Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 Evrópa gæti bjargað Atlantshafssamstarfínu — eftir Roger Kaplan í einum af söngvum frönsku Út- lendingaherdeildarinnar kemur fyrir eftirfarandi ljóölína: Adieu vielie Europe, que le diable l’emporte (Farðu vel gamla Evrópa, megi fjandinn hirða þig!) í mörgum grein- um sem birzt hafa að undanförnu í Bandartkjunum um Atlantshafs- bandalagið og samvinnu Atlants- hafsríkjanna gætir sömu hugsunar, þótt orðalag sé mildara. Listinn yfir aðfinnslur Banda- ríkjanna í garð Vestur-Evrópu er langur og efnismikill. Að áliti Bandarikjamanna veita banda- menn þeirra Sovétríkjunum mun meiri aðstoð en skynsamlegt er stjórnmálalega eða viturlegt fjár- hagslega. Hvað varnarmálin varð- ar hafa gagnrýnendur í Banda- ríkjunum bent á að stjórnmála- menn í Evrópu hiki við að viður- kenna fyrir þjóðum sínum að „kjarnorkuskjöldur Bandaríkj- anna“ sé ekki jafn öruggur og áð- ur, því gerðu þeir það, neyddust þeir til að endurskoða gaumgæfi- lega það jafnvægi sem þeir hafa náð milli þægilegra félagslegra framkvæmda og viðunandi land- varna. Staðreyndin er sú að staða NATO vekur það miklar áhyggjur hjá bandarískum sérfræðingum (og meðal þeirra er jafnvel Sam Nunn öldungadeildarþingmaður, sem er einlægur stuðningsmaður samvinnu Atlantshafsrikjanna) að ný-einangrunarstefna gæti ver- ið í burðarliðnum. Kaldhæðni Verði ekki tekið alvarlega á þessum málum er líklegt að Vestur-Evrópubúar standi fyrr en seinna frammi fyrir því að banda- rískir leiðtogar hafi meiri áhuga á sinni eigin heimsálfu og Kyrra- hafssvæðinu en á Evrópu. Sannleikurinn er sá að gildar pólitískar og hernaðarlegar ástæður geta verið fyrir svona af- stöðu frá hendi Bandaríkjanna, án tillits til þess hvað Evrópuríkin gera eða gera ekki. En þarna er greinilega um kaldhæðni að ræða að því leyti að hjá vissum frammámönnum — og hér verður að ítreka að fleiri hliðar eru á málinu — er nú einmitt svo komið að áhrifaaðilar í Evrópu eru jafn hneykslaðir og Bandaríkjamenn á því hve varnarmál þeirra hafa verið vanrækt og eru ákveðnar að ráða þar bót á. í Frakklandi, þar sem varnar- málin eru venjulega aðeins rædd í þröngum hópi sérfræðinga, hefur Etienne Copel, sem nýlega lét af starfi hershöfðingja í flughernum, skrifað metsölubók þar sem hann heldur því fram að Evrópu stafi mest hætta af hefðbundnum vopnabúnaði, ekki kjarnorkuvopn- um, og að Frökkum og Evrópu- mönnum í heild beri að efla hefð- bundnar varnir sínar. Copel hershöfðingi segir einnig að óski Vestur-Þjóðverjar eftir kjarn- orkuvopnum, ættu Frarkkar að útvega þeim þau. Jafnframt þessu hefur svo stór hluti vinstri sinn- aðra menntamanna, sem ekki fylgja kommúnisma, gengið í lið með hægri sinnuðum forustu- mönnum í fordæmingu á hlutleys- isstefnunni, sem þeir segja að geta riðið evrópskri menningu að fullu. Og Francois Mitterrand forseti hefur, mörgum til undrunar, ein- dregið hvatt til þess að Pershing II eldflaugum verði komið fyrir i Evrópu. Vinstrimenn klofna Víða í Evrópu eru hópar miðju- manna vinstri flokkanna að klofna í tvennt, en það er í Frakk- landi sem þessi klofningur er mest áberandi. Annar armur fyrri fylk- ingar jafnaðarmanna þokast i átt til uppgjafarstefnu. Hinn armur- inn viðurkennir í raun rök hægri sinna, að minnsta kosti í varnar- málum. Þetta