Morgunblaðið - 15.11.1984, Qupperneq 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984
„Boomerang“
— eftir Árna
Benediktsson
Örstuttur formáli
Þorvaldur Búason eðlisfræðing-
ur skrifaði greinargerð um rekst-
ur sláturhúsa. Langir kaflar úr
þeirri greinargerð birtust í þrem
tölublöðum Morgunblaðsins í nóv-
ember 1983. Nokkrir menn sem
þekktu vel til mála urðu til þess að
gera athugasemdir við málatil-
> búnað Þorvalds, en hann hélt því
fram og taldi sig sanna að slátur-
húsin i landinu græddu gifurlegar
fjárhæðir. Þorvaldur svaraði þess-
um andmælum í grein í Morgun-
blaðinu þann 9. maí sl. þar sem
hann viðhafði stóryrði um and-
mælendur sína, en rök þeirra datt
honum ekki i hug að meta né taka
gild. Þegar ég hrakti fullyrðingar
þær sem Þorvaldur hafði sett
fram um gróða sláturhúsanna i
grein i Nútímanum þann 12. júni
sl. gekk ég því ekki að því grufl-
andi að ég myndi verða fyrir
nokkru skítkasti frá Þorvaldi,
enda hefur sú orðið raunin. Um
þetta hef ég engan við að sakast
nema sjálfan mig. Aðferðir Þor-
valds og hæfni til að taka þátt í
umræðu lágu fyrir og voru mér vel
Ijósar.
Nauðsynlegt að svara
Rógburður hefur verið mjög í
tísku á þessari öld, svo og hvers
konar álygar og upplognar sakir.
Stundum hefur þetta haft hörmu-
legar afleiðingar eins og öllum
ætti að vera kunnugt. Ég ætla ekki
að nefna hörmulegustu dæmin
^ hér, en þess í stað að benda á
óhugnaðaröldu þá, sem McCarthy
vakti upp i Bandarikjunum og
eitraði þjóðfélagið um árabil. Ég
ætla einnig að nefna þá sefasýki
sem braust út hér á landi fyrir
nokkrum árum, þegar nokkrir
saklausir menn voru hart dæmdir
af öllum almenningi á grundvelli
rógburðar og lygasagna. Og ég
hélt satt að segja að það dæmi
yrði til þess að farið yrði af meiri
gát í rógburð i þessu þjóðfélagi en
áður. Sú virðist samt sem áður
ekki hafa orðið raunin.
En vegna þeirra afleiðinga sem
það hefur haft að bornar séu upp-
lognar sakir á menn og málefni er
það skoðun mín að jafnan sé nauð-
synlegt að bregðast hart við strax
og slíkt kemur fram þannig að
ósannindin nái ekki að þroskast og
bera ávöxt. Þess vegna tók ég mér
fyrir hendur að rekja greinargerð
Þorvalds Búasonar i sundur og
hrekja hana. Mér er það ljóst að
flestir kjósa að sitja hjá og láta
ekki ata sig auri þegar svona mál
koma upp. Það þykir mér vond af-
staða. I Þýskalandi var til fjöldi
málsmetandi manna, sem mark
hefði verið tekið á, sem vissu
mætavel að ásakanir nasista á
hendur gyðingum áttu ekki við
nein rök að styðjast. En þeir kusu
að þegja og var jafnvel ekki ör-
grannt um að einhverjum þeirra
væri ósárt um að gyðingar yrðu
fyrir aðkasti þó að engum þeirra
hafi dottið í hug hvað i vændum
var. Hér á landi var jafnvel gengið
svo langt að gefa í skyn að utan-
ríkisráðherra væri tengdur
morðmáli. Fjöldi málsmetandi
manna, sem möguleika höfðu til
að beina málum á réttar brautir,
kusu að leiða málið hjá sér, enda
var kannski sumum ósárt um þó
að framsókn fengi lítilsháttar
skell f leiðinni.
Þorvaldur svarar
í grein minni í Nútímanum
þann 12. júní tók ég mér fyrir
hendur að hrekja fullyrðingar
Þorvalds lið fyrir lið. Ég mun ekki
endurtaka það hér en þeir sem
vilja kynna sér málið geta vafalít-
ið útvegað sér þetta tölublað Nú-
tímans. Mér var það ljóst að fjöldi
manns er ekki nægilega kunnugur
rekstri sláturhúsa til þess að hafa
möguleika á að mynda sér full-
gilda skoðun á fullyrðingum um
rekstur þeirra og mótrökum. Þess
vegna færði ég þá aðferð sem
Þorvaldur notaði yfir á svið sem
flestum er kunnugt. Ég sýndi fram
á hversu fráleitar niðurstöður
hægt er að fá með þeirri aðferð.
