Morgunblaðið - 08.12.1984, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984
ÚTVARP / S JÓN VARP
Eigi veit ég, hvort útvarps-
híustendur gefa gaum að því
málverndunarstarfi, sem innt er
af hendi á þeim bæ, ekki aðeins af
þulum Ríkisútvarpsins, sem oft
slétta úr ambogunum á síðustu
stundu, svo úr verður hið ljúfasta
eyrnakonfekt, heldur og af því
þáttarkorni, er aðeins spannar tíu
mínútur hvern útsendingardag, og
nefnist: Daglegt mál. Hinir fær-
ustu menn fylla þáttarkorn þetta
óaflátanlega af góðlátlegum
ábendingum til þjóðarinnar um
hvernig henni beri að haga mál-
fari sínu. Persónulega er ég lítt
hrifinn af málhreinsunaræði
sumra manna, sem virðast nánast
vilja gerilsneyða tungumálið, uns
það hæfir aðeins líflausum vél-
mennum.
Hitt er auðvitað ljóst, að við
megum ekki hleypa lausu ambögu-
fári því, er stundum brýst út í
kjölfar málleti og smjaðurs fyrir
erlendri tísku.
Skrípanöfn
Gott dæmi um slíkan ambögu-
faraldur, er nafnaklíningur sá, er
undanfarið hefur viðgengist í
landinu, og varð Sigurði G. Tóm-
assyni umfjöllunarefni i fimmtu-
dagserindinu um hið daglega mál.
Telur Sigurður, að það sé bjarn-
argreiði barni, að klína á það
annkannalegu nafni, jafnvel þótt
tískan krefjist þess. Ég veit að
þetta er rétt athugað hjá Sigurði
G. Tómassyni, því ég hef sem
kennari tekið eftir því hve
nafnskrípi baka nemendum oft
mikinn vanda. Eða hvernig haldið
þið að þeirri stúlkukind líði, er ber
nafnið „Lofthæna", þá nafn henn-
ar er lesið upp dag eftir dag, við
upphaf hverrar einustu kennslu-
stundar?
Svar til kristniboða
Nóg um það. í blaðinu í gær
birtist grein undir risafyrirsögn-
inni: Ólafur M. Jóhannesson og
Afríka. Grein þessi er rituð af sr.
Kjartani Jónssyni kristniboða, í
tilefni af greinarkorni mínu um
Afríku frá 29. þessa mánaðar. f
þessu greinarkorni hef ég nánast
orðrétt eftir ummæli góðs vinar
míns, sem er meðlimur í söfnuði
er nefnist Ungt fólk með hlutverk,
þess efnis að hann hefði heyrt
þess getið að ... aðeins heiðið fólk
dæi nú í Eþíópíu, enginn úr hópi
hinna kristnu. Ég rökræddi þessa
fullyrðingu nokkuð við vin minn,
og fékk þessi skoðun svo mjög á
mig að ég ákvað að varpa henni
fram í greininni um Afríku, í því
augnamiði að fá úr því skorið hvort
slíkra trúarskoðana gætti meðal
fleiri trúarsafnaða innan þjóð-
kirkjunnar, en svo sannarlega er
ungt fólk með hlutverk sértrúar-
söfnuður, slík er bókstafstrú þess.
Grein sr. Kjartans Jónssonar
gleður mig mjög, því þar sjáum
við svart á hvítu hverjir úr hópi
þjóðkirkjumanna berjast raunveru-
lega við hungurvofuna í Eþíópíu.
Blessað sé starf Sambands ís-
lenskra kristniboðsfélaga á hung-
ursvæðunum, þar er svo sannar-
lega unnið í anda Krists, en ekki
iátið nægja að söngla í glæstum
musterum. Hvet ég hið unga fólk
með hlutverk, er heima situr, að
skunda beint á suðurslóðir, þar er
ljóssin8 svo sannarlega þörf.
ólafur M.
Jóhannesson.
Ein af stúlkunum í besta bekknum
frammistöðu.
fær að fara í skólaferðalag vegna góðrar
Skólaferðalagiö
■■■■ Þátturinn
U20 Eitthvað fyrir
alla er á dag-
skrá útvarpsins i dag.
Þetta er þáttur fyrir börn
og stjórnandi hans er Sig-
urður Helgason.
f þætti þessum kennir
margra grasa og sagði
Sigurður að i fyrsta lagi
myndi hann kynna körfu-
bolta og ræða við stráka
sem stunda þá íþrótt.
Einnig verður rætt við
stúlku, sem bjó f 8 ár í
Svíþjóð, um lífið þar.
í þættinum Eitthvað
fyrir alla eru einnig sima-
viðtöl og er þar rætt um
ákveðið efni eða áhuga-
mál, sem gera má ráð
fyrir að börn vilji ræða
um. (Jtvarpað er efni sem
tekið er upp í vikunni á
undan, en simatíminn er á
meðan á útsendingu þátt-
arins stendur.
