Morgunblaðið - 15.11.1984, Síða 78

Morgunblaðið - 15.11.1984, Síða 78
 78 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 • Kristján Arason étti góAan Mk moð FH í gaarkvöldi ásamt Þorgils Óttar, skoraöi alls 10 mörk. Sannfærandi sigur Skota á Spánverjum SKOTAR unnu afar sannfærandi sigur á Spánverjum, 3—1, (7. riðli undankeppni HM-keppninnar, sama riöli og fslendingar og Wales-búar leika í. Staöan ( hálf- leik var 2—0 fyrir Skota og voru þeir óheppnir að vinna ekki enn stærri sigur. Mo Johnstone skoraði bæði mörk Skota í fyrri hálfleik, skalla- mörk á 33. og 43. mínútu ieiksins og allt fram að því höföu Skotar veriö í stórsókn og veriö óheppnir aö skora ekki. Spánverjar voru iöulega í nauövörn og uröu aö láta sér lynda nokkur skyndiupphlaup sem reyndar voru nokkrum sinn- um hættuleg. Andoni Giocochea, slátrarinn frá Bilbao, náöi aö skora fyrir Spánverja snemma í síöari hálfleik, en þaö stóö ekki lengi, Skotar undirstrikuðu yfirburöi sína í leiknum meö því aö bæta þriöja markinu viö, en þaö geröi gamla kempan Kenny Dalglish. Þetta var 30. mark Kenny Dalglish í landsleik og jafnaöi hann þar meö met Den- is Law, sem skoraöi 30 mörk á ferli sinum í skoska landsliösbúningn- um. Markiö var atn.ars einkar glæsilegt og dæmigert fyrir Dalgl- ish. Hann fékk knöttinn eftir inn- kast frá Steve Nicol, tók knöttinn niöur á brjóstiö og „sveif" fram hjá tveimur stórum og sterkum varn- arleikmönnum áöur en hann skor- aöi meö þrumuskoti af svo sem 10 metra færi. Þetta var fyrsti sigur Skota gegn Spánverjum í 21 ár. Skoska liöiö lék afar sannfærandi aö þessu sinni, alveg eins og gegn íslandi og Júgóslavíu í tveimur síöustu lands- leikjum sínum. Sérstaklega lofaöi leikur Mo Johnstone góðu, en markheppni hans er viöbrugöiö, bæði mörkin skoraöi hann meö skalla eftir aö hafa veriö réttur maöur á réttum staö, fyrra markiö eftir aö Arconada haföi hálfvariö þrumufleyg frá Steve Nicol, þaö síöara eftir fyrirgjöf frá James Bett. Sagt efftir leikinn: Allir óánðegdir að ná ekki stigi Bjarni Sigurðsson „ÉG er mjög svekktur aö hafa ekki náö jafntefli. Þó svo þeir heföu FH-ingar unnu Eyjamenn stórt FH-ingar sigruóu Þórsara úr Eyj- um meö 28 mörkum gegn 19 í 1. deild handboltans (gærkvöldi, en í hálfleik var staöan 12:12 og voru þaö Eyjamenn sem höföu frum- kvssöiö í fyrri hálfleik. Eyjamenn voru sprækir til aó byrja meö, voru alltaf yfir í fyrri hálfleik og náöu mest fjögurra marka mun, 8—4, um miöjan hálfleikinn. Þá fóru FH-ingar aö taka viö sér og söxuóu smátt og smátt á forskot Eyjamanna og náöu aö jafna rótt fyrir leikhlá. FH-ingar náöu síöan strax for- ystu eftir leikhlé og eftir skamma stund var staöan oröin 18—14 fyrir FH. Og stuttu seinna, þegar staöan var 19—15, misstu Þórsar- ar sinn bezta mann útaf, Sigur- björn Óskarsson, sem fékk rautt spjald, og eftir þaö var engin spurning hver sigraöi í leiknum. FH 28 Þór 19 Staöa Eyjamanna versnaöi enn þegar Herbert Þorleifssyni var einnig sýnt rauöa spjaldiö þegar 10 mínútur