Morgunblaðið - 15.11.1984, Side 79
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 79
Fri Skapta HaHflrtmaayni, biaöamanni
Morgunbladaina i Carditf.
Það hlýtur að vera óhætt
að fullyrða aö íslendingar
eru ekki uppáhalds and-
stæöingar Wales-búa í
knattspyrnu. ísland sá til
þess að Wales komst ekki
í úrslitakeppni heims-
meistarakeppninnar síð-
ustu og hefur vissulega
gert Wales-búum lífið leitt
í þessari keppni. Eftir 0:1-
tap í Reykjavík og 0:3-tap á
Spáni urðu Wales-búar aö
sigra íslendinga hér í
Cardiff í kvöld ef þeir ætl-
uðu aö eiga möguleika á
aö komast til Mexíkó 1986.
Það tókst, Wales sigraði
2:1 eftir að staðan hafði
verið 1:1 um tíma og var
sigur þeirra sanngjarn.
Litlar líkur tel ég þó á því
aö þeir komist til Mexíkó,
Spánn og Skotar eru með
mun betri liö. Eftir heldur
daufan fyrri hálfleik komu
íslendingar mun ákveðnari
til þess síöari og Pétur
Pétursson, fyrirliöi ís-
lenska liösins, skoraði á
54. mín. og þá vaknaði
vissulega sú von í brjóst-
um þeirra 150 íslendinga
sem hér voru, að ævintýrið
frá Swansea endurtæki
sig, jafnvel sigurinn frá því
í Reykjavík í september.
Þaö tókst ekki því hinni
góðu byrjun í síðari hálf-
leik tókst ekki að fylgja
eftir, Wales-búar náðu aft-
ur yfirhöndinni á miðjunni
og sóttu mestallan leikinn.
Morgunblaðið/AP/Simamynd frá Cardiff.
• Mark Huges sem skoraöi sigurmark Wales í gœrkvöldi gagn íslandi í Cardiff sést hér skjóta þrumuskoti en Bjarni markvörður Sigurösson
var vel é veröi og varöi.
Litlu munaði að ísland
næði jafntefli gegn Wales
Fyrri hálfleikurinn var í daufara
lagi há íslenska liöinu. Welska liöiö
var mun meira meö boltann og
réöi ferðinni allan tímann. Bak-
veröirnir hjá íslenska liöinu pöss-
uöu hvorugur nógu vel sína menn,
sérstaklega Árni Sveinsson, sem
spilaöi allt of framarlega og missti
oft menn inn fyrir sig vegna þess.
Miöveröirnir Sævar og Magnús
Bergs, áttu góöan leik og voru
sterkir í háu boltunum er komu
fyrir markiö. Bjarni Sigurösson var
einnig mjög öruggur í markinu.
Áberandi var hversu leikmenn
íslenska liösins voru óákveönir
þegar þeir reyndu aö senda knött-
inn, þeir böröust vel en þegar kom
aö því aö senda knöttinn virtust
þeir ætla aö gera þaö allt of fallega
og misstu knöttinn oft fyrir bragö-
iö. Welska liöiö lék ekki sérstak-
Wales —
ísland 2:1
lega vel þó svo þeir hafi veriö betra
liöið á vellinum. Leikmenn liösins
eru mjög líkamlega sterkir og leika
dæmigeröa enska knattspyrnu þar
sem harkan er í fyrirrúmi.
Eina mark hálfleiksins kom á 35.
mínútu og var þaö fyrsta mark
Wales í heimsmeistarakeppninni til
þessa. Mickey Thomas skoraöi af
stuttu færí eftir fyrirgöf frá lan
Rush. Línuvöröurinn veifaöi er
Thomas skoraöi en setti síöan
flagg sitt niöur og hljóp í átt aö
miöju vallarins. Leikmenn íslenska
liösins uröu æfareyöir og hlupu aö
línuveröinum vegna þessa en ekki
var hægt aö sjá neitt ólöglegt viö
markiö, Thomas var aö minnsta
kosti ekki rangstæöur þegar hann
skoraöi.
Strax á fimmtu mínútu var
bjargaö í horn eftir þunga sókn
Wales og tvö góö færi. Mark
Hughes átti gott skot um miöan
hálfleikinn sem Bjarni varöi meö
tilþrifum í horn og skömmu síöar
sendi Siguröur Jónsson á Pétur
Pétursson fram vinstri kantinn.
Pétur komst inn í vítateiginn en í
staö þess aö vaöa i gegn sjálfur
gaf hann á Arnór en sendingin var
of laus og ekkert varö úr. Pétur er
fyrirliöi í þessum leik og fékk ég
þaö á tilfinninguna aö ef hann
heföi ekki verið fyrirliöi í þessum
leik þá heföi hann ekki hikaö viö
aö fara sjálfur i gegn í þessu tilfelli
og komist þá í dauöafæri.
