Morgunblaðið - 15.11.1984, Síða 54

Morgunblaðið - 15.11.1984, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 í hverra þágu var sjónvarpið stofn sett — neytenda eða stjórnenda? — eftir Dagrúnu Kristjánsdóttur Eftir rúman hálfan annan ára- tug sem sjónvarpið hefur glatt og hryggt íslenzka sjónvarpsáhorf- endur, munu margir vera í efa um tilgang þess og einnig það, hverjir muni bera mest úr býtum vegna tilkomu þess. Sjónvarpinu var fagnað, er það hóf göngu sína, því flestir munu hafa vænst mikils af því bæði til fróðleiks og ánægju, og ekki er hægt að neita því að ögn hefur slæðst með af hvorutveggja, en alltof litið. Upp á siðkastið a.m.k. hefur fátt verið í sjónvarp- inu, sem glatt getur þá sem sneiða vilja hjá sora- og stríðsglæpa- myndum, en allt slikt virðist vera í miklum metum hjá þeim er ráða fyrir þessum fjölmiðli. Það vantar ekki að margir hafa kvartað sáran og jafnframt bent á betri leiðir, en við þessu daufheyrast stjórnendur og þumbast áfram með það sem þeim sjálfum virðist geðjast bezt að, eins og sá ótölulegi grúi af stríðsglæpamyndum og sorp- haugamyndum, sem sýndar hafa verið ósleitilega upp á síðkastið, benda til, og eru flestum öðrum til ömunar. Það er varla að ófyrirsynju að spurt er um það hvort að sjón- varpið eigi að þjóna og fara að vilja sjónvarpsnotenda, eða hvort að það sé til komið fyrir þá sem stjórna þvi og hafa af því atvinnu sina að miðla landsmönnum að- eins þvi ljótasta og lakasta sem til er í mannlegum samskiptum. Það er undarleg árátta margra að vilja draga fram það ljótasta og ósæmi- legasta i fari mannanna og smjatta á þvi i það óendanlega. Er ekki nóg að vita um eymdina og sorann sem mannlifið er fullt af, þó að ekki sé verið að útmála niðurlægingu mannanna i tilbún- „Maðurinn er það sem hann hugsar og snúist hugsunin mest um það sem lægst er og Ijótast í fari mannanna þá er ekki við góðu að búast í sambúð manna.“ um myndum. Hvernig er sálarlifi þeirra háttað sem hafa ánægju af því að gera slikar myndir og hvernig er hugsunarháttur þeirra, sem hafa ánægju af að horfa á allan þann óþverra sem festur hefur verið á filmu? Er það ekki skylda þeirra sem aðstöðu hafa til þess, í jafn ríkum mæli og ráða- menn sjónvarpsins hafa, að stuðla að fegurra og betra mannlífi? Vissulega ber öllum skylda til þess, en það hafa engir aðrir eins góð skilyrði til þess og þeir sem ráða bæði yfir máli og myndum, þessvegna mega ekki þeir menn ráða yfir þessum fjölmiðli, sem misnota aðstöðu sína og þjóna að- eins sinni eigin löngun, og sækjast mest eftir skuggahliðum mann- lífsins. Það er sem betur fer margt gott og fagurt til líka, þó minna beri á því, og er það efalaust vegna þess að árátta manna og áhugi beinist oftast meira að því sem lakast er, eins og sjónvarpið ber vitni um. Það væri ekki vanþörf á því að þessu væri snúið við og reynt að vega á móti ljótleikanum með því að halda meiru fram af góðum eig- inleikum mannanna. Það er bein- línis verið að þjóna Satan og árum hans, með þessari dýrkun á því illa í manninum, hugarheimur einstaklinga, sem horfa mikið á glæpa- og klámmyndir með til- heyrandi texta, hlýtur að mengast í stórum mæli. Maðurinn er það sem hann hugsar og snúist hugs- unin mest um það sem lægst er og ljótast í fari mannanna, þá er ekki við góðu að búast í sambúð manna. Það er sífellt verið að tala um mengun í náttúrunnar, víst er hún orðin hræðileg, en enginn minnist á mengun hugarfarsins, þó