Morgunblaðið - 15.11.1984, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 15.11.1984, Qupperneq 40
40 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulitrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 300 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Umsvif skipa- félaga erlendis Aundanförnum mánuð- um hafa íslenzku skipafélögin leitað fanga á erlendum mörkuðum í auknum mæli. Um margra ára skeið hafa skipafélög á borð við Nesskip og Vík- urskip stundað leigusigl- ingar erlendis með góðum árangri en síðustu mánuði og misseri hafa tvö þeirra félaga, sem stunda áætlun- arsiglingar, Eimskipafélag- ið og Hafskip, hazlað sér völl á þessum vettvangi. Eimskipafélag íslands hóf þessar siglingar undir lok sl. árs með áætlunar- ferðum milli Evrópu og Bandaríkjanna, sem byggja á viðkomu á íslandi, en Hafskip hefur fyrir nokkr- um vikum tekið upp beinar áætlunarsiglingar milli Evrópu og Bandaríkjanna án viðkomu á íslandi og er fyrsta íslenzka skipafélagið sem það gerir. Hátt gengi Bandaríkjadollars undan- farin misseri hefur leitt til mikils útflutnings frá Evr- ópulöndum til Bandaríkj- anna. Þessi mikli útflutn- ingur er forsenda verulegr- ar aukningar í þjóðarfram- leiðslu Evrópuríkjanna. Hörður Sigurgestsson, for- stjóri Eimskipafélagsins, sagði í viðtali við Morgun- blaðið sl. laugardag, að þessir miklu flutningar vestur um haf væru grund- völlur aukinna umsvifa ís- lenzkra skipafélaga á þess- ari siglingaleið. Hafskip hefur á undan- förnum árum lagt áherzlu á að auka starfsemi sína er- lendis. Þannig hefur fyrir- tækið keypt bandarískt fé- lag, sem sérhæfir sig í flutningamiðlun og jafn- framt opnað allmargar skrifstofur erlendis. Með þessu hafa forráðamenn fé- lagsjns viljað auka þekk- ingu íslendinga sjálfra á viðskiptaháttum í öðrum löndum og draga jafnframt úr kostnaði við flutninga- miðlun erlendis, sem lík- lega hefur verið okkur ís- lendingum býsna dýr. Þessi auknu umsvif hafa verið að hluta til undirbúningur að þeim áætlunarsiglingum, sem félagið hefur nú hafið yfir Atlantshafið án við- komu á íslandi. Nesskip og Víkurskip hafa stundað leigusiglingar erlendis í harðri samkeppni við erlend skipafélög. Skip hins fyrrnefnda hafa stund- um verið í siglingum mán- uðum saman án þess að koma til íslands. Með þess- um siglingum hafa þessi fé- lög aflað sér mikillar þekk- ingar á skipaflutningum erlendis, sem kemur okkur íslendingum að góðum not- um. Full ástæða er til að veita þessum umsvifum skipafé- laganna verðuga athygli. Þau eru vísbending um, að íslenzkir kaupsýslumenn telja sig tilbúna til að láta til sín taka á erlendum vettvangi með allt öðrum hætti en hingað til. Þetta er til marks um aukið sjálfs- traust manna í okkar við- skiptalífi, sem er af hinu góða. Það hefur auðvitað gífurlega þýðingu fyrir þjóð, sem lifir á útflutningi og býr við einhæfa atvinnu- vegi, að afla sér tekna á þennan hátt með siglingum, flugi og öðrum athöfnum erlendis. Þess vegna er ástæða til að fagna þessu frumkvæði skipafélaganna og ýta undir það. Réttlætismál Albert Guðmundsson ■ fjármálaráðherra hef- ur lagt fram frumvarp á Alþingi, sem vert er að vekja athygli á. Frumvarp þetta gerir ráð fyrir því, að tekjur seinasta vinnuárs launþega verði skattfrjáls- ar. Hér er réttlætismál á ferðinni. Hingað til hefur það verið svo, að það hefur verið áhyggjuefni fyrir margt eldra fólk að hætta störfum á efri árum vegna skattgreiðslna næsta ár á eftir, þegar tekjur hafa minnkað verulega. Eitt af því versta sem hent getur er að gamalt fólk kvíði fyrir ellinni af fjárhagslegum ástæðum. Þess vegna er það sanngirnismál, að fella niður skatta af tekjum síð- asta starfsárs. Þess er að vænta, að ekki standi á Al- þingi að samþykkja þetta frumvarp. „Japanskar stjórnunarað ir gætu nýst Islendingun Morgunblaðið ræð- ir við prófessor Naoto Sasaki, sem er sérfræðingur f