Nú hefur Þorvaldur Búason
skrifað nýja grein í Morgunblaðið,
þann 5. september, þar sem hann
svarar grein minni frá 12. júni. í
þessu svari kemur það fram að
fyrir honum hefur farið eins og
apanum sem sýnt var í spegil.
Hann þekkir ekki það sem hann
sér. Þegar aðferðir hans eru færð-
ar yfir á svið sem hann sjálfur
skilur þá sér hann að ekkert stenst
og fer hann hinum hörðustu orð-
um um sköpunarverk sitt. Sköpun-
arverkið er fáránlegt, það er for-
heimskun, endileysa, í því er fólg-
in mótsögn, ruglað saman for-
sendum og ályktun og ályktunin
er röng, forsendur meingallaðar,
talnadæmið fáránlegt, hrein af-
glöp, segir hann.
Þegar ég skrifaði grein mina i
Nútimann til þess að sýna lesend-
um blaðsins fram á að aðferð
Þorvalds væri fáránleg, endileysa,
í henni væri fólgnar mótsagnir,
ruglað væri saman forsendum og
ályktunum og ályktanirnar væru
rangar, forsendur markleysur og
tainadæmið fáránlegt, átti ég ekki
von á að Þorvaldur tæki svona
sterklega undir það. En ég kann
honum þakkir fyrir hjálpina. Hins
vegar finnst mér önnur viðbrögð
hans vera kostuleg, þar sem hann
reynir að láta lita svo út sem ég
hafi ætlað að fá rétta útkomu úr
dæminu. Eins og allir aðrir hljóta
að hafa skilið var ég að sýna fram
á að dæmið væri rangt, forsendur
þess væru rangar og þess vegna
hlyti útkoman að vera vitlaus.
I þvi dæmi sem ég lagði fram og
var með vitlausum forsendum
(sem þó gátu staðist út af fyrir sig
i öðru samhengi) og þar af leið-
andi vitlausum niðurstöðum, eins
og ég var að sýna fram á, varð
146.000 króna afgangur. Þorvaldur
hefur einhverra hluta vegna feng-
ið það á tilfinninguna að ég hafi
Árni Benediktsson
„Sá sem vill sanna að
sláturhúsin hafí „millj-
arö í hagnað“ hann býr
sér til forsendur í sam-
ræmi viö þaö. Vilji hann
aftur á móti sýna fram á
aö sláturhúsin hafí ekki
fyrir kostnaöi býr hann
sér til forsendur í sam-
ræmi viö það.“
ætlast til að dæmi væri rétt og
hann leggur höfuðkapp á að sýna
fram á að það sé rangt. hann
breytir forsendum og reiknar
dæmið að nýju og fær út töluna
núll. Aftur breytir hann forsend-
um og nú fær hann útkomuna kr.
21.698. Og í þriðja sinn breytir
hann forsendum og að sjálfsögðu
fær hann nýja útkomu; í þetta
sinn mínus 9.439 krónur. Og enn
kann ég Þorvaldi mínar bestu
þakkir fyrir. Hann sannar svo að
ekki verður um villst að aðferð
hans er röng. Það fer allt eftir
þeim forsendum sem gefnar eru
hver útkoman verður og ef maður
vill nýja útkomu breytir maður
um forsendu. Sá sem vill sanna að
sláturhúsin hafi „milljarð í for-
gjöf“ hann býr sér til forsendur í
samræmi við það. Vilji hann aftur
á móti sýna fram á að sláturhúsin
íslandssaga
Jónasar Jónssonar
— eftir Rósu
B. Blöndals
íslandssaga Jónasar Jónssonar
kenndi flestum börnum að unna
sögu vorri. Kom þó loksins að því,
að breytinga þótti þörf. Það eru
nokkur ár síðan ný íslandssaga
var send i barnaskólana.
Síðasta veturinn, sem ég kenndi
börnum, fékk ég nýja sögu. Sú
saga var eftir Þorleif Bjarnason,
kennara, sem ritað hefur góðar
bækur frá Hornströndum. Einnig
skáldverk.
