Morgunblaðið - 11.11.1984, Síða 52

Morgunblaðið - 11.11.1984, Síða 52
124 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 HCGAAIin c 'ffi tfnltifTfl n Ef Wa.nr\ cr handa- konunni þinrví, \>cl ííinq '<eq upp á. krumpu&ti hM.cJU" Týndi maðurinn í Sturlungu Sigurveig Guömundsdóttir skrif- ar Sála mín rak upp skellihlátur, nú á að fara að lesa úr Sturlungu. — Vögum vér og vögum vér með vora byrði þunga, er nú komið sem áður var í öld Sturlunga, í öld Sturlunga. Gaman væri að heyra fróða menn ræða um upptökin að Flugumýrarbrekku, hefnd Sturl- unganna. Hvernig stóð á þvf, að það er laundóttir Sturlu Sig- hvatssonar, sem mælir hin örlaga- ríku orð á Möðruvöllum: „Því að Gizuri þótti hver herkerling lík- legri til að hefna föður míns, Sturlu, en þú. Sér hann það, að þér er litur einn gefinn." Nú var bóndi Þórdísar kallaður Eyjólfur ofsi og samt réttir hún honum þessa eyrnafíkju. Þórdís var óskilgetin, en samt er það hún sem rekur ofsann bónda sinn til þeirrar hörðustu reiðar yfir fjöll og firn- indi, svo aldrei hefur enn í manna minnum meira riðið nokkur Is- lendingur. Flugumýrarbrenna er það skelfileg, að enginn gleymir sá sem heyrt hefur. Aðrar meinlausari Sturlunguminningar Það var eitt kvöld að vetri til að ég sat hjá vinkonu minni, Áslaugu Proppé, og vorum við að spjalla venjulegt tal kvenna. Við vorum að tala um eitthvert atriði í Sturl- ungu. Þá er barið að dyrum. Veður var kalt og frjósandi, tunglskin mikið úti og gluggaþykkn. Sá sem kominn var hét Jóhannes og var bréfberi. Áslaug bauð honum til stofu. Ekki gátum við hætt við Sturlunguskrafið og var gesturinn fljótur að taka þar undir. Er skemmst frá því að segja, að Jó- hannes bréfberi virtist kunna alla Sturlungu utanbókar, nöfn, ártöl og atburði. Vegna síns embættis gat hann ekki setið eins lengi og við kusum, þakkaði með virktum, en spurði að síðustu: „Þekkið þið þennan mann?" Og hann nefndi mannsnafn sem ég man ekki leng- ur, minnir að maður þessi hafi flækst vestur á fjörðu, drepið ein- hvern þar eða einhver drap hann. Jóhannes mælti þá: „Þessi maður er ekki nefndur nema á einum stað í Sturlungu." Við skildum þegar, að sá sem vissi deili á manni, sem aðeins einu sinni er getið í Sturlungu, hlyti að vera sannfróður í besta skilningi þess orðs. Löngu seinna fór ég með rútu vestur í Hólm. Hjá mér sat gam- all, þreytulegur bóndi. Einhvern veginn atvikaðist svo að minnst var á Sturlungu. Kom þá í ljós, að bóndinn var ólafur í Elliðaey, merkismaður á sinni tíð. Hann rakti fyrir mér allar þær ferðir á Sturlungaöld, sem legið hefðu í nánd við veginn sem við fórum, vissi allt um alla, rétt eins og hann hefði verið nýsloppinn úr örlygsstaðabardaga. Tíminn leið allt of fljótt og þá í Hólminn var komið, leit ólafur á mig sama dulmagnaða augnaráðinu og Jó- hannes bréfberi forðum: „Veistu hver þessi maður var, hann er að- eins einu sinni nefndur i Sturl- ungu.