Morgunblaðið - 15.11.1984, Síða 61

Morgunblaðið - 15.11.1984, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 61 Guð skapaði bjórinn — eftirÁsgeir Hvítaskáld Forboðna bjórdósin uppi í Skaftafelli, skriðjökullinn í baksýn. Nú er ég staddur upp á Esju. Þessar línur eru skrifaðar í blak- andi stílabók, þar sem ég sit á steini hér upp á topp í grýttri auðn. Ég sé sólina speglast á hús- þökum Reykjavíkurborgar. Ég sé blátt hafið eins langt og augað eygir. I fjarska er fjallahryggur og skýjabólstrar. En ástaeðan fyrir því að ég er búinn að príla hér upp hefur langa sögu. Sjáið til, það byrjaði á því að daginn fyrir verslunarmannahelg- ina, benti vinnufélagi minn mér á að koma með sér út að bíl. Haldið þið, að hann hafi ekki laumað að mér einni Heineken bjórdós, litla sæta og græna. Ég var bæði hissa og óskaplega þakklátur. En ég drakk bjórinn ekki á staðnum, heldur fór með þetta forboðna verðmæti heim. Um kvöldið margopnaði ég ís- skápinn til að sjá ískalda dósina, með sagga utan á. En mér fannst ég ekki eiga skilið að gleypa inni- haldið í mig fyrirhafnarlaust, fannst ég þyrfti að leggja eitthvað á mig, vera virkilega þyrstur eða að ég ætti að drekka þennan bjór við hátíðlegt tækifæri. Jæja, um verslunarmannahelg- ina fór ég í útilegu upp í Skafta- fell. Þegar bíllinn brunaði yfir auðnina í Mýrdalssandi, með ryk- mökk í eftirdragi, komum við fram á franskan hjólreiðamann. Hjólið var klyfjað dóti. Hann var sólbrenndur í framan og rykugur, en sæll af útiverunni. í fjarska voru hillingar í auðninni. Með handapati og svotlu bla-bla tókst honum að koma mér í skilning um að hann væri að hjóla hringinn í kringum ísland. Er við blússuðum af stað varð mér ljóst að þessi maður hefði átt skilið að drekka Heineken bjórdósina sem var í bílskottinu. í Skaftafelli fórum við í langan göngutúr upp til fjalla. Við geng- um yfir í Morsárdal, inn í dalsbotn og upp að skriðjöklinum. Þar var jökullón og tignarlegur þverhnípt- ur skriðjökull. En þar var kalt og rakt. Og mér fannst ég hefði ekki erfiðað nóg til að eiga bjórinn skil- ið, myndi ekki njóta hans nægi- lega vel. Ég meina maður verður að vera virkilega þyrstur og þreyttur til að finna hið rétta bragð. Þegar maður eignast heila bjórdós í landi þar sem það er bannað, vill maður njóta hennar til hins ýtrasta. Svo ég ákvað að ganga aleinn upp á Esju, einn daginn er hún væri ekki hulin skýjum. Og sá dagur kom. Og til að gera þetta enn erfiðara þá hjólaði ég frá Reykjavík og upp að Fjallsrótun- um. Var sem sagt þegar orðinn þreyttur í fótunum er ég lagði upp. Spurði konu á sveitabæ hvar leið- in væri. Mér finnst þægilegt að vera einn með hugsunum mínum. Og vissulega var ég þarna einn með fjallinu, vindinum og bjórdósinni, sem var í bakpokanum. Hún var vandlega pökkuð inn í plast svo hún héldist köld. Ég drakk af fjallalækjum, valhoppaði yfir mýri og móa, urð og grjót, mela og grundir. Þessi bjórdós var búin að freista mín svo oft þar sem hún beið í ísskápnum, oft hafði ég vaknað um miðja nótt og langað til að svala þorstanum. Nú hafði ég átt hana í heilan mánuð. Brátt yrði þorsta mínum svalað. Það var