Morgunblaðið - 11.11.1984, Page 11

Morgunblaðið - 11.11.1984, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 83 „Meginnióurstaðan er sú að listamenn séu 35 sinnum líklegri til að þjást af skapgerð- arbrestum en folk almennt“ Sjá: Sköpunargáfan AFÆTUR Glæpamenn fitna á flugfraktinni AKennedy-flugvelli í New York eru það glæpamannafjölskyld- urnar sem ráða ríkjum, a.m.k. hvað varðar vöruflutninga um völlinn. Kemur þetta fram hjá lögreglu- mönnum sem hafa rannsakað þessi mál, og segja þeir að fyrirtækin sem annars sjá um vöruflutningana verði að greiða milljónir dollara á ári hverju til að geta haldið starfsem- inni áfram. í fimm ár hafa embættismenn dómsmálaráðuneytisins og alrík- islögreglunnar verið að afla sér sannana fyrir að vöruhúsaeigend- ur og flutningafyrirtæki væru neydd til að borga glæpamönnum háar fjárhæðir fyrir það eitt að komast hjá óvæntum skyndiverk- föllum. Edward McDonald, sem hefur það á sinni könnu að fylgj- ast með ítökum glæpamanna i verkalýðshreyfingunni, segir, að glæpamönnunum hafi tekist þetta vegna tengsla sinna við forystu- menn hinna alræmdu Teamsters, Samtaka flutningaverkamanna, en ekkert verkalýðsfélag í Banda- ríkjunum hefur jafn lengi og oft verið orðað við glæpamennsku. Á síðasta ári var verðmæti þeirrar vöru, sem flutt var um Kennedy-flugvöll, 47 milljarðar dollara og hvergi meira í Banda- ríkjunum en embættismennirnir segja þó, að þessi tala væri miklu hærri ef eigendur flutningafyrir- tækjanna væru ekki hræddir við að færa út kvíarnar. Að sögn lögreglunnar eru glæpamannafulltrúarnir á flug- vellinum flestir tengdir Luchese- fjölskyldunni, sem er valdamesta glæpahyskið í borginni, en hinar fjórar glæpafjölskyldurnar fá þó allar sína sneið af kökunni. McDonald segir, að ef fyrirtækin þrjóskist við að borga sé þeim hót- að með verkföllum en það er þó ekki nóg að borga einu sinni ákveðna upphæð, heldur er ýmis dagleg starfsemi fyrirtækjanna verðlögð sérstaklega. Það kostar t.d. svo og svo mikið að segja upp starfsmanni og svo og svo mikið að ráða mann, sem ekki er félagi í viðkomandi verkalýðsfélagi. Meðal verkalýðsfélaganna, sem koma við sögu í þessari fjárkúgun, er Teamsters-deildin á staðnum en varaformaður hennar er maður að nafni Harry Davidoff. Þeir, sem hafa rannsakað þetta mál, segja, að Davidoff þessi hafi skotið upp kollinum við rannsókn öldungadeildarinnar árið 1976 og þá verið lýst sem „afbrotamanni í New York, sem einksis svífst, glæpamanni, sem komst til áhrifa í verkalýðshreyfingunni til þess eins að stela af henni“. — TONY ALLEN-MILLS TVIEGGJAÐ Kynlífið klikkaði þegar karl hætti að reykja Skoti nokkur, sem hætti að reykja, varð fyrir því óláni um leið, að kynferðislífið hrundi í rúst, að þvf er segir í tímariti bresku læknasamtakanna. Hann fékk þó náttúruna aftur þegar hann var settur í megrun. Skotinn, sem er 58 ára gamall, varð fyrir barðinu á sjúkdómi, sem er kenndur við þann fræga mann Pickwick og lýsir sér í því, að menn fitna og þykir gott að fá sér blund um bjartan dag. Allt var þetta rakið til þess, að Skot- inn hætti að reykja, og ekki að- eins það, því að áður var hann vanur að njóta konu sinnar tvisvar í viku en gerði nú ekkert í rúminu nema að hrjóta. Það kom fram í tímaritinu, að læknarnir, sem önnuðust Skot- ann, hefðu sent hann í rannsókn til að kanna hvort kynhvötunum væri áfátt i honum. Þá kom I ljós, að kynhvatarnir höfðu minnkað mikið en líkamsþung- inn hins vegar aukist um tugi kílóa. Þá settu þeir hann I megr- un og þegar hann var aftur kom- inn í fyrra form