hefur komið mörgum bandarískum sérfræðingum svo á óvart, að þeir láta sem þeir taki ekki eftir því. Stefna Bandaríkj- anna byggðist of lengi á þeirri for- sendu að þyngdarpunktur stjórn- málanna í Vestur-Evrópu væri hjá flokkum sósíaldemókrata, þ.e. jafnaðarmönnum. Margir í Evr- ópu voru á sama máli: Jafnvel „frí-verzlunar“-sinni eins og Val- ery Giscard d’Estaing, fyrrum for- seti Frakklands, framfylgdi i raun stefnu jafnaðarmanna. Stefnu- mótendur i Bandaríkjunum hvöttu evrópska jafnaðarmenn til að hugsa um hag Atlantshafsríkj- anna og útiloka róttæka vinstri sinna. Það voru gildar ástæður fyrir þessari hrifningu Bandaríkj- anna á lýðræðissinnuðu vinstri flokkunum, en þær eru nú úreltar og afsannaðar. í fyrsta lagi bjó þar að baki sú ranga fullyrðing að Hitler hafi verið hægri sinnaður, þegar staðreyndin er sú að ein- ræðishreyfing hans átti rætur að rekja til vinstri sinnaðrar bölsýni. Auk þess voru margir stefnumót- endur á eftirstríðsárunum í Bandaríkjunum oft sammála skoðunum og gildismati vinstri sinnuðu lýðræðisflokkanna og stuðluðu að því að koma á fót „þriðja aflinu" í Evrópu (og víðar í heiminum" milli sovézkrar drottn- unarstefnu og hægri flokkanna, sem höfðu brugðist, eins og Gaull- istar í Frakklandi. Vinstrimenn í Evrópu voru reiðubúnir til við- ræðna i anda alþjóðlegar óskhyggju, sem átti margt sam- Yfirborganir og opin- berir starfsmenn — eftir Baldur Guðlaugsson í nýafstöðnum kjaradeilum héldu opinberir starfsmenn því ákaft fram að laun þeirra hefðu dregist aftur úr launum sambæri- legra stétta á hinum almenna vinnumarkaði. Þessi staðhæfing er röng sé borið saman við samn- ingsbundin taxtalaun. í slíkum samanburði hafa opinberir starfsmenn ekki ástæðu til að kvarta. En sé skyggnst dýpra og litið til raunlauna, þ.e. taxtalauna, að viðbættum svokölluðum yfir- borgunum, hygg ég að engum sem eitthvað þekkir til á vinnumark- aðnum blandist hugur um að laun- akjör opinberra starfsmanna eru i mörgum tilfellum í engu samræmi við það sem tiðkast úti á hinum almenna vinnumarkaði. Þetta stafar af launaskriði og víðtækum yfirborgunum á hinum almenna vinnumarkaði. Tvenns konar fyrirvara þarf að vísu að setja við það sem hér hefur verið sagt. í fyrsta lagi er það kunn stað- reynd að hið opinbera reynir iðu- lega að bæta sinum starfsmönnum lakari launakjör með duldum launagreiðslum i beinu eða óbeinu formi, (föst umsamin yfirvinna, „Ég endurtek að vand- inn felst ekki í ósam- ræmi í launatölum kjarasamninga, heldur hinu að hið opinbera hefur ekki sama svig- rúm og aðrir vinnuveit- endur til að yfírborga starfsmenn sína þegar svo ber undir og til að borga jafnsettum starfs- mönnum mishá laun.“ nefndasetur, leyfi til að stunda aukastörf í vinnutímanum o.s.frv.), auk þess sem meira at- vinnuöryggi og betri lífeyrisrétt- indi opinberra starfsmanna eru vitaskuld nokkurs virði. En engu að síður hallar að mínum dómi tvímælalaust á opinbera starfs- menn, auk þess sem duldar launa- greiðslur, sem „nota bene“ ná ein- ungis til hluta opinberra starfs- manna eru afar óæskilegar. í öðru lagi er alls ekki um það að ræða að allir launþegar á hin- um almenna vinnumarkaði séu yf- irborgaðir. I sumum greinum tíðk- ast slíkar yfirborganir lítið sem ekkert. Og þegar um yfirborganir er að ræða eru þær afar mismiklar