Morgunblaðið - 15.11.1984, Side 33

Morgunblaðið - 15.11.1984, Side 33
33 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 Skuggamyndir Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Austurbæjarbíó: Garp („The World According To Garp“) -tt l/i Leikstjóri og framleiðandi: George Roy Hill. Handrit Steve Tesich, byggt á skáldsögu Johns Irving. Tónlist David Shire. Að- alhlutverk: Robin Williams, Mary Beth Hurt, Glenn Close, John Lithgow. Bandarísk, frá Warnes Bros, gerð 1983. Sýn- ingartími 136 mín. The World According To Garp, var harla óvenjuleg skáldsaga um lífshlaup T.S. Garp, skálds og glímukappa, frá vöggu til grafar. Söguhetjan var með þeim ósköpum fæddur að vera sílendandi í einhverri ill- útskýranlegri skelfingu sem kom einsog þruma úr heiðskíru lofti. Skáldsagan er ekkert áhlaupa- verk að kvikmynda, enda hefur það mistekist að flestu leyti. Garp er aðeins skuggamynd verks sem oft reis hátt í sinni sérkennilegu gálgafyndni, kaldhæðni og fáránleik. Garp (Robin Williams) verður til undir mjög sérstökum kring- umstæðum. Móðir hans, Jenny Field (Glenn Close), er hjúkrun- arkona sem þráir aö eignast barn en leggur fæð á karlpening- inn og andstyggilegar girndir þeirra. Þar stendur hnífurinn í kúnni. En á stríðsárunum er lagður inn hjá henni hermaður að dauða kominn. Eru flestir hans líkamshlutar i dá fallnir, utan limurinn. Hér býðst Jenny gullið tækifæri til frjóvgunar, sem hún grípur fegins hendi, enda tími glasabarna víðsfjarri. Og Garp verður til. t þessum anda er sagan öll. Piltur er fæddur inní upp- reisnarveröld kvenna og verður móðir hans þar einskonar æðsti prestur. Þegar Garp er svo orð- inn uppkominn, giftur, heimil- isfaðir og lítt lesinn en virtur rithöfundur baðast svo móðir hans frægðarljóma eftir að hún Frá ríki náttúrunnar Garp (Robin Williams) leitar huggunar hjá vini/vinkonu sinni, kynskipt- ingnum Robertu (John Lithgow), f myndinni Garp. skrifar bókina Kynlífsgrunur er fjallar um stöðu kvenmannsins í veröld karla. Hún safnar að sér konum sem farið hafa halloka í lífinu en síðar eiga þessi afskifti hennar eftir að kosta þau mæðg- inin lífið. Það er fátt að segja um kvik- myndina Garp. Hún er sundur- laus, grunnrist og kraftlaus. Gálgahúmor bókarinnar kemst yfirleitt ekki til skila utan í ör- fáum atriðum í kvikmyndaform- inu og þá glittir í magnaðan skáldskap Irvings. Kvikmyndin verður hvað eft- irminnilegust fyrir rösklegan leik Glenn Close í hlutverki kvenréttindakonunnar, móður Garps, og ágæta tilburði Willi- ams, Mary Beth Hurt og sér- staklega Johns Lithgow i hlut- verki kynskiptingsins Rob- erts/Robertu. Að lokum varnaðarorð til þeirra sem lesið hafa bókina og ætla að sjá myndina: Búist ekki við miklu. Til hinna: Geymið lesturinn, þá getur myndin sjálfsagt þótt þolanleg skemmt- un. ekki að furða þó manninum gætist vel að þessu litla rándýri og tæki að hæna það að sér og flytti það síðan með sér þangað sem það var ekki fyrir. Og þar með tók köttur- inn að breiðast út um allar jarðir þar sem maðurinn tók sér ból- festu. Kattardýr eru íþróttalega vaxin og hlaupagikkir hinir mestu. Upp- lýst er hér að blettatígur geti hlaupið með 115—120 km hraða á klukkustund — en þá aðeins um sex til sjö hundruð metra spöl í einu. Villt spendýr eru ekki mörg á íslandi. Öðru máli gegnir um fugla. í raun er ísland hreinasta fuglaparadís ef miðað er við norð- læga breidd landsins og fremur kalt loftslag. í fuglabindinu er t.d. langur kafli um endur. Þær bregða svip yfir lífríki íslenskra vatna öðrum fuglum fremur. Og framan á kápu er mynd af stokk- andarhjónum (grænhöfða) sem er í tölu algengustu íslenskra fugla. Meðal erlendra fuglategunda, sem hér er greint frá, má nefna albatros. Hann er stærstur fleygra sjófugla, 135 cm frá nef- broddi að stéli, með allt að 3V4 metra vænghaf. Albatrosinn eltir skip á suðlægari breiddargráðum og hefur löngum verið eftirlæti farmanna. Skáld hafa ort um þennan tígulega sjófugl, þeirra á meðal Coleridge og Baudelaire. Geysimargar myndir prýða rit þetta. Myndirnar eru allar teikn- aðar og í litum, en fullt svo nátt- úrulegar sem um ljósmyndir væri að ræða. Segja höfundar í formála að sá kostur hafi verið valinn að taka teikningar fram yfir ljós- myndir »þar sem listamennirnir gætu lýst öllum eiginleikum og lífsháttum dýranna miklu betur en nokkrar ljósmyndir*. Má það satt vera. Erlendur Jónsson Óskar Ingimarsson, Þorsteinn Thor- arensen: FUGLAR. 