Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 62 Minning: Þorsteinn Ólafs son tannlœknir Margir þeirra drengja, sem ólust upp í Miðbænum, nánar til- tekið við Kirkjutorgið, fyrir u.þ.b. sextíu árum, eru nú látnir, flestir í blóma lífsins. Þorsteinn Ólafsson er sá tólfti í þeim hóp og sá eísti, tæplega 64 ára. Frá bernskuárunum er vissu- lega margs að minnast. Löngum vorum við félagarnir iðnir við að leika knattspyrnu eða slagbolta fyrir framan Dómkirkjudyrnar eða á Eyvindarbletti í Lækjar- götu. Oft voru prestarnir, séra Bjarni Jónsson og séra Friðrik Hallgrímsson, dálítið þungir á brún, sem von var, því að æði oft kom það fyrir að boltinn rataði inn um einhvern kirkjugluggann undir messugjörð. Þorsteinn, sem var okkar yngstur, var óvenju tápmikili, og sem unglingur gaf hann okkur, sem eldri vorum, ekk- ert eftir. Rófu- og rifsberjaupp- skeran varð oftast heldur rýr í miðbænum á þessum árum, því að það voru okkar sælustu stundir að háma þetta góðgæti í okkur með mold og öðru tilheyrandi. Þá var oft bankað í gluggarúðu í nálæg- um húsum, en það hreif lítið. Eins og fyrr segir var Þorsteinn Ólafsson bráðger. Hann gekk ung- ur í knattspyrnufélagið Víking, þar sem móðurbróðir hans, Einar Baldvin Guðmundsson hrl., átti glæsilegan feril að baki. Er skemmst frá því að segja, að Þorsteinn varð driffjöðrin í öllum aldursflokkum. Til marks um það er, að hann lék með meistara- flokki Víkings aðeins 14 ára gam- all, og mun það næsta fátítt. Oftast lék hann sem miðfram- herji. Hann var eldsnöggur, marksækinn og skotfastur með af- brigðum, og ekki man ég eftir neinum, sem stóðst honum snún- ing í 50 m hlaupi. Hann var því sjálfskipaður í flest úrvalslið. Hann var t.d. í úrvalsliði Vals og Víkings, sem fór í keppnisferð til Þýzkalands rétt fyrir stríðsbyrj- un. Liðlega tvítugur fótbrotnaði Þorsteinn í leik og hætti þá iðkun knattspyrnu. Hann var þó lengi virkur félagi. Þorsteinn var sannur Víkingur og mikil Reykvíkingur, sem hreif félaga sína og vini með góðri kímni og léttri lund, — alls staðar vel Iátinn og virtur. Engan átti hann óvin, en margir elskuðu hann og dáðu fyrir sanngirni og höfðingsskap í starfi, en Þorsteinn rak sem kunnugt er tannlækna- stofu á Skólabrú 2 frá árinu 1947. Vert er að minnast á hið stór- merkilega ljósmyndasafn, sem Þorsteinn hafði komið sér upp i áranna rás. Eru þetta Reykjavík- urmyndir frá ýmsum tímum, m.a. af einstaklingum, sem settu svip á bæinn á 3ínum tíma. Vafalaust verður safn þetta búið til sýningar seinna meir, svo merkilegt sem það er. í einkalífi sínu var Þorsteinn mjög hamingjusamur. Hann kvæntist ólöfu Vilmundardóttur, Jónssonar landlæknis, hinni ágæt- ustu konu. Heimili þeirra var fyrstu árin í Lækjargötu, en síðar keyptu þau húseignina Laufásveg 42, þar sem þau bjuggu síðan. Þau eignuðust tvö mannvænleg börn, Kristinu blaðamann og Ólaf við- skiptafræðing. Samheldnari fjöl- skyldu hef ég ekki kynnst, því að foreldrarnir gerðu sér far um að vera félagar og trúnaðarvinir barna sinna. Já, Kirkjutorgið hefur breytt um svip. Nú leggja ekki vinirnir, sem eftir lifa, lengur leið sína á lækningastofu Þorsteins ólafsson- ar til skrafs og ráðagerða yfir kaffibolla og ofurlitlu korni f nef. En minningin mun lifa um vamm- lausan heiðursmann, sem mátti ekkert aumt sjá og vildi liðsinna öllum. Ég þakka Þorsteini