voru eftir. Úr því var aöeins formsatriöi aö Ijúka leikn- um. Þórsarar lofa góöu, voru mjög sprækir til aö byrja meö, en síöan datt botninn úr leik þeirra, einkum þegar Sigurbjörn varö aö yfirgefa völlinn. FH-ingar voru ekki sann- færandi framan af, en náöu sér á strik án þess þó aö sýna góöan ieik. Beztir Þórsara voru Sigmar Þröstur markvöröur, sem varði m.a. vítaskot frá Kristjáni Arasyni, og Sigurbjörn. Páll Scheving var góöur í seinnr hálfleik og aörir voru þokkalegir. Hjá FH voru Kristján Ara og Þorgils Óttar ásamt Haraldi mark- verði, beztir. Mörk FH: Kristján 10 (1v), Þor- gils 5, Hans 4, Sigþór 3, Jón Erling 2, Guöjón Guömunds 2, Guöjón Árna 1 og Pálmi 1. Mörk Þórs: Páll Scheving 5, Herbert 4 (2v), Óskar Brynjars 4, Elías Bjarnfreös 3, Steinþór Tóm- asson 1, Sigurbjörn Óskars 1 og Gylfi Birgis 1. Hjá FH var Sigþóri, Hans og Valgaröi vikiö af leikvelli í tvær mínútur hverjum, hjá Þór var Sig- urbirni og Herbert vikiö þrívegis af velli og Gylfa í tvær minútur. Dómarar voru Gunnlaugar Hjálmarsson og Óli Olsen og dæmdu þeir vel. BJ. Finnar töpuð.u heima aegn N-lrum NORDUR-írar sigruöu Finna 2—1 í Helsinki, en þjóöirnar leika ( 3. rióli undankeppni HM. Staóan i hálfteik var 1—1, en sígurmark Noröur-íra var skoraö snemma í síöari hálfleik. Sigur írska liósins var eftir atvikum sanngjarn, en leikmenn liösins máttu berjast kröftuglega fyrir stigunum. Milka Lipponen náöi forystunni 18 seðlar með 12 rétta í 12. leikviku Getrauna komu fram 18 seölar meö 12 réttum leikjum og var ipnningur fyrir hverja röö kr. 27.475.- Meö 11 rétta reyndust vera 399 raöir og var vinningur fyrir hverja röö kr. 531.00.- fyrir Finna á 21. mínútu og haföi heimaliðiö ieikiö bærilega fram aö því. En eftir markiö tóku írarnir sig saman í andlitinu og voru betra liöiö eftir þaö, án þess þó aö hafa nokkra yfirburöi aö nokkru gagni. John O'Neil skoraöi jöfnunarmark Noröur-lra rétt fyrir hálfleik og snemma í siöari hálfleiknum kom sigurmarkiö, en þaö skoraöi Gerry Armstrong sem leikur meö spænska liöinu Real Mallorca. Markiö skoraöi Armstrong úr víta- spyrnu sem dæmd var eftir aö finnskur varnarmaöur haföi fellt Norman Whiteside innan vítateigs. veriö meira meö boltann þá sköp- uöu þeir sér ekki mörg hættuleg marktækifæri. Fyrra markið var rangstööumark, sá sem skallaöi fyrir markiö var rangstæöur og línuvöröurinn veifaöi en dómarinn benti honum á aö setja flaggiö niöur sem og hann geröi. Ég er sérstaklega ánægöur meö seinni hálfleikinn, Wales-menn voru þá úrræöalausir því viö gáfum þeim engan tíma til aö athafna sig og leikur þeirra varö óskipulagöur. Þetta kom allt hjá okkur þegar baráttan náöist upp, en hana vant- aöi alveg í Skotlandi." Arnór Guðjohnsen: „ÉG er svekktur, eftir aö viö náö- um aö jafna áttum viö aö taka þetta rólega og spila þetta af skynsemi, en þaö var dútl hjá okkur í vörninni og viö vorum aö leika boltanum þvert í staö þess aö koma honum strax fram og þaö kom niður á okkur. Þaö var góö barátta í leiknum, sérstaklega