japönskum stjórn- unaraðferðum NAOTO Sasaki, japanskur prófessor í hagfrsdi og iðnaðarstjórnun við Sophia-háskólann í Tókýó, var sta- ddur hér á landi fyrir nokkru, á veg- um Stjónrunarfélags íslands. Hann var með námskeið í einn dag, þar sem hann fjallaði um japanskar stjórnunaraðferðir, auk þess sem hann flutti fyrirlestur þar sem hann fjallaði um vanda vestrænna stjórn- enda við að nýta sér japanskar stjórnunaraðferðir. Sasaki hefur um árabil ritað fræðirit um þessi efni, auk þess sem hann hefur allt frá byrjun sjöunda áratugarins flutt fyrir- lestra í háskólum víðsvegar um heim. Morgunblaðið fór þess á leit við Sasaki að hann upplýsti les- endur blaðsins lítillega um jap- anska efnahagsundrið og jap- anska stjórnunarhætti, og varð hann góðfúslega við þeirri beiðni. Japanska efnahagsundrið Fyrst er Sasaki beðinn að skýra stuttlega það sem á Vesturlöndum er gjarnan nefnt „japanska efna- hagsundrið". „Undur, já. Reyndar hefur þetta svokallaða undur okkar verið mik- ið til umræðu í Japan síðustu árin. Það eru fjölmargir sem velta því fyrir sér hverjar séu helstu skýr- ingarnar á því að hagkerfi okkar í Japan er svo sterkt í dag. Ein skýringin er sú að efnahagskerfi okkar hefur verið sveigjanlegt, en ekki fastbundið ákveðnum form- um. Með þessu á ég við, að við höfum á síðustu 20 til 30 árum flutt okkur frá iðngreinum sem ekki eru jafnarðvænlegar og þær sem við leggjum áherslu á í dag. Þetta höfum við gert jafnóðum og við gerðum okkur grein fyrir því að við á einn eða annan hátt vor- um ekki jafnsamkeppnishæfir og við höfðum verið. Við höfum ekki aðeins flutt fjármagnið yfir í þess- ar greinar sem eru arðvænlegri, heldur höfum við beint vinnuafl- inu að þessum greinum — við höf- um undirbúið og þjálfað starfs- fólkið á þann veg að það barðist ekki á móti nýjum iðngreinum, og hélt dauðahaldi í þær gömlu, held- ur tók það þátt í undirbúningnum frá upphafi. Við höfum einnig reynt að not- færa okkur til hins ýtrasta það sem nefnt hefur verið samanburð- arforskot (comparative advant- age). Til þess að skýra það hugtak er kannski best að nefna þér eina iðngrein hjá okkur, textíliðnaðinn. Snemma á sjöunda áratugnum misstum við þetta samanburðar- forskot til annarra þróunarlanda í Asíu, þar sem launagreiðslur voru lægri þar. Auk þess bauð textíl- iðnaðurinn ekki upp á háþróaða tækninotkun í ríkum mæli, þannig að Japan ákvað að keppa ekki við önnur Asíulönd á þessu sviði, heldur var sú leið valin að þróa upp nýjar gróðavænlegri iðngrein- ar með fjármagni því og mannafla sem fyrir hendi voru í textíliðnað- inum. Fjárfestingunni var því beint að nýjum greinum, nýjum vélum, nýjum verksmiðjum, nýrri uppbyggingu. Kostnaðurinn var auðvitað gífurlegur, en markmiðið að ná aukinni hagkvæmni og lægri framleiðslukostnaði hefur náðst, og skilað sér í auknum arði. Áherslan hefur stöðugt beinst meir að þróaðri tækni og þróaðri iðngreinum, og við höfum því þurft að endurþjálfa verkamenn til þess að þeir gætu ráðið við framleiðslu í stöðugt þróaðri iðngreinum. Upphaf þessarar endurþjálfun- ar má rekja allt til tímabilsins rétt eftir síðari heimsstyrjöldina, þegar Japan hætti að miklu leyti að nota kol og fór að nota olíu. Þá varð að endurþjálfa kolanámu- verkamennina, þannig að þeir væru færir um að starfa við aðrar iðngreinar. Nýlegt dæmi um slíka endurþjálfun, vegna samdráttar í ákveðinni iðngrein, er álfram- leiðsla. Áliðnaður hefur dregist verulega saman í Japan, þar sem raforkuverðið er orðið geysilega hátt. Þið hafið líklega samanburð- arforskot í áliðnaði hér á landi, þar sem raforkuverðið hjá ykkur er svo lágt. Það sem hefur gert það að verk- um að okkur hefur tekist aö byggja upp geysiöflugt hagkerfi, er fyrst og fremst það hversu opnir við höfum verið fyrir nýj- ungum, og samhliða því, hversu vel við höfum gætt þess að hætta framleiðslu eða draga úr henni á þeim sviðum, þar