vini mínum órofa vináttu og samfylgd í sextíu ár. Megi Guð styrkja konu hans og börn í erfiðri raun. Ilaukur Óskarsson. Þorsteinn ólafsson var Reyk- vikingur og átti alla ævi heima i miðbænum. Það er raunar eins og hann hafi verið þar alla tíð, svipað og Menntaskólinn, Dómkirkjan og Alþingishúsið. Æskuheimilið var þarna mitt á milli og þar hafði hann stofu sína í Skólabrú 2. Hús- ið sem foreldrar Þorsteins, ólafur Þorsteinsson læknir og Kristín Guðmundsdóttir kona hans, reistu þar, varð með tímanum eins konar Reykjavíkurgalleri, ljósmyndir af borginni, teikningar, kort og mál- verk, gömul og ný, prýða þar alla veggi, og þegar maður stóð á rabbi við tannlækninn niðri i Lækjar- götu var vfsast að einhverjir gamlir miðbæjartöfrar léku sér að því að flytja okkur burt úr nútím- anum inn á myndirnar í biðstof- unni, enda allt fas og frásögn Þorsteins óháð tíma og rúmi, eins og sögusviðið í Skólabrú. Á góð- viðrisdögum vildu samræður dragast töluvert á langinn og þar kom að örvæntingarfullir tann- pínusjúklingar fóru að hyggja að doktornum úti á götu. Hann fylgd- ist þolinmóður með þeim úr fjarska og kallaði: Ég er alveg að koma og fékk sér í nefið úr alda- mótadósunum. Sennilega byggð- ust þessi rólegheit á næmu tíma- skyni. Það stjórnaði því að Þor- steinn var ævinlega á réttum stað á réttum tíma. Það fór til dæmis ekki mikið fyrir honum á fótbolta- velli og stórir og sterkir varnar- menn þóttust óhultir fyrir framan markið, en réðu ekkert við Vík- ingsframherjann. Hann var alltaf á réttum stað á réttum tíma, hirti alla bolta og knallaði í netið. Þorsteinn varð því snemma markakóngur Víkings nema hvað hann var miðframherji í tveimur unglingaflokkum og meistara- flokki samtímis og besti maðurinn á vellinum i þeim öllum. Það var ekki ónýtt fyrir bekkjarbræður hans að arga sig hása í stúkunni þegar Víkingar urðu Reykjavík- urmeistarar árið 1940. Úti á velli lærði Þorsteinn Ólafsson bæði að vinna og tapa, en þótti hið síðar- nefna lítið spennandi, og einu sinni í víðavangshlaupi þegar hon- um virtust sigurvonir dofna all nokkuð á endasprettinum út Lækjargötu, sveigði hann af hlaupabrautinni við Skólabrú og hljóp inn í eldhús heima hjá sér og fékk sér kaffi og ristað brauð. Þarna í eldhúsinu var haldið kaffigilli ( löngu frímínútunum alla okkar menntaskólatíð og kom þaðan margur ungur menntamað- urinn endurnærður og upplagður til að standa áfram á gati í latínu og öðrum fornum fræðum. Kaffi- gillinu var síðan haldið áfram á tannlæknastofunni fram eftir öld- inni, en hellt upp á fyrr og skenkt í botlana klukkan átta, að gestirn- ir mættu fara þaðan fyrir níu i vinnuna, hressir og galvaskir, þótt ekki tækist þeim alltaf að brillera á sínum vettvangi fremur en fyrri daginn. En það var fleira en kaffi og fótboltaskór og myndir í Skólabrú 2. Þar voru líka skautar. Tjarnar- ísinn á bak við hús og skautasvell á Austurvelli hinum megin á vetr- um og Þorsteinn þess vegna fljót- astur og fimastur allra listhlaup- ara í miðbænum á fyrri hluta ald- arinnar. I góða veðrinu á sumrin hafði hann hornaflokk heima á hlaði þegar Lúðrasveit Reykjavík- ur blés á sunnudögum á Austur- velli. Það fannst Þorsteini þrótt- mikil músík og drengileg, og varð fljótt mikill sérfræðingur í lúðra- þyt og hvers konar mörsum og þótti síðan af prinsípástæðum lít- ið til annarrar