I Þorleifs bók eru sögur um
landnámsmenn orðnar svo stutt-
ar, að margar þeirra eru ekki
meira en 4—5 línur.
Við vorum búin með nokkrar
sögur í bók Jónasar, þegar Þor-
leifs bók kom. Og veturinn áður
lærðu eldri bðrnin í bekknum sögu
Jónasar.
Ég fór með Þorleifsbók í skól-
ann, sagði börnunum, að við hefð-
um fengið nýja bók í íslandssögu,
nú væri lestrartími og við skyld-
um lesa söguna, svo að þau kynnt-
ust bókinni ofurlítið. Síðan skyldu
þau segja mér, hvora bókina þau
vildu heldur. í þessum bekk voru
níu og tíu ára börn.
Það stóð heima, þegar tíminn
var búinn, þá hafði hvert barn í
bekknum lesið um einn land-
námsmann, hátt og snjallt fyrir
ailan bekkinn.
Ég lagði ekki til mála.
En ég spurði, þegar hringt var
út: Hvora bókina viljið þið heldur
læra?
Þá glumdi einróma við í bekkn-
um: Grænu bókina, Grænu bókina.
Saga Jónasar var í grænni kápu.
Börnin sáu strax, að hver saga í
Þorleifsbók var miklu styttri. En
þau fundu líka, að þetta var engin
saga. Hvorki börn eða unglingar
hafa gaman af að læra nafna-
skýrslu, nöfn og ártöl eingöngu.
Það er líkt eins og að læra síma-
skrá. Enda mun ætlunin hafa ver-
ið að skrifa námsefnið niður í
vinnubækur með fallegri áferð, en
ekki að hafa svo gamaldags
kennslu, að skrá þessi nöfn og ár-
töl í minnið.
Það er eftirtektarvert, að ekki
eitt einasta barn valdi fimm-lfnu
frásagnirnar til að læra, af því að
stutt var að lesa. — Þau fundu, að
hér var ekkert skemmtilegt, engin
saga.
Þegar ég var barn, las ég fyrstu
sögurnar í Bogasögu, áður en Jón-
asarsaga kom. Ég minnist þess, að
mér þótti sagan erfið. Hvers
vegna? Vegna þess, að þetta er
ópersónuleg frásögn um sögu.
Ekki atburðarás, heldur upptaln-
ing á atburðum, mjög ártölum
prýdd. Bogasaga, ein bók, þar sem
Jónasarsaga er þrjár bækur álíka
stórar, lauslega áætlað.
En það var bæði léttara og
skemmtilegra að læra þessar
þrjár bækur Jónasar, heldur en
eina bók eftir Boga Th. Melst.
Bogasaga vera góð kennara-
handbók. Þannig séð prýðir bók.
Það var mikil heppni fyrir mig,
að Jónasarsaga var komin í skól-
ana, þegar ég var tíu ára. Þá fékk
ég strax ást á sögu. Hafði að vísu
áður ást á íslendingasögum.
Jónas Jónsson hafði kennt börn-
um Bogasögu einn vetur. Hann tók
eftir því, að flestum gekk illa að
festa hana 1 minni. Enginn af
nemendum var glaður yfir bók-
inni. Þá tók hann sig til og sagði
börnunum sögur, sennilega með
hliðsjón af kennarahandbók Boga.
Þá léttist brúnin á bekknum. Og
minnið tók við.
Jónas Jónsson gerði landi og
þjóð og börnum landsins þann
greiða að setjast niður og skrifa
klassíska sögu fyrir börn.
Eftirtektarvert. Honum var
ekki falið þetta verk af einhverj-
um mönnum, t.d. menntamála-
ráði. Þannig hittist ekki á síkan
snilling.
Ég hygg, að aldrei hafi slíkur
snillingur skrifað sögu til náms
fyrir bðrn. Hann var ekki á laun-
um frá ríkinu á meðan hann
samdi þessar kennslubækur.
Ég minntist nýlega á Jónasar-
sögu við eina vinkonu mína. Hún
sagði: Ég las fyrst Bogasögu, og
mér fannst Bogasaga svo erfið og
leiðinleg. En svo kom Jónasar-
saga. Og hún fannst mér skemmti-
leg, svo að ég las oft miklu lengra
en sett var fyrir. Eftir það hafði
ég alltaf gaman af sögu. „Hvað
varstu gömul, þegar þú fékkst
Jónasarsögu?“ „Ég var tólf ára,“
sagði hún.
