Morgunblaðið - 15.11.1984, Síða 35

Morgunblaðið - 15.11.1984, Síða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 þjóðin klofin í tvær fylkingar nokkurn veginn jafn stórar — sem sagt spegilmynd af valdahlutföll- unum í þinginu. Það ber að hafa í huga við túlkun þessarar niður- stöðu, að meira en helmingur þeirra er svöruðu höfðu ekki ákv- eðna skoðun á málinu. Um þennan hóp er líklegt að barist verði fyrir næstu kosningar sem fara fram að ári, og gæti hann skipt sköpum á hvorn veginn sem er. Úr svörunum mátti einnig lesa hversu eindregnir eða ákafir menn voru í afstöðu sinni. Þessi „ákafi“ var mældur og settur upp í skala frá 0—100. Meðfylgjandi lín- urit sýnir að hitinn í mótmælend- um frumvarpsins er töluvert meiri en hitinn í „meðmælendum". 7—8% „mótmælenda“ komast upp í 70 einingar í ákafa sínum á með- an 8—9% af þeim heitustu meðal „meðmælenda“ sýna aðeins um 50 hitastig. Þetta gæti bent til þess að töluverð hreyfing ætti eftir að komast á andstöðuna, og að borg- araflokkarnir gætu hagnýtt sér hana í næstu kosningum. Könnun- in gefur þó ekki alveg einhlíta vísbendingu í þessa átt, því margir andstæðingar frumvarpsins, jafn- vel þeir heitustu, líta svo á að lítið sé hægt að gera eftir að það var samþykkt af þinginu og svo virðist sem þeir hafi sætt sig við orðinn hlut. Eins og svo oft vill verða með túlkun á niðurstöðum skoðana- kannana um pólitísk deilumál, telja bæði liðin sér þær til tekna. Sjóðirnir og sænska ríkið Sjóðirnir hafa nú allir nema einn ráðið framkvæmdastjóra og þegar hafið hlutabréfakaup fyrir hundruð milljóna króna. Á næsta ári er gert ráð fyrir að þeir hafi fengið til umráða um 4 milljarða sænskra króna. Framkvæmda- stjórarnir eru reyndir kauphall- armiðlarar og fjármálaspekúlant- ar úr atvinnulífinu og hafa áður starfað sem ráðunautar fyrir- tækja og banka varðandi fjár- festingu og verðbréfakaup. Ekki hafa þeir verið tiltakanlega hallir undir launþegasamtökin og yfir- leitt ekki tekið beinan þátt í stjórnmálum. Það lltur út fyrir að þeir muni leggja metnað sinn í það fyrst og fremst, að fjármagn það sem þeir hafa til umráða, skili sem bestum arði og að það verði nokkur keppni um það innbyrðis meðal sjóðanna hver þeirra sýni bestan árangur. Ekki er talið að stjórnir sjóðanna taki mikinn þátt í ákvarðanatöku varðandi fjár- festinguna, heldur verði það á ábyrgð framkvæmdastjóranna sem vilja hafa sem frjálsastar hendur í því sambandi. Það er því ekki líklegt að hér verði um að ræða neina alvöru þróun í átt til sósíalisma vegna tilkomu laun- þegasjóðanna. Þeir verða aðeins nýr þáttur i „sænska módelinu" þar sem markaðslögmálin eru lát- in ráða í atvinnulífinu, þó undir verndandi hendi hins opinbera, og í vissum tengslum við fjölda- hreyfingar og hagsmunasamtök. Péíur Pétursson er doktor í félaga- íræði. Hann starfar rið rannsóknir og kvnnslu rið háskólann í Lundi og er fréttamaður Mbl. þar. Eggert Þorleifsson, Karl Ágúst Úlfsson og Hrafnhildur Valbjörnsdóttir í Dalalífí. „Nei, við höfum aldrei látið svona áður“ „Ég ætla að sjá mrndina nokknim sinnum og ég veit að amma hefur hug á að sjá hana. Eg hef ekki spurt aðra,“ sagði Karl Ágúst Úlfsson, þegar blm. Mbl. rabbaði í léttum dúr við hann, Eggert Þorleifsson og Hrafnhildi Valbjörnsdóttur, stuttu fyrir frumsýningu á kvikmyndinni Nýtt líf 2 — Dalalíf 30. sept sl. Samkvæmt nýjustu fréttum frá Nýju lífí sf., kvikmyndafyrirtæki Jóns Hermannssonar, Þráins Bcrtelssonar og Ara Kristinssonar, er von á 50 þúsundasta sýningargestinum nú í vik- unni. Þá Eggert og Kari Ágúst þekkja margir úr fyrri mynd Nýs lífs sf., en Hrafnhildur lék nú í kvikmynd að heita má í fyrsta sinn, utan þess að hún „dó“ í lokaatriði kvikmyndarinn- ar Hússins. „Ég lifði hins vegar þessa mynd af og þetta var skemmtileg vinna sem ég gæti vel hugsað mér að endurtaka, ‘ sagði Hrafnhildur. „Þó með því skilyrði að tökur fari fram inn- anhúss. í Dalalífi átti ég nefnilega að vera mjög léttklædd því veðrið átti alltaf að vera einst.aklega gott. Það var að vísu sól allan tímann sem verið var að taka myndina, en tíu vindstig og til- heyrandi kuldi. Til dæmis þurfti ég einu sinni að liggja i sólbaði i ískaldri kvöldsólinni i klukku- tima og var hálfpartinn frosin föst við bekkinn þegar kvik- myndatökum loksins lauk.