168 bls. SPEN- DÝR. 174 bls. Veröld og Fjölvaútg. Rvík, 1983-84. Á blómaskeiði tímaritanna þótti sjálfsagt að blanda ritgerð- um náttúrufræðilegs efnis saman við bókmenntaefni. Nýjungar í náttúruvísindum vöktu bæði for- vitni og fögnuð. Svo er enn þó með öðrum hætti sé. Að vísu er lítil von til að menn finni áður óþekkt- ar dýrategundir eða grafi úr jörðu steingervinga er varpi óvæntu ljósi á þróun tegundanna. Hins vegar er margt órannsakað um at- ferli dýra, jafnvel þeirra sem við þekkjum best. Við vitum að sönnu að hundurinn er manninum fylgi- spakur en kötturinn fer sínar eig- in leiðir og svarið við því er meðal annars að finna f riti þessu: að hundurinn var upphaflega hópdýr, vanur að fylgja sínum foringja; kötturinn var þar á móti einfari í náttúrunni og því er honum ekki eðlilegt að hlíta leiðsögn. En hvað útskýrir ratvísi dýr- anna, svo dæmi sé tekið? Hvernig fer hestur, sem fluttur er eftir krókaleiðum norðan úr Skagafirði suður í Skaftafellssýslu, að strjúka og stefna þá beint heim eins og eftir áttavita og korti? Hvaða gáfa er farfuglunum gefin að rata hingað á vorin — rétt eins og þota með fullkomnum tækjum? Svörin við þessum og viðlíka spurningum eru gefin í riti þessu að svo miklu leyti sem rannsóknir hafa yfirhöfuð leitt til niðurstöðu sem unnt er að gera grein fyrir í alþýðlegu riti. Riti þessu er ætlað að koma út í átján bindum, hvorki meira né minna, þar af þrjú um fiska, þrjú um fugla en sex um spendýr. Ritið varð til með alþjóðlegu samstarfi vísindamanna, myndlistarmanna og útgefenda. Hinn íslenski útgef- andi tekur þó fram að hér sé »um að ræða nýtt verk íslensku höf- undanna. Þeir styðjast við frum- textann sem heimild, en umskapa hann frá rótum með aðlögun að íslenskum staðháttum, þar sem víðtækar upplýsingar um íslenskt lífríki er að sjálfsögðu ætíð látið sitja í fyrirrúmi.* Bindin, sem út eru komin og hér um ræðir, teljast hið níunda og fimmtánda í safninu. Mun útgef- andi hafa talið heppilegast að koma fyrst út því sem helst skírskotar til hins almenna les- anda. Margir hafa áhuga á fuglum umfram annað í náttúrunni, lík- lega vegna þess að fuglar eru sí- fellt fyrir augum manns, og þarf ekki að líta lengra en út um stofu- gluggann til að sjá fugl á flugi. Spendýrabókin segir frá þeim flokki dýra sem almennt eru nefnd kattardýr, ættingjum kisu bless- aðrar sem gleður börnin, en þau eru talin vinsælust allra dýra í dýragörðum og vekja jafnan for- vitni fyrir margra hluta sakir. Ljónið var t.d. lengi ómissandi mótíf fyrir myndhöggvara. Og þeir, sem muna velmektardaga grínmyndanna, minnast þess ef- laust að ljón gegndu ærnu hlut- verki í þess konar myndum — sluppu úr búrum og eltu mann- skapinn sem flýði í allar áttir. Börnin, sem ólust upp með mynd- um þessum, fóru að hlæja um leið og þau sáu framan í Ijón. Kötturinn er afarvinsælt gælu- dýr (þó stöku mönnum sé ekkert um hann gefið). I riti þessu er að finna skýring á því hvernig mað- urinn tók upphaflega að hæna hann að sér: Kötturinn veiddi lítið nagdýr sem maðurinn hefur frá fyrstu tíð talið hina verstu skað- valda í kringum híbýli sín, t.d. í kornhlöðum. Þannig hófst það jafnsnemma að maðurinn tók að safna sér forða og geyma hann og kötturinn byrjaði að þjóna mann- inum með þessum hætti — að verja búrið og hlöðuna. Því var Þorsteinn Thorarensen Óskar Ingimarsson Textinn er skýr og skilmerki- legur. Nokkurrar málfarslegrar sérvisku gætir á stöku stað, en ekki svo að það eigi að spilla ánægjunni af lestri þessara bóka sem eru í hvívetna hinar fróðleg- ustu og glæsilegustu. HÖFÐABAKKA 9 — REYKJAVÍK SlMI 685411 Bókmenntir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.