Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1984
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö.
Afnám
tekjuskatts
Ikjölfar þess langa tíma-
bils vinstri stjórna, sem
við höfum búið við í einn og
hálfan áratug með stuttum
hléum, hafa menn haft
vaxandi áhyggjur af því, að
efnamunur hafi aukizt
mjög í landinu og bilið
breikki milli þeirra, sem
hafa mikið, og hinna, sem
hafa úr minna að spila.
Hvarvetna í landi okkar má
sjá þess merki, að stórir
hópar þjóðfélagsþegna hafi
mikil fjárráð en aðrir lítil.
Auðvitað verður það alltaf
svo, að efnahagslegt jafn-
ræði verður ekki á milli
fólks, en í fámennu samfé-
lagi eins og hér á íslandi
getur of mikill efnamunur
leitt til misklíðar og ill-
deilna, sem samfélagið þol-
ir ekki.
Margar ástæður valda
þessum efnamun, en vafa-
laust er ein sú, að það hefur
færzt í vöxt, að fólk telji
tekjur sínar ekki allar fram
til skatts. Fyrir tíma Við-
reisnarinnar voru skattsvik
algeng og þóttu nánast
sjálfsögð. Viðreisnarstjórn-
in tók upp sanngjarnt
skattakerfi, sem hafði það í
för með sér, að skattsvik
hurfu að verulegu leyti. Nú
er afar erfitt að meta það,
hvað skattsvik tíðkast í rík-
um mæli, en margt bendir
til þess, að þau hafi færzt í
vöxt á ný á undanförnum
árum.
Fólk furðar sig á þeim
styrk, sem efnahagskerfi
okkar virðist búa yfir þrátt
fyrir mikinn samdrátt í
sjávarafla. Er hugsanlegt,
að hann byggist á því, að
hér þrífist blómlegt neð-
anjarðarhagkerfi, sem
hvergi kemur fram í
skýrslum og tölum hins
opinbera, en heldur at-
vinnulífinu gangandi þrátt
fyrir samdráttinn við sjáv-
arsíðuna? Ef þessu er svo
farið er auðvitað alveg
ljóst, að þeir landsmenn,
sem eru í þeirri aðstöðu að
greiða skatta af öllum tekj-
um sínum, eru að borga
skattana fyrir þá, sem hafa
möguleika á því að telja
ekki allar tekjur sínar fram
til skatts. Vafalaust munu
margir segja sem svo, að sé
neðanjarðarhagkerfið svo
blómlegt, sé full ástæða til
að herða eltingarleikinn við
skattsvikarana. Fengin
reynsla öldum saman í fjöl-
mörgum löndum sýnir hins
vegar, að það er ekki auð-
veldur leikur. Bezta skatta-
eftirlitið er það, að setja
sanngjörn skattalög, sem
fólk er tilbúið til að virða.
Hér á landi hafa skattar
verið hækkaðir alltof mikið
á undanförnum árum. Það
er óréttlátt í hæsta máta,
að einungis hluti þjóðar-
innar greiði tekjuskatt.
Líklega er skynsamlegasta
leiðin sú að afnema allan
tekjuskatt á einstaklinga,
jafnvel þótt það þýddi
aukna óbeina skatta, sölu-
skatt eða virðisaukaskatt.
Til frambúðar sætta skatt-
greiðendur sigekki við það,
að þjóðin skiptist í tvo
hópa: þá sem borga skatta
og hina, sem komast hjá
því.
Sala
ríkiseigna
Ríkissjóður á í erfiðleik-
um. Fjármálaráðherra
hefur markað þá stefnu, að
selja skuli ríkisfyrirtæki.
Þeirri stefnu hefur ekki
verið hrundið í framkvæmd
nema að takmörkuðu leyti.
Það er nauðsynlegt að
fylgja þessari stefnu fjár-
málaráðherra fast eftir og
selja eignir ríkisins til þess
að létta undir með ríkis-
sjóði, sem á við veruleg
fjárhagsvandræði að
stríða.
Aðild ríkisins að nýjum
hlutafélögum, sem verið er
að mynda um nýjan at-
vinnurekstur, gengur þvert
á þessa stefnu. Það er rangt
að leggja fé skattgreiðenda
í ný fyrirtæki á meðan leit-
azt er við að selja önnur.
Það er líka rangt af þeim
sem hafa hug á að stofna til
atvinnurekstrar að leita til
ríkisins um fjármagn og
aðra aðstoð. Það verður
engum til góðs þegar til
lengri tíma er litið.
„Við höfum vanmet-
ið styrk Atlantshafs-
bandalagsins“
— segir Carrington lávarður, frkvstj. NATO, í viðtali við Morgunblaðið
„Ég held ekki að neinn
vilji halda því fram, að sam-
skipti austurs og vesturs séu
í góðu formi um þessar
mundir. En við skulum gæta
þess að draga ekki upp ýkta
mynd af ástandinu; það leik-
ur enginn vafí á því að hvorki
aðildarríki Atlantshafs-
bandalagsins né Varsjár-
bandalagsins vilja stríð. Slík-
ar hörmungar vill enginn
leiða yfír sig,“ sagði Carr-
ington lávarður, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafs-
bandalagsins, í viðtali við
Morgunblaðið í gær.
