Morgunblaðið - 11.11.1984, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 11.11.1984, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 107 íslenskt tónlistarfólk mun i tónlisUrári Evrópu Kka hleypa heimdraganum. T.d. mun Sinfóníuhljómsveit íslands fara hljómleikaferð til Frakklands, Langholtskórinn fara tónleikaferð til Austurríkis og Ítalíu, Hamrahlíðarkórinn fara á kórahátíðina í Strassburg. Á myndinni er Sinfóníuhljómsveitin með Pólýfónkórnum Hugmyndir eru uppi um að stofna á tónlistarárinu til hljómsveitar ungs fólks með nemum, sem langt eru komnir, og gefa þeim kost á þjálfun á 3—4 þjálfunarnámskeiðum með reyndum stjórnendum og tónleikum í loks hvers námskeiðs. Mun Paul Zukofsky rlða á vaðið f febrúar—mars. Norræn tónlistarhátfð með flutningi á barroktónlist, sem tónlistarfólk frá Norðurlöndunum fimm flytur með upprunalegum hljóðfærum, verður í Skálholtskirkju og skipuleggur Helga Ingólfsdóttir þá hátíð. íslenska óperan mun á árinu 1985 frumflytja islenska óperu eftir Jón Ásgeirsson tónskáld. Útvarp og hljómplötur Opinberar stofnanir hafa einnig veitt undirbúningsnefndinni upp- lýsingar um sínar hugmyndir um þátttöku í Tónlistarárinu 1985. Ríkisútvarpið mun reyna að gera viðburðum ársins eins góð skil og hægt er. Margar erlendar dag- skrár hafa verið boðnar fram í til- efni Tónlistarársins og hefur út- varpið í hyggju að nýta sér þær eins og frekast er kostur. Á föstu- daginn langa mun til dæmis verða útvarpað Matteusarpassíunni frá Leipzig. Þá hefur Ríkisútvarpið áformað röð Bach-konserta með íslenskum flytjendum, þ.e. flutn- ingi á 48 prelúdíum og fúgum með 12 píanóleikurum. Og vonast til að geta tekið upp stærri verk á þessu ári en gert er að jafnaði, m.a. óperur. Þá er í undirbúningi kynn- ing á verkum frá tónlistarskólun- um undir heitinu Ungt fólk í upp- tökusal. Útvarpað verður þætti með íslenskri tónlist og áformuð þáttaröð um fslenska tónlistar- sögu. Tónverkamiðstöðin áformar að auka útgáfu á hljómplötum með íslenskri tónlist á árinu 1985 með áherslu á upptökum stærri hljóm- sveitarverka. Á tónleikum sfnum mun Sin- fóníuhljómsveitin flytja íslensk verk, eitthvað af þeim í frumflutn- ingi og islenskir söngvarar syngja með hljómsveitinni. Og á fyrstu tónleikunum í janúar 1985 mun hljómsveitin flytja Vorblótið eftir Stravinsky og í október 1985 verð- ur flutt sinfónía eftir Mahler með stækkaðri hljómsveit. Þá áformar Sinfóniuhljómsveit íslands hljómleikaferð til Frakklands f júnímánuði 1985. Hjá Tónlistarfélaginu, sem f hálfa öld hefur efnt til 10 hljóm- leika á ári með bestu kröftum inn- lendum og erlendum, er rætt um að efna til sönghátiðar 1985 á borð við þá sem haldin var 1983. Söngskólinn f Reykjavik hefur i hyggju að flytja haustið 1985 óperu sem Arne Mellnás semur þá fyrir þetta tækifæri. Og á árinu verður þar flutningur á Missa Sol- emnis eftir Cherubini. Musica Antiqua mun efna til þriggja tón- leika. Á tónleikunum í mars verð- ur flutt renaissance-músik með upprunalegum hljóðfærum. Jazz og hljómsveit ungs fólks Jazzvakning sér um að jazzinn verði ekki út undan á tónlistarár- inu 1985. Verða afmælistónleikar