í síöari hálfleiknum og ég er ánægö- ur meö frammistööu liösins þó svo aö ég sé óánægöur meö úrslitin." Tony Knapp: „NEI, þetta voru ekki góö úrslit, þaö eru aldrei góö úrslit þegar viö töpum en þetta var góö framml- staöa hjá liðinu engu aö siöur. Sumir leikmanna okkar hafa ekki leikiö í 6—8 vikur þannig aö þetta er mjög gott hjá þeim. Ég held aö þetta hafi veriö betra hjá okkur núna en i Glasgow á dögunum þó aö viö höfum veriö meö allan hóp- inn þá. Ég sagöi leikmönnum núna aö þaö þyrfti baráttu og hún kom í seinni hálfleik. Leikmenn fóru með réttu hugarfari í leikinn, sjáöu til dæmis Magnús Bergs, hann getur varla gengiö en samt sem áöur baröist hann af krafti til leiksloka og gaf aldrei þumlung eftir. Nú var rétti andinn til staöar. Viö veröum aö gera okkur grein fyrir því aö viö erum aö leika viö menn sem eru í sama klassa og þeir leikmenn sem unnu Tyrkland í dag 8:0, þessir leikmenn hér leika í sömu liöum og þeir. Þaö vinnur ekkert lið okkur meö slíkum mun.“ Pétur Pétursson: „ÉG er mjög ánægöur meö þetta mark en það var grátlegt aö þeir skyldu skora klaufamark strax á r Knattspyrna eftir. Strákarnir heima hafa ekki spilaö í langan tima og viö getum veriö stolt yfir leik þeirra. Ég hef aldrei veriö fyrirliöi i leik áöur og ég er mjög stoltur af því aö vera fyrirliöi íslenska landsliösins í knattspyrnu. Þegar ég var nærri því kominn í gegn um vörnina hjá þeim í fyrri hálfleiknum kallaöi Raggi í mig og ég hélt aö hann stæöi aleinn fyrir framan markiö og sendi því fyrir. Ég heföi átt aö fara aöeins lengra sjálfur þvi þá heföi ég veriö kominn í dauöafæri. Viö vorum ekki verri en Wales og ég er ánægöur meö leikinn í sjálfu sér en óánægöur meö aö tapa.“ Ellert Schram: ÉG er stoltur af liöinu, þetta var frábær frammistaöa og þaö er ekki oft sem maöur er svekktur yfir því aö tapa meö einu marki, en ég er svekktur í kvöld. Wales-menn voru farnir aö tefja í restina og voru greinilega ánægöir meö úr- slitin í ieiknum. íslenska liðið sótti sig þegar á leiö, vörnin efldist þeg- ar leiö á leikinn og ég haföi alltaf á tilfinningunni aö framlínan hjá okkur gæti skoraö mark, alveg fram á síöustu mínútu. Viö skulum hafa þaö í huga, og þaö sýnir breiddina í knattspyrnunni hjá okkur, aö viö teljum okkur geta stillt upp enn sterkara liöi en viö geröum hér í kvöld. Ef svona heid- ur áfram getur allt gerst í þessari keppni." Skagastúlkur unnu í Eyjum Skagastúlkurnar unnu nauman sigur é ÍBV í 1. deild kvenna ( handknattleik út i Eyjum í gasr- kvöldi, en leiknum lauk 17—18 fyrir ÍA. í hálfleik var staöan 11—5 fyrir ÍA. ÍA haföi yfirburöi í fyrri hálfleik en heimastúlkurnar tóku sig mjög á í seinni hálfleik er fjörkippur kom í leik þeirra. Náöu þær þó aldrei aö jafna. Hjá ÍA skoraöi Þórgunnur 5 mörk, Ragna Lóa 4, Ragnhildur 3, Karitas 3, Sigurlín 2. Hjá ÍBV skoruöu Anna Dóra og Eyrún 5 mörk hvor, Unnur og Guö- rún 2 hvor og Andrea og Ingibjörg 1 mark hvor. hkj.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.