Carrington lávarður er hér
staddur í opinberri heimsókn í til-
efni af því að hann er nýtekinn við
starfi framkvæmdastjóra banda-
lagsins. Hann hefur þegar sótt
heim þrettán af sextán aðildar-
ríkjum Atlantshafsbandalagsins
og næsti viðkomustaður hans er
Grikkland. Hann fer af landi brott
síðdegis.
Carrington, sem er 65 ára að
aldri, er fyrrum utanríkisráðherra
í ríkisstjórn Margrétar Thatchers
á Bretlandi. Hann heitir fullu
nafni Peter Alexander Rupert
Carrington og aðalstitilinn erfði
hann þegar faðir hans féll frá árið
1938. Á stríðsárunum var hann
majór í handsprengjusveit breska
hersins og var sæmdur herkross-
inum fyrir framgöngu sína.
Menntun sína hlaut Carrington í
Eton og Sandhurst-herskólanum.
I stríðslok hóf hann þátttöku i
stjórnmálum og þegar íhaldsmenn
komust til valda árið 1951 varð
hann, þá 32 ára að aldri, aðstoð-
arráðherra landbúnaðar- og fiski-
mála í ríkisstjórninni. Carrington
varð varnarmálaráðherra Bret-
lands árið 1971 og um svipað leyti
var hann kjörinn formaður
íhaldsflokksins. Hann sagði af sér
embætti utanríkisráðherra í ráðu-
neyti Thatchers í framhaldi af
innrás Argentínumanna á Falk-
landseyjar árið 1982 og dró sig þá
um skeið út úr opinberu lífi. Sagt
er að hann hafi haft mikinn áhuga
á því, að láta að sér kveða á ný á
opinberum vettvangi, og þegar
staða framkvæmdastjóra Atlants-
hafsbandalagsins losnaði hvöttu
margir áhrifamenn hann til að
gefa kost á sér. I þeim hópi var
Margrét Thatcher, sem talið er að
hafi beitt sér mjög fyrir því að
hann hlyti stöðuna. Bandaríkja-
menn studdu hann einnig eindreg-
ið. Sjálfur lét Carrington ekkert
uppi um áhuga sinn i þessu efni,
en margir litu svo á að fyrirlestur,
sem hann flutti á vegum Alþjóða-
hermálastofnunarinnar í Lundún-
um (IISS) í apríl á síðasta ári, hafi
verið eins konar stefnuyfirlýsing
hans um málefni bandalagsins og
samsinni við óskum um að hann
tæki að sér embætti fram-
kvæmdastjóra þess.
Carrington tekur við starfi á
tímum erfiðra samskipta austurs
og vesturs og nokkurrar óeiningar
í Atlantshafsbandalaginu. Búist
er við því að hann verði fremur
sáttfús f orðum gagnvart komm-
únistarikjunum. Hann hefur lengi
verið þeirrar skoðunar, að nauð-
synlegt sé að vera fastur fyrir
gagnvart Sovétmönnum, en spara
hins vegar stóru orðin. í fyrir-
lestri sínum hjá Alþjóðahermála-
stofnuninni gagnrýndi hann þá
vestræna ráðamenn, sem kjósa að
skiptast á orðum við Sovétmenn
„með gjallarhornum", eins og
hann orðaði það. Kvað hann það
ekki vænlegt til árangurs og nauð-
syn bæri til að reyna að finna nýj-
ar leiðir í samskiptum við þá.
Blaðamaður Morgunblaðsins
spurði Carrington um ástæður
fyrir því að sambúð ríkjanna í
austri og vestri væri jafn slæm nú
og raun ber vitni. „Fyrir því eru
margvíslegar ástæður," sagði
hann. „Að drjúgum hluta stafar
það af þvi að sá trúnaður, sem áð-
ur var fyrir hendi milli ráða-
manna í austri og vestri, hefur
beðið hnekki og er ekki lengur til
staðar. I því sambandi vil ég fyrst
minna á innrás Sovétríkjanna í
Afganistan 1979. Sú íhlutun var
brot á mörgum alþjóðlegum samn-
ingum, sem Sovétmenn höfðu
skrifað undir, og hún var Vestur-
landabúum mikið áfall. Menn
veltu því eðlilega fyrir sér hvort
unnt væri að halda áfram viðræð-
um við þá um afvopnun og bætta
sambúð þegar framferði þeirra
væri með þessum hætti. í annan
stað vil ég nefna atburðina í Pól-
landi, sem leiddu til þess að um
hríð var mjög lítið um fundi
stjórnmálaleiðtoga og háttsettra
embættismanna úr ríkjum Atl-
antshafsbandalagsins og Var-
sjárbandalagsins. Loks er að
nefna ákvörðun Sovétmanna að
Aukið sjálfræði viðskipta-
banka til vaxtaákvarðana
— segir Þorsteinn
Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins
„ÞAÐ sem blasir vid núna er fyrst
og fremst þrennt: Jafnvægisleysi á
peningamarkaði, vandi sjávarútvegs
og ástand á vinnumarkaðinum,"
sagði Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, þegar blaða-
maður Morgunblaðsins hitti hann að
máli eftir sameiginlegan fund þing-
flokks og miðstjórnar á Laugarvatni
síðastliðinn fimmtudag og innti
hann eftir áliti hans á efnahags-
ástandinu.
