Morgunblaðið - 08.12.1984, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984
Loðskinnauppboö í Qsló:
Blárefaskinnin
seldust á
í GÆR var loðskinnauppboð í upp-
boðshúsi norska loðdýraræktarsam-
bandsins. Meðal annars voru seld
þar blárefaskinn og var verðið svip-
að og á uppboðinu í Helsingfors fyrr
í vikunni, eða um 2.000 ísl. krónur.
Seld voru 19 þúsund norsk blá-
refaskinn fyrir um 2.006 krónur
islenskar að meðaltali og 8.500
finnsk blárefaskinn fyrir um 1.975
krónur að meðaltali. 75 til 79%
framboðinna skinna seldist. Þá
voru seld 4.200 norsk silfurrefa-
skinn fyrir um 6.638 krónur ís-
2.000 kr.
lenskar að meðaltali og seldist
98% skinnanna. Einnig voru seld
16.600 blá-silfurrefaskinn fyrir
um 4.268 krónur að meðltali og
seldist 99% framboðinna skinna.
Jón Ragnar Björnsson fram-
kvæmdastjóri Sambands islenskra
loðdýraræktenda sagði í samtali
við blm. Mbl. að verðið væri ámóta
og í Helsingfors fyrr í vikunni en
salan verið dræmari. Hinsvegar
væri þetta lítið uppboð og þess-
vegna ekki eins marktækt varð-
andi verðið og sölur.
Nýárshátíð ♦
í Broadway ÍJ
janúar 1985^
^ Vegna gífurlegs áhuga fyrir nýárshátíðinni í ^
— Broadway I. janúar nk. viljum við biðja gesti |
^ okkar frá fyrri árum að staðfesta borð sín fyrir
miðvikudaginn 12. desember nk. Eftir þann tíma
▲ áskiljum við okkur rétt til að ráðstafa borðunum.
Hátíðin er aðeins ætluð matargestum.
w Skrifstofan er opin í dag og á morgun kl. 2—5,
m og daglega kl. 11—19. Sími 77500.
■
;i.
♦
Börnin 11, sem hlutu viöurkenningar í ritgerðasamkeppni Kreditkorta sf. Aftari röð frá vinstri: Guðný Guð-
jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Auður Harpa Þórsdóttir, Herborg Hauksdóttir, sem hlaut fyrstu verðlaun og
Sif Ólafsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, Eiríkur Jónsson, sem hlaut sérstök aukaverð-
laun í sínum aldursflokki, Edda Sólveig Gísladóttir, Kjartan Ilansson, Hlín Olafsdóttir og Anna Sigríður
Gunnarsdóttir.
„Leið mín í skólann ...
11 börn verðlaunuð fyrir ritgerðir
ÚRSLIT ritgerðasamkeppni Kred-
itkorta sf. voru tilkynnt við hátíð-
lega athöfn í gær. Voru 11 börnum
veitt verðlaun fyrir ritsmíðar sínar,
sem allar fjölluðu um efnið „Leið
mín í skólann og hætturnar á leið-
inni“.
Haraldur Haraldsson, stjórn-
arformaður Kreditkorta sf., hélt
stutta ræðu við upphaf athafn-
arinnar og sagði, að fyrirtækið
hefði ákveðið að hleypa þessari
samkeppni af stokkunum til að
láta gott af sér leiða fyrir æsku
landsins. Hann sagði, að til
fyrirtækisins hefðu oft leitað
góðgerðarfélög og íþróttafélög,
en með því að vekja athygli á
hættum, sem steðja að börnum
og unglingum í umferðinni, hefði
fyrirtækið talið sig fært um að
knýja á um úrbætur. Haraldur
sagði, að alls hefðu borist um 100
ritgerðir og hefðu börnin bent á
margt, sem betur mætti fara.
Hann nefndi sem dæmi að mörg
börn hefðu skrifað um erfiðleika,
sem þau eiga við að etja í mikl-
um snjó, þegar ekki er hægt að
ganga á gangstéttum, einnig að
óvarlega væri ekið út úr heim-
reiðum, gangbrautir væru
stundum við blindbeygjur, vöru-
bifreiðir stöðvuðu oft á gang-
stéttum svo börn yrðu að fara út
á götu og að bifreiðir ættu að
aka með ljósum allan sólar-
hringinn að vetri til. Margt
fleira nefndu börnin og sagði
Haraldur, að Kreditkort sf. ætl-
uðu að benda á þessi atriði í
auglýsingum og reyna að vekja
athygli yfirvalda á þeim.
Fyrstu verðlaun í ritgerða-
samkeppninni hlaut Herborg
Hauksdóttir, 12 ára gömul.
