Morgunblaðið - 11.11.1984, Síða 8
80
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984
„Finnst ég standa nær lúthersku
kirkjunni hér en í Noregi“
—segir kaþólski presturinn Kjeld Ar
ild Pollestad, af reglu Dóminikana
„Ég er frá SUvangri, sem sagt Vestlendingur, og sem slíkum finnst
mér ég eiginlega ekki vera útlendingur á íslandi, þó að fslendingar séu
vænUnlega á annarri skoðun,“ er það fyrsU sem norski presturinn Kjeld
Arild PollesUd segir, þegar blm. hittir hann að máli í kaþólska safnað-
arheimilinu við Hávallagötu í Reykjavík.
Séra Pollestad er kaþólskur, af
reglu Dóminíkana, og mælir á
íslensku, þótt hann hafi aðeins
dvalið hér á landi i fárra vikna
fríi og þetta sé fyrsta heimsókn
hans hingað.
„Það var skáldsaga Gunnars
Gunnarssonar um Jón Arason
sem varð til þess að kveikja
áhuga minn á íslandi f upphafi,"
segir hann, „en hana las ég þeg-
ar ég var skólapiltur. Þá hafði ég
ekki snúist til kaþólskrar trúar,
en við lestur þessarar bókar varð
mér í fyrsta sinn Ijóst að eitt-
hvað jákvætt hefði verið við kaþ-
ólska tímann á Norðurlöndum
og ég fékk mikinn áhuga á því að
komast til íslands. Það áttu þó
eftir að líða tuttugu ár þangað
til mér varð að þeirri ósk. En í
millitíðinni las ég íslendingasög-
urnar á frummálinu og það dró
ekki úr lönguninni.
Þegar ég kom til Póllands í
fyrsta sinn, fyrir tiu árum, án
þess að kunna stakt orð i málinu,
þótti mér það svo óþægileg
reynsla að ég hét sjálfum mér
því að fara aldrei aftur til nokk-
urs lands án þess að læra a.m.k.
undirstöðuatriðin í tungu við-
komandi þjóðar. Þess vegna
lærði ég það sem ég gat i nú-
tíma-íslensku af Linguaphone
kerfinu áður en ég kom hingað,"
segir séra Pollestad og er ekki
annað að heyra en að það hafi
tekist bærilega. „Ég held líka að
maður upplifi landið allt öðru-
vísi þegar maður getur talað
þetta stórkostlega mál,“ bætir
hann við.
„Þegar komið er til lands sem
maður hefur lengi látið sig
dreyma um og búið sér til fmynd
af, þá sér maður það sem maður
vill sjá þegar á staðinn er komið.
Þess vegna hef ég fundið það fs-
land sem ég vildi finna,“ segir
hann, „... og lokað augunum
fyrir öðru, s.s. „grillmenning-
unni, sem greinilega hefur skotið
rótum hér lfkt og annars staðar í
heiminum.
En það er krefjandi að heim-
sækja ísland, vilji fólk fá eitt-
hvað út úr því. Það verður að
bera sig eftir björginni. Hér
verður ekki gengið að mörgum
sjáanlegum minnismerkjum um
forna frægð, eins og til dæmis í
Grikklandi, þar sem menningin
lifir jafnt í marmara sem orðum.
Hér lifir hún fyrst og fremst í
orðum. En þegar maður horfir á
landslagið og minnist um leið
orðanna, þá fyrst sér maður
landið,“ segir Pollestad með
áherslu.
„í þessu ferðalagi einsetti ég
mér að þræða helstu sögustaði
Jóns Arasonar og var meðal
annars svo heppinn að lenda á
Hólahátíð, sem varð einn af há-
punktum ferðarinnar. Þá gleymi
ég heldur ekki móttökunum sem
ég fékk hjá bóndanum á Munka-
þverá, eða nunnunum f Stykk-
ishólmi. Ég veit ekki um önnur
klaustur á Norðurlöndum þar
sem nunnurnar taka jafn ríkan
þátt í störfum samfélagsins og
heimsóknin í klaustrið í Stykk-
ishólmi var mér merkileg
reynsla.
