Morgunblaðið - 27.10.1984, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1984
Áframhald viðræðna í
Moskvu og Washington
- Kirkpatrick spáir bættum samskiptum viö Sovétríkin
Moakvu, Sealtle o* Waahington, 26. oklóber. AP.
ANDREI A. Gromyko mun innan
skamms eiga fund í Moskvu með
Arthur Hartman, sendiherra Banda-
ríkjanna þar, og í Washington mun
George Shultz utanríkisráðherra eiga
viðræður við sovéska serdiherrann,
Anatoly Dobrynin. Báðir fundirnir
munu eiga að fara fram fyrir forseta-
kosningarnar í Bandaríkjunum 6.
nóvember, að því er vestrænn stjórn-
arerindreki tilkynnti í dag.
Á fundi með vestrænum frétta-
Rand-stofnunin:
Hryðjuverkum
fjölgar enn
SanU Monica, K.liforníu, 26. október. AP.
H RYÐJUVERKAMEN N eni enn að
færa sig upp á skaftið um allan heim
Franska leik-
konan Pascale
Ogier látin
París, 26. oklóber. AP.
FRANSKA leikkonan Pascale
Ogier, sem nýlega hlaut verðlaun
fyrir bestan leik á kvikmyndahá-
tíðinni í Feneyjum, lést í gær-
kvöldi á heimili vinar síns, að því
er umboðsmaður hennar, Suzy
Vatine, sagði í dag. Hún var 24
ára að aldri.
Fyrirskipuð hefur verið lík-
krufning) „samkvæmt venju“ að
sögn embættismanna, til þess
að ganga úr skugga um hver
dánarorsökin var.
Pascale Ogier var grönn vexti
með stór blá augu og hrokkið
svart hár. Hún var dóttir
kvikmyndaleikarans Bulle
Ogier.
Pascale Ogier hóf kvik-
myndaleik árið 1978 og vann
fyrrnefnd verðlaun fyrir leik
sinn í mynd Erics Rohmers,
„Les Nuits De la Pleine Lune“.
Hún lék einnig í leikhúsi i
Nanterre.
og ena Bandaríkjamenn og banda-
rískar stofnanir enn sem fyrr helsta
skotmarkið að því er segir í skýrslu
frá Rand-stofnuninni.
í skýrslunni segir, að hryðju-
verkamenn hafi aldrei látið jafn
mikið að sér kveða og á síðasta ári
þegar 720 manns létust af þeirra
völdum og 963 slösuðust. í Vest-
ur-Evrópu er mest um hryðjuverk
í Frakklandi en í Bandaríkjunum
sjálfum hefur þeim fækkað þótt
tilræðum við Bandaríkjamenn
hafi fjölgað erlendis. Þeir, sem
skýrsluna unnu, segja mestu
hættuna nú stafa af hryðjuverka-
mönnum í Miðausturlöndum, sem
njóta stuðnings ríkisstjórna eins
og t.d. þeirrar írönsku, sýrlensku
og líbýsku.
Ástæðurnar fyrir auknum
hryðjuverkum eru sagðar þær, að
hryðjuverkamönnunum hefur ekki
tekist að ná pólitiskum markmið-
um sínum án þess þó, að ríkis-
stjórnum hafi tekist að kveða þá í
kútinn og undir slíkum kringum-
stæðum er oft brugðist við með
því að grípa til enn skelfilegri
hryðjuverka. Það gerist líka al-
gengara, að hryðjuverkamennirn-
ir hafi einhver trúarbrögð að yfir-
skini auk þess sem ýmsar ríkis-
stjórnir hafa séð sér hag í því að
styðja suma hryðjuverkahópana.
mönnum sagði stjórnarerindrek-
inn, að fundirnir hefðu verið
ákveðnir til þess að ganga úr
skugga um, hvort unnt væri að
þoka áleiðis þeim málum, sem
rædd voru í siðasta mánuði í Wash-
ington og New York á fundum Gro-
mykos og bandarískra ráðamanna.
í gær sagði Jeane Kirkpatrick,
sendiherra Bandaríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum, að hún
byggist við að í hönd færi tími
bættra samskipta við Sovétríkin,
ekki síst vegna meiri stöðugleika í
Kreml.
„Sovéskir ráðamenn eru að fara
inn á alveg nýja braut um þessar
mundir," sagði Kirkpatrick, „með
því að vilja efna til umræðna á al-
þjóðavettvangi og eiga viðræður
við ýmsar þjóðir sem þeir hafa ekk-
ert viljað tala við í langan tíma.
Dæmi um þetta er Kína, sem þeir
hafa ekki rætt við síðan 1969.“
Kanna heiðursvörð
Francois Mitterrand Frakklandsforseti hefur verið í sögulegri heim-
sókn til Bretlands síðustu dagana. Einn úr hópi öryggisvarða forsetans
setti allt á annan endann í Lundúnum er hann vildi kanna ágæti
öryggisgæslunnar þeirra Breta, við litla hrifningu heimamanna, svo sem
lesa hefur mátt í fréttum. En bresk stjórnvöld hafa lýst yfir að atvikið
megi alls ekki verða til þess að eyðileggja ferð forsetans. Á meðfylgj-
andi mynd eru Mitterrand og Filipus prins að kanna heiðursvörð.