tónlistar koma. Það svo að hann tilkynnti vinum sín- um fyrir nokkrum árum að af sama prinsípi sækti hann ekki framar júbíl-samkvæmi okkar skólasystkinanna, þar sem sú hætta vofði ævinlega yfir að elli- ærir tvísöngvarar færu að æpa á sig glúnta. Þótti ágætum bössum og barítónum erfitt að kyngja þessu, en eru samt að hugsa um að reyna að hætta. Að lokinni menntaskólagöngu rölti Þorsteinn yfir Kirkjutorg út í Alþingishús og tók síðan stúdentsprófið þar, vegna hernaðarumsvifa Breta í Latínuskólanum vorið 1940. Nú víkur sögunni að Löbbu, og það er raunar sama sagan. ólöf er að vísu uppalin handan við Menntaskólann uppi i Ingólfs- stræti, dóttir Vilmundar land- læknis og Kristínar Ólafsdóttur læknis, konu hans, en Steini og Labba búin að vera saman alla ævi. Þau kynntust í Miðbæjar- barnaskólanum og er talið aö þar hafi þau strax trúlofast leynilega en öllum var ljóst hvert stefndi og trúlofunin varð opinber í gaggó. Hjónabandið hófst svo þegar Steini lauk tannlæknaprófinu árið 1947. Hann fluttist búferlum nokkrum árum síðar með eigin- konu sinni alla leið upp á Laufás- veg. Það þótti mörgum í miðbæn- um djarft uppátæki en lukkaðist vel, enda stutt niður brekkuna á Tjarnarbakkann og þaðan á stof- una í Skólabrú. Þar stóð Labba með manni sínum, simastúlka, klíníkdama og húsfreyja, og bauð gesti velkomna. Varð tannlækna- stofan brátt vinsæll áningarstað- ur árrisulla manna og kaffiþurfi, og fyrr en varði ein merkasta stofnun í miðbænum. Þar réð gott hjartalag og hlýlegt viðmót hús- bændanna, fyrir nú utan öll skemmtilegheitin, tannlæknirinn því sjálfkjörinn í stjórn Reykvík- ingafélagsins þegar öldungum þótti hann hafa öðlast nægan þroska til að takast á hendur slika ábyrgð. Nú er búið að loka tannlækna- stofunni í Skólabrú 2 og taka kaffivélina úr sambandi og komið að því að þakka fyrir sig. Ég þyk- ist mega fyrir hönd allra gömlu bekkjarsystkinanna senda ólöfu og börnunum, Ólafi viðskipta- fræðingi og Kristínu blaðamanni, innilegustu samúðarkveðjur, svo og bræðrunum í Skólabrú, Stefáni lækni og Ólafi deildarstjóra á skrifstofu Alþingis, og þeirra fólki. Við vitum öll að þegar við höfum kvatt Þorsteinn Ólafsson I hinsta sinn í Dómkirkjunni í dag og hann fer alfarinn burt úr mið- bænum, verður þar allt með öðr- um blæ. Og þó, hver veit nema gömlu miðbæjartöfrarnir endist okkur enn um sinn. Jón Múli Árnason Kveðja frá Víkingum Þriðjudaginn 6. nóvember síð- astliðinn varð bráðkvaddur á heimili sínu í Reykjavík Þorsteinn Ólafsson, tannlæknir, rétt rúm- lega sextugur að aldri, en hann fæddist 21. desember árið 1920. Þorsteinn Guðmundur Ólafsson var borinn og barnfæddur í Reykjavík, sonur hjónanna Krist- ínar Guðmundsdóttur og ólafs Þorsteinssonar háls-, nef- og eyrnalæknis, en þau settu svip sinn á Kvosina lengi, náðu háum aldri, en eru nú látin fyrir nokkr- um árum. Var Kristín ættuð úr Fljótum, dóttir Guðmundar Ein- arssonar, bónda að Hraunum þar í sveit, en ólafur Þorsteinsson læknir var sonur hjónanna Þor- steins Tómassonar járnsmiðs og Valgerðar Ólafsdóttur bæjar- fulltrúa og dbrm í Lækjarkoti í Reykjavík. Stóð heimili þeirra lengst í Skólabrú 2 sunnan við Dómkirkjuna. Þau Ólafur og Kristín eignuðust þrjá syni, Stefán lækni, Þorstein og Ólaf lögfræðing, sem lengi hef- ur verið fulltrúi í skrifstofu Al- þingis, en frá þessu er greint þótt