kviknaði á ný í ástarlífinu. Læknarnir draga þá ályktun af rannsókninni, að allt að 42% manna með Pickwick-einkennin, feitir, syfjulegir og andstuttir, séu getulausir. Ekki fyrr en þeir grennast og fá meira súrefni í blóðið er hægt að telja þá til blóðheitra karlmanna. GLAPSTIGUR Svona spillir spilafíknin æskunni Leiktækjasaiir hafa sprottið upp eins og gorkúlur f Bretlandi á undanfornum árum. Síðustu þrjú ár hefur fjöldi þeirra rúmlega þrefaldast f Lundúnum, og ýmsir líta það óhýru auga og benda á að háskalegar afleið- ingar hafi þegar hlotizt af. Tækin sjálf, sem einkum eru spilakassar og skjáleikir (video-leikir), eru að sjálf- sögðu skaðlaus, en hafa hinsvegar leitt til fíknar meðal unglinga, sem veldur þvf, að þeir hafa leiðzt út I afbrot og jafnvel vændi. Síðastliðið sumar var 17 ára gam- all námsmaður frá Birmingham dæmdur til tveggja ára gæzluvistar á unglingaheimili fyrir að hafa framið fjöldamörg innbrot í því skyni að afla fjár til að geta svalað spilafíkn sinni. Athuganir hafa sýnt að jafnvel 11 ára börn venja mjög komur sínar í leiktækjasali. Nú vilja háttsettir aðilar hjá Scotland Yard að sett verði ný lög- gjöf um starfsemi leiktækjasala. Yrði þar kveðið skýrt á um daglegan opnunartíma og lágmarksaldur gesta, en háar fjársektir látnar koma fyrir, ef út af yrði brugðið. Að mati lögreglunnar veldur það mikl- um vandræðum hversu lengi fram eftir spilasalirnir eru opnir. Það veldur því m.a. að þangað safnast ýmsir skuggabaldrar mannlifsins, Ld. skækjur, fíkniefnasjúklingar og allskyns glæpamenn. Nýlega voru stofnuð í Lundúnum samtök með það að markmiði að berjast fyrir sérstakri löggjöf um starfsemi leiktækjasalanna. Er sam- tökunum það m.a. mikið kappsmál að menn sem komizt hafa á sakaskrá fái ekki leyfi til að starfrækja slíka samkomustaði. Talsmenn samtak- anna segjast njóta stuðnings fólks um allar Bretlandseyjar. Formaður samtakanna heitir Rob- ert Davis og hann er ómyrkur í máli um leiktækjasalina og þær hættur sem þeim geti verið samfara. „Þessir staðir hafa mikið aðdráttarafl fyrir bðrn,“ segir hann, „en þeir geta óbeinlínis stuðlað að þvi að þau verði altekin af spilafíkn og vanræki nám- ið, og jafnvel að þau leiðist út í af- brot og glæpastarfsemi. Það er líka mikil hætta á því að drengir og stúlkur láti glepjast út I vændi.“ Það þarf leyfi frá viðkomandi bæj- aryfirvöldum til að starfrækja leik- tækjasali, en Davis fullyrðir að ekki sé meiri vandkvæðum bundið að fá slík leyfi en að verða sér úti um stimpil á frímerki. - SHYAM BHATIA magnaöra: fatnaöur, á alla og af öllum stæröum og geröum, aldri og tísku. Sér- stök furðufataslá. Mikið af barnaúlpum, sérstakir smábarnafatapakkar. Myndar- legir stólar, hjónarúm, sjónvörp, hárþurrk- ur, ritvélar, saumavélar, búöarrúlla ofl.ofl. ofl.ofl. Búsáhöld, gömul og ný, krukkur og kirnur, postulín og leir, tekatlar og krukk- ur, silfurmunir ofl. Sérstaklega mikiö af bútum, gardínum og dúkum. Sértilboð laugard.: tveir skinn-cape. Sértilbod sunnud.: kínverskt silki ofl. Sjáumstl Stjórnin. STORFLOAMARKAÐUR FÉLA6S EINSTÆÐRA FORELDRA verður í Skeljanesi 6, laugardag 10. nóv. og 11. nóv. frá kl. 2 e.h. Athugiö aö leiö 5 stoppar viö húsiö. Úrval hefur aldrei verið Viö erum byrjuö aö pósta jólagjafirnar til ættingja og vina erlendis. Ullarvaran er alltaf lang vinsælust: VÆRÐARVOÐIR JAKKAR HYRNUR SJÖL HÚFUR VETTLINGAR Við sendum um allan heim. Allar póstsendingar eru tryggöar. ÚRVAL GÆÐI ÞJÓNUSTA SSI.ÍSLENSKUR HEIMILISIÐNAÐUR ^SWSÍini n785.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.