Almenningi boðin bréf
í Brezka símafélaginu
London, 26. október. AP.
AUGLÝST voru til sölu 50,2% hluta-
bréfa í Brezka símafélaginu, en ekki
fylgdi þó hvert kaupverðið skuli
vera. Þó er vitað að stjórn Margaret
Thatcher forsætisráðherra vonast til
að fá fyrir þau um 3,5 milljarða sterl-
ingspunda.
Brezka símafélagið (BT) er nán-
ast einrátt á sviði símasamgangna
í Bretlandi. Lágmarksverð hluta-
bréfanna verður auglýst um miðj-
an næsta mánuð. Vonast er til að
hinn almenni Breti fjárfesti í
fyrirtækinu með hlutabréfa-
kaupum, en þau verða einnig föl í
Bandaríkjunum, Kanada og Jap-
an. Verða bréfin föl á verðbréfa-
markaði í London 3. desember nk.
Aðaláhættan, sem fylgir kaup-
um á hlutabréfi í símafélaginu, er
stefna Verkamannaflokksins.
Flokkurinn þjóðnýtti fjölda fyrir-
tækja á árunum eftir stríð og hef-
ur einnig lagst hart gegn áformum
stjórnar Thatcher um að selja
ríkisfyrirtæki.
Vonast er hins vegar til að
bresk alþýða kaupi hlutabréfin og
að fleiri einstaklingar eigi hlut í
BT en nokkru öðru brezku fyrir-
tæki, þannig að þjóðnýting yrði
mjög örðug fyrir Verkamanna-
flokkinn. Aðeins um 1,2 milljónir
Breta af 60 eiga hlutabréf í öðrum
fyrirtækjum en þeim sem þeir
starfa hjá.
Breska símafélagið er auglýst
sem ábatasamt fyrirtæki. Það
skilaði 990 milljóna punda hagn-
aði á síðasta reikningsári, af 6,88
milljarða punda veltu. Spáð er að
það skili 1,35 milljarða punda
gróða á yfirstandandi reiknings-
ári, m.a. vegna endurnýjunar, sem
haft hefur í för með sér fækkun
starfsmanna, sem eru um 240 þús-
und talsins. Ríkið hyggst eiga
49,8% hlutabréfa fyrst um sinn.
Væntanlegir hlutabréfakaup-
endur sjá fram á verulegan afslátt
á símakostnaði, sem er liður í til-
raunum til að selja bréfin. Brezka
ríkið hefur nú þegar selt hlutabréf
að andvirði um 3,5 milljarða
punda í nokkrum fyrirtækjum,
þ. á m. British Petroleum, Jaguar,
Sealink-ferjufélaginu og British
Aerospace. Fleiri fyrirtæki verða
föl á næstunni, m.a. British Air-
ways.
Kam mfám «
Fellagörðum - Breiðholti III (í dansskóla HEIÐARS)
Konur á öllum aldri!
öðlist sjálfstraust í lífi og starfi
Almenn námskeið
Karon skólinn kennir ykkur:
• rétta líkamsstööu
• rétt göngulag
• fallegan fótaburö.
Karon-skólinn leiöbeinir ykkur um:
• andlits- og handsnyrtingu
• hárgreiöslu
• fataval
• mataræöi
• hina ýmsu borösiöi og alla al-
menna framkomu o.fl.
Öll kennsla í höndum færustu sér-
fræöinga.
Allir tímar óþvingaöir og frjólslegir.
Ekkert kynslóöabil fyrirfinnst í
Karon-skólanum.
Model námskeiö
Karon-skólinn kennir ykkur:
• rétta líkamsstööu
• rétt göngulag
• fallegan fótaburð
• sviösframkomu
• unniö meö Ijósmyndara
• látbragö
og annaö sem tilheyrir sýninga-
störfum.
Innritun og upplýsingar í síma 38126.
Kennsla hefst þriöjudaginn 6. nóvember.
Hanna Frímannsdóttir.
Wellington
Ljósmynd af
Wellington
á háu verði
London, 26. október. AP.
EINA Ijósmyndin, sem vitað er um
af hertoganum af Wellington, sem
bar sigurorð af Napoleon við Wat-
erloo, var í dag seld hjá Sotheby’s-
uppboðsfyrirtækinu fyrir nærri
13.000 dollara, um 440.000 ísl. kr.
Var kaupandinn Bandaríkjamaður.
Fyrr hefur ekki fengist jafn
hátt verð fyrir Ijósmynd frá 19.
öld og höfðu uppboðshaldararnir
ekki búist við að fá meira fyrir
hana en 2,500—3,500 dollara.
Margar myndir voru málaðar af
hertoganum en ekki er vitað til,
að hann hafi farið oftar en einu
sinni til ljósmyndara, 1. maí
1844, daginn sem hann átti 75
ára afmæli. Aðeins fáum árum
áður hafði Frakkinn Louis Dagu-
erre fullkomnað Ijósmyndatækn-
ina, sem þá var við hann kennd
og kölluð Daguerreotype.