í þættinum er lesið
fréttaefni fyrir krakka.
Einnig er lögð getraun
fyrir hlustendur, leikin
tónlist og lesin bréf frá
hlustendum eftir því sem
þau berast.
Sigurður sagðist reyna
að nota sem mest efni frá
krökkunum sjálfum.
„Ég er
■■■■ „Ég er hótel"
OOOO nefnist kanad-
ískur þáttur
með söng og dansi sem er
á dagskrá sjónvarpsins i
kvöld.
í þættinum er á mynd-
rænan hátt lagt út af
nokkrum söngvum Leon-
ards Cohen, sem er kan-
adískur tónsmiður og
skáld. Hann kemur sjálf-
ur fram í þættinum ásamt
fleiri kanadískum lista-
mönnum.
hótel“
Umgerð þáttarins er
gamalt glæsihótel þar
sem andi reikar innan um
persónur úr söngvum
Cohens, sem annaðhvort
eru starfsmenn hótelsins
eða gestir. Margar per-
sónur koma fram, þar á
meðal forstjóri, sígauna-
kona, gömul hefðarfrú,
eldri aðmíráll, sem kom-
inn er á eftirlaun, o.fl.
Þáttur þessi hlaut
„Golden Rose“-verðlaunin
í Montreux á þessu ári.
Þáttur fyrir böm:
Eitthvaö fyrir alla
^■■B í kvöld sýnir
00 30 sjónvarpið it-
LíLí alska sjón-
varpsmynd sem nefnist
Skólaferðalagið. Myndin
gerist vorið 1911 og segir
frá því þegar mennta-
skólanemar fara í þriggja
daga gönguferð til Flór-
ens. Þetta eru krakkar úr
besta bekknum og er ferð-
in eins konar viðurkenn-
ing fyrir góða frammi-
stöðu. í fylgd með þeim
eru tveir kennarar. {
hópnum eru 18 piltar og
12 stúlkur og eru þau öll
ákveðin í að njóta siðustu
samverustundanna fyrir
próf.
Myndin er eftir Pupi
Avati, sem einnig leik-
stýrir henni. Með aðal-
hlutverk fara Carlo Delle
Piane, Tiziana Pini og
Rosana Casale.
Þýðandi er Þuriður
Magnúsdóttir.
■■■■ Á dagskrá út-
1 £30 varpsins í dag
10 er Bókaþáttur
Njarðar P. Njarðvík.
Njörður var spurður að
því hvert væri efni þessa
þáttar. Hann sagði að að-
alefni þáttarins væri um-
fjöllun um bókina Jóla-
óratorían eftir Göran
Tunström. „Ég mun ræða
Bókaþáttur:
Jólaóratorían kynnt
við höfundinn, en hann er
staddur hér á landi um
þessar mundir. Einnig
ræði ég við þýðanda bók-
arinnar, Þórarin Eldjárn,
sem mun lesa úr henni.
Ég hef verið með, sem
fastan lið, að fá fólk af
ýmsu tagi til að segja frá
bók, sem það er eða hefur
nýlega verið að lesa. I dag
er það Steinunn Jóhann-
esdóttir leikari, sem segir
frá.
í þættinum verður
einnig Ijóðalestur og
bókmenntagetraun, sem
er í hverjum þætti."
Þetta er fimmti Bóka-
þátturinn, en hann verður
á dagskrá útvarpsins
fram á vor.
Göran Tunström, höfundur
bókarinnar Jólaóratorían.
Njörður P. Njarðvík ræðir
við hann í Bókaþætti sínum
í dag. Göran Tunström
hlaut bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs í febrúar
sl.
UTVARP
LAUGARDAGUR
8. desember
7JM Veöurtregnir. Fréttir.
Bæn. Tónleikar. Þulur velur
og kynnir. 7.25 Leikfimi.
Tónleikar.
8.00 Fréttir. Dagskré. 8.15
Veöurfregnir. Morgunorö —
Þórhallur Heimisson talar.
8J0 Forustugr. dagbl. (útdr.).
Tónleikar.
9.00 Fréttir. Tilkynnlngar.
Tónleikar.
9J0 Oskalög sjúklinga. Helga
Þ. Stephensen kynnir.
(10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.)
Óskalög sjúklinga, frh.
1120 Lestur úr nýjum barna-
og unglingabókum.
Umsjónarmaöur er Gunnvör
Braga. Kynnir: Sigurlaug M.
Jónasdóttir.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
1Z20 Fréttir. 12.45 Veöur-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
14.15 Ipróttabáttur
Umsjón: Hermann Gunn-
arsson.
14.30 Hér og nú
Fréttaþáttur I vikulokin.
15.30 Úr blöndukútnum
— Sverrir Páll Erlendsson.
(RÚVAK)
164» Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurtregnir.
1620 Islenskt mál
Jðrgen Pind flytur þáttlnn.