sem við höfum fyrir eina sök eða aðra tapað sam- anburðarforskotinu." Geysileg vinna á bak við endurþjálfun starfsmanna — Þessi stöðuga endurþjálfun, krefst hún ekki mikillar vinnu og mikils fjármagns? „Vissulega er geysilega mikil vinna og kostnaður á bak við endurþjálfun starfsmanna og frumþjálfun, þegar um algjörlega nýjar iðngreinar er að ræða. Lík- lega kemur í því tilliti fram skýr MorgunblaftiS/Árni Sæberg „Hið öfluga hagkerfi okkar byggist í því hversu opnir við erum fyrir nýjungum," segir prófessor Sasaki. greinarmunur á Japan annars vegar og Evrópulöndunum hins vegar hvað varðar afstöðu til slíkrar þjálfunar. Ég nefni sem dæmi, að ef þú flettir upp í jap- anskri hagfræðikennslubók, þá sérðu hvarvetna að þjálfunar- kostnaðurinn er hvergi skilgreind- ur sem rekstrarkostnaður, heldur er hann fjárfesting. Við höfum því fjárfest í þjálfun, sem við teljum vera eina þá arðbærustu fjárfest- ingu sem hugsast getur.“ — Þú tæpir þarna á greinar- mun á Evrópu og Japan. Heldur þú að japanskar stjórnunaraðferð- ir séu aðlaganlegar að einhverju leyti eða jafnvel að miklu leyti, að íslensku hagkerfi? „Ég verð að játa að þekking mín á íslandi og íslensku hagkerfi er takmörkuð, en hugboð mitt er, að vegna smæðar lands ykkar og fámennis, ættuð þið að geta við- haft mannlegri og jafnframt skynsamlegri stjórnun en viðhöfð er t.d. í Bandaríkjunum. Því tel ég að japanskar stjórnunaraðferðir fætu nýst ykkur vel hér á landi. Ig álykta svo jafnframt með hliðsjón af því sem ég hef séð og reynt í Noregi, en þar bjó ég um tíma. Þegar ég var þar, og flutti erindi um japanskar stjórnunar- aðferðir, þá voru Norðmennirnir síður en svo undrandi, heldur sögðu sumir þeirra: „Þetta eru sömu stjórnunaraðferðir og við beitum hér í Noregi." Þeir sem þetta sögðu voru flestir frá af- viknari stöðum í Noregi, þar sem fólk lifir saman í þröngu samfé- lagi, vinnur saman á einum vinnu- stað og nýtur frístundanna einnig saman. Á slíkum stöðum er hugs- anlegt að taka upp japanska Undirbúningur hafínn að kristnitökuhátfð árið 2000: „Markmiðið er vakn segir biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson „Tak ráð í tíma, trúðu guði“, sagði biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, er hann á nýaf- stöðnu Kirkjuþingi fylgdi úr hlaði tillögu þess efnis, að nú þegar yrði farið að huga að undirbúningi hátíðahalda vegna þúsund ára frá kristnitöku árið 2000. Á Kirkju- þinginu var ákveðið að skipa und- irbúningsnefnd, sem skili hug- myndum fyrir nssta Kirkjuþing. Blm. Morgunblaðsins hafði samband við biskup og innti hann nánar eftir þessari sam- þykkt og hvernig þessum undir- búningi yrði háttað. Biskup sagði m.a. að á Prestastefnu í sumar hefði þeirri hugmynd ver- ið hreyft, að það væri kominn tími til að hefja undirbúning að kristnitökuhátíð árið 2000. „Hugmyndin vaknaði m.a. vegna þess að við vorum þarna hið næsta við Vígðulaug, þennan þúsund ára gamla skírnarfont, sem kalla má, sagði biskup ennfremur. — „Laugin ber nafn af því, að þegar menn fóru af Þingvöllum, aö lokinni kristni- töku árið 1000, sem er hið opin- bera ártal, þá voru margir Is- lendingar sem tóku skírn í þess- ari laug. Séra Ingólfur Guðmundsson vakti athygli á þessu á einum fundi Prestastefn- unnar, og auk þess hafði séra Heimir Steinsson, þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum, haft þetta á orði við mig. Ég tok þá málið strax að mér og bar það upp á fundi í Kirkjuráðinu, næst á eft- ir Prestastefnunni. f Kirkjuráði var samþykkt að leggja þetta mál fyrir Kirkjuþing, því sem að nú er nýlokið," sagði herra Pétur Sigurgeirsson. Biskup kvaðst hafa tekið mál- ið upp á Kirkjuþingi og var því vísað í nefnd, eins og venja er um mál, sem borin eru upp á þinginu. Eftir að nefndin hafði fjallað um málið var samþykkt svohljóðandi tillaga: „Kirkju-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.