Morgunblaðið - 15.11.1984, Síða 49

Morgunblaðið - 15.11.1984, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 49 Porsche 924 Þessi stórglæsilega sportbifreið er nú til sölu. Bifreiöin er érgerð 1981 og ekin 50.000 km., aö langmestu leyti erlendis. Bifreiðin er 5 gíra og 4 cylindra. Allar nánari uppl. gefa sölumenn. Verzlunin Hof skiptir um eigendur Hinn 1. september síðastliðinn hekl- og prjónagarni, ásamt urðu eigendaskipti á hannyrða- fleiru er því tengist. Verslunin versluninni Hofi hf. Ingólfs- póstsendir um land allt. stræti 1 Reykjavík. Hinir nýju eigendur verslun- Verslunin leggur áherslu á að arinnar eru Ásdís Haraldsdóttir hafa ávallt mikið úrval af og Ásthildur, Jóna og Anna smyrna- og hannyrðavörum, María Þorvaldsdætur. Eigendur verzlunarinnar Hofs, frá vinstri: Anna María og Ásthildur Þorvaldsdætur, Asdís Haraldsdóttir og Jóna Þorvaldsdóttir. LAUGAVEGUR 170-172 - PÖSTHÖLF 6310 - 125 REYKJAVÍK SlMI 21240 - TELEX 2018 HEKLA HF Píslir Árna og bandalag tossanna — eftirEinar Kárason Einn þeirra sem oft hefur skrif- að um kvikmyndir í Morgunblaðið hefur þann óvenjulega stíl að fjalla næstum eingöngu um sjálf- an sig, það er jafnvel undir hæiinn lagt hvort hann nefnir eitthvað myndina sem hann í orði kveðnu er að dæma. Nú er Árni Þórar- insson kominn af Helgarpóstinum yfir á Morgunblaðið og farinn að tileinka sér þessar aðferðir. íron- ískar sjálfsjátningar eru oft bráð- fínar bókmenntir og nægir að minna á Þórberg í því sambandi. En ef gagnrýnendur færu að keppa i þeirri list er líklegt að Árni Þórarinsson myndi hlaupa með bikarinn fyrir grein sína hér í blaðinu þriðjudaginn 6. þ.m. um frumsýningu kvikmyndarinnar Kúrekar norðursins. Þessi sýning var honum kvala- full reynsla, hann segist ekki hafa skilið húmor myndarinnar „og nenni ekki að snobba fyrir hon- um“ bætir hann við. Trúlega hefðu fáir af starfsbræðrum Árna kjark til að láta svona mikið uppi um aðferðir sínar við að dæma lista- verk. En það er meira af þessu tagi í greininni, hún beinlínir glitrar af tvíræðu sjálfsháði. Hann talar til að mynda um að „reykvíska kúlt- úrintelligensían" hafi verið alveg á nálum á frumsýningunni, varla þorað að hlæja af lamandi ótta við að opinbera þarmeð ranga skoðun á myndinni. I þessu sambandi beit.ir Árni fremur lúmsku orða- lagi svo maður fattar ekki alveg um leið hvað hann er að tala um. Kannski spilar þar inní að ég var sjálfur á þessari frumsýningu og allt í kring voru kunnugleg andlit úr reykvísku kúltúrintelligensí- unni, samt virtust allir óhræddir við að skemmta sér ef svo bar und- ir. Ritstjóri eins dagblaðanna sem sat skammt fyrir aftan mig og at- vinnuleikari nokkrum bekkjum framar hlógu báðir svo smitandi að maður hefði jafnvel skemmt sér á þessari sýningu með bundið fyrir augun. Enda er það ekki fyrren við nánari skoðun að í ljós kemur að Árni er þarna að tala um sjálfan sig undir rós og notar til þess „sumir um suma“-orðalag- ið einsog heimasætan á Fæti und- ir Fótarfæti. Og það var ekkert smávegis sál- aruppnám sem maðurinn gekk í gegnum þarna í bíósætinu: „Sumir hneggjuðu nervöst ann- að slagið, svona snöggt hehe, en flestir horfðu stjarfir fram fyrir sig og reyndu að klambra saman einhverri skoðun til að hafa á takteinum í Þjóðleikhúskjallaran- um um kvöldið." Svona lagað hefði getað riðið taugaóstyrkum mönnum eða veil- um fyrir hjarta að fullu. En Árni lifði þetta af sem betur fer: „Sjálf- ur missti ég móðinn í nokkra klukkutíma en er óðum að ná mér.