er það hún ein sem skiptir máli, mengun náttúrunnar er hreinn barnaleikur hjá því. Ef mennirnir kappkostuðu að hreinsa hugarfar sitt og lifa f samræmi við lögmál kærleika Guðs, þá væru flest vandamál úr sögunni og líka mengun náttúrunnar, því að hún er afleiðing brenglaðs hugarfars, sem á rætur að rekja til ágirndar og þóknunar við lægstu hvatir mannsins. Gott og hreint hugar- far er meira virði en allt gull heimsins, það er sama hvaða heim menn hugsa sér að gista að loknu jarðlífi, gullið taka þeir aldrei með sér, en hugarfarið fylgir þeim hvert sem þeir fara. Jarðlífið er líka svo agnarsmátt brot af tilveru sálarinnar að það borgar sig aldr- ei að ata sig út í óþverra, þetta örsmáa augnablik, og þurfa svo að eyða löngum tfma f það að þvo sig hreinan, ef það tekst þá nokkurn- tfmann. Þið sem stjórnið því, hvað sýnt er i sjónvarpinu, berið mikla ábyrgð, þvf að af ykkar völdum spýr það óhroða í stórum skömmt- um, f sálir ungra og gamalla, sem oft er en ekki eiga sér ekki ills von, en ætla að eyða kvöldstund sér til ánægju fyrir framan sjónvarpið. Þið verðið að gera ykkur grein fyrir því að það eru áreiðanlega fleiri sem hafna algjörlega þess- um ljótu myndum sem þið eruð svo iðnir við að sýna og óska eftir léttari og fallegri myndum. Þessi hluti sjónvarpsáhorfenda á fullan rétt á þvi að fá efni sem hann vill horfa á, án þess að eiga það á hættu að sjá misþyrmingar, klám og manndráp, svo fátt eitt sé nefnt af þeim ótrúlega óþverra sem hægt er að hrúga saman f einni mynd. Þessar myndir eru svo mannskemmandi að ég er undr- andi á þvf að nokkur skuli láta sér detta í hug að framleiða þær, eða sýna. Það er tilgangslaust að tala um „fræga“ leikstjóra eða „list“ í þessu sambandi, þetta er sami óþverrinn fyrir því og ætti að for- dæmast alls staðar. Það er sama þó að settur sé gullhringur eða skrautfjöður á svínstrýni, þá er og verður það svínstrýni áfram hvað sem hver segir. Sama er að segja um sorpmyndirnar, þær eru og verða það áfram þó að eitthvert nafn sé bundið við þær, sem þekkt er, samanber „Berlin Alexand- erplats“, „Nikulás Nickelby” o.fl. í báðum þessum myndum bar hæst ömurleikann og illmennskuna, fyrir utan það hve þrautleiðinleg- ar þær voru. „Synir og elskhugar" var ekki upplffgandi eða skemmti- leg, en þó töluvert skárri en hinar tvær en lengi getur vont versnað. „Nikulás Nickelby" var ljót og leiðinleg, en þó örlaði á að þar fyrirfyndust heiðarlegar og góðar manneskjur innan um sorann og illmennskuna og er það alltaf raunabót. En auðvitað var lands- mönnum ekki nóg skemmt með þessum tveimur óskemmtilegu myndum, heldur þurfti að lifga upp á sumarið með „Berlfn Alex- anderplats" sem er tvfmælalaust hámark alls viðbjóðs sem hægt er að ímynda sér. Þar fyrirfannst ekki ein einasta heiðarleg mann- eskja og samanstóð myndin af svikurum, morðingjum, hórum og melludólgum, enda snerist öll myndin um klám og morð, fyllirí oft ráð að upp ryki Þá er þyrla — eftir Ásgerði Jónsdóttur Guðmundur Þórarinsson, nýj- asta framaljós Framsóknarflokks- ins, hefur ekki látið deigan síga f Alusuisse-málum f sumar. Minnir hann f ýmsu á nafna sinn, f leikriti Hlinar Agnarsdóttur og Eddu Björgvinsdóttur, sem gín við hverri erlendri flugu og gleypir hana f þeirri trú, að hann hljóti við það frægð og frama. Þó skilja leiðir þeirra um síðir þar sem Guðmundur leikritsins spekist og stamar á ritvellinum, en hinn æs- ist svo að kenna má við taugatitr- ing þúfutittlings gagnvart stór- fuglum. Tilefnið til æsiskrifa Guðmund- ar Þórarinssonar er að sjálfsögðu „afbrot* Hjörleifs Guttormssonar f orku- og samningamálum á ráð- herraferli hans og þráin eftir því að koma íslendingum aftur í náð- arfaðm Alusuisse hvað sem það kostar. í grein í NT þann 1. ágúst sl. ræðir G.