Morgunblaðið - 15.11.1984, Page 57

Morgunblaðið - 15.11.1984, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984__________________________________ 57 íslensku keppendurnir, frá vinstrí Hðrður Sigurjónsson barþjónn ( Broadway, Garðar Sigurðsson á Hótel Borg og Bjarni Óskarsson á Broadway. Heimsmeistaramót barþjóna: Góður árangur íslenzkra barþjóna í keppninni Heimsmeistaramót barþjóna í blöndun drykkja var haldið nú ný- lega í Hamborg í Vestur-Þýska- landi. Tuttugu og átta þjóðir tóku þátt í mótinu og var keppt í sætum og þurrum cocktail og long-drink. Af íslands hálfu tóku þrír keppendur þátt í mótinu, Bjarni óskarsson frá Broadway sem keppti í sætum cocktail, Garðar Sigurðsson, Hótel Borg, sem keppti í þurrum cocktail og Hörður Sigurjónsson, Broadway, sem keppti í long-drink. Árangur íslensku keppend- anna var mjög góður. Bjarni óskarsson hafnaði í fjórða sæti með drykk sinn sem hann nefnir „Bleiki fíllinn". Bjarni lenti í endurhristun um þriðja sætið á móti barþjóni frá Bretlandi, en þeir urðu jafnir i keppninni. f endurhristuninni sigraði Bret- inn með þremur stigum. Árang- ur Bjarna er sá besti sem náðst hefur af íslenskum keppanda á heimsmeistaramóti. Hörður Sigurjónsson hafnaði í ellefta til tólfta sæti í long-drink-keppninni með drykk sinn sem hann hefnir „Stripper". Garðar Sigurðsson lenti í tólfta sæti í þurrum cocktail með drykk sem hann nefnir „Póló“. Barþjónn frá ftalíu sigraði í þurrum cocktail, Finnland varð í Afhending viðurkenningar fyrir fjórða sætið í keppninni. Frá vinstrí: Jurgen Falcke, formaður vestur-þýska sambandsins, Mich- ele Bigod, formaður alþjóðasam- bands barþjóna, IBA, og Bjarni Óskarsson, barþjónn á Broadway. öðru sæti og Bandaríkin í þriðja. Barþjónn frá Venesúela sigraði í sætum cocktail, Austurríki varð í öðru sæti og Bretland í þriðja. í long-drink-keppninni sigraði barþjónn frá Sviss, Portúgal varð í öðru sæti og Holland í þriðja. . Heimsmeistaramót barþjóna er haldið á þriggja ára fresti. Næsta mót verður haldið árið 1987 á Hawaii. í landbúnaði að vinnslustöðvarnar hafa ekki haft að fullu fyrir kostn- aði og safnað skuldum. Fjármuna- tilfærslur þær til vinnslustöðva landbúnaðarins, sem Þorvaldur Búason hefur búið til, eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Þær eru upplognar á þann hátt að hann gefur sér forsendur, sem hvergi standast í þessu sambandi nema í hans eigin hugarheimi. Hann er kokhraustur, Þorvaldur f áðurnefndri grein minni ( Nú- tímanum tók ég til meðferðar öll aðalatriði í greinargerð Þorvalds. Skilgreining f aðalatriði var gerð af Þorvaldi sjálfum í grein í Mbl. 9. maí. Ég tók fyrir lið fyrir lið forsendur Þorvalds annars vegar og hvernig málum væri í raun háttað hins vegar. Um þetta segir Þorvaldur nú: „Hann fann engar villur í forsendum og röksemda- færslum í greinargerðinni um vinnslustöðvar sem hann gat beint spjótum sínum að... “ Auðvitað verður Þorvaldur Búason að meta það fyrir sjálfan sig hvort eitt- hvað af því sem hann hefur sagt hefur verið hrakið eða ekki. Ef hann býr sér til þá forsendu að ekkert hafi verið hrakið þá