f tilefni 10 ár afmælis félagsins haldnir í september. Þar verða flutt ný jazz-tónverk eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Stefán S. Stef- ánsson. Gert er ráð fyrir sam- vinnu við útvarpsstöðvar á Norð- urlöndum. Og haldið verður nám- skeið í sambandi við tónleikana, sem þeir Niels Henning örsted Petersen og Pétur östlund stjórna. Þjóðlög og þjóðdansar verða á dagskrá og hafa kvæðamannafé- lagið Iðunn og Þjóðdansafélag Reykjavfkur ákveðið að vera með ýmsum hætti með. Ýmislegt fleira en tónleikar munu setja svip á tónlistarárið á íslandi. Áformað er að gefa út sér- stakt frímerki helgað tónlistarár- inu f Evrópu. Og rætt er um átak af einhverju tagi á árinu 1985 til að ýta áfram hugmyndum um nýtt tónlistarhús og fjáröflun til þess. Þá er í ráði að stofna til „hljómsveitar ungs fólks" snemma á árinu með nemum sem langt eru komnir í tónlistarnámi í Tónlist- arskólunum, efna til þjálfunar- námskeiða 3—4 sinnum á árinu með reyndum stjórnendum í því skyni að veita þessu unga fólki reynslu og þjálfun. Það fyrsta verður þá í febrúar og mars 1985 undir stjórn Paul Zukofskys. En hljómleikar verða í lok hvers nám- skeiðs. Svo sem áður er fram tekið hef- ur hér verið getið um þau atriði sem undirbúningsnefndin hefur fengið upplýsingar um, en sfðan á eftir að koma f ljós hvort hægt verður að koma öllum liðum f framkvæmd og ræðst um sumt af því hvort einhverjir styrkir fást, eins og Árni Kristjánsson tók fram. En það á eflaust eftir að koma í ljós á þessu hausti þegar fjárhagsáætlanir og fjárlög sjá dagsins ljós. En mikill undirbún- ingu er þegar í gangi til að gera tónlistarárið 1985 sem best úr garði. - E-Pi. TJöfðar til XI fólks í öllum starfsgreinum! Inntökupróf við háskóla á Spáni islenskir námsmenn sem hafa hug á aö þreyta inn- tökupróf til undirbúningsnáms viö háskóla á Spáni skólaáriö ’84—’85 eru beönir aö láta skrá sig sem fyrst á ræöismannsskrifstofu Spánar, Laugavegi 170—172, Reykjavík, sími 21240. Skilyröi er aö viö- komandi hafi gott vald á spænskri tungu og hafi lokiö stúdentsprófi eða stundaö nám við háskóla. f Allt á sínum staö l Ef einhver sérstök vörzluvandamál þarf aö leysa biöjum viö viökomandi góöfúslega aö hafa samband viö okkur sem allra fyrst og munum víö fúslega sýna fram á hvernig íhtmnon skjalaskápur hefur „allt á sínum staö". Útsötustaöir: ÍSAFJÖROUR, Bókaverslun Jónasar Tómassonar BORGARNES, Kaupfélag Borgfirftinga. SAUÐArKRÓKUR. Bókaverslun Kr Blöndal, SIGLUFJÖRÐUR, Aftalbúftin. bókaverslun Hannesar Jónassonar. AKUREYRI, Bókval, bóka* og ritfangaverslun. HÚSAVlK, Bókaverslun Þórarins Stefánssonar. ESKIFJÓRÐUR, Ells Guftnason, verslun. HÖFN HORNAFIRÐf, Kaupfélag A-Skaftfellinga VESTMANNAEYJAR, BókabUftin EGILSSTAÐIR, Bókabúftin Hlðftum REYKJAVlK, Pennlnn Hallarmúla KEFLAVlK, Bókabúft Keflavikur ÓlAfUR OÍSLASOf'i % CO. HF. SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800 J) veldu barða með báða kostina! ÖLL HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA FYRIR FÓLKSBÍLA OC SENDIBÍLA •!lH| HEKIA HF Laugavegi 170-172 Simi 21240 PRISMA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.