Morgunblaðið - 08.12.1984, Page 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984
18
þessum. — Það hefur bæði kosti
og galla í för með sér, sögðu þau,
það er ágætt að kynnast nýju
fólki og starfa með því, en það
getur tekið nokkurn tíma að átta
sig á því hvernig við eigum að
stilla raddirnar saman. En þetta
er góð reynsla að syngja svona
tónlist, sérstaklega þar sem við
skiptumst á að syngja við kór-
inn. Þarna erum við ekki eigin-
legir einsöngvarar heldur verð-
um að falla vel inn í þá heild-
armynd sem verið er að flytja
með þessum tónverkum. Við
verðum að fara eftir því sem
stjórnandinn vill fá fram með
túlkun okkar, það er hann sem
ræður og síðan reynum við að
fara að óskum hans, sögðu þau
og létu þau orð falla að Mótettu-
kórinn væri mjög góður og vel
agaður kór í höndum stjórnand-
ans.
Um önnur verkefni framund-
an sögðust einsöngvararnir hafa
í ýmsu að snúast, rólegt er fram-
undan hjá Sigríði Gröndal,
Elísabet Waage syngur um þess-
ar mundir í óperukórnum og býr
sig undir að taka einsöngvara-
próf í vor, Einar undirbýr sér-
staka dagskrá á næstunni og
Kristinn æfir hlutverk nauta-
banans í Carmen, sem hann
syngur á nokkrum sýningum
milli jóla og nýárs áður en hann
heldur áfram námi sínu í Band-
aríkjunum.
Um verkefni Mótettukórsins á
næstunni er það að segja að eftir
að jólasöng er lokið tekur Bach-
árið við. Er þá í bígerð að taka
til flutnings kantötur og mótett-
ur og fer nú fram endanleg
ákvörðun og skipulagning á
þeirri dagskrá.
Tónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju:
Magnificat og ýmis aðventu-
tónlist frá mörgum tímabilum
MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju
efnir til aðventutónleika í Krists-
kirkju, Landakoti, næstkomandi
sunnudag, 9. desember. Flutt verð-
ur aðventu- og jólatónlist með að-
stoð einsöngvara og hljóðferaleik-
ara, en stjórnandi kórsins er Hörð-
ur Áskelsson organisti. Þetta eru
fyrstu tónleikarnir á þriðja starfs-
ári Listvinafélags Hallgrimskirkju.
Efnisskrá tónleikanna er
byggð á lofsöng Maríu, „Magni-
ficat“. Er lofsöngur þessi fluttur
í fimm ólíkum gerðum, en við
þennan texta hafa tónskáld
gegnum aldir samið fjöldamörg
verk. Þannig má á þessum tón-
leikum heyra lofsöng Maríu í
gregoríönskum tíðasöng, við
sálmalag eftir Johann Eccard,
mótettur eftir Lechner og Pach-
elbel og hina rómantísku mót-
ettu Mendelssohns þar sem kór
og einsöngvarakvartett syngjast
á. Þessar ólíku magnificat-
tónsmíðar eru síðan tengdar
með aðventu- og jólasálmum.
Tónleikunum lýkur síðan með
dýrðarsöng englanna á Betle-
hemsvöllum í tónverki Giovanni
Gabrielis, Hodie Christus natus
est, en það var fyrst flutt fyrir
nær 400 árum í Markúsar-
dómkirkjunni í Feneyjum.
Mótettukórinn hefur á þessum
tónleikum fengið til liðs við sig
ýmsa tóníistarmenn. Einsöngv-
arar eru Sigríður Gröndal, sópr-
an, Elísabet Waage, alt, Einar
Örn Einarsson, tenór og Krist-
inn Sigmundsson, bassi. Einnig
munu blásarakvintett og
strengjaleikarar úr Sinfóníu-
hljómsveit íslands leika með og
flytja í upphafi verk eftir Daniel
Speer, allegro í a-moll svo og
verk eftir Byrd og Brahms á
milli atriða kórsins.
í spjalli við blm. Mbl. kom
fram að þetta er í fyrsta sinn
sem einsöngvararnir fjórir koma
fram saman á tónleikum sem
Mótettukór Hallgrímskirkju heldur tónleika í Kristskirkju á sunnudag kl. 17 og koma þar
fram einsöngvarar og hljóðfæraleikarar.
Stjórnandi Mótettukórsins er Hörður Áskelsson organ-
isti og með honum á myndinni eru einsöngvararnir. Frá
vinstri: Kristinn Sigmundsson, Einar Örn Einarsson,
Elísabet Waage og Sigríður Gröndal.
—
gegnVERÐBOLGU
Mánaðarlega eru borin saman kjör hávaxtareiknings og verðtryggðra reikninga hjá
bankanum, og vaxtabreytingar gerðar svo að Hávaxtareikningur verði alltaf betri kostur.
AMERÍSK HEIMILISTÆKI
í SÉRFLOKKI
KÆLI- OG
FRYSTISKÁPUR
Hækkandívextír
Hávaxtareikningur ber stighækkandi
vexti, 17% í fyrstu sem strax eftir
2 mánuði hækka um 1,5% á mánuði
uns 24,5% er náð. Eftir samanlagðan
12 mánaða sparnað hækka vextirnir
síðan um 1% til viðbótar og eru 25,5%
upp frá því.
Arsávöxtun
Vextir leggjast við höfuðstól 30. júní og
31. desember ár hvert og fer því
ársávöxtun aldrei niður fyrir 27,12% en
getur náð 27,58% sem ræðst af því
hvenær ársins lagt er inn.
Vextír frá stofndegí
Allar vaxtahækkanir Hávaxtareiknings
reiknast frá stofndegi og falla aldrei
niður á sparnaðartímanum. Þannig
tryggir afturvirk prósentuhækkun bestu
kjörin.
Nýstáilegt fyrírkomulag
Stofnskírteini er gefið út fyrir hverri
innborgun og er hvert stofnskírteini til
útborgunar í einu lagi. Þvi er sjálfsagt að
deila innborgun á fleiri skírteini sem gerir
úttekt á hluta fjárins mögulega, án þess
að vaxtakjör eftirstöðva rýrni.
Obundinn
Hvert skírteini er laust til útborgunar
fyrirvaralaust.
Betri kjör bjóðast varla.
GREIÐSLUSKILMALAR
HEIMILIS 0G RAFTÆKJADEILD
HEKIAHF
| LAUGAVEGI170 • 172 SÍMAR 11687 • 21240