Morgunblaðið - 27.10.1984, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1984
fiöaigMináD
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Óskar Árnason á Akureyri,
upprunninn á Dalvík, minnti
mig á dögunum á orðiö gangna-
rúss. Mér er þetta orð tamt.
Þegar við börnin fengum sæl-
gæti til þess að hafa með
okkur á skilarétt eða njóta um
göngurnar heima, þá hét það
þessu merkilega nafni. Ég er
ekki viss um, að sælgæti hafi
verið nefnt rúss í öðrum sam-
böndum, né heldur er mér
kunnugt um hvort þetta sé
sérsvarfdælskt fyrirbrigði. Ég
bið lesendur að fræða mig um
þetta. Orðabók Háskólans hef-
ur ekkert dæmi.
En hvernig stendur á því að
fyrrnefnt sælgæti skuli kallað
rúss? Það er mikill siður ís-
lendinga að hressa sig á víni í
göngum og réttum. Um slíkt
athæfi var stundum notuð
danska tökusögnin að rússa.
Drykkjuskap og það, sem hon-
um fylgdi, mátti kalla rúss, sjá
Blöndalsorðabók. Hins vegar
hefur Orðabók Háskólans að-
eins tvö (austfirsk) dæmi um
rúss, og i báðum dæmunum
þýðir orðið óþarfa ferðalag eða
flæking.
Lítum þá einnig í stóru
dönsku orðabókina til frekari
glöggvunar. Þar segir að sögn-
in at ruse merki m.a. að drekka
áfengi, vera drukkinn (berus-
et). I því sambandi er vitnað i
gamla sænsku rusa og í is-
lensku rússa i sömu merkingu.
Ætli við ályktum þá ekki sem
svo, að gangnadrykkur fullorð-
inna manna á íslandi hafi
stundum verið kallaður
gangnarúss?
Ekki þykir við eiga að nesta
börn með víni, en þess í stað
kom ýmislegt sælgæti sem við
þeirra hæfi hefur talist. Það
var þeirra gangnarúss.
f Orðabók Menningarsjóðs
hefur nafnorðið rúss ekki verið
tekið upp, en sögnin að rússa
hafa þessar merkingar:
drekka, drabba, slarka; renna,
runsa; rússa fram og aftur; þeyt-
ast, flækjast, t.d. í bíl. Verður
nú ekki meira rússað i þessum
þætti.
★
Orðtakið að böggull fylgi
skammrifi merkir að „galli sé á
gjöf Njarðar", eitthvað sé gott,
en ókostur fylgi þó. í hinni
ágætu bók um íslensk orðtök,
síðari útgáfunni, segir Halldór
Halldórsson fyrst að orðtakið,
í lítið eitt frábrugðnu gervi, sé
kunnugt frá 19. öld: Böggull
fylgir skammrifi hvörju. Finnur
prófessor Jónsson skýrði orð-
takið svo: Sagt er að „böggull
fylgi skammrifi", þegar
mönnum þykir sem eitthvað
(miður þægilegt) sé afleiðing
af öðru („hangi saman við
það“); böggull er hér líklega
ketbitinn sem „hangir við“
(skamm)rifið eða þann enda
þess, sem var áfastur við
hrygginn.“ Ég tek undir með
Halldóri þegar hann segir:
„Skýring þessi er mjög vafa-
söm, og verður að telja upp-
runa orðtaksins algerlega óvís-
_ _ u
an.
En síðan hefur Halldóri
hlotnast ný vitneskja sem
hann kemur á framfæri í við-
bæti:
„Ólafur Þórarinsson frá Bæ
á Rauðasandi hyggur, að orð-
takið sé runnið frá slátrun
sauðfjár. Hann sagði (í sam-
tali við mig): „Bringa, hryggur
og fjögur fremstu rifin voru í
daglegu tali kölluð skammrif.
Ef klaufalega (eða óvandvirkn-
islega) var farið að við slátrun,
gat efsti hluti bógs (c:herða-
blað með ketinu) fylgt með.
Varð þá bitinn of þykkur og
vildi skemmast við reykingu.
Þessi aukabiti, sem með fylgdi,
hefir að mínu áliti, verið kall-
aður böggull, og er af því dreg-
ið, að böggull fylgi skammrifi."
