Morgunblaðið - 15.11.1984, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 15.11.1984, Qupperneq 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÖVEMBER 1984 Aðkoman að reiðhtíllinni í Uddel er mjög snyrtileg, allt hellulagt og mjög snyrtilegt. í þessum enda eru fundarsalir, skrifstofa og veitinga- salur. Morgunblaðið/Valdimar Háa byggingin fyrir miðju er sjálfur reiðskálinn, vinstra megin við bann er svefnherbergjaálman sem rúmar um 70 manns. Hægra megin sér í hesthúsið sem er sambyggt reiðskál- anum. Litast um í reiÖhöllinni í Uddel Hestar Valdimar Kristinsson „REIÐHÖLL er það sem koma skal.“ Þetta er setning sem sjálfsagt margir hafa hugsað undanfarna mánuði og sem betur fer virðist allt útlit fyrir að úr ætli að rætast Sagt hefur verið eitthvað á þá leið að ef reiðhöll ætti einhvers staðar rétt á sér þá væri það á íslandi. En það var ekki ætlunin að fjalla hér um væntanlega reiðhöll heldur að segja i máli og myndum frá reiðhöllinni í Uddel i Hollandi en þar var Evrópumótið 1979 haldið og nú í september var hald- in þar afmælishátíð Landssam- bands eigenda íslenskra hesta i Hollandi. Svæðið og reiðhöllin eru í eigu Landssambands Hollenskra hestamannafélaga og er staðurinn notaður undir reiðhestanámskeið á bæði stórum hestum og íslensk- um, sýningar og keppni og ýmis- konar samkomur. Reiðhöllin sjálf er ekki nema rétt rúmlega helmingur af allri byggingunni. 1 öðrum endanum er nokkuð stór skrifstofa Landssam- bandsins og tveir fundarsalir á fyrstu hæð, á annarri hæð er stór veitingasalur þar sem selt er öl og gosdrykkir, létt vín og matur. Cr þessum sal er hægt að horfa yfir reiðskálann auk þess sem áhorf- endastæði er á langhliðum salar- ins. Á annarri hlið reiðhallarinnar er svefnherbergjaálma með um sjö tíu manna herbergjum en þar getur fólk gist á stvttri námskeið- um og á mótum. A hinni hliðinni er hesthús og er að sjálfsögðu inn- angengt úr þeim i reiðskálann. Aðbúnaður fyrir hrossin er eins og best verður á kosið, allt eins hests stíur með hálmi upp á miðjan legg. Stíurnar fyrir stóru hestana gætu að vísu rúmað eina þrjá ís- lenska hesta svo sjá má að plássið er ekki skorið við nögl. Góð að- staða er til að baða hestana en talsvert er gert af því þarna ytra. Utan dyra er allt hellulagt og allt umhverfið mjög snyrtilegt, mikið um blóm og ýmsan gróður. Við annan enda byggingarinnar eru tvö skýli fyrir hey, hálm eða jafnvel hesta ef svo ber undir, einnig er geymdur þar ýmis að- búnaður sem notaður er í sam- bandi við hestaíþróttir svo sem Tvískiptar dyr eru á hverri stíu, efri hlerinn til að lofta út og fyrir hestinn til að njóta útsýnis. Neðri hlerinn er aftur svo hægt sé að moka óhreinum hálmi út. Séð inn eftir gangi hesthússins sem er vel rúmur og stíurnar rammgerðar, líkastar fangaklefum. Einhverjir möguleikar eru á að tjalda við svæðið og var nokkuð um það að menn settu upp raf- magnsgirðingar og hefðu hestana við tjöldin eða hjólhýsin sem þeir gistu í á nýafstaðinni afmælishá- tíð. Eftir að hafa skoðað þessa reiðhöll gerir maður sér betur grein fyrir hversu mikið nauð- synjamál bygging reiðhallar er hérlendis og yrði þar um að ræða gjörbyltingu í hestamennsku hér- lendis. Reikna má með að í náinni framtíð verði byggðir reiðskálar 20x40 eða 60 metrar í flestum stærri hesthúsahverfum hérlend- is. En eðlilegt er að byrja á einni veglegri reiðhöll sem gæti orðið miðstöð reiðkennslu i landinu auk annarrar starfsemi sem þar færi fram. Utan við reiðhöllina er svo stórt gerði, sennilega 20x60 metrar að stærð, og eins og sjá má er i gangi reiðkennsla á stórum hestum. hindrunarstökk og kerruakstur og fleira. Hringvöllur er þarna að sjálfsögðu og er hann aðallega notaður fyrir íslensku hestana og 250 metra skeiðbraut sem er reyndar ekki nógu góð. Áhorf- endastæðin eru góð og hefur nú verið byggt yfír þau að mestu síð- an Evrópumótið var haldið þar. Reiðskálinn er rúmgóður með áhorf- endastæðum til beggja hliða auk þess sem hægt er að fylgjast með úr veitingasalnum á annarri hæð. Á neðri hæðinni er aðstaða fyrir dóm- ara ef keppt er í reiðskálanum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.