eftir starfsgreinum, vinnustöðum og einstaklingum. Það er því engin lausn á launamisræmi milli opinb- erra starfsmanna og viðmiðun- arhópa þeirra á hinum almenna vinnumarkaði að ætla að gera samningsbundin taxtalaun opin- berra starfsmanna hærri en samningsbundin taxtalaun við- miðunarhópanna, á grundvelli einhverra meðaltala úr saman- burðarathugunum á raunlaunum. Að mínum dómi er kjarni vandans sem við er að glíma á þessu sviði sá, að hið opinbera hef- ur ekki sömu tök á að víkja frá hinum umsömdu kauptöxtum kjarasamninga og vinnuveitendur á hinum almenna vinnumarkaði. Menn og flokka greinir á um hversu mikill hlutur hins opinbera eigi að vera i þjóðarbúskapnum. Margir, þ.ám. undirritaður, telja að leggja megi niður eða færa fjöl- mörg verkefni og þjónustu sem í dag eru i höndum hins opinbera til einstaklinga og samtaka og fyrir- tækja þeirra. Þótt það næðist fram breytir það ekki hinu að riki og sveitarfélög mundu áfram hafa þýðingarmiklu hlutverki að gegna Baldur Guðlaugsson og þar af leiðandi þörf fyrir hæft starfsfólk. Og hvort sem starfsm- enn hins opinbera eru og koma til með að verða fleiri eða færri hlýt- ur það að vera hagur okkar allra að hið opinbera, hvort heldur ríki eða sveitarfélög, geti verið sam- keppnishæft við aðra vinnuveit- endur við ráðningu hæfs starfs- fólks. Ástæðan fyrir því að þessar lín- ur eru settar á blað er sú, að ég tel þýðingarmikið að sá vandi sem hér hefur verið gerður að umtals- efni, verði tekinn til úrlausnar án tafar og þess freistað að ráða þar bót á, áður en á stjórnvöld og stéttarfélög rennur á ný vígamóð- ur nýrrar kjarasamningagerðar, því við slíkar aðstæður reynist oft erfitt að fara nýjar leiðir, eins og best sannaðist í nýgerðum kjara- samningum. Ég endurtek að vandinn felst ekki í ósamræmi I launatölum kjarasamninga, heldur hinu að hið opinbera hefur ekki sama svigrúm og aðrir vinnuveitendur til að yfir- borga starfsmenn sina þegar svo ber undir og til að borga jafnsett- um starfsmönnum mishá laun. Samtök opinberra starfsmanna verða að mínum dómi að horfast í augu við og viðurkenna þá stað- reynd, að þetta misræmi verður ekki leyst í kjarasamningum. í raun og veru snýr úrlausnarefnið að því að gera hinu opinbera kleyft að laga sig að lögmálum markaðarins á launamálasviðinu. Ég vil ljúka þessum orðum með því að varpa fram til umhugsunar nokkrum hugsanlegum leiðum út úr þessum ógöngum: 1. Ríki og sveitarfélög geri í fjárlögum ráð fyrir ákveðinni upp- hæð til launagreiðslna umfram áætluð laun skv. kjarasamningum (t.d. einhver tiltekin prósenta ofan á laun). Ráðuneytisstjórar og yfir- menn opinberra stofnana fái hver um sig til ráðstöfunar tiltekinn hluta þessarar umframfjárhæðar til að nota í yfirborganir. Sá möguleiki væri að vísu fyrir hendi að vitneskjan um tilvist slíkrar umframprósentu yrði til þess að skapa þrýsting frá starfsfólki hvers vinnustaðar fyrir sig um að þessari fjárhæð yrði útdeilt til all- ra í formi sömu prósentu á öll laun. Þá næðist ekki sá sveigjan- leiki í launagreiðslum opinberra starfsmanna sem að væri stefnt. Því væri hugsanlegt að í stað þess að skipta fjárveitingunni fyrir- fram og formlega í jöfnum hlutf- öllum milli allra ráðuneyta og stofnana, ætti að láta hana vera í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.