Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 107 íslenskt tónlistarfólk mun i tónlisUrári Evrópu Kka hleypa heimdraganum. T.d. mun Sinfóníuhljómsveit íslands fara hljómleikaferð til Frakklands, Langholtskórinn fara tónleikaferð til Austurríkis og Ítalíu, Hamrahlíðarkórinn fara á kórahátíðina í Strassburg. Á myndinni er Sinfóníuhljómsveitin með Pólýfónkórnum Hugmyndir eru uppi um að stofna á tónlistarárinu til hljómsveitar ungs fólks með nemum, sem langt eru komnir, og gefa þeim kost á þjálfun á 3—4 þjálfunarnámskeiðum með reyndum stjórnendum og tónleikum í loks hvers námskeiðs. Mun Paul Zukofsky rlða á vaðið f febrúar—mars. Norræn tónlistarhátfð með flutningi á barroktónlist, sem tónlistarfólk frá Norðurlöndunum fimm flytur með upprunalegum hljóðfærum, verður í Skálholtskirkju og skipuleggur Helga Ingólfsdóttir þá hátíð. íslenska óperan mun á árinu 1985 frumflytja islenska óperu eftir Jón Ásgeirsson tónskáld. Útvarp og hljómplötur Opinberar stofnanir hafa einnig veitt undirbúningsnefndinni upp- lýsingar um sínar hugmyndir um þátttöku í Tónlistarárinu 1985. Ríkisútvarpið mun reyna að gera viðburðum ársins eins góð skil og hægt er. Margar erlendar dag- skrár hafa verið boðnar fram í til- efni Tónlistarársins og hefur út- varpið í hyggju að nýta sér þær eins og frekast er kostur. Á föstu- daginn langa mun til dæmis verða útvarpað Matteusarpassíunni frá Leipzig. Þá hefur Ríkisútvarpið áformað röð Bach-konserta með íslenskum flytjendum, þ.e. flutn- ingi á 48 prelúdíum og fúgum með 12 píanóleikurum. Og vonast til að geta tekið upp stærri verk á þessu ári en gert er að jafnaði, m.a. óperur. Þá er í undirbúningi kynn- ing á verkum frá tónlistarskólun- um undir heitinu Ungt fólk í upp- tökusal. Útvarpað verður þætti með íslenskri tónlist og áformuð þáttaröð um fslenska tónlistar- sögu. Tónverkamiðstöðin áformar að auka útgáfu á hljómplötum með íslenskri tónlist á árinu 1985 með áherslu á upptökum stærri hljóm- sveitarverka. Á tónleikum sfnum mun Sin- fóníuhljómsveitin flytja íslensk verk, eitthvað af þeim í frumflutn- ingi og islenskir söngvarar syngja með hljómsveitinni. Og á fyrstu tónleikunum í janúar 1985 mun hljómsveitin flytja Vorblótið eftir Stravinsky og í október 1985 verð- ur flutt sinfónía eftir Mahler með stækkaðri hljómsveit. Þá áformar Sinfóniuhljómsveit íslands hljómleikaferð til Frakklands f júnímánuði 1985. Hjá Tónlistarfélaginu, sem f hálfa öld hefur efnt til 10 hljóm- leika á ári með bestu kröftum inn- lendum og erlendum, er rætt um að efna til sönghátiðar 1985 á borð við þá sem haldin var 1983. Söngskólinn f Reykjavik hefur i hyggju að flytja haustið 1985 óperu sem Arne Mellnás semur þá fyrir þetta tækifæri. Og á árinu verður þar flutningur á Missa Sol- emnis eftir Cherubini. Musica Antiqua mun efna til þriggja tón- leika. Á tónleikunum í mars verð- ur flutt renaissance-músik með upprunalegum hljóðfærum. Jazz og hljómsveit ungs fólks Jazzvakning sér um að jazzinn verði ekki út undan á tónlistarár- inu 1985. Verða afmælistónleikar f tilefni 10 ár afmælis félagsins haldnir