Þ. (Guðmundur Þórar- insson) fjálglega um nauðsyn er- lendrar samvinnu, að íslendingar megi ekki halda að þeir séu einir f heiminum, sem stööugt sé að minnka, að þeir megi ekki ein- angra sig í einskonar þjóðlegu fjósi, sem erlendir samskiptageisl- ar nái ekki að lýsa, að þeir verði að læra upp á erlend samskipti, læra af þeim og vaxa af þekkingu og reynslu annarra þjóða. Og orðrétt: „Minnimáttarkennd má ekki þjaka íslenska þjóð f þessum efn- um þó fámenn sé, né misskilin þjóðerniskennd ná of sterkum tök- um.“ Þessi fjálgi, landsföðurlegi kennimannstónn um það sem allir vita er árátta G.Þ. Ég kannast við hann frá fundum friðarsamtaka þar sem hann veldur ógnarlegri þreytu og velgju. íslendingar hafa alla sina sögutfð haft mikil kynni og samskipti við aðrar þjóðir og af engri vanmetakennd. En fram undir seinni hluta þessarar aldar hafa þeir gengið varlega um gáttir fram (eins og Hávamál kenna) f viðskiptum við aðrar þjóðir eins og smáþjóð er fyrir bestu. Það er vissulega óviturlegt að tengja þá varkárni við minnimáttarkennd. En þegar G.Þ. ræðir um minni- máttarkennd í samskiptum við er- lenda aðila finnst mér hann sann- ast að segja vera að handleika snöru i hengds manns húsi. G.Þ. er óvandur að orðum sfnum svo ekki sé meira sagt. í skrifum sínum skellir hann öllum vand- kvæðum í orkumálaviðskiptum við útlendinga á Hj.G. (Hjörleif Gutt- ormsson) sem fyrrverandi iðn- aðarmálaráðherra svo og flokk hans og segir m.a. orðrétt: „Það verður mikil vinna fyrir okkar bestu menn að bæta þar úr.“ (NT 1. ágúst 1984.) Það leynir sér ekki hver í hlut á. G.Þ. er í samninga- nefnd við Alusuisse. Hann var það lfka f ráðherratfð Hj.G., en hljópst undan merkjum, svo að enn kemur mér snaran i hug. Við, sem höfum haft áhuga fyrir og reynt að fylgjast með viðskipt- um Islendinga og Alusuisse frá fyrstu tíð minnumst þess ekki að Ásgerdur Jónsdóttir „G.Þ. leidist ekki að minna lesendur sína á snöruna fyrrnefndu. Enginn hefur leitt meiri tilfinningahita og áróð- ursstríð inn í þetta mál en hann.“ félagið hafi rétt íslendingum eitt eða neitt á gullfati enda væri fá- sinna að ætlast til slíks. Við minnumst þess, að árið 1975 reyndu þáverandi stjórnvöld að fá endurskoðaða álsamningana og hækkun á orkuverði. Árangur var lágur í lofti. Við minnumst þess, þegar Hj.G. hófst handa um að hrinda réttleysi Islendinga í samningnum við Alusuisse, ná endurskoðunarrétti og leiða f ljós meint viðskipta- og skattsvik þess, hversu sumir fslenskir stjórn- málamenn brugðu við hart gegn öllum orðum og gerðum Hj.G. og báru hann hinum verstu sökum f hvívetna. Forstöðumenn Alusuisse fundu skjótt hve trúa og skelegga samherja þeir áttu á íslandi gegn þáverandi stjórnvöldum. Þeir brugðust við samkvæmt því, og voru seinteknir til viðræðna. Þeirra afstaða er vissulega skilj- anleg, íslendinga ekki. G.Þ. snið- gengur þessar staðreyndir. Þær henta ekki í afbrotaskýrslu Hj.G. G.