Morgunblaðið - 15.11.1984, Side 45

Morgunblaðið - 15.11.1984, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 45 Mbl./Sigurgeir Jónsson. Skoðunarferð umhverfis Heimaey með þeim félögum Óla Granz og Hjálmari Guðnasyni á skemmtibátnum Bravo þykir mörgum ferðamannainum eftirminnileg. Ferðin hefst með því að farið er með sjóferðabsn, Óli gefur góða lýsingu á staðháttum sögu Eyjanna. Hjálmar stýrir bátnum og blæs síðan í trompett sinn í Klettshelli sem þykir stórkostlegur hljómleikasalur. Helgarferðir til Vestmannaeyja Vestmannaejjum, 12. nóyember. SVOKALLAÐAR helgarreisur til Reykjavíkur hafa notið vaxandi vin- sælda meðal landsbyggðarfólks og í vaxandi mæli hafa höfuðborgarbúar haldið í helgarreisur til þeirra staða á landsbyggðinni sem boðið hafa upp á slíka möguleika. Og nú hefur einn spennandi kostur boðist til viðbótar fyrir landsmenn. Nýstofnuð Ferðaskrifstofa Vestmannaeyja hefur kynnt svokallaða Eyjareisu, helgarferð til Vestmannaeyja á mjög svo viðráðan- legu verði. Flugleiðir og Ferðaskrifstofa Vestmannaeyja buðu blaða- mönnum að kynnast því af eigin raun hvað í boði er í Eyjareis- unni. Kom það fram hjá Engil- bert Gíslasyni, forstjóra FV, að Eyjareisa væri nýjung á ferða- markaðinum og kostaði 3.500 kr. fyrir manninn. í því verði væri innifalið flugfar Reykjavík- Vestmannaeyjar-Reykjavík og gisting á Hótel Gestgjafinn f tvær nætur með morgunverði. Hótel Gestgjafinn er nýtt og einkar glæsilegt hótel sem býður upp á öll þægindi og mjög gott veitingahús, Gestgjafinn, er sambyggt hótelinu. Þá er og innifalið í Eyjareisu þessari að- göngumiði á ölstofuna Mylluhól á föstudagskvöld en á þessari ölstofu hefur náðst upp sérstak- lega góð „pöbb-stemmning“ og þar koma reglulega fram ýmsir landsfrægir músíkkraftar s.s. „Hálft í hvoru“-flokkurinn sem hefur notið fádæma vinsælda meðal gesta Mylluhóls. Þá hafa verið á Mylluhól sérstök jass- kvöld sem hafa þótt heppnast mjög vel. Á laugardagskvöld býðst svo Eyjareisugestum kvöldverður á Skansinum, einum glæsilegasta skemmtistað lands- ins. Á Skansinum verður í vetur boðið uppá fjölbreytta skemmti- dagskrá og nýlega hefur tekið til starfa hljómsveit Skansins, Xport og Pálmi Gunnarsson. Ýmislegt fleira er að sjálf- sögðu hægt að gera af sér annað en eta og tralla á skemmtistöð- um. Náttúrugripasafnið í Eyjum er einstakt í sinni röð og ætti enginn gestkomandi í Eyjum að láta hjá líða að skoða það undir leiðsögn forstöðumanns safns- ins, Friðriks Jessonar. Þá er mögulegt að skreppa í skoðunar- ferðir með leiðsögumanni um Heimaey og í bátsferð umhverfis eyjuna, þ.e.a.s. sé veður skaplegt til skemmtisiglinga. í Eyjum er mjög góð sundlaug og önnur íþróttaaðstaða mjög fullkomin. Samgöngur við Vestmanna- eyjar eru nú í góðu lagi, Flug- leiðir fljúga til Eyja tvisvar á dag í vetur og Herjólfur gengur sína rútu milli Eyja og Þor- lákshafnar nánast á hverju sem gengur. Flugleiðir og ferðaskrifstofur selja Eyjareisurnar. - hkj. Hótel Gestgjafinn. Leiðbeininga- þjónusta við húsbyggjendur HELGI Ormsson hefur opnaö leiö- beiningarþjónustu fyrir húsbyggj- endur, verktaka og aðra, sem aö framkvæmdum starfa. Fyrirtækiö nefnir Helgi Byggingaráögjöf Helga Ormssonar og er þaö til húsa að Skúiagötu 63. Opið er fýrst um sinn á óreglulegum tíma, en símsvári verður í gangi ailan sólarhringinn og tekur viö óskum um viðtöl. Skrifstof- an mun hefja fulla starfsemi eigi síö- ar en um næstu áramót. Skrifstofan tekur að sér alla þætti aðstoðar við húsbyggjendur aðra en fjárútvegun. Leiðrétting í viðtali í Mbl. í gær, miðviku- dag, við Derek Davies, ritstjóra Far Eastern Economic Review, féll niður að höfundur viðtalsins var Jóhanna Kristjónsdóttir. V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamióill! jHfrrigiwfolðfttfr METSÖLUTÍMARITIÐ .Markmið mitt er aö æsa tólk upp og ögra þvi ó öllum hugs- anlegum sviöum" er meöal ann- ars haft eftir poppstjðrnunni Prince I grein i blaöinu, en Prince er nú tvimælalaust ein skærasta stjarnan ó popphimn- inum ó Vesturlöndum. Svavar Gestsson. -Hvar ó vegl staddur?" er yfir- skrift óvenjulegs vlötals viö Svavar Gestsson formann Al- þýöubandalagsins, þar sem hann ræöir uppvöxt sinn, kröpp kjör i assku, vonbrigöi og póli- tiskan ferll sinn. Poppstirnið Prince. efnis: Einkaviötal ritstjóra Mannlft* vlö Jesae Jackson, merkasta lelðtoga bandarískra blökkumanna frá þvt Martin Lúther Klng var myrtur. Grein um megrunarsjúkdóma. Dr. Þorvaldur Gyltason skrlfar um Grétu Garbó, klelfhuga rottur og fleira forvltnllegt. Viðtal vlö Tlnnu Gunnlaugsdóttur leikkonu. Grein um skoöanakannanlr og stjómmál ettir Ólal Haröarson prótessor. Tískuþáttur. Fólk i fréttum. Kynlíf á 9. áratugnum og margt tleira

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.