“ „Nei Hrafnhildur mín, það er ekkert grín að vera gamanleikari," bætti Eggert við og þá höfum við það. — Hvað segir þú um það, Karl Ágúst. Er ekkert gaman að vera gamanleikari? „Ég held að það sé voðalega lítil spurning um hvort verið er að leika gamanhlutverk eða al- varlegt. Vinnan sjálf er mjög misjöfn og það getur allt eins verið konunglega skemmtilegt að leika þó að maður sé i „dramatískum fIogum“ allan tímann." — Hvenær lékuð þið fyrst saman, Eggert og Karl Ágúst? „Það var á Brákarborg. Ég fjögurra ára og Karl Ágúst eins og hálfs,” sagði Eggert. „Hins vegar er alltaf að verða erfiðara og erfiðara að eiga við Karl Ág- úst. Hann er farinn að grípa fram í, í miðjum tökum og jafn- vel skjóta að einhverju spaugs- yrði, óbeðinn!" „Já, það er oft þannig þegar verið er að vinna í tökum að hugmyndaflugið fær byr undir báða vængi,“ sagði Karl Ágúst. „Ég held að það séu ekki nema örfáar setningar í myndinni sem eru samkvæmt handriti! Þetta eru nú kannski ýkjur, en það gerist mjög oft að eitthvað nýtt kemur fram þegar verið er að prófa sig áfram í leik.“ — Gætir þú gert upp á milli þess að leika á sviði og í kvik- mynd? „Nei,“ sagði Karl Ágúst. „Mér finnst hvort tveggja mjög skemmtilegt, annars væri ég ekki að því. Það gæti annars ver- ið gaman ef hægt væri að sam- eina þetta tvennt. Leika í kvik- mynd sem gerðist á sviði.“ „Karl, þú ert sem sé að ræða um að leika í „sviðsmynd“?“ bætti Egg- ert við. — Nú þekkja margir þessa gárunga, Daníel og Þór úr fyrri myndinni. Hvernig líst t.d. börn- unum ykkar á að sjá feðurna i hlutverkum á hvíta tjaldinu? „Ég ætla nú með strákana mína á forsýninguna," sagði Eggert. „Þeir fá líklegast áfall við að sjá pabba láta svona eins og hann lætur í myndinni.“ „Já, sonur minn sá filmubút um dag- inn, þar sem ég datt í sjóinn. Síðan höfum við feðgarnir ekki farið niður í fjöru svo hann heimti ekki að ég láti mig detta í sjóinn fyrir sig!“ sagði Karl Ág- úst. — Gætuð þið hugsað ykkur að leika í þriðju myndinni um Daníel og Þór? „Ef Eggert gæti hugsað sér að leika á móti mér í annarri mynd, þá skal ekki standa á mér, hvort sem hún yrði um Daníel og Þór eða einhverja aðra.“ — Eigið þið ykkur kannski „draumamynd" ? „Ég veit nú ekki hvort við eig- um að vera að láta það uppi,“ sagði Karl Ágúst. Bætti síðan við eftir nokkra umhugsun: „Við höfum nú talað um að gera kvikmynd um veðurfarsathug- anir á Hveravöllum." „Já, svona sálræna hrollvekju sem yrði fyrst og fremst ádeila á veður- stofuna!“ bætti Eggert við. — Burtséð frá öllu gríni. Lát- ið þið félagar alltaf „svona“ þeg- ar þið eruð saman komnir? „Nei“ (í kór). „Við höfum aldr- ei látið svona áður. Það var svo- lítið líkt hvernig við létum einu sinni, en það var alls ekki svona,“ sagði Eggert. Þess má geta i lokin, að kvikmyndahúsa- gestir fá tækifæri á að sjá hann enn á ný í íslenskri kvikmynd frá Nýju lífi sf. snemma á næsta ári. Þá verður kvikmyndin „Skammdegi“ frumsýnd, en hún var tekin sl. vetur i Árnarfirði. VARAHLUTA- VERSLANIR! Höfum fjársterkan kaupanda að fyrirtæki sem verslar með varahluti og aðrar þjónustuvörur fyrir bifreiðar. Kaupþing hf. Verðbréfadeild s: 686988 dTLdMTIK Helgar- og vikuferðir í vetur Glasgow ... frákr. 7.825.- Edinborg ... fra kr. 9.211. London ... frá kr. 9.792.- París .... frá kr. 13.850.- Kaupm.höfn ... frá kr. 10.790. ... frá kr. 10.765.- Amsterdam ... frákr. 12.191. Skiðaferðir 2 vikur til Austurríkis frá kr. 22.098.- Kanaríeyjar lOdagar ... frá kr. 25.580. * . . e Skipuleggjum VlðSkiptaferöir: viöskiptaferöir hvertsem er í veröldinni. Ferðaþjónusta Vinaheimsóknir — Kaupstefnur — Einstaklingsferöir — Umboö á Íslandi fyrir Feröaþjónusta ATLANTIK sér um aö finna hagkvæmustu DINERS CLUB 09 Þæ9lle9us,u feröina fyrir viöskiptavini sina INTERNATIONAL Þeim aö kostnaöarlausu. OTCOVTHC FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐARHÚSINU HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.