Sumar þessara ferða fór ég
fótgangandi að hluta, aðrar á
puttanum og þótti skemmtilegur
ferðamáti. Að vísu þurfti ég að
hafa nokkuð fyrir þvi að komast
heim að Hólum, en þó væntan-
lega minna en margur annar hér
áður fyrr,“ segir klerkur og bros-
ir í kampinn.
„En mótmælendur hér á ís-
landi eru ólíkir mótmælendum á
hinum Norðurlöndunum. Hér
Séra Pollestad, „kaþólsk rödd í
hinni almennu umræðu“.
virðist engin hreintrúarstefna
(pietismi) vera ríkjandi meðal
mótmælenda og sem kaþólikka
finnst mér ég standa nær lúth-
ersku kirkjunni hér en í Noregi.
Ég held að það hljóti að vera
gott að vera kaþólikki á íslandi.“
í Osló býr Pollestad í klaustri
Dominikana, en reglan var
stofnuð á tólftu öld og meðlimir
hennar hafa löngum haft sterk
tengsl við hin ýmsu fræði.
„Störf mín í Noregi tengjast
kynningu á kaþólsku kirkjunni.
Það má segja að ég sé sjálfstætt
starfandi blaðamaður með það
að meginmarkmiði að vera kaþ-
ólsk rödd í hinni almennu um-
ræðu,“ segir hann.
„Ég hef starfað við Aftenpost-
en, er með fastan dálk i Stavang-
er Aftenblad og einnig í tímarit-
inu Sankt Olaf. Auk þess kem ég
oft fram í útvarpi og sjónvarpi.
En hvað varðar skriftirnar þá er
ég í þeirri öfundsverðu aðstöðu,
að þurfa ekki að skrifa um annað
en það sem mig langar til og hef
sjálfur áhuga á að taka fyrir.
Þessa dagana er fyrsta bókin
mín að koma út i Noregi. Hún
heitir „Lofot Torsk paa Nonne-
bord“ og er ritsafn, af ýmsum
toga spunnið eins og titillinn
bendir til. Ekki eingöngu trúar-
legum, þó að ég skoði hina ver-
aldlegu samtíð frá ákveðnum
sjónarhóli, sem í mínu tilviki er
guðstrúin. En þegar hún er lögð
til grundvallar gerist það oft, að
það sem almennt er álitið sjálf-
sagt og eðlilegt, verður fjar-
stæðukennt og hlægilegt.
Það er erfitt að nefna áþreif-
anleg dæmi um þetta. En það
sem ég reyni að miðla milli lín-
anna — án þess að nefna trúna
berum orðum — er að þegar
maður trúir á guð losnar maður
við að trúa á svo ótal margt ann-
að. Þannig verður hægt að hlæja
að ofstækinu sem er ríkjandi i
svo mörgum stefnum og hreyf-
ingum. Jafnframt á maður auð-
veldara með að sjá það spaugi-
lega í egin fari með trúna að
bakhjarli. Þegar gengið er út frá
trúnni á almættið verður manns
eigin persóna nefnilega svo
lítilfjörleg, að það jaðrar við að
vera hlægilegt. í því held ég að
kímnin í samspili guðdómsins og
manneskjunnar liggi og þess
vegna er húmor í því sem ég
skrifa, eða það vona ég a.m.k.
En stærsta gleði mín við það
að skrifa sprettur af notkun
málsins, að mínum dómi stærstu
gjafarinnar sem guð hefur fært
mönnunum, til þess að þeir mæt-
tu opna nýjar víddir hvor fyrir
öðrum. Og þó að ríkisnorskan sé
fátæklegt mál í samanburði við
íslenskuna, þá býður hún samt
upp á mikla möguleika fyrir þá
sem eru til þess búnir að takast
á við hana. Én ég öfunda íslend-
inga af málinu og ég held að
íbúum hinna Norðurlandanna sé
ógerlegt að skilja hugsunarhátt
íslendinga nema þeir skilji jafn-
framt eðli tungunnar sem þeir
tala. — Og svo eigið þið fimm
orð yfir hvert eitt sem við eigum
í norskunni.
