Morgunblaðið - 21.07.1984, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1984
27
Góð undirstöðumenntun
forsenda tæknivæðingar
— segir í áfangaskýrslu starfshóps um nýja tækni
Ljósm. Mbl./Friðþjófur.
Ingvar Ásmundsson, skólastjóri og Alexander Stefánsson, félagsmálaráó-
herra, kynna álitsgerð starfshóps, sem kannar áhrif tölvuvædingar á íslenskt
atvinnulíf.
STJÓRNVÖLD allflestra vestrænna
ríkja hafa undanfarin ár skipað
starfshópa til að kanna áhrif þeirrar
umbyltingar á vinnumarkaði, sem
rafeindatæknin hefur í för með sér.
Með þingsályktunartillögu, sem
samþykkt var af Alþingi árið 1982,
var ríkisstjórninni falið að skipa
nefnd, sem gera skyldi athugun á
stöðu og þróun í upplýsinga- og
tölvumálum.
í kjölfar þessa kannaði Alex-
ander Stefánsson, félagsmála-
ráðherra, undirtektir helstu sam-
taka launþega og atvinnurekenda
og var í framhaldi af því skipaður
starfshópur, sem kanna skyldi
hugsanleg áhrif tölvuvæðingar og
sjálfvirkni á íslenskt atvinnulif.
Hópurinn skipti viðfangsefni sínu
í þrjá þætti, a) öflun gagna, b)
könnun á áhrifum nýrrar tækni á
íslenskan vinnumarkað, ásamt út-
tekt á helstu atvinnugreinum og c)
tillögur um stofnun og viðgang
nýrra atvinnugreina. Er nú komin
stutt álitsgerð frá hópnum, þar
sem hann lýsir helstu viðhorfum
sinum.
Ingvar Ásmundsson, skóla-
stjóri, formaður hópsins, lýsti yfir
ánægju sinni með að bæði full-
trúar launþega og atvinnurekenda
ættu sæti í nefndinni, þvi raunin
hefði oft verið sú erlendis, að þess-
ir hópar elduðu grátt silfur saman
er rætt væri um tölvuvæðingu og
tækniþróun. Þar kæmi helst til
ótti launþega við atvinnuleysi, ef
tæknivæðing væri ör. Ingvar kvað
það heillavænlegast fyrir báða að-
ila, að þeir væru samtaka i að
mæta þróuninni.
í álitsgerð starfshópsins kemur
m.a. fram að mikil nauðsyn er að
efla tækniþróun, ef íslendingar
ætla að bæta samkeppnishæfni
sína og lífskjör. Tækniþróun kann
að valda timabundnum örðugleik-
um á vinnumarkaði, en að áliti
hópsins eru þeir óverulegir í sam-
anburði við þann vanda, sem
kyrrstaða leiðir af sér. Hópurinn
álftur aðstöðu íslendinga til að
nýta sér nýja tækni að ýmsu leyti
ákjósanlega og nefnir nokkur at-
riði þvf til stuðnings. Atvinnuleysi
sé óverulegt hér og hjöðnun verð-
bólgu skapi ný tækifæri til að
bæta stjórnun og auka arðbæra
fjárfestingu. Auk þess sé menntun
Islendinga almennt góð. Sérstaka
áherslu leggur hópurinn á að kon-
ur séu hvattar til að haga mennt-
un sinni svo, að atvinnuþátttaka
þeirra verði fjölþættari og vekur
athygli á því forskoti, sem karl-
menn fá á vinnumarkaði við tíma-
bundið brotthvarf kvenna vegna
meðgöngu og barnauppeldis. Lagt
er til að þessu vandamáli verði
mætt með því að tryggja örugga
uppeldisaðstöðu barna og jafna
þátttöku foreldra i því starfi.
Breiða og sterka undirstöðu-
menntun, sem lagar sig að breytt-
um aðstæðum á vinnumarkaði,
telur hópurinn forsendu allrar
framþróunar.
Kvikmyndasýning
í Menningarstofn-
un Bandaríkjanna
ÝMSAR nýlegar frétta- og fræðslu-
myndir frá Bandaríkjunum verða
sýndar í Menningarstofnun Banda-
ríkjanna að Neshaga 16, Reykjavík,
í dag, laugardag, kl. 16—18.
í tilkynningu frá stofnuninni
segir að meðal annars sé ein
myndanna frá Kfnaför Ronald
Reagan í aprfl siðastliðnum og
ennfremur verði sýndar margar
stuttar myndir. Aðgangur að
kvikmyndasýningunni er öllum
frjáls.
Alexander Stefánsson, félags-
málaráðherra, kvaðst mjög
ánægður með álitsgerð starfs-
hópsins og sagði að hann myndi
starfa áfram og m.a. koma með
tillögur um nýjar atvinnugreinar,
eins og áður er sagt. Hann kvað
reynt að hraða störfum hópsins,
en þau tækju að vonum mikinn
tíma, enda verkefnið viðamikið.
Ráðherrann sagði mikilvægt, að
allir skildu þýðingu þess að taka
við nýrri tækni, sem nú ryddi sér
til rúms.
