Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.06.1984, Blaðsíða 3
_________________________MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1984___3 122 millj. tjón af elds- voðum á landinu í fyrra Flugvélinni hlekktist á er hún kom inn til lendingar á Bfldudal og hér sést hvar hún stóó á flugbrautinni síðdegis í gær. Óljóst hve skemmd vélin er TJÖN af völdum eldsvoða á íslandi á síðasta ári nam 122 milljónum króna eða um 0,24% af vergri þjóð- arframleiðslu. Er þetta meira en helmingi hærra hlutfall en árið 1981 þegar það var 0,11%. Sé meðaltal * tekið af árunum 1981—1983 er beint tjón af völdum bruna 0,16%af vergri þjóðarframleiðslu. Til samanburðar má nefna, að sambærilegt tjón í Noregi á árunum 1979—80 var 0,37 % og 0,36% í Danmörku. Kemur þetta m.a. fram í gögnum, sem lögð voru fram á námstefnu um eldvarna- eftirlit, sem hófst á Hótel Loftleið- um í gær og lýkur á morgun. 1 gögnunum kemur einnig fram, að kostnaður vegna brunamála hérlendis sé líkast til um 0,8% af vergri þjóðarframleiðslu. Er það Aðeins að lifna yfir rækjuveiði „Þetta gengur svona upp og ofan. Það hefur verið voðalega dauft yfir rækjuveiðinni þangað til núna ný- lega,“ sagði Pétur Sigurðsson á Bjarna Benediktssyni er blaðamað- ur Morgunblaðsins hafði tal af hon- um á rækjumiðunum fyrir norðan land Pétur sagði að þetta hefðu verið svona 2—3 tonn, en nú 3—4 í hali. Hann sagði að lengsta útivist þeirra hefði verið 6 dagar, ef lengur væri verið að færu gæðin að minnka. Þeir eru tólf á og Pét- ur sagði að þetta gerði svona sæmilegt, það væri orðið svo lé- legt að vera til sjós almennt. „Það má segja að þetta sé þolanlegt, en það er sjálfsagt ekkert mikið betra tímakaup en í unglinga- vinnunni." Tékkheftum stolið úr prentsmiðju FJÓRUM tékkheftum var stolið úr heftastafla í prentsraiðju í Reykjavík í fyrrinótt. Er óttast, að ávísanir úr þeim séu þegar komnar í umferð. Ínnbrotið og þjófnaðurinn uppgötv- aðist þegar menn komu til vinnu í prentsmiðjunni í gærmorgun. Var talið Ijóst í gærkvöld, að ekki hefði horfið neitt annað en tékkheftin fjögur. Rannsóknarlögreglan vildi vegna þessa brýna fyrir fólki að sýna undantekningarlaust per- sónuskilríki í tékkaviðskiptum, svo koma megi í veg fyrir að þjófnum eða þjófunum takist að gera sér mat úr ránsfengnum. Virkjanadeilan: Þokast í áttina SAMNINGAFUNDI um heildar- kjarasamning við virkjanir hér á landi lauk hjá ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum í gær og hefur nýr fundur verið boðaður fyrir hádegi á morgun. Páll Ólafsson, verkfræðingur, sem er fyrir samningagerðinni fyrir hönd Landsvirkjunar, sagði að viðsemjendur þeirra hefðu óskað eftir hléi til að skoða ákveð- in atriði betur. Hann sagði að þok- að hefði hægt í áttina í gær. Fyrst og fremst hefðu verið ræddir kauptaxtar iðnaðarmanna og bæri talsvert mikið í millum þar ennþá. heldur lægra en meðaltalið, sem gefið er upp hjá World Fire Stat- istics Centre. Þar er kostnaðurinn um 1% af vergri þjóðarfram- leiðslu. Inn í þennan kostnað flétt- ast m.a. beint og óbeint brunatjón, slökkvistarf, rekstur brunavarna, byggingavarnir og rannsóknir, þjálfun og upplýsingastarfsemi. Dauðsföll í eldsvoðum á íslandi eru fá á undanförnum árum. Fjór- ir létust af völdum bruna árið 1981 hér á landi, 2 árið 1982 og 5 í fyrra, þar af 3 skipverjar bátsins Gunn- jóns. Meðaltal dauðsfalla í bruna þessi 3 ár er 1,57 á hverja 100.000 íbúa. Er það nokkurn veginn í meðallagi miðað við upplýsingar frá WFSC, sem miðaðar eru við árin 1979—80. Dauðsföll eru fæst í Sviss og Austurríki, 0,64 á hverja 100.000 íbúa en flest í Bandaríkj- unum, 3,64. Finnland og Ungverja- land koma næst með 2,64. í GÆRDAG fór flugvirki á vegum Flugfélags Noröurlands vestur á Bíldu- dal til að kanna þær skemmdir sem urðu á flugvélinni sem hlekktist þar á mánudagsmorgun. Friðrik Adolfsson, afgreiðslumað- ur hjá Flugfélagi Norðurlands, sagði í stuttu samtali við blm. Morgun- blaðsins að ekki væri enn ljóst hversu skemmdirnar á flugvélinni væru miklar og allar ákvarðanir um afdrif hennar yrðu teknar af trygg- ingafélaginu þegar ástand vélarinn- ar væri fullkannað. Ný sending komin til afgreiðslu strax Reynsluaktu Suzuki Swift hjá okkur Það eru bestu meðmælin. Hann hefur það allt rúmgóður, kraftmikili, ótrúlega sparneytinn (4.2 1/100 km), ríkulega útbúinn á mjög góðu verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.