Verðlaun hennar voru viður-
kenningarskjal og 10 þúsund
krónur. Tíu börn önnur fengu
sérstakar viðurkenningar, sem
voru skjal og 5 þúsund krónur.
Eiríkur Jónsson hlaut sérstaka
viðurkenningu fyrir ritgerð í
aldurshópi 6—10 ára barna.
Verðlaunin afhenti 11 ára gömul
stúlka, Auðna Hödd Jónatans-
dóttir, en hún átti sæti í dóm-
nefnd.
Að lokinni verðlaunaafhend-
ingu var sýnd kvikmynd um
hættur í umferðinni og verð-
launahafarnir og fjölskyldur
þeirra gæddu sér á veitingum.
Haraldur Haraldsson sagði, að
vonandi væri hægt að efna til
slíkrar samkeppni aftur, því
aldrei væri nóg að gert í umferð-
aröryggismálum.
Sláturhús KVB á Patreksfirði:
Greiðir aðeins 60 %
af grundvallarverði
Bændur fá eina krónu fyrir slátrið
KAUPFÉLAG Vesturbarðstrend-
inga, hefur sent þeim bændum, sem
lögðu sláturfé inn í sláturhús félags-
ins á Patreksfirði í haust, uppgjör
fyrir innlagðar sauðfjárafurðir.
Greidd eru tæp 60% af grundvallar-
verði kjöts og allt niður í 1,8% af
verði sláturs og er það jafnframt lát-
ið út ganga að þetta sé lokauppgjör
innlagðra sauðfjárafurða. Stangast
þetta á við reglur Framleiðsluráðs
landbúnaðarins sem hefur eindregið
hvatt sláturleyfishafa til að greiða
bændum 75% af grundvallarverði
fyrir 15. október.
Árni Jóhannesson, bóndi í
Saurbæ á Rauðasandi, sagði í
samtali við Mbl. að hann hefði
nýlega fengið uppgjör frá kaupfé-
laginu vegna þeirra 50 lamba sem
hann lagði inn í sláturhúsið i
haust. Sagðist hann hafa fengið
68,18 kr. fyrir hvert kíló kjöts, eða
tæp 60% af haustgrundvallar-
verði, sem er 113,64 kr. Fyrir
dilkaslátrið sagðist hann hafa
fengið 3,74 kr., eða 3,7% af
grundvallarverðinu sem er 99,84
kr. Þá sagðist hann hafa fengið 1
krónu fyrir slátur af fullorðnu fé í
stað 54,95 sem grundvöllurinn
segði til um eða 1,8%. Fyrir inn-
lagt nautgripakjöt kvaðst hann
hafa fengið 95 krónur í stað 106
kr. sem grundvöllurinn segði til
um, eða 89,6%.
Árni sagðist hafa fengið þær
upplýsingar í kaupfélaginu að hér
væri um lokauppgjör að ræða,
hann gæti ekki vænst frekari
greiðslna. Sagði hann að þær
skýringar væru gefnar að slátur-
kostnaðurinn væri mikill og að
kaupfélagið hefði greitt bændum
15 milljónum of mikið undanfarin
ár. Það sagði hann að sér þætti
skrítið því þeir hefðu ekki fengið
greitt fullt verð fvrir afurðir sínar
undanfarin ár. Árni sagði furðu-
legt að sláturhúsið fengi leyfi til
Þessar upplýsingar komu fram
í svari Davíðs Oddssonar borgar-
stjóra við fyrirspurn frá Sigur-
jóni Péturssyni, Alþýðubanda-
lagi, um leigubílakostnað.
I svari borgarstjóra kom fram
slátrunar ár eftir ár fyrst rekstur-
inn væri ekki betri.
Framleiðsluráð landbúnaðarins
samþykkti í haust „skilyrði fyrir
leyfi til sauðfjárslátrunar haustið
1984". Þar segir m.a.: „Fyrsti af-
reikningur til bænda vegna inn-
leggsins miðist í síðasta lagi við
15. október. Stefnt skal að því að
útborgun og/eða afreikningur sé
ekki lægri en 75% af haustgrund-
vallarverði til þeirra sem hafa
búmark..."
að miðað við verðbreytingar og
aukinn fjölda starfsmanna hefur
í raun verið um lítilsháttar sam-
drátt að ræða, hins vegar þyrfti
að auka aðhald.
Reykjavíkurborg:
Leigubílakostnaður
um 7 milljónir króna
KOSTNAÐUR Reykjavíkurborgar vegna aksturs starfs-
manna með leigubílum á þessu ári er 7 milljónir og 56
þúsund krónur, en 1981 var kostnaðurinn um 1,5 milljónir
króna á verðlagi þess árs.