fær hann út þá niðurstöðu að ekkert hafi verið hrakið. Þetta er mjög einfalt og handhægt og í samræmi við öll hans vinnubrögð. Síðar í grein sinni sér Þorvaldur þó ástæðu til að hnykkja enn bet- ur á. Um þá fullyrðingu mína að greiðslufrestur sé algengur í viðskiptum og komi fram í verð- laginu segir hann einfaldlega að þetta sé rugl. Og þar sem hann hefur gefið sér forsendu fær hann að sjálfsögðu niðurstöðu. Rugl verður rugl. Og málið er afgreitt. Og nú átti að taka hann Hins vegar leita flestir, og Þor- valdur líka, sterkari raka en þetta þegar þess er kostur. I grein minni í Nútímanum eyddi ég mestu rúmi í að hrekja það, sem Þorvaldur Búason taldi vera aðalatriði. Að því loknu var drepið lauslega á nokkur önnur atriði þar sem einn- ig voru fengnar rangar niður- stöður. Þar á meðal að augljóst var að í rekstaráætlunum Þor- Jónas Jónsson var sérstakur snillingur að vinna það efni úr ís- lendingasögum og kristnisögu sem altekur huga barnanna. Hann nær alveg snilldarlega heildarsvip yfir söguöld, kristni- töku, miðaldir, verslunaránauð, viðreisnartíma, Fjölnismenn, málhreinsun og sjálfstæðisbar- áttu. Sagan leiftrar þar sem göfug- mennska, kjarkur og snilli eru á ferð, uppbyggileg til dáða og mannkosta, dæmir níðingskap hart og dregur fram í dagsljósið þá skugga, sem fylgja vondum verkum og ódrengskap. Hlutleysi gagnvart öllum og öllu er ekkert annað en innræting á mann- dómsleysi og andlegu allsleysi. Saga Jónasar er líka áberandi saga um fátæka uitglinga, sem brutust áfram til mennta og áhrifa í þjóðlífinu. Saga hans hef- ur komið mörgu fátæku fólki ( skóla. Það hefur líklegast verið verk framúrstefnu kennara að fella niður fyrirsagnir úr sögu Jónasar. Þeir töluðu um það í fjálglegum fyrirlestrum, að ekki mætti neinstaðar verða skil í sögunni og töldu sögu að því leyti líka ár- straumi. Samkvæmt því voru höfð lítil greinaskil i sögunni, þar sem saga endaði og önnur tók við, vist til þess, að hvorki yrðu aldabil né þáttaskil í sögu. En aftur á móti var nú sagan piýdd með myndum, þar sem Kjartan ólafsson var Kkur skeggj- uðum apa og Hallgerður langbrók líkust sviplítilli nútíma-konu af allra þynkulegustu gerð og gliðru- leg í viðbót. Athugið þá sögu, sem hér fer á eftir. Tíu ára gömul telpa, sem var að læra söguna, segir einn góðan veð- valdar voru vextir, afskriftir og viðhald alltof lágt metnir. Ég lagði ekki mat á hversu miklu munaði og nú þóttist Þorvaldur komast í feitt. Hann segir m.a. eftir að hafa fjallað um málið: „Geta því allir séð, að Árni Bene- diktsson fer með fleipur í þessu efni. Eina forsendan, sem Árni Benediktsson réðst til atlögu við ( greinargerðinni um vinnslustöðv- arnar stendur því óhögguð." En nú skulum við skoða hvernig r;tta lítur út í raunveruleikanum. greinargerð sinni mat Þorvaldur Búason vexti, afskriftir og viðhald af nýju kjötfrystihúsi á 6% af hús- um og 10% af vélum. Ég benti á að þetta væri allt of lágt mat þar sem afskriftir einar af vélum væru oft hærri en þessu næmi. Á einhvern óútskýrðan hátt hefur Þorvaldur séð að þetta átti við rök að styðj- ast og nú gerir hann tilraun til að breyta því sem hann upphaflega sagði: „Árni Benediktsson tekur í athugasemdum sínum ekki tillit til 20% álags, sem lagt er á ein- staka liði,“ segir hann. En nú er fyrst að skoða hvernig þetta 20% álag er tilkomið. I greinargerð sinni áætlar Þorvald- ur frysti- og geymslukostnað þannig að hann telur fram þessa kostnaðarliði: 1. Vexti, afskriftir og viðhald. 