Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 1
 72 SIÐUR tmunMnMfc STOFNAÐ 1913 228. tbl. 71. árg. MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stöðugur straumur námamanna til vinnu LondoB, 20. DÓTember. AP. Um eittþúsund námamenn sneru til vinnu í dag og hafa þá 3.300 námamenn hætt verkfallinu á tveimur dögum. Rúmlega 60.000 námamenn eru sagðir hafa hœtt verkfalli og að 59 af 174 námum séu starfræktar, en Arthur Scargill leiðtogi námamanna segir tölur stórýktar. Til átaka kom við námur víöa um land er herskáir verkfalls- menn reyndu að hindra vinnu við þær. Margaret Thatcher forsæt- isráðherra fordæmdi skemmdar- verk námamanna í rannsókn- arstofum kolanámanna í gær, sem metið er á kvartmilljón sterlingspunda. Scargill sakaði ríkisstjórnina, stjórn kolanámanna, dómsmála- kerfið og logregluna um að mis- nota fjölmiðla í þeim tilgangi að draga vígtennurnar úr samtök- um námamanna. „En þrátt fyrir þungann og grimmdina í þessum samræmdu árásum munum við ekki kikna," sagði Scargill. Símamynd/AP Starfsmaður Rauða krossins bjargar tveimur skaðbrenndum börnum úr rústum fitækrahverfisins, sem lagðist að mestu í rúst í gífurlegri gassprengingu í Mexíkóborg. 305 manns brenna í vítiseldi í Mexíkó Öttast að manntjónið reynist meira — 500 lífshættulega særðir Mexikoborg, 20. DÓTember. AP. HERMENN girtu í dag af fatækra- hverfið í Mexíkóborg, sem er ein rjúkandi rúst eftir einhverja verstu gassprengingu sögunnar. Var það gert af ótta við gripdeildir. Þeir, sem komust af í hverfinu, biðu í dag milli vonar og ótta um afdrif margra ættingja sinna, en hundruð manna brunnu lifandi til bana í sprengingunni og ógnarbáli, sem fylgdi í kjólfarið. Samkvæmt síðustu fregnum var vitað um a.m.k. 305 sem fór- ust í sprengingunni og vítiseldin- Baskaleiö- togi veginn Bilbao, 20. Dorember. AP. SANTIAGO Brouard, leiðtogi að- skilnaðarsinna baska, var veginn í læknastofu sinni í Bilbao, að sögn dóttur hans, og er ekki vit- að hverjir banamenn hans eru. Brouard var 65 ára og áhrifamaður í stjórnmálaarmi hinna útlægu aðskilnaðarsam- taka baska, ETA. Er hann 39. fórnarlamb pólitískra ofbeldis- átaka á Spáni á árinu. um í Tlalnepantla-hverfinu og a.m.k. 500 voru lífshættulega slasaðir i sjúkrahúsum. Óttast er að tölur þessar eigi eftir að stór- hækka. Tugþúsundir manna misstu heimili sín og haldast þeir við í bráðabirgðabúðum í ná- grenninu. Eldi og eimyrju rigndi yfir allt hverfið þegar sprengingarnar hófust rétt fyrir dögun. Fyrr en varði stóð allt hverfið í ljósum logum. Talið er, að fyrsta spreng- ingin hafi orðið í gasflutningabíl en síðan sprungu margir tankar með gasvökva hver á fætur öðr- um. f sumum tankanna voru allt að 11 milljónir lítra af gasi. Stúlka, sem komst lífs af, sagði að er móðir hennar hefði opnað útidyr að húsi þeirra á þvi augna- bliki sem sprengingin varð, hefði verið likast því sem brimskaflar elds hefðu skollið á húsinu. Hermenn hafa handtekið tugi manna, sem reynt hafa að færa sér í nyt ringulreiðina og stela úr rústum húsanna. Fjöldi þeirra, sem komust af í hverfinu, hefur snúið aftur og skarað i bruna- rústirnar i leit að eigum sinum. Mesta gassprenging, sem áður hefur orðið, átti sér stað í Cleve- land í Bandarikjunum árið 1944 en þá fórust 135 manns. Fréttir eru einnig um, að gasflutninga- bíll hafi sprungið í Slang-jarð- göngunum í Afganistan árið 1982 og rúmlega 1.000 manns farist en þær hafa aldrei verið staðfestar endanlega. Bratteli látinn OhIó. 20. nÓTember. AP. TRYGVE Bratteli fyrrum forsætisráðherra Noregs lézt í dag, 74 ára að aldri. Fékk hann hjartaslag. Bratteli var lagður í shíkrahús i föstudag eftir að hafa hlotið heilablóðfall. Odvar Nordli þingforseti og fyrrum forsætisráðherra skýrði þingheimi frá láti Bratteli við umræður í stór- þinginu. Bratteli var forsætisráð- herra Verkamannaflokksins tvisvar, í rúmt ár 1971 til 1972 og rúm tvö ár 1973 til 1976. í öðrum ríkisstjórnum flokksins gegndi hann starfi fjármála- ráðherra og samgönguráð- herra. Á þing var Trygve Bratteli kjörinn 1949 og átti sæti þar til ársins 1981 að hann sagði skil- ið' við stjórnmálin. Hann var formaður Verkamannaflokks- ins 1965—75. Bratteli lifði af þriggja ára vist i fangabúðum nazista i heimsstyrjöldinni síðari. Eig- inkona Bratteli, Randi, lifir mann sinn. Sji „Trygve Bratteli var einn af áhrifamestu stjórnmálaleiðtog- um Noregs" i bls. 32. Sjí ninar á bls. 33. Trygve Bratteli 192 Pólverjar flýja af farþegaskipi: „Búinn að fá nóg af ógnarstjórninni Hamborg, 20. oóvember. AP. NÆR þriðjungur farþega pólska far- þegaskipsins Stefan Batory strauk frá borði er skipið hafði viðdvbl f Hamborg og bað fólkið um hæli sem pólitískir flóttamenn. Alls flýðu 192 menn, en 608 farþegar voru með skipinu, og er þetta mesti fjöldaflótti af pólsku farþegaskipi. Farþegar hafa hlaupið frá borði í Vestur-Þýzkalandi, Bretlandi og Hollandi í fyrri ferðum skipsins. Alltaf hefur verið um flótta af skipinu að ræða er það hefur haft viðkomu í Hamborg, en aldrei jafn mikinn og nú. í hópnum er ungir karlmenn áberandi, en einnig voru heilu fjölskyldurnar meðal flóttafólks- ins. Stjórnmálaástandið í Póllandi er aðalástæðan og sagði 28 ára byggingatæknifræðingur að flóttafólkið hefði gagngert farið i skemmtisiglinguna til að flýja land. „Ég var í góðu starfi, með goðar tekjur, en búinn að fá nóg af ógnarstjórninni," sagði hann. Hamborg var fyrsti viðkomu- staður í þessari skemmtisiglingu Stefan Batory, sem lét úr höfn í Gdansk um helgina. Skipið fór frá Hamborg til Rotterdam. Flótti af Stefan Batory er ekki nýmæli, m.a. strauk skipstjóri þess eitt sinn i London. I fyrra struku 34 Pólverjar af skipinu í Hamborg, 12 í Hollandi og 31 í Bretlandi, og 5 í Kaupmannahöfn. 1 marz 1977 strauk 21 af skipinu í Hamborg og 64 í janúar 1974.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.