„Útlán eru miklu hærri en inn-
lán og sparnaður leyfa, þetta veld-
ur verulegri spennu og uppsveiflu
i verslun og viðskiptum og á
vinnumarkaði. Orsökin er auðvit-
að sú að við höfum tekið of mikið
af erlendum lánum i neyslu og
eyðslu. Það þarf að gera ráðstaf-
anir til að ná jafnvægi á þessu
sviði mjög skjótt.“
Það er augljóst að aukinn sjálfs-
ákvörðunarréttur viðskiptabank-
anna til vaxtaákvarðana, hlýtur
að verða einn af þeim þáttum sem
á verður tekið. Samruni i banka-
kerfinu og minni afskipti ríkis-
valdsins er einnig þýðingarmikið
markmið.
Annar þátturinn lýtur að þeim
mikla vanda sem við stöndum
frammi fyrir í sjávarútvegi og á
rætur að rekja fyrst og fremst til
þess að afli hefur dregist mjög
saman. Þá er fiskiskipastóllinn of
stór. Okkur hefur ekki tekist í því
gengisfellingarþjóðfélagi, sem við
lifðum í, að ná aðhaldi að atvinnu-
rekstrinum, sem nauðsynlegur er
til að auka framleiðni. Verkefnið
framundan er að taka á þessu
viðfangsefni og vandamáli innan
marka þeirrar efnahagsstefnu
sem við erum að vinna eftir, án
þess að gefa eftir í viðleitni okkar
að viðhalda jafnvægi.
— Kemur þá til greina að fella
gengið um allt að 5% ?
„Við höfum unnið eftir ákveðnu
gengissvigrúmi og ég tel nauðsyn-
legt að marka efnahagsstefnu á
næsta ári með samskonar hætti.
Það verður að leysa vandamálin
innan þess ramma.
— Mun ríkisstjórnin gera
ráðstafanir sem auðvelda útgerð-
armönnum að leggja skipum í
lengri eða skemmri tíma?
„Eg hef sagt það áður að efna-
hagskerfið þolir ekki að halda úti
öllum þeim flota, sem við eigum í
dag til þess að veiða jafnlítið af
fiski og raun ber vitni. En við höf-
um ekki tekið neinar endanlegar
ákvarðanir um aðgerðir. Það er
verið að vinna að tilllögum í þessu
efni.
Þriðja atriðið er, eins og ég hef
áður sagt, vandamál á vinnumark-
aðinum, í kjölfar þess að verka-
lýðsfélög hyggjast, mörg hver
a.m.k., segja upp kjarasamning-
um. Það er okkar mat að kaup-
máttur ráðstöfunartekna í heild
hafi haldist óbreyttur, þess vegna
var ekki tilefni til að rjúfa það
samkomulag, sem gert var í vetur
og ætlað var að standa fram á
næsta ár. Almennt er kaupmátt-
arstig hátt í þjóðfélaginu, það sýn-
ir neyslan, svona mikil neysla er
ekki á vegum fárra er hafa mikil
efni. En auðvitað þarf að huga
núna, eins og áður, að vanda
þeirra sem verst eru settir og
skoða sérstaklega hvernig kaup-
máttur þess fólks hefur breyst —
ákvörðun um það hefur þegar ver-
ið tekin. Ríkisstjórnin tók með
sérstökum aðgerðum í skatta- og
tryggingarmálum á þessum vanda
þegar í upphafi og aftur í tengsl-
um við kjarasamningana, þar sem
við urðum við óskum ASÍ um að-
gerðir fyrir þetta fólk, að fullu og
öllu. Það er skylda ríkisstjórnar-
innar að gæta hagsmuna þeirra er
lökust hafa kjörin og eru ekki
lengur á hagsmunasviði launþega-
samtakanna."
— En hvaða önnur áhrif hafa
uppsagnir kjarasamninga?
„Auðvitað hefur það áhrif, en
atvinnurekendur og launþegar
vita innan hvaða marka þeir geta
samið og þeir vita að það stendur
ekki til að kvika frá þeim mark-
miðum sem rikisstjórnin hefur
sett sér og heitið að vinna að í
þágu fólksins í landinu. Ég hef
fulla trú á að þeir endurnýi samn-
inga í þvi ljósi.
Við erum staðráðnir i að hvika
ekki frá þeim markmiðum er sett
hafa verið, að búa hér til þjóðfélag
með efnahagslegu jafnvægi og að
skjóta stoðum undir nýsköpun í is-