16J0 Bókaþáttur
Umsjón: Njöröur P. Njarövlk.
17.10 Ungversk tónlist
3. þáttur. Ungversku þjóö-
lögin koma I leitirnar. Um-
sjón: Gunnsteinn Olatsson.
Lesari: Aslaug Thorlaclus.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir Dagskrá
kvöldsins.
194» Kvöldfréttir. Tilkynningar.
1925 Veistu svariö?
Umsjón: Unnur Ólafsdóttir.
Dómari: Hrafnhildur Jóns-
dóttir. (RÚVAK)
204» Útvarpssaga barnanna:
„Ævintýri úr Eyjum" eftir Jón
SJÓNVARP
164» Hildur
Sjðtti þáttur — Endursýning.
Dðnskunámskeiö I tlu þátt-
um.
16.30 Iþróttir
Umsjónarmaöur Bjarni Fel-
ixson.
18J0 Enska knattspyrnan
1925 Kærastan kemur I höfn
(Kæresten er i tavn om faa
minutter)
Nýr tlokkur — Fyrsti þáttur.
Danskur myndaflokkur I sjö
þáttum ætlaöur bðrnum.
Sagan gerist að mestu á
danskri eyju þar sem
mamma Idu litlu gerist vél-
stjóri á ferju.
Þýöandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
(Nordvision — Danska sjón-
varpiö)
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 I sælureit
Fimmti þáttur.
Breskur gamanmyndaflokk-
LAUGARDAGUR
8. desember
ur I sjö þáttum. Þýöandi Jó-
hanna Þráinsdóttir.
2120 Heilsað upp á fólk
Þriðji þáttur.
Umsjón: Ingvi Hrafn Jóns-
son.
I haust heilsuöu sjónvarps-
menn upp á bændur I Rauð-
gilsrétt I Reykholtsdal og
áttu m.a. hringborðsumræö-
ur undir túngaröi með jDeim
Kristjáni Benediktssyni I Vlöi-
geröi. Bjarna Guöráössyni I
Nesi og Jóni Glslasyni á
Lundi.
Kvikmyndun. Örn Sveinsson.
Hljóð: Agnar Einarsson.
Klipping: Jimmy Sjðland.
22.00 Eg er hótel
Kanadlskur sjónvarps-
myndaþáttur með söng og
dansi.
I þættinum er á myndrænan
hátt lagt út af nokkrum
söngvum kanadlska skálds-
ins og tónsmiösins Leonards
Cohen. Umgeröin er gamalt
glæsihótel þar sem persónur
úr sðngvum Cohens eru ým-
ist gestir eöa starfsfólk. Meö-
al leikara eru Leonard Co-
hen sjálfur, Toller Cranston
og fleiri kanadlskir lista-
menn. Þátturinn hlaut
.Golden Rose.-verölaunin I
Montreux á þessu ári. Þýö-
andi Sveinbjörn I. Baldvins-
son.
2220 Skólaferöalagiö
(Una gita scolastica)
Itölsk sjónvarpsmynd eftir
Pupi Avati sem einnig er leik-
stjóri. Aöalhlutverk: Carlo
Delle Piane, Tiziana Pini og
Rosana Casale.
Vorið 1911 fer efstl bekkur
menntaskóla I þriggja daga
gönguferö til Flórens. Leiöir
þessara 18 pilta og 12
stúlkna á senn aö skilja og
nú skal njóta þessara slöustu
samverustunda áöur en
prófin byrja. Hjörtu kennar-
anna, sem eru fararstjórar,
taka einnig að slá örar.
Þýðandi Þurlöur Magnús-
dóttir.
00.05 Dagskrárlok
Sveinsson. Gunnar Stefáns-
son les þýöingu Freysteins
Gunnarssonar (9).
2020 Harmonikuþáttur
Umsjón: Siguröur Alfonsson.
20.50 Sögustaöir á Noröurlandi
Umsjón: Hrafnhildur Jóns-
dóttir. (RÚVAK)
2120 Myndlistardjass — slðari
þáttur
Myndlistarmennirnir Lealand
Bell, Siguröur örlygsson og
Tryggvi Olafsson velja sklfur
og ræöa viö Vernharö Linnet
sem hefur umsjón með þætt-
inum.
22.15 Veöurtregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orö kvöldsins.
2225 Uglan hennar Mlnervu
Umsjón: Arthúr^ Björgvin
Bollason
23.15 Hljómskálamúsfk
Guömundur Gilsson kynnir.
244» Miönæturtónleikar
Umsjón: Jón örn Marinós-
son.
0050 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp frá Rás 2 til kl.
03.00
RAS 2
LAUGARDAGUR
8. desember
24.00—03.00 Næturvaktin.
Stjórnandi: Kristln Björg
Þorsteinsdóttir.
Rásirnar samtengdar að lok-
. inni dagskrá rásar 1.