Ég hef haft hámessuna hér i
Kristskirkju með höndum tvo
sunnudaga í röð og predikað á
íslensku i bæði skiptin," segir
séra Pollestad að lokum. „Ég veit
ekki hversu vel mér fórst það úr
hendi, en það leit þó út fyrir að
hinir trúuðu skildu það sem ég
sagði.“ H.HA
Sveinbjörn Beinteinsson.
„Heiðin"
- kvæöabók eftir Svein-
björn Beinteinsson.
HÖRPUÚTGÁFAN i Akranesi hef-
ur sent fri sér kvæðabókina „Heið-
in“ eftir Sveinbjörn Beinteinsson
allsherjargoða i Draghilsi í Svína-
dal.
Á bókarkápu segir m.a.:
„Höfundur þessarar ljóðabókar
er Sveinbjörn Beinteinsson á
Draghálsi í Svínadal. Hann er
yngstur af átta systkinum frá
Grafardal. Foreldrar hans voru
hjónin Helga Pétursdóttir og
Beinteinn Einarsson. Á heimili
þeirra var ljóðagerð og kveðskap-
ur dagleg iðja, sem Sveinbjörn
meðtók með móðurmjólkinni.
Hann er fæddur 4. júlí 1924, og er
bókin gefin út í tilefni af 60 ára
afmæli hans 4. júlí 1984.
Sveinbjörn hefur átt heima á
Draghálsi síðan 1934 og hefur
stundað búskap frá 1944. Eftir
hann hafa komið út fjögur ljóða-
kver og að auki „Bragfræði og
háttatal" 1953, kennslubók í
rímna- og vísnakveðskap. Margt
af kvæðum hans hefur birst í blöð-
um og tímaritum. Hann hefur í
rúman áratug verið allsherjargoði
Ásatrúarfélagsins og er hann
mörgum kunnur utan lands og
innah vegna þeirra starfa.
í þessari bók er kveðskapur allt
frá 1940 til þessa árs. Sveinbjörn
er víða kunnur sem kvæðamaður
og hefur komið út hljómplata með
kveðskap hans (Eddukvæði) og
snælda með rímnalögum. Það mun
ekki ofsagt að Sveinbjörn Bein-
teinsson sé í hópi mestu rímsnill-
inga íslendinga. Kvæðabókin
Heiðin er glöggt vitni þess. Bók,
sem ekki má vanta í bókasafn
unnenda snjallra rímna- og ljóða-
gerðar.“
Kvæðabókin „Heiðin“ er 93 bls.
að stærð auk mynda. Prentverk
Akraness hf. annaðist prentun og
bókband.
Goðdalakirkja í
Skagafirði 80 ára
GOÐDALAKIRKJA í Skaganrði er
80 ira i þessu iri en hún var reist
irió 1904 eftir að kirkja sú sem fyrir
var fauk af grunni í ofsaveðri.
Að sögn séra Ólafs Þórs Hall-
grímssonar, sóknarprests á Mæli-
felli, var lengst af prestssetur í
Goðdölum, með Ábæ í Áusturdal
sem annexíu. Siðasti prestur sem
sat í Goðdölum var séra Sveinn
Guðmundsson en hann fékk lausn
frá embætti 1904 og árið 1907 var
prestakallið sameinað Mælifells-
prestakalli. Sagði séra ólafur að
Goðdalakirkja sú sem nú stæði
væri hið fegursta guðshús og vel
við haldið af söfnuðinum, en i
Goðdalasókn væru nú 19 bæir.
Siðastliðið sumar hefði verið skipt
um járn á kirkjunni, þak einangr-
að og lagfæringar gerðar á turni
enda hefði sú framkvæmd verið
orðin mjög aðkallandi.
Afmælis Goðdalakirkju verður
minnst með hátiðarmessu í kirkj-
unni sunnudaginn 18. nóvember
og hefst messan kl. 14.00 og að
sögn séra Ólafs eru allir velunnar-
ar kirkjunnar velkomnir.