aðrir muni kunna betur ættir að rekja, en af þessu má ráða. Þegar sagt er að Þorsteinn ólafsson hafi verið borinn og barnfæddur Reykvíkingur er það í orðsins fyllstu merkingu. Hann unni líka fæöingarstað sínum, borginni, miðbænum eða Kvosinni. Sat í stjórn Reykjavík- urfélagsins og átti merkilegt ljósmyndasafn og annan fróðleik um borgina. Og svona eftir á að hyggja eru þeir líklega allt of fáir, er skynja fæðingarstað sinn, eða Reykjavík, með samskonar til- finningu og fólk upp í sveit, sem bindur sig oft órofa böndum við ákveðna dali, sveitir, eða þorp, en það gjörði Þorsteinn alla tið. Hann ólst upp undir kirkjuvegg Dómkirkjunnar, og þar vann hann einnig lífsstarf sitt, í húsi foreldra sinna sem reist var í Skólabrú 2 árið 1912. Þorsteinn Ólafsson gekk menntaveg eins og bræður hans. Lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavik áriö 1940 og kandidatsprófi í tannlækningum árið 1947, en sama ár kvæntist hann eftirlifandi konu sinni ólöfu Vilmundardóttur, landlæknis Jónssonar og konu hans Kristínar Ólafsdóttur, sem einnig var lækn- ir. Heimili þeirra Þorsteins og Ólafar stóð að Laufásvegi 42 og þau hjón rómuð fyrir gestrisni og samrýnd í meira lagi. Þeir sem til þekkja, vita að það umhverfi, sem Þorsteinn Ólafsson tannlæknir fæddist í og vann í sitt lífsverk, er einnig það borgar- hverfi, þar sem knattspyrnufélag- ið Víkingur varð til, en félagið var stofnað árið 1908. Kjarninn í fé- laginu var úr miðborginni, eða Kvosinni. Það var því kannski ekki und- arlegt þótt Þorsteinn og bræður hans kæmu snemma til liðs við þetta félag og strax innan við fermingu hóf Þorsteinn að leika knattspyrnu, en sparkvellir þeirra tíma voru ekki af verri endanum: sjálft kirkjutorgið, þá grasflöt þar sem nú er skemmtigarður norðan Miðbæjarskólan við Fríkirkjuveg og svo var sparkað í garði Thors Jensen, eða Hallargarðinum svonefnda, við Fríkirkjuveg 11. Þetta þykja ef til vill einkenni- legir sparkvellir núna, en í þá daga var öðruvísu umhorfs á þess- um stöðum og eigi var amast við börnum að leik í miðbænum. Þorsteinn ólafsson hélt lengi tryggð við Víking, eða frá því að hann gekk i félagið og þar til nú, að lífi er lokið. Hann var á sinni tíð einn af bestu mönnum í meist- araflokki Víkings, en á þeirri tíð hafði Víkingur á að skipa mjög góðu liði og þeir urðu m.a. Reykja- víkurmeistarar í knattspyrnu. Þorsteinn Ólafsson hætti knattspyrnu eftir að hafa hlotið slæm meiðsli, en hann fótbrotnaði í kappleik. Hann lét sig þó hafa það að ljúka þeim leik eins og öðr- um, en í því er mannlýsing nokkur fólgin. En þótt hann hætti á sjálf- um leikvellinum áttu knatt- spyrnan og félagið hans Víkingur hug hans allan. Og sjaldan lét hann sig vanta á áhorfendapall- ana ef Víkingur var að keppa. Að- spurður um þennan mikla knatt- spyrnuáhuga, svaraði hann gjarn- an á þessa leið: Að sjálfsögðu fer ég á völlinn þegar mitt félag kepp- ir. Samfylgd Þorsteins ólafssonar með Víkingum er mörgum kunn, þótt eigi kunni sá er þessar línur ritar að rekja hana út í hörgul. Hann sat í stjórn félagsins um tíma, skráði tugi ef ekki hundruð unglinga í Víking og var ávallt boðinn og búinn ef hann gat orðið félaginu að liði. Og þeir sem þekkja til íþróttafé- laga, eða félagsstarfsins vita að knattspyrnufélag er annað og meira en þeir 22 menn, er á vellin- um leika. Á bak við þá