hörku puð að labba upp fjallið, allavega fyrir mig óvanan. Loks kom ég þar að sem aðeins voru eftir brattir hamrar. Nú hafði ég labbað í tvo tíma og ég hugsaði um að setjast bara niður og drekka bjórinn og fara heim. Freistingin er lúmsk en ég lét hana ekki plata mig. Ég var búinn að ákveða að gera þetta, þessi bjór skyldi bragðast vel, svo ég byrjaði að klífa hamrana á strigaskóm. Ég varð kófsveittur, það tók í fætur og bak. Kverkarnar þornuðu, ég varð virkilega þyrstur, varir, tunga og hjarta. Og nú er ég hér, sitjandi á steini upp á topp. Bjórdósin er óopnuð í hendi minni, orðin skrámótt og beygluð eftir öll ferðalögin. Hún er græn með hvítum stöfum, 330 millilítrar að stærð og í henni eru 5% alkóhól miðað við rúmmál. Og hún er þó nokkuð köld. Ég sting puttanum í hringinn og toga i. Um leið fæ ég kraftmikla gusu beint í andlitið. Jæja, dósin er opin og froðu leggur hægt upp um gatið. Ég lyfti dósinni, segi skál við sól- ina og vindinn og fæ mér góðan teyg. Hér sit ég, dauðþreyttur í fótum og baki og fæ laun erfiðis míns. Ég sé fjöllin og hafið og heyri í þotu í fjarska og mér finnst veröldin falleg. Dósin tæmdist samstundis. En best af öllu; hún svalaði þorsta mínum. Og til að lýsa þakklæti mínu orti ég ljóð: TÁR GUÐS Guð skapaði fjöllin með skítnum sem hann hreinsaði undan nöglun- um. Guð skapaði hafið, því hann þurfti að pissa. Guð skapaði hatrið, öfundsýkina og ástarsorgina svo líf mannanna yrði ekki of mikil sæla á jörðinni. Guð skapaði vindinn með af- gangnum af reiði sinni. En svo þegar hann sá hvað hann hafði gert, hvernig mennirnir þjáðust, iðraðist hann og skapaði bjórinn með tárum sínum. Kálhausa- dúkkur í smámiöa- happdrætti NÝLEGA er hafin sala á mið- um í nýjum flokki í smámiða- happdrætti Reykjavíkurdeild- ar Rauða Kross Islands. I þessum flokki eru meðal annarra vinninga hinar geysi- vinsælu og eftirsóttu „Kál- hausadúkkur". Þetta eru upp- runalegu kálhausadúkkurnar og fylgir hverri dúkku nafn hennar og ættleiðingarpappír- ar. í þessum flokki eru líka Sin- clair-heimilistölvur, aðventu- ljós og margt annarra góðra vinninga fyrir 15 krónur — en það kostar miðinn. Miðarnir eru seldir í flestum söluturn- um borgarinnar og í sölubúð- um sjúkrahúsanna. Þetta eru einu upprunalegu kálhausa- dúkkurnar sem komið hafa til landsins og ekki er von um að náist í fleiri. FORD FAIRMONT eigendur athugið. Vorum að fá hina marg eftirspurðu tvívirku - stillanlegu - viðgerðalegu höggdeyfa að framan í FORD FAIRMONT. Verðið er lægra en margir halda. HANNADIR UED ÖRYGGI í HUGA U-BIX120 HENTAVÍÐAEFAÐERGÁÐ U-BÍX 120 Ijósritunarvélar eru fjölhaefar, ódýrar og taka lítið pláss. Samt skila þær frábærum Ijósritum og henta þvl einstaklega vel I fyrirtækjum með litla Ijósritunarþörf — eða I stærri fyrirtækjum þar sem þörf er á litlum Ijósritunarvélum (einstökum deildum. Garð vélar Vinnsluhraði Þyngd Borðliggjandi vél, með hreyfanlegri 12 Ijósrit A4 á mfnútu. U.þ.b. 30 kg. plötu og myndtromlu. ^ — litM með mjk lokin^! SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33 — Simi 20560 Pósthólf 377

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.