2. Raforku. 3. Laun. 4. Annað og ófyrirséð 20% af ofanskráðu. Af þessu má sjá að liðurinn „annað og ófyrirséð" er ætlaður til að standa undir fjölmörgum öðr- um kostnaðarliðum sem fyrirtæki verður að sjálfsögðu að greiða. En nú býr Þorvaldur Búason sér til nýja forsendu. Nú skal „annað" þýða „sama“, það er að segja fast álag á sömu liði og áður eru taldir. Og Þorvaldur býr einnig til aðra nýja forsendu. Nú skal „ófyrirséð" þýða „fyrirséð", það er að segja ákveðið fyrirséð álag á tiltekna kostnaðarliði. Jafnframt hlýtur Þorvaldur að búa til þriðju for- senduna um að ekki skuli greiða annan kostnað en vexti, viðhald, laun og rafmagn, því að eftir for- sendugerðina er hvergi rúm fyrir aðra gjaldaliði. En jafnvel þetta dugir ekki. Það verður að búa til fleiri nýjar for- urdag við mig: „Ég fann heima ís- landssöguna, sem hann pabbi lærði. Hún er miklu skemmtilegri heldur en þessi bók.“ „Nú, hvernig þá?“ spurði ég, „Þetta eru þó sömu sögurnar." „Já, en sagan hans pabba er samt miklu skemmtilegri." „Geturðu útskýrt það fyrir mér? sagði ég. „Það eru stórar fyrirsagnir." Mér datt það í hug, að barnið hefði fyrst og fremst séð þann mismun á bókunum, sem leiðrétt- ingin var hjá framúrstefnu snilling- unum í kennarastéttinni. Börn eru greind. „En í sögunni hans pabba þins er engin mynd,“ sagði ég. „Iss, það gerir ekkert til,“ sagði barnið. Það var kostur, að börnin fengu sjálf að búa til i huga sínum myndir af þeim mönnum, sem engin mynd var til af nema mynd- ir sögustílsins. Jónas Jónsson þekkti hugar- heim barnsins. óll hans saga er lifandi, á sterku og fögru máli. Minnir all mikið á lslendingasög- ur, sumt tekið beint þaðan. Mál íslendingasagna var og er nútið- armál allra kynslóða á íslandi, nema vera kynni þeirra afglapa, sem halda að aldrei hafi verið nút- íð neinna manna á íslandi, fyrr en þeir komu sjálfir til sögunnar. Einhverjir þeirra kennara, sem unnu að útgáfu Jónasarsögu með myndum, fóru að breyta sögunni ofurlítið. Þeir ætluðu að auðvelda söguna fyrir minnið með því að fækka nöfnum. Til dæmis að taka, þá fella þeir niður að telja upp öll nöfnin á sonum Atla jarls hins mjóva. — Atlasynir verða miklu minnisstæðari með þremur nöfn- unum: Hallsteinn, Hersteinn og Hólmsteinn, heldur en aðeins einn sé nefndur, ekki síst vegna þess, sendur. „Meðalafskrift hjá Slátur- félagi Suðurlands er 4,5% af upp- færðum stofnkostnaði (1983). Meðalafskrift hjá Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga árið 1982 var 6,4% af uppfærðum stofn- kostnaði, skip meðtalin," segir hann. f greinargerð sinni reiknar Þorvaldur Búason með nýjum húsum og vélum. Það ber því að sjálfsögðu að nota afskriftir af nýjum húsum og vélum. En hin nýja forsenda