og systk- inum. Við Auður og börn okkar send- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur með von um að eins og hvítasunnusálmarnir hljómuðu í Siglufjarðarkirkju megi þeir veita ykkur styrk í sorg ykkar við útför Hermanns í dag frá Garðakirkju. Blessuð veri minning um góðan dreng. Sverrir Sveinsson „Ó, Jesús bróðir besti og bama vinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína.“ í dag er til moldar borinn frá Garðakirkju Hermann Þórisson, Lækjarfit 3 í Garðabæ, en hann lést af slysförum 10. júní sl. Hermann fæddist í Siglufirði 21. janúar 1963. Foreldrar hans eru Jónina Víglundsdóttir og Þór- ir Björnsson, rafvirkjameistari, og var hann þriðji elstur sex mann- vænlegra barna þeirra hjóna. í Siglufirði sleit hann barns- skónum, en flutti með foreldrum sínum til Vestmannaeyja árið 1970, sem síðan urðu að yfirgefa Eyjarnar 1973, þegar eldgosið biaust út. Settust þau fyrst að í Njarðvíkum, en fluttu síðan í Garðabæ, þar sem þau nú búa og eiga myndarlegt heimili. Á einu augnabliki er líf ungs drengs hrifsað úr faðmi fjölskyldu og vina. Eftir er tregi og sár sökn- uður, en þegar sorgin hefur búið um sig í brjóstum ættingja og vina streyma fram minningar, minn- ingar um heilsteyptan og góðan dreng, sem aldrei mátti neitt aumt sjá, og vildi ávallt gera gott úr öllu. f þungbærum söknuði rifjast upp minningar, en í þeim eru verð- mæti sem ekki fara úr huga manns. Hemmi, eins og hann var ávallt kallaður í fjölskyldunni, var hvers manns hugljúfi, hafði létta lund, og var ávallt hrókur alls fagnaðar. Vestmannaeyjar voru honum ávallt kærar, og hingað kom hann margar ferðir. Þegar við kveðjum Hermann, þá söknum við þess að hafa ekki lengur þennan glaða og góða dreng meðal okkar, en um leið erum við þakklát fyrir að hafa fengið að njóta samvista við hann. Að grunnskólagöngu lokinni fór hann út á vinnumarkaðinn og vann alla almenna vinnu, lengst hjá Osta- og smjörsölunni, en á sl. vori hóf hann nám í framreiðslu í Veitingahöllinni í Reykjavík. Hann var eftirsóttur til starfa fyrir trúmennsku og prúða fram- komu. Hann var foreldrum sínum og systkinum góður og hjálpsamur, og sem dæmi um það, borgaði hann ávallt til heimilisins eftir að hann fór að vinna, og síðasta verk hans í þessu jarðneska lífi var að hjálpa föður sínum við að mála hús fjölskyldunnar að Lækjarfit 3. Hann kvaddi þetta líf í blóma lífsins, með bjartar vonir í brjósti. Á vængjum morgunroðans sveif sál hans að fótskör þess almættis, sem við biðjum til á erfiðum tím- um, og þar munu liljur vallarins lýsa honum leið að lindum lífsins, þar sem allir hittast að jarðlífi loknu. Að endingu vil ég og fjölskylda mín þakka honum fyrir það, sem hann var okkur og óska honum blessunar á nýjum leiðum. For- eldrum, systkinum og öllum ætt- ingjum og vinum vottum við okkar dýpstu samúð, og biðjum algóðan Guð að styðja þau og styrkja í þeirra mikiu sorg. Stefán Rnnólfaaon og fjölakylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.