Morgunblaðið - 15.11.1984, Page 17

Morgunblaðið - 15.11.1984, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÖVEMBER 1984 17 Mbl7Ól.K.M. Símon Ragnarsson framkrsmdastjóri fyrir utan verslunina aö Lauga- ▼egi 5. Skartgripaverslun Jóns Sigmunds- sonar 80 ára SKARTGRIPAVERSLUN Jóns Sigmundssonar varð 80 ára 29. október sl. og þann 16. s.m. flutti fyrirtækiö i eigið húsnæði að Laugavegi 5. Af því tilefni leit blm. við í versluninni á dögunum og spjallaði við núver- andi framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Símon Ragnarsson gullsmið, en hann er sonarsonur Jóns Sigmundssonar. „Skartgripaverslun Jóns Sig- mundssonar er nú elst þeirra fyrirtækja hér á landi sem sér- hæfa sig í gull- og silfursmíði," sagði Símon. „Afi minn stofnaði fyrirtækið 29. október 1904 þá til húsa a að Grjótagötu 10. Seinna eignaðist hann eigið húsnæði að Laugavegi 8, þar sem hann starf- aði um árabil, eða til 1942. Þá tók fjölskylda hans við rekstri fyrirtækisins og árið 1972 gerð- ist ég framkvæmdastjóri þess. Árið 1976 urðu ákveðin skipti innan fjölskyldunnar og þá var húsið að Laugavegi 8 selt. Ég rak verslunina í nokkur ár í Iðnað- arhúsinu við Hallveigarstig, uns ég flutti i eigið húsnæði nú fyrir skömmu að Laugavegi 5. Ég Heimildir og hótanir Bókahöfundurinn, Charlie Nordblom, hefur sagt í viðtölum að hann hafi i heimildaleit sinni fyrst og fremst talað við land- flótta Rússa og Svía, sem hefur verið reynt að tæla til að njósa fyrir Sovétríkin. Bókin er prýdd fjölda mynda af öllum þeim, sem hann telur vera virka njósnara. Hann hefur sjálfur tekið þær flestar á járnbrautarstöðinni i Stokkhólmi. „Rússarnir eru með svo mikið af video-tækjum, út- vörpum og heimilstækjum að þeir velja alltaf lestarnar." Tvisvar hefur Nordblom verið hótað, í fyrra skiptið á járnbraut- arstöðinni í Stokkhólmi af Nikolaj Pjatkov, er hann beið eftir tæki- færi til myndatöku. í seinna skipt- ið var Nordblom hótað af aðal KGB-foringjanum í Svíþjóð, Vla- dimir Batjkirov, er hótað með þessum orðum: „Varaðu þig á að ljósmynda, slysin gera ekki boð á undan sér ..." Nordblom varð al- varlega skelkaður við þessa hótun og mun hafa gefið skýrslu um þetta atvik til sænska utanríkis- ráðuneytisins. Nákvæm sænsk þjóð- skrá í höndum Rússa Nordblom kveður sovésk stjórn- kann hvergi annars staðar við mig en við Laugveginn og var alltaf staðráðinn i að flytja verslunina þangað eins fljótt og auðið væri.“ Símon kvaðst leggja töluverða áherslu á demantshringa enda væri eftirspurnin eftir þeim mjög mikil. „Þá smíða ég og flyt inn alls kyns skartgripi, silfur- borðbúnað og gjafavörur." Að- spurður sagði Símon að sam- keppnin milli gullsmiða i borg- inni væri sífellt að færast í aukana en burtséð frá vekfallinu sem vissulega hefði sett strik í reikninginn hjá mörgum versl- unareigendum, þá gengju við- skiptin ekki ver en endranær. völd hafa aðgang að fullkominni þjóðskrá um alla sænska ríkis- borgara. Nú er talið að í landinu séu til um 50.000 tölvuskrár, sem hafa að geyma mismunandi upplýsingar um einstaklinga. Hver Svíi er í ca. 100 opinberum skrám. Fyrr- greindur Freese (forstj. tölvueft- irlitsnefndar) álítur þessa þróun mjög alvarlega og ógnvekjandi, sérstaklega ef þessar upplýsingar yrðu notaðar við sovéskt hernám. Skráin hjálpar til við leit og rannsóknir á lykilmönnum og myndi gera allt mun auðveldara við stjórnun landsins. Nordblom staðhæfir að sannan- ir séu fyrir því að Rússar hafi full- komna tölvuskrá yfir alla Svía. Hann nefnir sem dæmi gotlenska fiskiskipið sem 1982 var stöðvað af sovésku skipi og fært til hafnar í Litháen. Sovésk yfirvöld fengu þá öll nafnnúmer áhafnarinnar og báru saman við sína tölvuskrá. Nordblom fullyrðir og að full- trúar erlendra ríkja geti óskað eftir upplýsingum frá innlendum stjórnvöldum um íbúa landsins og síðan fengið að ljósmynda þær. Heimildir: I ppsala Nya Tidning Aftonsbladet. Skíðaskáli byggður á Skagaströnd Skagaströnd, 8. nóvember. í SUMAR hefur verið unnið að bygg- ingu skíðaskála á Skagaströnd. Á undanförnum árum hefur skíðaáhugi sífellt verið að aukast á Skagaströnd eins og viða annars staðar. Með tilkomu diskalyftu fyrir nokkrum árum varð gjör- bylting á aðstöðunni fyrir þá sem skíðamennsku stunda hér. Með aukinni aðsókn Skag- strendinga og fólks víðar að úr héraðinu, hefur þörfin fyrir skíða- skála sífellt orðið brýnni og í vor ákvað skíðadeild UMF Fram að ráðast í byggingu skíðaskála við hlið diskalyftunnar. Vilmar Þór Kristinsson hannaði fyrir félagið skála sem er 65 fm með eldhúskrók, tveimur snyrt- ingum, steypibaði og sal á neðri hæð en á efri hæð er svo svefnloft undir risi. Framkvæmdir við skálann hóf- ust svo í júní og er stefnt að því að ljúka smíðinni fyrir áramót. Að sjálfsögðu er svona bygging dýrt fyrirtæki fyrir lítið ung- mennafélag en með lánum frá Landsbankanum, Búnaðarbank- anum og Kaupfélagi Húnvetninga fékkst fjármagn til að fara út í bygginguna. Hyggst skíðadeildin leita til fyrirtækja og einstaklinga á Skagaströnd eftir fjárstuðningi og er líklegt að því verði vel tekið því áhugi og velvilji til skíðaskál- ans er mjög almennur. Frá því að byggingarfram- kvæmdir hófust hafa félagar í skíðadeildinni og aðrir áhuga- menn lagt fram geysimikla sjálf- boðavinnu sem hefur orðið til þess að kostnaður við bygginguna er að langmestu leyti til kominn vegna efniskaupa. Eins og áður segir er stefnt að því að taka skálann i notkun um áramótin og horfa því skíðamenn björtum augum til væntanlegrar skíðavertíðar og vonast til að bygging skíðaskálans muni skiða- íþróttinni lyftistöng í héraðinu. Klingjandi kiistall-kærkomin gjöf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.