Þorvalds Búasonar er að ekki skuli nota afskriftir af nýjum húsum til þess að skrifa af nýjum húsum og vélum. Þess í stað skuli nota meðaltalsafskriftir þar sem blandað er saman nýjum húsum og vélum og fullafskrifuð- um húsum og vélum. Ef tekin er upphafleg kostnað- aráætlun Þorvalds og raunveru- legar afskriftir af nýjum húsum og vélum, og öllum þessum klúð- urslegu fölsunartilraunum Þor- valds sleppt, sést að ég hef síst tekið of djúpt í árinni þegar ég held því fram að áætlun hans um vexti, afskriftir og viðhald sé of lág. „Afskriftirnar einar hafa löngum verið hærri en þessu nem- ur,“ sagði ég og er það enn sem fyrr rétt, eins og allir geta gengið úr skugga um. Heimilar afskriftir af þeim húsum og vélum sem um er að ræða voru 8,1% á árunum 1982 og 1983, sem eru þau ár sem Þorvaldur sjálfur nefnir til. Þor- valdur áætlaði hins vegar 7,4% fyrir afskriftum, vöxtum og við- haldi. Ég verð því að snúa þeim orðum Þorvaldar Búasonar, sem ég vitn- aði í í upphafi þessa kafla, við og segja: Geta því allir séð, að Þor- valdur Búason fer með fleipur í þessu efni. Eina atriðið í grein minni, sem hann leggur til raun- verulegrar atlögu við, stendur því að sjálfsögðu óhaggað. En þetta eru þau vinnubrögð sem maðurinn viðhefur. Niður- stöður sem fundnar eru á ofan- greindan hátt hefur hann geð í sér til að bera á borð fyrir almenning. Á grunni þessara vinnubragða tel- ur hann sig eiga rétt á að ausa óþverra yfir fólk, sem ekkert hef- ur til saka unnið. Árni Benediktsson er fram- kvæmdastjóri hji SÍS. að öll nöfnin enda á steinn. Sama er að segja um tvíburana Hámund og Geirmund heljarskinn. Bæði nöfnin festast betur i minni og einkum þó ljósara, heldur en eitt nafn. Jónasi Jónssyni sást ekki yf- ir slíka samtengingu fyrir minnið. Hann var gjörhugull gáfumaður með ferska og frjálsa hugsun, sá maður, sem best hefur skilið, hvernig á að skrifa bók fyrir börn, sögu til þess að læra með geði til gagns og þroska. öll börn, sem hafa nokkurt sögu-sinni, og það hafa þau flest, fá þá vissu af Jón- asarsögu, að Islendingassögur og saga íslands sé skemmtilegt við- fangsefni — eins og það líka er. Það vill nú svo vel til, að sú saga, sem Jónas Jónsson skrifaði, er um liðinn tima og hefur því ekki breyst. Jónasarsaga hafði af- ar góð áhrif á málfar barnanna. Sást best, ef þau skrifuðu ritgerð um efni úr sögunni. Ég hef aldrei orðið þess vör, að börn þyrftu orðabók til þess að skilja kennslu- bækur Jónasar Jónssonar. Þar sem svo er ástatt í skóla hlýtur einhver forheimskunar heila- þvottur að hafa átt sér stað. Ég hef alltaf átt marga góða sögumenn í bekk, þar sem ég hef kennt sðgu og suma afburða menn á því sviði. Eg er náttúrlega ekki sammála Jónasi Jónssyni um alla söguskoðun, t.d. um Guðmund Arason, biskup. Þar fylgir Jónas þeirri línu sem dr. Jón Helgason biskup hefur gefið í sinni háskóla- sögu, og munu fleiri sögumenn vera sama sinnis. Þess verður aldrei krafist af söguritara fyrir skóla, með réttu, að allir verði honum sammála um hvað eina. Stungið hefur verið upp á því, að fá eitt skáldið til þess að skrifa nýja íslandssögu