Ég hafði sömu sögu að segja og
hún, að ég las oft lengra en sett
var fyrir, sagan var „Hungur-
vaka“.
Ég las t.d. alla Sturlunga-öldina
í Jónasarsögu það sama kvöld,
sem ég kom úr skólanum, og átti
að læra fyrstu söguna. Lærði auð-
vitað ekki nema það, sem sett var
fyrir. En þetta segir nokkuð um
kennslubókina.
Oft kemur Jónas með orðrétta
setningu eftir sögupersónum úr
íslendingasögum. Þær lærðum við
utanað.
Fyrir mörgum árum sá ég í
blaðagrein að einhver fann Jónas-
Minnir mig þó, að sumar séu
styttri — og má vera, fáeinar
lengri.
Gefur auga leið, að úr því verður
engin saga, heldur skýrsla um
sögu.
Skólastjóri sagði mér, að ég
mætti ráða hvora bókina ég
kenndi.
Þorleifur hefur sennilega verið
beðinn að skrifa sögu, sem heppi-
leg væri til þess að skrifa beint
upp í vinnubækur.
hafi ekki fyrir kostnaði býr hann
sér til forsendur í samræmi við
það. Sá sem ætlar að blekkja og
falsa býr sér til forsendur eftir
þörfum og fær þá útkomu sem
honum henta í iðju sinni. Raun-
verulegar aðstæður og fram-
kvæmd henta honum ekki.
Tekjur bóndans
Samkvæmt lögum ber bóndan-
um að hafa sambærilegar tekjur
og viðmiðunarstéttirnar, sjómenn,
iðnaðarmenn og verkamenn. Inn i
þann samanburð er þó ekki tekinn
aflahlutur sjómanna og ákvæðis-
vinnugreiðslur til verkamanna- og
iðnaðarmanna. Búreksturkostnað-
ur er fundinn út með ákveðnum
hætti þar sem tekið er tillit til
allra kostnaðarliða, svo sem
áburðarkostnaður, fóðurkostnað-
ur, flutningskostnaður, viðhalds-
kostnaður, fjármagnskostnaður,
sláturkostnaður og vinnslukostn-
aður ofl. ofl.
Á móti eru svo áætlaðar tekjur,
en þær geta verið eftir ákvörðun
hverju sinni: Sölutekjur, uppbæt-
ur á innanlandssölu, útflutnings-
uppbætur, vaxtaniðurgreiðsla og
niðurgreiðsla geymslukostnaðar.
Niðurgreiðsla á áburðarverði get-
ur einnig komið til greina.
Ef tilkostnaður búsins verður
hærri en áætlað er verða tekjur
bóndans minni. Ef tekjur verða
lægri en áætlað er verða tekjur
bóndans lægri. Tekjur bóndans
verða aftur á móti hærri en á
áætlað var ef kostnaður er minni
eða tekjur hærri. Að sjálfsögðu
verða raunverulegar tölur alltaf
öðru vísi en áætlað var og raun-
verulegar tekjur bóndans því ekki
nein fyrirfram ákveðin tala. Það
sama á að sjálfsögðu við um aðrar
greinar atvinnulífsins þar sem
reynt er að finna ákveðinn rekstr-
argrundvöll. Sá rekstrargrund-
völlur sem sjávarútvegi var ætlað-
ur á þessu ári verður í raun veru-
lega frábrugðinn. Og þannig
mætti lengi telja.
Seljendur vörur og þjónustu
taka að jafnaði það sem þeir þurfa
að fá til þess að standa undir
rekstri sínum. Á því getur þó orðið
misbrestur frá einum tíma til
annars. Vinnslustöðvar landbún-
aðarins taka fyrir sína þjónustu á
kostnaðarverði. Það hefur þó kom-
ið fyrir of oft þegar illa hefur árað
Rósa B. Blöndals
„Ef nokkur alvara er á
bak við þau orð, sem
sögð hafa verið á Al-
þingi, að vér skulum
standa vörð um sögu-
þekkingu vora og forn-
an menningararf, þá
leyfi ég mér að skora á
þá menningarforystu að
láta taka Jónasar sögu
Jónssonar upp aftur
sem námsgrein í barna-
skólum...“
arsögu það til foráttu, að hún væri
of rómantísk. Jónasarsaga er ekki
rómantískari en íslendingasögur
gefa efni til.