í september. Þar verða flutt ný jazz-tónverk eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Stefán S. Stef- ánsson. Gert er ráð fyrir sam- vinnu við útvarpsstöðvar á Norð- urlöndum. Og haldið verður nám- skeið í sambandi við tónleikana, sem þeir Niels Henning örsted Petersen og Pétur östlund stjórna. Þjóðlög og þjóðdansar verða á dagskrá og hafa kvæðamannafé- lagið Iðunn og Þjóðdansafélag Reykjavfkur ákveðið að vera með ýmsum hætti með. Ýmislegt fleira en tónleikar munu setja svip á tónlistarárið á íslandi. Áformað er að gefa út sér- stakt frímerki helgað tónlistarár- inu f Evrópu. Og rætt er um átak af einhverju tagi á árinu 1985 til að ýta áfram hugmyndum um nýtt tónlistarhús og fjáröflun til þess. Þá er í ráði að stofna til „hljómsveitar ungs fólks" snemma á árinu með nemum sem langt eru komnir í tónlistarnámi í Tónlist- arskólunum, efna til þjálfunar- námskeiða 3—4 sinnum á árinu með reyndum stjórnendum í því skyni að veita þessu unga fólki reynslu og þjálfun. Það fyrsta verður þá í febrúar og mars 1985 undir stjórn Paul Zukofskys. En hljómleikar verða í lok hvers nám- skeiðs. Svo sem áður er fram tekið hef- ur hér verið getið um þau atriði sem undirbúningsnefndin hefur fengið upplýsingar um, en sfðan á eftir að koma f ljós hvort hægt verður að koma öllum liðum f framkvæmd og ræðst um sumt af því hvort einhverjir styrkir fást, eins og Árni Kristjánsson tók fram. En það á eflaust eftir að koma í ljós á þessu hausti þegar fjárhagsáætlanir og fjárlög sjá dagsins ljós. En mikill undirbún- ingu er þegar í gangi til að gera tónlistarárið 1985 sem best úr garði. - E-Pi. TJöfðar til XI fólks í öllum starfsgreinum! Inntökupróf við háskóla á Spáni islenskir námsmenn sem hafa hug á aö þreyta inn- tökupróf til undirbúningsnáms viö háskóla á Spáni skólaáriö ’84—’85 eru beönir aö láta skrá sig sem fyrst á ræöismannsskrifstofu Spánar, Laugavegi 170—172, Reykjavík, sími 21240. Skilyröi er aö viö- komandi hafi gott vald á spænskri tungu og hafi lokiö stúdentsprófi eða stundaö nám við háskóla. f Allt á sínum staö l Ef einhver sérstök vörzluvandamál þarf aö leysa biöjum viö viökomandi góöfúslega aö hafa samband viö okkur sem allra fyrst og munum víö fúslega sýna fram á hvernig íhtmnon skjalaskápur hefur „allt á sínum staö". Útsötustaöir: ÍSAFJÖROUR, Bókaverslun Jónasar Tómassonar BORGARNES, Kaupfélag Borgfirftinga. SAUÐArKRÓKUR. Bókaverslun Kr Blöndal, SIGLUFJÖRÐUR, Aftalbúftin. bókaverslun Hannesar Jónassonar. AKUREYRI, Bókval, bóka* og ritfangaverslun. HÚSAVlK, Bókaverslun Þórarins Stefánssonar. ESKIFJÓRÐUR, Ells Guftnason, verslun. HÖFN HORNAFIRÐf, Kaupfélag A-Skaftfellinga VESTMANNAEYJAR, BókabUftin EGILSSTAÐIR, Bókabúftin Hlðftum REYKJAVlK, Pennlnn Hallarmúla KEFLAVlK, Bókabúft Keflavikur ÓlAfUR OÍSLASOf'i % CO. HF. SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800 J) veldu barða með báða kostina! ÖLL HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA FYRIR FÓLKSBÍLA OC SENDIBÍLA •!lH| HEKIA HF Laugavegi 170-172 Simi 21240 PRISMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.