Þ. telur að Japanir muni verða tregir í taumi til viðskipta við Is- lendinga af ótta við að verða kannski einhverntfma f framtfð- inni kenndir við arðrán og svik. Hann vandlætir, að vonum, þessa stöðu mála. En hann nefnir ekki hvers vegna þessi staða er komin inn i erlend viðskipti Islendinga og ekki vandlætir hann gjörninga- menn hennar. Væntanlega neitar hann þó ekki endurskoðunarnið- urstöðu Lybrand & Co. Við minnumst þess hversu for- stöðumenn Alusuisse hlökkuðu til að fá „góða menn“ í samninga- nefnd og hversu heitt samherjar þeirrar á Islandi bðrðust fyrir framgangi þess máls. G.Þ. lætur á sér heyra í NT 1. ágúst sl. að það hafi tekist. Við minnumst þess, að öll þessi viðbrögð kveiktu, að vonum, nokkra tortryggni um óheil vinnu- brögð eða dulin málefni. Sem bet- ur fer hefur hún fremur hjaönað þó að G.Þ. geri sitt til að ala á henni. I meðfylgjandi grein f NT þann 7. ágúst sl. dregur G.Þ. enn fram úr sjálfum sér með árásaranda og óvandaða málsmeðferð. Greinin er einn samfelldur flekkur á hans Dagrún Kristjánsdóttir og ælur, svik, þjófnað og undir- ferli. Hvernig er sálarlíf þeirra sem leggja peninga og tfma f að gera svona myndir — sýna þær — og hafa ánægju af að sjá þær? Það hlýtur að vera mikið myrkur og mikið samsafn sora í sálum þeirra sem vilja láta bendla nafn sitt við slíkar myndir. Mig brestur hrein- lega orð til þess að lýsa því hve ógeðsleg og þrautleiðinleg þessi mynd var og óska þess að þvílíkt sjáist aldrei framar f sjónvarpinu. Nú, þó að þennan ódám hafi borið hæzt, þá er því miður margt slæmt sem borið hefur fyrir augu og eyru í sjónvarpinu, annað, svo sem fyrrnefndar stríðsglæpa- myndir og fjöldi mjög drunga- legra og leiðinlegra mynda, sem þó hafa haft það til síns ágætis að vera ekki framhaldsmyndir. Ann- að er það lfka sem margir kvarta um og ég er sammála, en það er niðurröðun efnis i dagskránni. Það er furðuleg árátta hjá þeim sem „valdið hafa“ að setja það efni á bezta tímann, þ.e. strax eftir fréttir, sem sízt höfðar til eldra fólks. Lopinn er teygður fram eftir ráði. Ég drep aðeins á nokkur at- riði: 1) G.Þ. álasar Hj.G. fyrir að hafa ekki látið endurskoða reikn- inga Alusuisse fyrir árin 1978 og 1979. Var það ekki fremur annarra verkefni? Það skýtur a.m.k. skökku við að saka um aðgerðaleysi þann ráðherra, sem helst og mest hefur reynt til þess að hefja rétt íslendinga gagnvart Alusuisse og halda fast um hann. 2) G.Þ. segir orðrétt: „Þótt nokk- urt fé sé í þessum skattakröf- um eru þær smámunir hjá þeim hagsmunum, sem íslend- ingar eiga f endurskoðun orku- verðsins.“ Eru viðskiptabrögð og skattsvik smámunir? eða er G.Þ. að hvetja til þess að f nú- verandi samningahrfð skuli enn verða seldur frumburðar- réttur fyrir baunadisk? 3) Um persónulega framkomu Hj.G. hefur G.Þ. margt að segja og ófagurt f grein sinni. Nokkur atriði: a) orðrétt: „I stað þess að kynna Alusuisse niður- stöður og óska eftir úrskurði í málinu ákvað Alþýðubandalag- ið að nota málið í áróðursher- ferð sinni." (Hvar var samn- inganefndin og ríkisstjórnin?) Hvað svo sem Alþýðubandalag- ið kann að hafa gert á sinum vegum, þá veit G.Þ. eins vel og allir aðrir, sem fylgdust með, að Hj.G. lagði öll mál skil- merkilega fyrir álfélagsmenn og blaðraði ekki um þau f tfma og ótfma. Enda er heiðarleiki eina rétta leiðin til þess að vinna mál. b) orðrétt: „Þegar loks var vaknað misstu menn málið út f tilfinningahita og áróðursstríð." G.Þ. leiðist ekki að minna les- endur sína á snöruna fyrrnefndu. Enginn hefur leitt meiri tilfinn- ingahita og áróðursstrfð inn f þetta mál en hann c) orðrétt: „En

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.