“ Vill nú ekki einhver góður Sturlungumaður segja okkur fá- kænum lýð: Hvað hét þessi hinn eini, sem Sturlunga er svo fáorð um? Einari Karli Haraldssyni og öllum þeim, sem eiga eftir að skemmta oss með Sturlungu, ósk- um vér árnaðar heilagrar Katrín- ar frá Alexandríu, sem kvað hafa verið sérlega góð áheita lærðum mönnum. — Sturlungar hafa áreiðanlega verið henni per- sónulega kunnugir. HÖGNI HREKKVlSI Hvar er útyarps-yekjarinn? Haraldur Jóhannsson skrifar: Undirritaður er einn af þeim sem tóku þátt í félagasöfnun Bókaklúbbs Arnar & örlygs sem fram fór í júli á siðasta ári. Voru væn verðlaun í boði og hver sá sem fengið gat 5 manns til að ganga í Bókaklúbbinn átti að fá útvarps-vekjara sem var með ábyggðum síma. Síðan er liðið eitt ár og tveir mánuðir. í bréfi, sem er dagsett 2. ágúst 1983, eða tveimur dögum eftir að skilafresturinn rann út, eru menn beðnir að sýna þolinmæði og skilning, en búist sé við því að af- hending tækjanna verði í lok sept. eða byrjun okt. sama ár. I bréfi dagsettu 11. okt. 1983 eru fluttar þær fréttir að ýmsar tafir hafi orðið, m.a. vegna misskiln- ings, en búast megi við tækjunum í febrúar á þessu ári. í bréfi frá innflytjanda tækj- anna, Varmás h/f, dagsettu 5. mars 1984, segir, að tækin eigi að vera komin til Hamborgar í lok mars og fari þaðan sjóleiðina til íslands. Ekkert bréf hefur borist, en ég hef hringt nokkrum sinnum og fengið upp gefnar ýmsar dagsetn- ingar en engin þeirra hefur stað- ist. Nokkrir mánuðir eru síðan tæk- in komu til landsins, en þau hafa verið leyst úr tolli í nokkrum áföngum. Mér var tjáð að ég hefði lent í þriðja áfanga og fengið tæk- ið í endann í ágúst. Sú dagsetning hefur sífellt farið aftar og vikuna fyrir verkfall var mér sagt að ég fengi tækið í næstu viku (fyrstu verkfallsviku). Verkfall BSRB skall þá á og stöðvaðist meðal annars tollþjón- usta. En nú er verkfallið leyst fyrir viku og hringdi ég í dag í Bóka- klúbb Arnar & Örlygs, en þá var mér sagt að ekki væri vitað hve- nær ég fengi tækið, en, „það væri verið að vinna að því að ná þeim úr tolli" og þaðan kæmu þau von- andi í næstu viku, síðan tæki viku að merkja þau og þá loks yrði hægt að dreifa þeim. Það lítur út fyrir það, að for- ráðamenn Bókaklúbbs Arnar & Örlygs hafi treyst á að verkfallið skylli á til að fá gálgafrest, en ef dagsetningin um verkfallsvikuna hefði átt að geta staðist, hefðu þeir þurft að vera búnir að leysa tækin úr tolli viku fyrir verkfall. Þetta símamál hefur verið mjög slæm auglýsing fyrir Bókaklúbb- inn, en furðulegt er hvernig staðið hefur verið að málum. Ég fæ ekki skilið þá auglýsingu sem klúbbur- inn fær með því að lofa meiru en hann getur efnt, því greinilegt er að fjárhagurinn er bágborinn fyrst ekki var hægt að leysa út öll tækin í einu. Hinar ýmsu dagsetningar um hvenær afhenda ætti tækin hafa allar reynst óáreiðanlegar, en bú- ast mætti við hörðum aðgerðum af bókaklúbbsins hálfu, ef einhver klúbbfélagi sýndi sömu léttúð á dagsetningum og trassaði að borga einhverja bók í 14 mánuði. Þó vonin sé veik, vonar undirrit- aður að eitthvað verði gert í mál- unum og viðkomandi aðilar fái tækin sín á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.