Þessi athyglisverða skýring
Ólafs beinir huganum að
heimild, sem OB [orðabók Há-
skólans] hefir úr Nauteyrar-
260. þáttur
hreppi í Norður-ísafjarðar-
sýslu: „Vestur við Djúp sögðu
sumir „bægill fylgir skamm-
rifi“ í sömu merkingu og bögg-
ull fylgir skammrifi." Og enn
segir sami heimildarmaður:
„Vestra, þar ég ólst upp, voru
sauðabógar oft nefndir bæglar:
„taktu bæglana", „gáðu að
bæglunum“, og talað var um
að bægill fylgdi skammrifi."
Orðið bægill er leitt af bógur
og ætti að merkja „lítill bóg-
ur“, en vel er hugsanlegt að
það hafi verið notað um bóg-
hluta þann, sem Ólafur Þórar-
insson minnist á. Athuga ber,
að æ-ið í bægill var að fornu
borið fram sem ö. Hugsanlegt
er, að ö-ið í böggull (í orðtak-
inu) sé leifar þessa forna
framburðar og orðið bægill
hafi að öðru leyti aðlagazt orð-
inu böggull í orðtakinu."
Svo mörg og athyglisverð
voru þau orð. Umsjónarmaður
kann ekki að betrumbæta
þetta, en heyrt hefur hann til-
raun til þess að laga orðtakið
að tækni nútímans. Þá verður
það á leið að öxull fylgi fram-
drifi.
★
Umsjónarmaður hefur verið
spurður um uppruna og
merkingu karlmannsnafnsins
Jósafat. Skemmst er af því að
segja, að þrátt fyrir lúsarleit í
hinum og þessum orðabókum,
erlendum og innlendum, hefur
lítið fundist annað en það að
nafnið sé hebreskt og hafi orð-
ið konungsnafn í Júdeu. Nafn-
ið er sárasjaldgæft hér á landi,
12 karlmenn hétu svo 1910, og
hefur síðan farið hlutfallslega
fækkandi. En Þjóðrekur þaðan
kvað eigi að síður:
Ég jagast sko ekki við Jósafat,
sagði Jana og færði upp á rósafat
mauksoðið kjöt og kil
kætandi líf og sál.
Hann mi svo demba í sig dósamat!
Landhelgisgæzlan:
Franska þyrlan
tekin í notkun
innan skamms
ÁÆTLAÐ er að franska þyrlan,
sem Landhelgisgæzlan hefur nú á
leigu frá Frakklandi, verði tekin í
notkun í næstu viku. Þyrluna hef-
ur Gæzlan á leigu, þar til þyrla sú,
sem samið hefur verið um kaup á
þar, verður tilbúin til afhend-
ingar.
Gunnar Bergsteinsson, for-
stjóri Landhelgisgæzlunnar,
sagði í samtali við Morgunblað-
ið, að nauðsynlegir varahlutir
til reksturs þyrlunnar væru
komnir til landsins og væru í
vörugeymslum Flugleiða. Þá
hefði fengizt atvinnuleyfi fyrir
flugvirkja, sem sérstaklega
hefði komið til landsins til að
annast viðhald þyrlunnar. Nú
stæði aðeins á því, að fá stað-
festingu á því, að þyrlan hefði
verið tekin út af skrá í Frakk-
landi svo hægt væri að skrá
hana hér. Sagðist hann telja að
verkfall BSRB myndir ekki
tefja skráningu þyrlunnar og að
hægt yrði að taka hana í notk-
un. Það hlyti að flokkast undir
öryggismál.
Jflorömiblfibit*
Askriftarsimirm er H3033
t
26277 Allir þurfa híbýli 26277
Opiö í dag frá kl.
Þetta er aöeins lítið sýn-
ishorn úr söluskrá
okkar, sláiö á þráöinn
og fáiö uppl.
Bauganes
Laugarnesvegur
137 fm, 6—7 herb. íbúö í fjöl-
býlishúsi. Eign í góöu standi.
Ásvallagata
4ra—5 herb. 120 fm íbúð á efri
hæö í þríbýli. Bein sala.
Hraunbær
Einbýlishús, um 130 fm auk
bílskúrs. Bein sala.
Álfhólsvegur
Gott einbýlishús ca. 127 fm aö
grunnfelti. Innb. bílskúr. Kjallari
undir öllu húsinu. Óinnréttaöur
aö hluta.
Móabarð Hf.
4ra—5 herb. 115 fm íbúö á 3.
hæö. Mjög góð eign. Verö 2,1
millj.
Kleppsvegur
Glæsileg 3ja—4ra herb., 100
fm íbúð á 4. hæö. Verö 1850
þús.
Brávallagata
Einbýlishús á 2 hæöum, sam-
tals 130 fm auk 50 fm bílskúrs.
Laust nú þegar.