er fjölefli, þar á meðal menn eins og Þor- steinn Ólafsson var. Án þeirra væri örðugt að halda félagi sam- an. Ekki veit ég hvort þetta starf verður nokkru sinni fullþakkað, en Víkingar sæmdu hann þó heiðurs- merkjum sínum, hið fyrra úr silfri og hið síðara af gulli, en það var fyrir um það bil tveim áratugum. Ég kynntist Þorsteini ólafssyni fyrst persónulega er ég settist í tannlæknastól hans, ungur að ár- um, en það var á þeirri tíð er tannlæknar unnu sín verk með þeim meiðslatólum, sem öll börn óttuðust, og reyndar fullorðnir líka. En til Þorsteins var gott að koma. Hann var sterkur maður innra, en þó góðviljaður, og maður fann sig vera í öruggum höndum. Á þessi fyrstu kynni bar aldrei neinn skugga. Að leiðarlokum kemur margt i hugann. Liðnir dagar, sem aldrei koma aftur. Dagar vonleysis, dag- ar örvæntingar, þegar illa áraði í fótboltanum. En inn á milli unn- ust svo sigrar. Og þótt félagsstarf hjá Víkingum standi með miklum blóma nú um stundir, hefur það ekki alltaf verið svo. Við lá um tíma að félagið hætti störfum. En þá tóku forvígismenn og sóknar- menn til sinna ráða og skipulögðu það stóra félag sem Víkingur er í dag. Víkingar kveðja nú einn slíkan sóknarmann, góðan dreng og trú- fastan. Við söknum hans öll. ólöfu Vilmundardóttur og fjölskyldunni sendum við samúðarkveðjur. F.h. knattspyrnufélagsins Víkings, Jósteinn Kristjínsson, formaður. Þorsteinn Ólafsson, tannlæknir, varð bráðkvaddur að heimili sínu 6. nóvember sl. aðeins 63 ára að aldri. Á dauða mínum átti ég von frekar en hans. Staðreyndum varð ekki breytt. Bræður hans, Stefán og Ólafur, hringdu til mín og til- kynntu mér andlát hans. Það eru orð að sönnu, þegar kallið kemur, kaupir enginn sér frí og þýðir lítið að deila við dómarann. Annars hélt ég að hann yrði manna elstur eins og hann á ættir til. Ég mun ekki í þessum fáu línum og fátæk- legu orðum rekja í ættir Þor- steins. Þó veit ég að hann er kom- inn af góðu fólki í báðar ættir og sjaldan fellur eplið langt frá eik- inni. Við áttum samleið í lífinu í nokkra áratugi og urðum góðir vinir og á þá vináttu bar aldrei skugga á. Þessi orð sem eru þrykkt hér eru til að þakka honum sam- fylgdina og þá ekki síður til að minnast morgunstundanna er við áttum með honum vinir hans i tugi ára. Fyrstu kynni mín af fjölskyldu hans voru fyrir fæðingu Þorsteins. Faðir hans var sóttur til mín sem barns útaf hlustaverk eða ein- hverjum álíka kvilla. Faðir Þor- steins var Ólafur Þorsteinsson háls-, nef- og eyrnalæknir. Trúi ég að flestir uppkomnir Reykvík- ingar muni þann mæta mann er barst á reiðskjóta sínum um bæ- inn enda á milli til að líkna sjúk- um. Reiðskjótinn var reyndar hjólhestur með bögglabera fyrir læknistöskuna. Ég minnist þess að hafa séð Þorstein nota þessa sömu tösku föður síns í vitjanir sínar á sjúkrahúsin. Þetta er ekki eini hluturinn er Þorsteinn hélt tryggð við og hafði í fórum sínum, hlutir er geymdu minningar er ekki máð- ust út heldur hafði hann inn af læknastofu sinni forláta ruggustól úr járni er afi hans í Lækjargöt- uni hafði smíðað. Veggi inn af læknastofu Þor- steins prýða myndir af henni æfa- gömlu Reykjavík eins og hún var í sinni fyrstu mynd. Myndir frá þróunarskeiði Reykjavíkur í ár- anna rás og fáséðar mannamynd- um af ýmsum mönnum er sérstak-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.