Starfshópinn skipa þeir Ingvar
KVÖRTUNARNEFND ferðaskrif-
stofa og Neytendasamtakanna, sem
stofnuð var í vetur með samningi
Félags íslenskra ferðaskrifstofa og
Neytendasamtakanna, hefur nú ver-
ið skipuð og hélt hún sinn fyrsta
fund 11. júlí síðastliðinn. Nefndina
skipa Ólafur Ólafsson, formaður,
fyrir hönd samgönguráðuneytisins,
Ingólfur Hjartarson frá Félagi ís-
lenskra ferðaskrifstofa (FÍF) og Jón
Magnússon skipaður af Neytenda-
samtökunum.
Nefndinni er ætlað að skera úr
ágreiningsmálum milli félags-
manna Neytendasamtakanna og
ferðaskrifstofa sem aðild eiga að
FÍF.
Til þess að mál verði tekin fyrir
þarf skrifleg kvörtun að hafa bor-
Guðbrandsbiblía
með eigináritun hans
meðal sýningargripa
BIBLÍUSÝNING sú, sem haldin var
á Selfossi fyrir skömmu til minn-
ingar um 400 ára afmælisútgáfu
Guðbrandsbiblíu, verður til sýnis í
Skálholtskirkju á Skálholtshátíðinni
á morgun, sunnudag.
I fréttatilkynningu sem Mbl.
hefur borist frá Skálholti segir að
sýning þessi sé að því leyti sérstök
að á henni séu allar þær biblíur
Ásmundsson, sem er formaður
hans, Haukur Helgason, skóla-
stjóri, og Hilmar Jónasson, for-
maður verkalýðsfélagsins Rang-
æings, tilnefndir af launþega-
samtökum, Þorsteinn Geirsson,
skrifstofustjóri, og Þórarinn V.
Þórarinsson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri VSÍ, eftir tilnefn-
ingu samtaka atvinnurekenda, en
Þórarinn var skipaður í hópinn í
mars sl. í stað Magnúsar Gúst-
afssonar, forstjóra, sem réðst til
starfa erlendis.
ist skrifstofu samtakanna innan
mánaðar frá lokum ferðar og
reynir skrifstofan að leita sátta
milli aðila. Náist þær ekki getur
kærandi óskað úrskurðar nefndar-
innar gegn því að greiða 500 króna
kvörtunargjald. Að öllu jöfnu skal
nefndin úrskurða í málinu innan
30 daga frá því að það berst henni
í hendur. Ef aðilar una ekki úr-
skurði nefndarinnar, geta félags-
menn Neytendasamtakanna í öll-
um tilfellum skotið málinu til
dómstóla. Jafnframt geta ferða-
skrifstofur tilkynnt nefndinni og
viðkomandi aðila að bætur verði
ekki greiddar nema að undan-
gengnum dómi, ef úrskurðurinn
hefur í för með sér verulega fjár-
hagsleg útgjöld eða fordæmisgildi.
(Úr fréttatilkynningu.)
sem út hafa komið á íslenskri
tungu, þær séu eign aðeins tveggja
klerka, séra Sigurðar Pálssonar
vígslubiskups og séra Eiriks J.
Eiríkssonar fyrrverandi prófasts.
Á sýningunni verður ennfremur
til sýnis Guðbrandsbiblía með eig-
ináritun hans.
Steingrímur Jónsson, bókavörð-
ur á Selfossi, sér um framkvæmd
sýningarinnar, en hann átti frum-
kvæðið að henni.
Á hátíðinni heldur séra Jónas
Gíslason dósent ræðu, sem fjallar
sérstaklega um Odd Gottskálks-
son og þýðingu hans á Nýja testa-
mentinu.
Kvörtunarnefnd ferða-
skrifstofa og Neytenda-
samtakanna tekin til starfa
Skálholtshátíð í
Skálholtskirkju
OG EFNISMEIRA BLAÐ!
FRÉTTASKÝRING UM
STÖÐU SJÁVARÚTVEGS
VERÐUM AÐ DRAGA ÚR
KOSTNAÐI VIÐ ÖFLUN
HRÁEFNIS
Rætt viö Brynjólf Bjarnason, forstjóra,
um breytingar á rekstri BÚR.
BURGES VELUR
SÉR BÆKUR
40 ÁR SÍÐAN HITLER
VAR SÝNT BANATILRÆÐI
„EYDDI OF LÖNGUM TÍMA í
LEIT AÐ SANNLEIKANUM“
— Um Lillian Hellman sem nú er
nýlátin og var einn þekktasti
leikritahöfundur Bandaríkjanna.
ÓPERUHÚS EVRÓPU
UPP GÆTI KOMIÐ
FLÓKIN STAÐA
— Um kosningarnar í (srael
sem eru á mánudag.
VIÐEY
GO
— í þættinum SPIL & TÖFL er fjallað
um eitt elsta og vandaöasta spil jarðar.
VERÖLD
FAÐIR OG FJÓRIR SYNIR
FÉLLU í SÖMU STYRJÖLD
BJÓ Á FLOTASTÖÐ BANDA-
RÍKJAMANNA Á KÚBU
RÖSTIN
ER SANNLEIKURINN
SAGNA BESTUR?
ÚTIGRILL
— Um það er fjallað í þættinum
Matur og matgerð.
GÖNGUSTAFIR
UPPGJÖR QUISLINGS
INDIANA JONES OG
MUSTERI REFSIDÓMSINS
ÚR HEIMI KVIKMYNDANNA
Sunnudagurinn byrjar á síðum Moggans