fyrir börn. Ekki treysti ég þeim til að skrifa betri sögu fyrir börn, en Jónas gerði. Þeirra er fremur að fást við skáldskap. Látum skáldin um að rifa niður stuðlamál íslenskrar tungu. En leyfum börnunum að halda áfram að læra Jónasarsögu Jónssonar. Það var á þeim dögum, sem handritamálið var í síðustu deiglu, að Danir létu gera sögukönnun á meðal unga fólksins á Islandi. Það var stöðvað af handahófi á Reykjavíkur-götum og spurt um ýmislegt úr sögu íslands á ýmsum tímum. — Sagt var að Danir hefðu verið alveg steinhissa á þeirri söguþekkingu, sem þá kom fram hjá unglingum og ungu fólki. Höfðu þeir sagt, að ekkert slíkt gæti átt sér stað í Danmörku. Útvarpið sagði frá spurningum úr könnuninni. Ég tók eftir þvi, að svör við öll- um þeim atriðum, sem spurt var um, var að finna í Jónasarsögu. Hve mikinn þátt átti Jónasar- saga Jónssonar i þvi, hvern sóma unglingarnir gerðu íslandi? E.t.v. var söguþekking þeirra nokkurt innlegg í handritamálið. „Islend- ingar eru enn söguþjóð,“ sögðu Danir. Nú skilst mér að kveði við annan tón í söguþekkingunni. Og skal mig ekki furða, þegar Jónas- arsaga er horfin úr barnaskólun- um. Sex ár, eða svo, hafa dugað til þess að hin þroskandi þekking á sögu vorri er unglingunum horfin mjög. Um samfélagsfræði skal ég ekki tjá mig. Ég kenndi hana aldrei. En það, sem Arnór Hannibalsson seg- ir um það mál, hlýtur að vera marktækt. Hann þekkir hugsun- arhátt og vinnubrögð kommúnista mæta vel. Hann hefur verið hreinskilnastur allra námsmanna frá Rússlandi varðandi þögula verkamenn og alþýðufólk, sem haldið er við hörmungar í fjötrum. Ef nokkur alvara er á bak við þau orð, sem sögð hafa verið á Al- þingi, að vér skulum standa vörð um söguþekkingu vora og fornan menningar arf, þá leyfi ég mér að skora á þá menningarforystu, að láta taka Jónasarsögu Jónssonar upp aftur sem námsgrein i barna- skólum, ef ætlunin er að börn læri íslandssögu til þess að vita eitthv- að í sögu. Fáfræði barna í sögu og öðrum minnisgreinum kemur til af þvi, að minnistölva barnanna er mötuð skakkt. Ég legg það til sem fyrrum barnakennari, að Jónasarsaga verði endurprentuð til náms fyrir börn, eins og höfundurinn snjalli gekk frá henni með stórletruðum fyrirsögnum við hverja sögu til styrktar fyrir minni barnsins. Ein breyting: stærra letur á lesmáli en áður var. Því bar ég saman Bogasögu og Jónasarsögu, að nú virðist aftur vera komin sú stefna að Islands- saga fyrir barnaskóla sé skrifuð sem stutt ópersónulegt ágrip, þar sem gjörsamlega vantar aðdrátt- arafl sögunnar. Slíkar kennslubækur fæla öll börn frá sögunámi og svipta þau meira að segja flest allri löngun til þess að kynnast íslendingasög- um, gefa móteitur við löngun til söguþekkingar, gagnstætt sögu Jónasar Jónssonar. Ég skora á alla þá, sem gaman höfðu af að læra Jónasarsögu að leggja þessu máli lið. Eg vitna í orð litlu stúlkunnar um skemmtilegu sögubókina, sem hann pabbi lærði. Látið börnin fá i hendur hinar klassísku barnalærdómsbækur Jónasar Jónssonar. Rósa B. Blöndals er rithöfundur og kennari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.