Á 38. mínútu átti Arnór gott skot
talsvert fyrir utan teig sem South-
all varöi mjög vel. Á 44. mínútu
fékk Magnús Bergs dauöafæri á
markteig eftir aö Arni Sveinsson
haföi tekiö langt innkast þar sem
Guömundur Þorbjörnsson kom og
sendi inn á markteiginn en Magn-
ús, hetjan frá fyrri leik liöanna í
Reykjavík í september, skaut langt
yfir markiö.
Tony Knapp hefur örugglega
messaö vel yfir sínum leikmönnum
í hálfleik, þeir komu mun ákveön-
ari til leiks eftir hléið, voru farnir aö
trúa meira á sig og tóku kröftug-
lega á móti heimamönnum. Er níu
mínútur voru liönar af seinni hálf-
leik kom jöfnunarmark Péturs. Eft-
ir skyndisókn fékk Ragnar Mar-
geirsson knöttinn skammt fyrir
utan vitateig, hann óö inn í teiginn
og er hann var aö komast einn frír
j gegn sótti varnarmaöur aö hon-
um og hrökk knötturinn til Péturs
sem var aleinn á miöum vítateig og
slík færi lætur þessi marksækni
leikmaöur sér ekki úr greipum
ganga. Hann skoraöi meö vinstra
fæti framhjá Southail. Mjög vel
gert.
Eftir markiö var mög góö bar-
átta i íslenska liöinu og þaö var
greinilegt aö mikil pressa var kom-
in á leikmenn Wales, en þeim létti
stuttu síöar, á 62. mínútu, er Mark
Hughes skoraöi af stuttu færi. Eftir
fyrirgöf frá hægri skallaöi Micky
Thomas niöur á markteiginn og
eftir baráttu barst boltinn til Hugh-
es sem var algörlega óvaldaöur í
miöum vitateig og hann var ekki í
vandræöum meö aö senda knött-
inn i bláhornið.
Eftir markiö jókst sjálfstraust
leikmanna Wales greinilega á ný,
knötturinn gekk vel manna á milli
úti á vellinum og þeir lögöu áherslu
á aö halda knettinum — geröu sig
greinilega ánægöa meö fenginn
hlut. Wales fékk tvö marktækifæri
þaö sem eftir var ieiksins, Robbie
Ames skaut fyrst framhjá af stuttu
færi og síöan varöi Bjarni mjög vel
frá honum skot utan úr vítateig.
Liöin
islenska liöið lék vel í seinni
hálfleik. Leikmenn sýndu þá svo
ekki veröur um villst aö þegar vilji,
kraftur og þor fara saman á ekkert
liö aö búast viö auðveldum leik
gegn þeim.
Bjarni Sigurösson var góöur í
leiknum og veröur ekki sakaöur
um mörkin, hann varöi nokkrum
sinnum mjög vel og var ætíö vel
meö á nótunum. Miöveröirnir
Sævar og Magnús voru einnig
góöir, bestu menn liösins. Þeir
héldu Rush og Hughes vel í skefj-
um mest allan tímann þannig aö
þessir miklu markaskorarar voru
ekki mjög áberandi. Bakveröirnir
áttu ekki mjög góöan dag en börö-
ust þó vel eins og hinir, en vita-
skuld er ætiö erfitt aö leika gegn
breskum liöum sem nýta breicid
vallarins vel og leggja áherslu á aö
sækja upp kantana.
Miövallarleikmennirnir, Sigurður
Jónsson, Ragnar Margeirsson,
Siguröur Grétarsson og Guö-
mundur Þorbjörnsson, eru ekki
vanir aö leika saman og kom þaö
berlega í Ijós. Þrír þeirra leika
heima á islandi og eru því skiljan-
lega ekki í mikilli leikæfingu en þaö
sem uppá vantaöi unnu þeir meö
mikilli baráttu. i framlinunni voru
þeir Arnór og Pétur. Þeir fengu
ekki úr miklu aö moöa en eins og
aörir í liöinu böröust þeir mjög vel.
islenska liðiö var þannig skipaö:
Bjarni, Þorgrímur, Magnús, Sævar,
Arni, Guömundur, Siguröur Grét-
arsson (Njáll á 67. min.), Siguröur
Jónsson, Ragnar (Gunnar Gíslason
á 81. mín), Arnór, Pétur.
Welska liöiö var þannig skipaö:
Southall, Slatter, Jacket, Ratcliff,
Charles, Philips, James, Hughes,
Rush, Thomas, Davis.
Áhorfendur voru aöeins 10.506.
• Magnús Bergs miövöröurinn sterki, sem étti góöan leik í gmrkvöldi
gegn Wales í Cardiff, smkir hér aö sóknarmanninum Mark Hughes, er
Island lék gegn Wales á Ninian leikvanginum {gmrkvöldi.