“ Hérna stríði Árni lesendum að- eins, með því að láta þess ekki get- ið hvort hann hafi verið búinn að ná sér nógu snemma til að mæta með skoðun í Þjóðleikhúskjallar- ann um kvöldið. Við fáum bara að vita að eftir allt sálarstríðið ákvað hann að vera á móti myndinni, samanber niðurlagsorð greinar- innar: „Kúrekar norðursins er því miður ómerkilegt fúsk. Og sem betur fer komast höfundar mynd- arinnar aðeins uppávið eftir þetta.“ Þetta er semsé niðurstaða greinarinnar. En að öðru leyti ber umfjöllunin vitni vandræðum Árna við að mynda sér þessa skoð- un. Þar segir til dæmis: „Þarna eru óborganlegir hlutir." Hann nefnir síðan sem dæmi um það 4—5 atriði og bætir svo við: „Þarna eru semsagt hrein gull- korn.“ Það er nú ekkert smotterí. Ég hélt að hver sem er myndi kætast yfir íslenskri bíómynd sem býður uppá bæði gullkorn og óborganleg atriði. Ég hef séð nokkrar sem hafa verið gjörsamlega fríar við hvorttveggja en samt fengið lof og prís. En þetta er ekki allt og sumt. Á öðrum stað segir gagnrýnand- inn: „Kúrekar norðursins er ómerki- leg mynd um ómerkilegt efni. Kúrekar norðursins er merkileg mynd um merkilegt efni. Allt eftir því hvar og hvernig menn sitja í salnum." (Leturbr. ek.) Þetta er verulega myndrænt. Maður sér fyrir sér þennan greindarlega mann prófa mismun- andi stellinar í bíósætinu; skipta algerlega um skoðun eftir því útá hvora öxlina hann hallar höfðinu. Annars reyndir Árni að snúa útúr ávarpsorðum stjórnanda myndarinnar, Friðriks Þórs Frið- rikssonar, til að renna stoðum undir fordæmingu sína. Svo er hann með beinlínis ósmekklegar dylgjur um virðingarleysi mynd- arinnar fyrir viðfangsefni sínu þegar hann gefur í skyn að þyngst á metunum sé það sjónarmið framleiðendanna að þeir séu að fjalla um „hlálega einfeldninga sem rakið er að gera gys að“. Orð einsog þessi benda til þess að gagnrýndandinn hafi verið of kvíðinn fyrir að hitta hin gáfu- mennin í Þjóðleikhúskjallaranum til að geta fylgst með því sem fram fór á tjaldinu. Það kemur fram í grein Árna að verk Friðriks Þórs hafi verið „hunsuð af opinbera styrkjakerf- inu“. Rétt er það; Friðrik Þór er sá eini af þessum fáu starfandi kvikmyndagerðarmönnum lands- ins sem hefur þurft að vinna við þær aðstæður að ekki bara Kvikmyndasjóður og Kvikmynda- eftirlitið, heldur líka fjölmargir starfsbræður hans hafa leynt og ljóst reynt að svæla hann útúr faginu. Árangurslaust sem betur fer, með Kúrekum norðursins hef- ur hann gert enn eina afbragðs- góða mynd. Allur þessi samblást- ur gegn honum finnst manni ein- ungis renna stoðum undir kenn- ingu Jonathan Swift um að toss- arnir muni ævinlega mynda bandalag á móti hverjum sem skarar fram úr þeim. 7. nóvember 1984. Einnr Kírason er ritböíundur. fbmhjolp Almenn samkoma í Þríbúöum, Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.30. Dorkas-konur sjá um samkomuna. Fjölbreytt dagskrá. Allir velkomnir. Samhjálp Áskriftarsimirm er 83033 LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA SAMTÖK ATVINNUREKENDA í EÖGGILTUM IÐNGREINUM Atvinnumál á Suðurlandi Fundur í sambandsstjórn Landssambands iðnaö- armanna — samtaka atvinnurekenda í löggiltum iöngreinum — verður haldinn í Hellubíói, Hellu, Rangárvöllum laugardaginn 17. nóvember nk. Fund- urinn hefst stundvíslega kl. 10 árdegis. í tengslum viö sambandsstjórnarfundinn og í sam- ráði viö Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi veröur haldin ráöstefna um Atvinnumál á Suðurlandi Ráðstefnan, sem hefst kl. 14.00 er öllum opin Dagskrá: 1. Erindi Guðlaugs Stefánssonar, hagfræöings Landssambands iönaöarmanna. 2. Erindi Þorsteins Garöarssonar, iönráögjafa Suö- urlands. 3. Pallborösumræöur, þátttakendur veröa m.a. framsögumennirnir og fulltrúar þeirra þingflokka, er eiga kjörinn mann á Alþingi af Suöurlandi o.fl. Stjórn Landssambands iðnaðarmanna. Til sölu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.