Morgunblaðið - 08.12.1984, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 08.12.1984, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984 Aðventu- samkoma í Árbæj- arsókn SUNNUDAGINN 9. desember ann- an sunnudag í aðventu verður að- ventuhátíð Arbæjarsafnaðar haldin í Safnaðarheimili Árbæjarsóknar og hefst kl. 20.30 kl. hálfníu síðdegis. Aðventan er undirbúningstími okkar kristinna manna fyrir komu jólanna, hátíðarinnar miklu, og við minnumst fæðingar frelsarans Jesú Krists. í lífi flestra landsmanna er að- ventan tími mikils annríkis og umsvifa. Að svo mörgu þarf að hyggja, áður en jólahátíðin góða gengur í garð. Ýmsum finnst að vonum, að hinn ytri undirbúning- ur fyrir komu jólahátíðarinnar sé orðinn of fyrirferðarmikill og að úr honum mætti draga. Engum er það til góðs, að um- búðir yfirskyggi sjálfan kjarnann, fagnaðarboðskap jólanna. Hitt er svo ekki nema eðlilegt og sjálf- sagt, að menn geri sér dagamun um jólin. Það gerir þjóðin oft af minna tilefni og um langan aldur hafa menn tjaldað því sem best var til bæði í mat og drykk á þess- ari helgu hátíð. Því ber vissulega að fagna, að menn virðast nú í auknum mæli gefa gaum að hinum innri undirbúningi jólanna. Það sanna t.d. troðfullar kirkjur við guðsþjónustur á aðventunni og að- ventukvöldin í söfnuðunum, þar sem aðsóknin er slík, að sums staðar verða menn frá að hverfa sökum skorts á húsrými. Hinn innri undirbúningur jólanna er fólginn í því að við búum hugi okkar og hjörtu undir komu jóla- gestsins góða, Jesú Krists, og reynum að eignast sama hugarfar og hann átti. Og þá hvarflar hug- urinn til bágstaddra meðbræðra okkar og systra í fjarlægri Afríku, þar sem hungurvofan bíður við dyr milljón manna. Sá jólaundir- búningur okkar væri Jesú Kristi mest að skapi, ef við minntumst þeirra í verki og annarra bág- staddra systkina fyrir þessi jól. Annar aðventusunnudagurinn á að minna okkur á þessa mikilvægu hlið jólaundirbúningsins og þann- ig verður jólagjöfin æðsta best þökkuð og goldin. DAGSKRÁ Dagskrá aðventuhátíðarinnar I Árbæjarsókn verður á þessa leið: Organisti safnaðarins Jón Mýrdal leikur á orgel og kirkjukórinn syngur. Gunnar Petersen, formað- ur sóknarnefndar, flytur ávarp. Anna Júliana Sveinsdóttir syngur einsong við undirleik Láru Rafns- dóttur. Biskup Islands, herra Pétur Sig- urgeirsson, flytur hátíðarræðu. Skólakór Árbæjarskóla flytur helgileik undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur. Þá verður helgi- stund í umsjá sóknarprests og loks verða aðventuljósin tendruð og jólasálmur sunginn. Kynnir á samkomunni verður Skúli Möller, ritari sóknarnefndar. Safnaðarfólk í Árbæjarpresta- kalli Eignumst helga hátíðarstund saman að kvöldi annars aðventu- sunnudagsins og búum þannig hugi okkar undir komu hans, sem er ljósið og lífið og einn veitir okkur heilaga hátíð ástar, friðar og yndis. Verið öll hjartanlega velkomin. Guðmundur Þorsteinsson ÍWÖOO^MOHOUN IOLAKORT* KREDITKORT? Helgina 8. og 9. desember verðum við með einstakt tilboð í gangi. Ef þú hefur með þér jólakort til okkar og sýnir okkur það, þá færðu gosglas í staðinn, með hverjum keyptum hamborgara. Við tökum gild, þessa tvo daga, fleiri kort en nokkrir aðrir. ar gerðir jólakorta í fullu gildi. Það verður alltaf eitthvað sniðugt í gangi hjá Tommma- borgurum,allar helgar í desem- ber. Kostir þess að versla út á jólakort: Enginn gjalddagi. Ekkert afgreiðslugjald. Ekkert aldurstakmark. Ekkert eyðublað til útfyllingar Þú átt kortið sem þú fékkst sent í fyrra. Fæst í öllum bókabúðum. Engar bankaferðir. Þú verslar út á það fyrst, sendir það síðan með hlýlegri jólakveðju. Gildir á öllum Tommahamborgarastöðum TOMMA HAMBORGARAR Plorpiwlrlii&í®> —vpf Askriftarsíminn er 83033
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.