Fossvogur
Fokhelt einbýlishús meö bílskúr
ca. 300 fm. Til afh. nú þegar.
Teikningar á skrifstofunni.
Kópavogur
Raöhús, hæö og kjailari, sam-
tals 250 fm auk bílskúrs. Falleg-
ur staöur.
Flúöasel
Raöhús á 2 hæöum meö innb.
bílskúr. Samtals 240 fm.
Kópavogur — raöhús
Höfum til sölu raöhús viö Sæ-
bólsbraut. Húsiö er 180 fm meö
innb. bílskúr. Selst fokhelt.
Langholtsvegur
125 fm sérhæö auk bílskúrs.
Góö eign.
Brynjar Fransson,
simi: 46802.
Nýstandsett 4ra herb. 100 fm
íbúö á 3. hæö. Allt tréverk nýtt.
Falleg ibúö.
Lundarbrekka
Glæsileg 3ja herb. 96 fm íbúö á
2. hæö. Góö sameign. Verö
1850 |}ús.
Engihjalli
Falleg 3ja herb. 85 fm íbúö á 6.
hæö. Verö 1700 þús.
Seljavegur
3ja herb. 70 fm risíbúö. Verö
1300 þús.
Mánagata
Góö 2ja herb. 60 fm íbúö á efri
hæö. Verð 1450 þús.
Ásvallagata
2ja herb. 60 fm íbúö á 1. hæð.
Verö 1150 þús.
Vesturgata
30 fm einstaklingsíbúö. Verö
700 þús.
Gtsli Ólafsson.
simi 20178.
Finnbogi Albertsson,
simi 667260.
HÍBÝLI & SKIP
Garöattrati 38. Sími 26277.
Jón Ólafsson, hrl.
Skúli Pálsson, hrt.
Fasteignir til sölu
Einb.hús í gamla bænum í Hafnarfiröi. Allt ný uppgert meö góöum
bílskúr.
Raöhús við Brautarás á tveim hæöum. Fæst á góöum kjörum. 50
fm bílskúr.
4ra herb. íbúöir viö Hraunbæ og Vesturberg.
2ja herb. íbúöir viö Kaplaskjólsveg og Austurbrún (laus). Skipti
mögul. á flestum eignum.
Upplýsingar í síma 18163.
Sölumaöur Gunnar Björnsson,
lögfr. Sveinn Skúlason.
Hvassaleití — Raöhús
Glæsilegt ca. 260 fm raöhús meö 4 svefnherbergjum
og innbyggóum bílskúr. Einkasala.
Espigerði
Glæsileg ca. 170 fm 5 herb. íbúö á 2 hæðum í lyftu-
húsi. Bílskýli fylgir. Einkasala.
Karfavogur
6 herb. ca. 140 fm mjög falleg íb. á 2 hæöum í raöh.
Sérhiti og -inngangur. Verö ca. 3 millj. Einkasala.
Hvassaleití — sérhæð
5—6 herb. 160 fm glæsileg íbúö á 2. hæö ásamt
bílskúr. Sérhiti, sérinngangur.
Upplýsingar gefur;
Agnar Gústafsson hrl.,
Eiríksgötu 4, símar 12600 - 21750.
Uppl. í sömu símum utan skrifst.tíma.
81066
Leitid ekki langt yfir skammt
Höföatún 2
Vorum aö fá í sölu 280 fm jaröhæö með 150 fm
kjallara, hægt er aö skipta jaröhæöinni í tvo — þrjá
hluta. Stórar innkeyrsludyr eru á húsnæöinu. Þetta
húsnæöi er til afh. strax.
Einnig er til sölu 75—80 fm húsnæöi á jaröhæöinni,
þar sem t dag er rekin bílasala og getur jáað húsnaBöi
losnaö um næstu mánaöarmót.
Upplýsingar gefur:
Húsafell
FASTEIGNASALA Langbotlsveg, 115 Adalsteinn PétUTSSOn
I Bae/arleiöahusinu I sim, 8 10 66 Bergur Gudnason hdl
Selás
Höfum til sölu 4 raöhús. Húsin skilast fokheld nú í
desember. Heildarstærö hvers húss er 267 fm.
Greiöslukjör samkomulag. Verö 2—2,2 millj.
Yfir 100 eignir á söluskrá.
BÚSTAÐIR — fasteignasala.
Opiö í dag og sunnudag frá kl. 13—17.
Sími 28911.
Jóhann Davíðsson.
Bjöm Árnason.
Helgi H. Jónsson viöskiptafr.
Á